Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 21

Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 HEFUR OPNAÐ STOFU Í KLÍNÍKINNI ÁRMÚLA 9 Sérgrein: Lýtalækningar Kári hefur undanfarin 6 ár starfað í Kaupmannahöfn en snýr nú aftur heim með mikla reynslu innan fegrunaraðgerða, svo sem brjóstastækkanir, brjóstalyftingar, brjóstaminnkanir, svuntuaðgerðir, fitusog, andlitslyftingar, augnloksaðgerðir auk sprautumeðferða með Botox og fylliefnum. Tímapantanir í síma: 519 7000 Kári Knútsson, Sérfræðingur í lýta- og fegrunarlækningum Klíníkin Ármúla · Ármúla 9 · 108 Reykjavík · Ísland · www.klinikin.is bundna fjölmiðla „lygafjömiðla“ (e. the lying media) og segir Matthew að nýi forseti Bandaríkjanna blómstri í þessu nýja fjölmiðlaum- hverfi þar sem erfitt er að henda reiður á sannleikanum, enda virðist Trump ekki einu sinni geta verið sammála sjálfum sé um hvað er satt og rétt. „Hann hefur farið allt frá því að vera mjög gagnrýninn á herðnaðaraðgerðir Baracks Obama og kalla eftir því að Bandaríkin hætti að skipta sér af málefnum annarra þjóða, yfir í að hér um bil hóta að varpa sprengjum á Norður- Kóreu og hefja þriðju heimsstyrj- öldina.“ Matthew hefur ekki mikið álit á Trump. „Það sem við vitum um hann er þetta: hann upplifir sig sem forystusauð, og hvar sem hann mætir vill hann vera aðalgaurinn á svæðinu. Hann er mjög hörundsár og hefnigjarn og virðist iðulega trúa því sem var síðast við hann sagt. Hann virðist ekki tryggur neinum málstað nema sínum eigin, og allt sem hann hefur sagt og gert sýnir okkur að hann er mjög ófyrir- sjáanlegur.“ Á Matthew von á því að forsetatíð Trumps verði mikill rússíbanareið og að forsetinn verði iðinn við að skipta út því fólki sem hann raðar í kringum sig í Hvíta húsinu. Matt- hew segir líka að skapstyggð Trumps geri hann einstaklega óhæfan til að gegna embættinu. Skaphundar hafa áður ratað í for- setastól, t.d. Lyndon B. Johnson. „En hann notaði skapið til að knýja þingið til hlýðni til að geta náð fram mjög skýrum markmiðum. Trump er hins vegar alveg grunlaus um hvað hann er að gera og hvernig embættið virkar. Virtist Trump t.d. halda að hann gæti með einu penna- striki og upp á sitt eindæmi breytt lögum landsins.“ Vestrænir stjórnmálamenn virð- ast enn vera að átta sig á Trump, en almenningur og leiðtogar í öðrum heimsálfum gætu reynst vanari svona fígúrum og skilið betur hvernig má höfða til nýja forseta Bandaríkjanna. „Mexíkóarnir virð- ast t.d. hafa verið fljótir að átta sig á hvernig stjórnmálamaður hann er. Þeir virðast líta þannig á að hátt gelti ragur rakki og að það þurfi ekki mikið til að sefa Trump og halda honum ánægðum. Það sem Trump vill umfram allt er að standa vörð um eigið orðspor, og sess sinn í sögubókunum og þegar upp er stað- ið mun hann gera hvað sem er til að tryggja sér endurkjör að fjórum ár- um liðnum. Hann gæti allt eins gert eins og Bill Clinton og ákveðið að reyna að vinna að sáttum milli demókrata og repúblikana ef það er það sem þarf og ef það fælir ekki frá honum kjósendur.“ Það er ekki bara í Bandaríkj- unum sem undarlegir frambjóð- endur á hægrikanti stjórnmálanna hafa náð að komast til valda, eða verið hársbreidd frá því. Mætti ætla að flokkarnir á vinstrikantinum myndu þá leggja sig alla fram við að bjóða kjósendum upp á góða fram- bjóðendur en Matthew sýnist að þvert á móti sé vinstrið líka að fær- ast enn meira út á jaðarinn. „Við- brögð vinstri flokkanna hafa verið að koma með sína eigin útgáfu af popúlisma, t.d. í Frakklandi þar sem öfgavinstrimaðurinn Jean-Luc Mé- lenchon hefur verið á mikilli sigl- ingu, sem eins konar andsvar við Marine Le Pen. Það gæti því verið undir miðjuflokkunum komið að reyna að stemma stigu við þessari miklu færslu út á jaðarinn til bæði vinstri og hægri. Það síðasta sem við viljum sjá gerast er að tvær po- púliskar hreyfingar hvor á sínum enda litrófsins keppist um völdin, og báðar jafn lítið uppteknar af því að halda sig við sannleika og stað- reyndir.“ Vinur Bretlands en óvinur Evrópusambandsins Margir hafa áhyggjur af Trump, en það gæti farið svo að forsetinn umdeildi muni reynast himnasend- ing fyrir Theresu May, forsætisráð- herra Bretlands. „Trump er enginn aðdáandi ESB, en rétt er að hafa hugfast að skoðun hans á Evrópu- sambandinu er líklega ekki mjög upplýst. Alltént væri honum trúandi til að vilja vera mikill vinur Breta og langa að greiða fyrir viðskiptum á milli landanna, ólíkt Obama sem gerði sér sérstaka ferð til London til að segja breskum kjósendum að ef ætti að gera verslunarsamning við Bandaríkin myndi Bretland fara „aftast í röðina“. Ég get alveg séð það fyrir mér að Trump fái flokks- bræður sína á þinginu til að veita viðskiptasamningi við Bretland flýtimeðferð,“ segir Matthew. Theresa May boðaði óvænt til þingkosninga á dögunum og segir Matthew að það hafi verið snilld- arleikur hjá henni. „Það er nær öruggt að ríkisstjórnin mun styrkja stöðu sína og um leið fá skýrara um- boð í samningviðræðunum sem eru framundan við Evrópusambandið,“ segir hann. The Economist tók afstöðu gegn Brexit og það gerði Matthew líka. „Niðurstaðan var afskaplega heimskuleg og í besta falli verður útkoman sú að staða Bretlands verður sáralítið breytt frá því sem hún er í dag – nema hvað landið mun hafa minni pólitísk völd í Evr- ópu og verður búið að eyða miklum tíma, orku og peningum í málið.“ Kannski er það samt Evrópusam- bandið sem þarf að hafa meiri áhyggjur en Bretland og væri mjög óheppilegt fyrir ESB ef annað aðild- arríki ákvæði að fara að fordæmi Bretlands og segja sig úr samband- inu, eða bara hætta að nota evruna. „Það gæti gerst og gæti gerst mjög hratt. Ráðamenn í Brussel eru í erf- iðri stöðu, því jafnvel ef þeir vilja gera umbætur á starfi Evrópusam- bandsins og laga þá vankanta sem fengu Bretland til að kveðja, s.s. draga úr skrifræði og miðstýringu, þá hætta þeir á að veikja ímynd ESB.“ Áherslur Matthew Bishop á von á því að Trump muni reynast bresku ríkisstjórn- inni vel. „Ég get alveg séð það fyrir mér að Trump fái flokksbræður sína á þinginu til að veita viðskiptasamningi við Bretland flýtimeðferð.“ Eins og fyrr var getið kemur Matt- hew til Íslands á vegum Social Pro- gress Imperative, sem m.a. gefur út SPI-vísitöluna. Vísitalan er sam- sett úr ýmsum mælanlegum þátt- um sem gefa vísbendingu um raunveruleg lífsgæði fólks, og skýrari mynd af framförum en ef eingöngu er litið til hagvaxtar. Sýnir vísitalan að batnandi vel- sæld helst ekki alltaf í hendur við aukinn hagvöxt og að fleira þarf að koma til ef skapa á heilbrigð og hamingjusöm samfélög. Matthew segir leiðtoga heims- ins hafa gert reginmistök með því að einblína á þróun hagvaxtar. „Þeim yfirsást hvernig lífskjör margra voru ekki að batna þó að landsframleiðsla væri á uppleið. Þeir áttuðu sig ekki á hvernig verið var að búa í haginn fyrir hrun fjármálakerfisins, og þeir tóku ekki nægilega mikið mark á birt- ingarmyndum vaxandi óánægju al- mennings, t.d. Occupy-hreyfing- unni.“ Að mati Matthews ætti kjör Trumps í embætti Bandaríkja- forseta að vera þörf áminning til stjórnmálamanna um að láta ekki ákveðna hópa samfélagsins mæta afgangi. Stefna undanfarinna þriggja áratuga hafi skapað jarð- veginn sem Trump spratt upp úr. „Það er leiðinlegt til þess að hugsa, að með allar þær tækni- framfarir sem eru að eiga sér stað gætum við verið að fara inn í nýja gullöld framfara og velmegunar, en hins vegar er útlit fyrir að þvert á móti geti það gerst á næstu 10- 20 árum að samfélögum taki að hnigna.“ Förum við inn í tímabil hnignunar? GERÐU MISTÖK MEÐ ÞVÍ AÐ EINBLÍNA Á HAGVÖXT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.