Morgunblaðið - 22.04.2017, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
Atvinnuauglýsingar 569 1100
Laugavegur / Smáralind / Kringlan
Verslunarstjóri
Við hjá Jóni & Óskari erum að leita að leiðtoga í úra- og skartgripaverslun okkar
í Smáralind.
Um er að ræða fullt starf í líflegu umhverfi með skemmtilega vöru.
Verslunarstjóri ber ábyrgð á sölu og þjónustu við viðskiptavini, stjórnun og þjálfun
starfsmanna, uppgjöri og öðrum spennandi verkefnum.
Hæfniskröfur:
• Reynsla af stjórnun og/eða verslunarstjórn
• Þjónustulund
• Reynsla af sölustörfum
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Mikill áhugi á skartgripum og úrum
Jón og Óskar er ein stærsta og glæsilegasta úra- og skartgripaverslun landsins og
rekur verslanir við Laugaveg, í Smáralind og Kringlunni.
Umsókn ásamt ferilskrá óskast send á netfangið
info@jonogoskar.is fyrir 3. maí.
Gröfumenn og fl.
Vegna aukinna verkefna óskum við eftir
gröfumönnum og verkamönnum til starfa
strax.
Upplýsingar í síma 893 3915.
Excavator operator
and others
We are looking for excavator operators and
handworkers Able to start work immediately,
because of more projects.
Please call: 893 3915
Laus störf við Grunnskólann
í Sandgerði
Grunnskólinn í Sandgerði óskar eftir að ráða til starfa fjölhæft,
áhugasamt og skapandi fólk með hæfni í mannlegum samskiptum.
Grunnskólinn er Heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir hugmyndafræði
Uppbyggingarstefnunnar. Leiðarljós skólans eru vöxtur, virðing, vilji og vinátta
og endurspeglast þau í daglegu starfi skólans. Viðkomandi þarf að vera
tilbúinn að setja sig inn í starfshætti skólans og vinna með hópnum að því að
mæta ólíkum einstaklingum með fjölbreyttum hætti.
Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar:
• Umsjónarkennsla á yngsta stigi
• Verkefnisstjórnun á sviði læsis
• Sérkennarastaða
• Staða kennara í hönnun og smíði
• Starf stuðningsfulltrúa
• Starf skólaliða
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf við Grunnskólann í
Sandgerði.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www.sandgerdisskoli.is.
Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2017. Umsóknir og ferilskrár skal
senda á netfang skólastjóra: holmfridur@sandgerdisskoli.is
Nánari upplýsingar veita: Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri
holmfridur@sandgerdisskoli.is og Elín Yngvadóttir, aðstoðarskólastjóri
eliny@sandgerdisskoli.is eða í síma 420-7550.
Grunnskólakennarar
Kennara vantar í 100% starf við Reykja-
hlíðarskóla frá 1. ágúst 2017
Um er að ræða umsjónarkennslu á yngsta
stigi, textilmennt og sérkennslu.
Skólinn er að innleiða Heilsueflandi
grunnskóla, Jákvæðan aga og flaggar
Grænfánanum fyrir umhverfisstefnu.
Reykjahlíðarskóli er heildstæður skóli með
rúmlega 30 nemendur.
Umsóknarfrestur er til 8. maí 2017.
Frekari upplýsingar gefur Sólveig Jónsdóttir
skólastjóri.
Tölvupóstur: soljon@ismennt.is
www.myv.is/reykjahlidarskoli
Vélgæslumaður
FISK Seafood ehf. óskar eftir að ráða starfs-
mann til vélgæslu hjá landvinnslu fyrir-
tækisins á Sauðárkróki.
Í starfinu felst m.a. almenn vélgæsla, yfir-
umsjón með keyrslu frystivéla, umsjón
hússtjórnarkerfis, umsjón með viðhaldi og
viðgerðum í landvinnslu fyrirtækisins .
FISK Seafood ehf. rekur öfluga landvinnslu á
Sauðárkróki, sem er í mikilli þróun og því
um spennandi starf að ræða.
Skriflegar umsóknir skal senda til
framkvæmdastjóra FISK , Jóns E.
Friðrikssonar , Háeyri 1, 550 Sauðárkróki og
skulu hafa borist fyrir 1.maí n.k.
Járnamaður
Vanur járnamaður getur tekið
að sér verkefni.
Upplýsingar í síma 898 9475
Blaðberar
Áhugasamir hafi samband
við Kristrúnu í síma 862 0382
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera í
Innri Njarðvík
Blaðbera
Áhugasamir hafi samband
við Guðbjörgu í síma 860 9199
vantar í Keflavík
Umsjónarmaður
verslunar hjá Dýrabæ
Óskum eftir röskum og metnaðarfullum
starfsmanni til að hafa umsjón með verslun
okkar í Smáralind.
Starfssvið og helstu verkefni:
Umsjón með daglegum rekstri verslunar.
Umsjón með pöntunum á vörum, sölu og
birgðum.
Umsjón með skipulagi og útliti verslunar.
Aðstoðar viðskiptavini við val á vörum í
verslun.
Afgreiðir á kassa.
Hæfniskröfur:
Mikill áhugi og góð þekking á dýrum og
vörum fyrir þau.
Hæfni til að stýra og vinna með fólki.
Miklir söluhæfileikar og rík þjónustulund.
Góð tölvukunnátta.
Geta til að vinna undir álagi.
Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði.
Vinnutími er 11:00-19:00 alla virka daga.
Þarf að geta hafið störf strax.
Íslenskukunnátta er skilyrði.
Áhugasamir sendi ferilskrá með mynd til
dyrabaer@dyrabaer.is
Umsóknarfrestur er til 26.04.2017
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á