Morgunblaðið - 22.04.2017, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.04.2017, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 Jóhann Hjartarson er í hópiþeirra 16 skákmanna semunnið hafa allar þrjár skákirsínar á Reykjavíkurskák- mótinu sem hófst í Hörpunni á mið- vikudaginn. Jóhann hefur ekki teflt á Reykjavíkurskákmóti síðan árið 1996 og er í framvarðsveit þeirra ís- lensku skákmanna sem tefla á mótinu. Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhallsson, Bragi Þor- finnsson og hinn síungi Áskell Örn Kárason hafa hlotið 2 ½ vinning og sitja í 17.-42. sæti. Þróunin vill verða sú þegar mikill stigamunur er á keppendum að í fyrstu umferðunum er eins og dreg- ið sé í dilka; hinir stigahærri hafa oftast betur og raðast saman síðar í mótinu. Tefldar verða tíu umferðir og keppendur eiga kost á ½ vinn- ings yfirsetu tvisvar. Stigahæstur allra er Hollendingurinn Anish Giri með 2771 elo stig en þeir stiga- lægstu eru með í kringum 1000 elo stig. En þarna getur hver sem vill tekið þátt og ófáir íslenskir skák- menn hafa tekið sín fyrstu skref á alþjóðavettvangi skákarinnar á Reykjavíkurskákmóti. Björn Blön- dal, formaður borgarráðs, benti á þá merkilegu staðreynd í setningar- ræðu sinni, að þegar Reykjavík- urskákmótinu var „hleypt af stokk- unum“ í ársbyrjun 1964 var það fyrsti alþjóðaviðburðurinn sem tengdist nafni Reykjavíkur. Fyrsti stórmeistara Færeyinga fer fyrir stórum hópi keppenda Eftir að Reykjavikurskákmótið flutti sig um set yfir í Hörpuna hafa nokkrir erlendir keppendur haldið mikilli tryggð við mótið og koma ár eftir ár. Nefna má Englendinginn Gawain Jones, Svíann Nils Grande- lius, indversku skákdrottninguna Tönju Sadchev, Hollendinginn Eric Winter og ýmsa aðra. Samsetning keppenda leiðir í ljós að Bandaríkja- menn eru fjölmennastir með 18 full- trúa, Indverjar eiga 16 skákmenn og 13 Svíar taka þátt. FIDE sæmdi Helga Dam Ziska stórmeistaratitli á dögunum og hann fer fyrir hópi 12 Færeyinga. Bandaríkjamaðurinn James Tarjan lætur ekki mikið yfir sér en hefur þó ákveðinn status á þessu þingi; fyrir meira en 30 árum hætti hann sem atvinnumaður og gerðist bóksafnsfræðingur. Hann og Beljavskí eru þeir einu sem hafa teflt í sigursveit á Ólympíuskákmóti. Tarjan var með þegar Bandaríkja- menn unnu gullið í Haifa árið 1976 og Beljavskí var í sigursveit Sovét- manna árin 1982, 1984 og 1988. Hvað varðar baráttuna í Hörp- unni þá virðist mikill stigamunur oft gefa þeim stigahærri sálfræðilegt forskot. Þannig virtist a.m.k fara fyrir hinum finnska andstæðingi Jó- hanns í 2. umferð. Hann hefði átt að kíkja betur á hið flókna afbrigði Vín- artafls. Það byggist á peðsfórn strax í 6. leik og annað peð er að fá ef svartur vill: Jóhann Hjartarson – Samu Ristoja Vínar tafl 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 dxc4 5. e4 Bb4 6. Bxc4 Rxe4 7. O-O Rxc3 8. bxc3 Bxc3? Svarta staðan er óteflandi eftir þetta peðsrán, 8. … Be7 hefur margoft sést. 9. Hb1 c6 10. Hb3 Ba5 11. Re5 b5? 11. … Rd7 kom til greina en hvít- ur á fórnina 12. Rxf7! Kxf7 13. Bxe6+! Kxe6 14. De2+ Kf7 15. Dc4+! Kf8 16. Ba3+ c5 17. Hf3+ og vinnur. 12. Dg4! g6 13. Bg5 f5 14. Dh4 Dc7 15. Be2 Hg8 16. Hc1 a6 17. Bf3 Bb7 18. Bd8! Laglegur hnykkur sem gerir út um taflið. 18. … Dxd8 19. Dxh7 Hf8 20. Dxg6+ Ke7 21. Dg7+ – og svartur gafst upp, 21. … Kd6 22. Dxb7 er algerlega vonlaust framhald. Línur að skýrast á Reykjavíkurskákmótinu Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ljósmynd/Ómar Óskarsson Stórmeistari Helgi Dam Ziska fer fyrir hópi 12 Færeyinga á mótinu. Þar sem einelti er mikið í umræðunni núna og haldin var ný- lega ráðstefna hjá menntamálasviði HÍ um þennan vágest og ráð til að sporna við honum kom upp í hug- ann það einelti, sem RÚV/sjónvarp hefur haldið uppi gagnvart saklausum manni í langan tíma. Þarna er átt við Sigmund Davíð Gunn- laugsson, þingmann Framsókn- arflokksins og fyrrverandi forsæt- isráherra, sem lagður hefur verið í einelti án þess að hafa brotið nokkuð af sér annað en vera til og ekki hlotið dóm fyrir. Það hafa verið sérstakir aðilar hjá RÚV sem hafa leikið þann ljóta leik og illskiljanlegt hvað þeim hefur gengið til eins og t.d. Sigmari Guðmundssyni og Jóhannesi Kr., sem setti saman ófyrirleitinn „leikþátt“, sem svo sýnd- ur var í sjónvarpi RÚV. Þessir tveir nafngreindu menn hjá stofnuninni hafa verið hvað ötulastir við að skálda upp óhroðann á Sigmund Davíð. RÚV spyr ekki að því þó ráðist sé á saklausan mann og hann ataður auri og lagður í einelti svo mánuðum skiptir. Sagan er ekki öll sögð því á gaml- ársdag sl., þegar árið það leið í ald- anna skaut, var eineltið rifjað upp í þættinum „Á síðustu stundu“ þegar einn þáttastjórnenda, Sigmar Guðmundsson, lét ljós sitt skína enn einu sinni eftir að hafa margoft ráðist að Sigmundi Dav- íð t.d. í Kastljósþáttum með órökstuddum árás- um. Nú var það langt viðtal við Jóhannes Kr., sem staddur var í sum- arbústað í Borgarfirði þar sem frægur sjón- varpsþáttur varð til og Sigmundur Davíð síðan plataður í þáttinn á rammfölskum forsendum. Til að bíta höfuðið af skömminni nú fyrir stuttu þá hengdi Blaðamannafélag Íslands medalíu á Jóhannes Kr. fyrir rann- sókn á Panamaskjölunum, sem ekkert hefur heyrst af nema dylgjurnar og óþverrinn á Sigmund Davíð svo ætla má að Blaðamannafélagið aðhyllist árásirnar og eineltið og útbýti medalí- um fyrir. Tekið skal fram að ekki er allt starfsfólk RÚV undir eineltissök- ina selt en minna má þó á frægan sjónvarpsþátt með gosanum Gísla Marteini, sem ætlaði svo sannanlega að láta ljós sitt skína og réðst óvægi- lega á Sigmund Davíð en hafði lítið út úr því nema að verða sjálfum sér til skammar. Eitt dæmi enn má nefna er ung fréttakona, bersýnilega enn blaut á bak við eyrun, Sunna Valgerð- ardóttir, byrjaði viðtal við Sigmund Davíð fyrir kosningarnar sl. haust á því að spyrja „Ertu í fýlu?“. Svona byrjar fólk ekki á fréttaviðtali. Þáttur Sigmundar Ernis Á sjónvarpsstöðinni Hringbraut hélt Sigmundur Ernir Rúnarsson úti þætti á síðasta ári, sem nefnist „Rit- stjórarnir“ og heitir víst enn. Þáttur þessi var í margar vikur helgaður ein- elti og skítkasti og auðvitað að ósekju á Sigmund Davíð. Það var einkenn- andi fyrir þessa þætti að Sigmundir Ernir, sem var þáttastjórnandi, gerði í því að fá til sín viðmælendur, sem margir hverjir eru alræmdir frétta- sóðar og víla þá ekki fyrir sér að taka fólk „af lífi“ með skítkasti og óheið- arleika ef svo ber undir og skammast sín eðlilega ekki því þeir hinir sömu kunna það ekki. Þættirnir einkennd- ust líka af handasveiflum og leik- rænum tilburðum þáttastjórnandans, sem eflaust hafa átt að gefa þáttunum sérstakt yfirbragð og gera alla lygina trúverðuga. Það er með ólíkindum hvað fólk, sem vill kallast fréttamenn, ekki fréttasóðar, hefur í hávegum falskan og óheiðarlegan fréttaflutn- ing hvort sem eru fréttir eða frétta- tengdir þættir. Ég held að það sé eitt- hvað að á heimilum fólks sem hagar sér svona, eða í undirmeðvitundinni, og það á skilið nafnið fréttasóði. Eftir Hjörleif Hallgríms »Einelti er virkilega skaðlegur og ljótur leikur. Hjörleifur Hallgrímsson Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Einelti RÚV/sjónvarps Undarlegt misræmi varðandi sjálfsónæm- issjúkdóma er í nýju reglugerðinni um greiðsluþátttöku sjúk- linga. Psoriasis er sjálfs- ónæmissjúkdómur sem hefur viðtæk áhrif á sjúklinga. Til skamms tíma var í ræðu og riti talað um húðsjúkdóm en frekari rannsóknir, ekki síst frá Íslenzkri erfðagrein- ingu, sýna að næstum hvaða líffæri sem er getur skaddast. Þetta er al- varlegur sjúkdómur sem rústar heil- brigði margra ævina á enda. Fyrir utan aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, Crohńs, liðagigt o.fl. sjúkdómum eru ótalin andlegu sárin en þau svíða oft mest. Við sem fengum sjúkdóminn á barnsaldri urðum fyrir alvarlegri mismunun í skóla og síðar hvað varðaði vinnuval og nám. Svo ekki sé minnst á allan kostnaðinn við lyf og læknishjálp. Nýja reglugerðin er afar íþyngj- andi fyrir psoriasissjúklinga. 1) Fyrir meðferð sem felst í B- geislun og/eða A-geislun með eða án smyrsla, 90% af heildarverði. (Hér vísar samt reglugerðin í 3. gr. þar sem útskýrt er hámarksþak greiðslna. 2) Fyrir meðferð sem felst í PUVA-meðferð. 90% (sami fyrirvari um undanþágur 3. greinar.) 3) Fyrir margþætta húðmeðferð, sama gjald og í 1. tl. Þ.e. sjúklingar greiði 90% nema þeir falli undir 3. grein. Nú er það svo að flest okkar þurfa á ljósameðferð að halda 2-3 sinnum í viku skv. læknisráði. Auk þess þurfa flestir að smyrja sig daglega. Þeir sem fengu auk þess psoriasis- liðagigt verða að mæta á sex vikna fresti á sjúkrahús og fá lyf í æð. Allt þetta kostar – að sjálfsögðu. Skv. reglugerðinni hækkar hvert skipti í ljósameðferð frá 264 kr/í 1.296 eða 432 kr./í 1.944 kr. Flestir þurfa tvö- falda meðferð sem þýð- ir tæpar fjögur þúsund fyrir hvert skipti. Nú eru 27 ónæm- issjúkdómar þekktir í heiminum. Ég sé mér til mikillar gleði að þeir falla allir undir afar lága greiðsluþátttöku sjúklinga í nýja reglu- gerðinni nema við. Af hverju er psoriasis eini sjálfsónæmissjúkdómurinn þar sem sjúklingar verða að þola 80% hækk- un? Fjöldi sjúklinga ræður engan veg- inn við þessa gífurlegu hækkun. Leyfist mér að segja ykkar hvað gerist þegar sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður? Hann versnar og lífsgæði sjúklinga verða engin. Mætti ég einnig benda á að lang- flestir psoriasis-sjúklingar þreyja þorrann og góuna og vinna eins og þeir geta. Ekkert sjúklingafélag hef- ur jafnfáa öryrkja. Fái fólk ekki ódýrustu og bestu meðferðina til þessa, þ.e. ljósa- meðferð, endar það óvinnufært. Sálrænni byrði psoriasis hefur ekki verið gefinn jafnmikill gaumur og líkamlegu hliðinni en sá tími mun koma. Bætið ekki við byrðina, hún er nógu þung og ég bið hæstvirtan heil- brigðisráðherra af sínu snotra hjartalagi að kippa þessu í lag. Það er ólíðanlegt að einn erfiður lífstíð- arsjúkdómur sé meðhöndlaður öðru vísi en hinir sjálfsónæmissjúkdóm- arnir. Sjálfsónæmissjúk- dómurinn psoriasis fær ekki sömu meðferð og hinir Eftir Ernu Arngrímsdóttur Erna Arngrímsdóttir » Skv. nýju reglugerð- inni er 80% hækkun á meðferð sjúklinga með sjálfsónæmissjúkdóm- inn psoriasis. Höfundur er sagnfræðingur. Eigum við að fyrirgefa þeim af því að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera? Vita ekki að þeir séu búnir að stela frá okkur landinu og við, hæst- virtir kjósendur, erum orðnir af- gangsstærð í eigin landi.Verðum að skjótast eftir ónýtum þjóðveginum til að versla, meðan hlé er á rútu- og bílaleiguumferðinni um miðjan dag- inn? Enginn Íslendingur lætur sér til hugar koma að skoða perlur lands- ins, varla heldur Evrópubúar, því ör- tröðin gerir það að verkum að eng- inn getur notið neins. Nei, við eigum ekki að fyrirgefa, þetta allt láta menn viðgangast fyrir opnum tjöldum og þykjast ekki sjá nein hættumerki, heldur hengja sig í klisjur eins og jaðarbyggðir og upp- bygging á landsbyggðinni. Það verður með öllum ráðum að koma einhverjum böndum á skefja- lausa aukningu ferðamannastraums- ins, annars fer illa og skellurinn verður margfalt meiri. Hóflegar, réttlátar aðgerðir til að tempra aukninguna eitthvað kemur öllum til góða þegar upp er staðið. Líka stjórnarþingmönnum er þeir leita endurkjörs. Það langar engan að kjósa þingmann sem ekki sér hvað er að gerast í kringum hann. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Ferðamannaflóðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.