Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 12

Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 fyrirbæri þetta væri og héldu fyrst að hann væri geithafur, með þetta háa horn. En þeir sáu svo þegar þeir komust nær að hann var sauð- kind með svona sérstæð samvaxin horn. Bæði hornin vaxa þétt sam- an líkt og um eitt voldugt horn sé að ræða, sem klofnar í tvennt í endann,“ segir Erla og bætir við að eftirlegukindin Einhyrningur hafi komið til byggða ásamt ánni móður sinni og gimbrinni tvílemb- Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þessi furðuhrútur hefurfengið nafnið Einhyrn-ingur. Við sáum hverskyns var strax í sauð- burðinum í fyrravor þegar hann kom í heiminn, hornin voru þá þegar samvaxin og aðeins í sundur efst. Þau hafa vaxið síðan áfram beint upp af höfði hrútsins, svo nú lítur hann út eins og einhyrningur. Við vorum satt að segja búin að steingleyma honum þegar hann kom til byggða í eftirleit skömmu fyrir jólin. Fyrir vikið varð hann sér úti um lengra líf en flestir þeir lambhrútar sem komu í heiminn á sama tíma og hann síðasta vor, þeir fóru í sláturhús í haust að loknum réttum,“ segir Erla Þórey Ólafsdóttir, bóndi í Hraunkoti í Landbroti, en í fjárhúsum hennar og Bjarna Bjarnasonar, mannsins hennar, er að finna furðuskepnuna Einhyrning. „Það var skondið að smalarnir sem sáu hann í kíki hjá sér þegar þeir voru að leita, vissu ekki hvaða Einhyrningur furðu- fyrirbæri vekur forvitni Þau Erla Þórey og Bjarni, bændur í Hraunkoti í Landbroti, voru alveg búin að gleyma lambinu með und- arlegu hornin þegar það skilaði sér í eftirleit rétt fyrir síðustu jól. Smalar héldu að þar færi geithafur þegar þeir sáu hann í kíki sínum, en horn lambhrútsins höfðu vaxið þétt saman beint upp úr höfði hans. Eldri bænd- ur í sveitinni hafa gert sér ferð til Erlu og Bjarna til að skoða undarlega skepnuna með uppglennt augun. Öðruvísi Einhyrningur stingur vissulega í stúf þar sem hann fær sér heytuggu með hinum hrútunum. Sigríður Halldórsdóttir og Vigdís Grímsdóttir ætla að spjalla um bók sína Elsku Draumu mína, á Gljúfra- steini á morgun sunnudag, en 23. apríl er Gljúfrasteini á hverju ári tvö- faldur í roðinu, en þá ber alþjóðlegan dag bókarinnar upp á fæðingardag Halldórs Laxness. Af því tilefni býður hús skáldsins bókelskt fólk velkomið í stofuspjall um minningabók dóttur skáldsins. Saman munu þær Sigga og Vigdís ræða bókina við Svavar Stein- arr og aðra gesti safnsins, en spjallið mun rúma annað og fleira. Bókin þeirra hefur vakið athygli fyrir hlýja og glaðværa nærveru. Spjallið á Gljúfrasteini, æskuheimili Siggu, hefst klukkan 16 og ókeypis aðgang- ur á meðan húsrúm leyfir. Dagur bókarinnar Stofuspjall um bókina Elsku Draumu mína Drauma Sigga í stofunni heima á Gljúfrasteini á stól föður síns. Í Katalóníu er 23. apríl ætíð haldinn hátíðlegur enda mikilvægur dagur í hugum margra. Dagurinn er tileink- aður Sant Jordi, eða heilögum Georg, en hann var píslarvottur í upphafi fjórðu aldar. Í aldanna rás hefur hann orðið að einum vinsælasta dýrlingi kaþólsku kirkjunnar og um hann hafa spunnist heilmargar þjóðsögur eins og sú um bardaga hans við drekann. Á morgun sunnudag verður skemmtileg dagskrá fyrir alla aldurs- hópa í Gerðubergi í Breiðholti frá klukkan 14-15. Fyrir yngstu kynslóð- ina verður m.a. sögustund um heil- agan Georg og drekann. Einnig verður bein útsending frá hátíðarhöldunum í Barcelona þar sem m.a. verða gerðir mennskir turnar. Að lokum verður sýnd heimildarmyndina Nosaltres els xiquets de Valls (með enskum texta) sem fjallar um hina mennsku turna sem er ein af hefðunum sem tengjast hátíðarhöldunum. Umsjón með hátíð- inni hefur félag Katalóna á Íslandi/ Casal Català a Islàndia. Katalónsk menningarhátíð í Gerðubergi á morgun sunnudag Bardaginn við drekann og merkilegir mennskir turnar Á hinu nýlega og kærkomna kaffihúsi íbúa í austurbæ Reykjavíkur, Kaffi Laugalæk, sem stendur við Laugar- nesveg 74a, er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. Í dag laug- ardag verður þar vínylmarkaður og plötusnúðar á svokölluðum Record Store Day 2017. Lofað er skemmti- legri stemningu og fullt af vínyl- plötum verður til sölu og sumar ókeypis. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Markaðurinn hefst kl. 15 og stendur fram á kvöld til kl 23, svo það er lag fyrir fólk á öllum aldri að kíkja og gramsa, og fá sér eitthvað gott í gogginn, nú eða bara kaffisopa. Endilega … Morgunblaðið/Eggert Vínylplötur Þær sækja í sig veðrið. … kíkið við á vínylmarkaði Rósir 1.990kr 3.490kr 10 stk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.