Morgunblaðið - 22.04.2017, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 22.04.2017, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 Nú er vinur minn til tuttugu og níu ára, Einar Pét- ursson, látinn. Ein- ari kynntist ég þegar ég kom til vinnu hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í jarðlínudeild og Einar var vélamaður á eigin vél og fylgdi vinnuflokknum. Ég sá strax að þarna fór lífsreyndur maður sem fátt kom úr jafn- vægi, laginn vélamaður og gekk fumlaust til verks, enda byrjaði Einar H. Pétursson ✝ Einar H. Pét-ursson fæddist 31. desember 1936. Hann lést 11. mars 2017. Útför hans fór fram í kyrrþey 16. mars 2017. hann á jarðýtu fimmtán eða sextán ára gamall, því hann varð snemma að standa á eigin fótum vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Einar var vel heima í öllu og hafði sterkar skoð- anir, svolítið sér- sinna, en þær voru samt þannig að maður hlustaði á þær og sá oft- ast að hann hafði mikið til síns máls og margt sem hann sagði kemur ósjálfrátt upp í hugann nær daglega. Einar var víðlesinn og hefði getað orðið allt sem hann vildi, ég heyrði að hann sá dálítið eftir því að hafa ekki lært meira, því að Einar bar virðingu fyrir menntun og hann hefur hvatt tvíburastrákana sína, Hafstein og Guðmund, til náms, það veit ég, og hann var mjög stoltur af þeim enda afburðanámsmenn og hefur þeim farnast vel. Þegar ég hætti hjá Raf- magnsveitunni minnkaði sam- band okkar um tíma, en hann kom samt reglulega til mín í vinnuna hjá Aðalskoðun. Það var einmitt veturinn 2007 þegar Einar var hættur allri vélaút- gerð að það vantaði sendil í hlutastarf, ég lét Einar vita af því og úr varð að hann réð sig. Þannig urðum við vinnufélagar aftur eftir margra ára hlé. Einar sinnti þessu starfi vel og dyggi- lega allt fram á haustdaga á síð- asta ári, þegar heilsan leyfði ekki lengur. Einar hafði sérstakt lag á börnum og þau löðuðust að hon- um. Þegar við Fríða eignuðumst tvíburana okkar, Kára og Ingi- björgu, og síðar Jón Sölva, var farið í heimsóknir til Einars og Guðrúnar í Funafoldina og fljótt á eftir var spurt: hvenær getum við aftur farið til Einars? Einar hafði gaman af að ferðast um landið á sumrin, nú síðustu ár með hjólhýsi, og þau Guðrún fóru víða. Einar gætti þess vandlega að allt væri í fínu lagi, var fljótur að laga, ef eitthvað mátti betur fara. Einar vinur minn barðist við krabbamein í um tuttugu ár. Það sýndi sig best hvert hörku- tól hann var, alltaf var hann mættur til vinnu og lét ekkert stöðva sig. Það má segja að krabbameinið hafi lagst á rang- an mann, því hann neitaði að gefast upp fram í rauðan dauð- ann. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Einari, hans mun ég alltaf minnast sem góðs fé- laga og vinar sem hægt var að treysta á. Við Fríða og börnin okkar vottum Guðrúnu og öllum í fjölskyldunni hans samúð okk- ar. Kveðja, Magnús Helgi Jónsson. Við viljum minn- ast Jóns afa okkar sem hefði orðið 85 ára sumardaginn fyrsta. Við áttum margar góðar stundir með afa og má margt nefna. Sem krakkar fannst okk- ur spennandi að leggja land undir fót og fara til Húsavíkur að heimsækja Jón afa, Maríu og Döllu. Þar var margt að sjá og gera. Afi hafði mikla ánægju af hestum og reiðmennsku og hjá honum kynntumst við Rauða- Funa sem var hesturinn okkar. Tónlistin var afa mjög hugleikin og spilaði hann á ýmis hljóðfæri. Við áttum margar skemmtileg- ar stundir saman við spila- Jón Aðalsteinsson ✝ Jón Að-alsteinsson fæddist 20. apríl 1932. Hann lést 30. janúar 2017. Jón var kvadd- ur í Neskirkju 10. febrúar 2017. mennsku og tónlist- aræfingar. Fjölskyldumótin í Kristnesi einkennast af miklum tónlistar- flutningi og fjöri. Þar var afi hrókur alls fagnaðar og leið- andi í tónlistarflutn- ingi með yngri kyn- slóðinni. Af mörgu er að taka og margar góðar samveru- stundirnar en hér er aðeins stikl- að á stóru. Við þökkum Jóni afa innilega fyrir samveruna og fyrir það að vera sá afi sem okkur þótti svo vænt um. Hafðu þökk fyrir allt, er þú varst oss ávallt! Nú mun vandhæfi slíkan að finna. Veiti hamingjan þér það, sem hugsum nú vér, góði hugljúfinn bræðranna þinna! (Jónas Hallgrímsson) Magnús, Jökull, Sunnefa og Jón Bjartmar. Nú hefur elsku- leg tengdamóðir mín kvatt og lagt í sína hinstu för. Þrátt fyrir mikil veikindi síð- ustu árin náði hún alltaf að halda í þá miklu lífsgleði og þann baráttukraft sem ein- kenndi hana allt frá okkar fyrstu kynnum. Leikhús skipaði stóran sess í hennar lífi og hún var ætíð dugleg að sækja leiksýningar og aðra menningarviðburði. Hún tók sjálf þátt í leikupp- færslum í sveitinni á sínum yngri árum og menningaráhug- inn smitaðist til afkomenda hennar. Sævar, maðurinn minn, erfði leikhúsbakteríuna og hún lifði sig inn í allt hans brölt, las handritin hans og mætti á að ég held allar hans sýningar, hvort sem hann var að leika eða hafði skrifað handritið. Ninna var mikil fjölskyldu- manneskja, hafði ætíð brenn- andi áhuga á öllu sem við kom fjölskyldunni og fylgdist vel með öllum. Það var ekki óal- gengt að fá hringingu frá henni þar sem hún var að spyrja um gengi í prófi eða öðru tengdu viðburðum sem voru í gangi hjá okkur enda var hún óhemju minnisgóð. Minninu hélt hún við með heilaleikfimi en fram á síðustu stund hafði hún unun af því að leysa krossgátur. Ég komst fljótlega að því að Ninna var mikill jafnréttissinni. Henni var mikið í mun að dóttir Sveininna Jónsdóttir ✝ SveininnaJónsdóttir fæddist 7. maí 1937. Hún lést 8. apríl 2017. Útför Sveininnu fór fram 21. apríl 2017. hennar ætti ekki að vera bundin yfir húsverkum frekar en bræður sínir, sérstaklega þegar hún fann að hún hafði svo gaman af útiverkunum. Og mér finnst alltaf svo falleg sagan af því hvernig hún bað börnin að ná í bók og lesa fyrir sig meðan hún straujaði, og eft- ir smá tíma bað hún þau að skipta. Mér fannst þetta frábær og falleg leið til að virkja börn með sér í verkin. Það er nefni- lega svo að börn vilja vera með okkur í verkunum og þannig læra þau mest. Ég minnist þessarar sterku konu fyrir hlýju, hve vel hún var vakandi yfir okkar velferð, sýndi okkur og börnum okkar einbeittan áhuga, tímann sem hún gaf sér í að lesa fyrir þau, og lesa yfir gömul skólaverk- efni þeirra, skoða myndir og annað sem þau höfðu gert, svo ekki sé talað um alla spila- mennskuna, hún var alltaf til í að taka í spil. Það er sárt að sjá á eftir fólki eins og tengdamömmu, sem átti svo mikið inni – ef ekki hefði verið fyrir þennan skelfilega sjúkdóm sem krabb- inn er. Þó getur maður svo sannarlega unnt henni hvíldar eftir hetjulega baráttu, vitandi að gott fólk mun taka á móti henni handan landamæranna. Minning hennar og lífsgildi munu lifa áfram í orðum og at- höfnum afkomenda hennar og þar mun ég reyna að leggja mitt að mörkum. Hafðu þökk fyrir allt, mín kæra! Hjartans kveðja, Herborg Eðvaldsdóttir. Kær vinkona og frænka, Björg Hansen, hefur lok- ið lífsgöngu sinni. Vinátta foreldra okkar og þeirra hjóna, Bjargar og Ólafs Hauks, hófst þegar þau, ung hjón, fluttu í Hólminn um miðja síðustu öld og leigðu kjallaraíbúðina að Höfðagötu 29 í húsi foreldra okkar. Sú vin- átta varð kærari með hverju árinu og á hana bar aldrei skugga. Björg og Ólafur flutt- ust til Akraness eftir dvölina í Stykkishólmi og þangað var gott að koma. Eftir að þau fluttu til höfuðborgarinnar urðu samverustundirnar enn fleiri og eins heimsóttu þau okkur oft vestur í Stykkishólm og voru alltaf aufúsugestir. Mamma kunni vel að meta vináttu Bjargar frænku sinnar sem einkenndist alla tíð af virðingu og væntumþykju. Tryggð þeirra hjóna við okkur systk- inin hefur verið einstök og við Björg Friðriks- dóttir Hansen ✝ Björg Friðriks-dóttir Hansen fæddist 25. júní 1928. Hún lést 6. apríl 2017. Útför Bjargar fór fram 18. apríl 2017. höfum notið þess að eiga þau að vinum. Björg fylgdist vel með okkur og fjöl- skyldum okkar og bar hag okkar ætíð fyrir brjósti sem er ekki sjálf- gefið. Hún sam- gladdist okkur á merkum tímamót- um. Okkur fannst vænt um að hún og Ólafur Haukur þáðu ætíð boð í brúð- kaup, fermingar, afmæli og út- skriftir, kærkomnir gestir og vinir. Björg var einstaklega glæsi- leg kona og það sópaði að henni hvar sem hún kom enda alltaf skemmtileg. Hún var mikill fagurkeri og heimili þeirra Ólafs Hauks var ein- staklega glæsilegt og okkur alltaf opið. Þar höfum við oft notið rausnarlegra veitinga og góðra samverustunda. Að leiðarlokum þökkum við kæra samfylgd og vottum Ólafi Hauki, Nínu, Árna og fjölskyldum þeirra samúð okk- ar. Guð blessi minningu Bjarg- ar frænku okkar. Gunnlaugur, Halldór, Helgi og Anna Árnabörn. Elsku vinur. Um þig eigum við svo margar ómetan- legar minningar sem munu ylja okk- ur um ókomna framtíð. Þið El- ísabet komuð inn í líf okkar með endalausa gleði og ást á lífinu og kennduð okkur svo margt um mikilvægi þess að lifa lífinu lif- andi. Þú hafðir þann mikilvæga kost að vera heiðarlegur í fram- komu þinni við vini þína og alltaf gátum við gengið að hlýju faðm- lagi gefnu þegar þú varst nálæg- ur. Það sem meira var að þessi faðmlög og falleg orð voru gefin af fullri einlægni og velvilja. Það vorum ekki bara við, því börnin okkar fengu líka að kynnast þér og sýn þinni á lífið í skemmtileg- Hreiðar Örn Gestsson ✝ Hreiðar ÖrnGestsson fædd- ist 14. maí 1963. Hann lést 6. apríl 2017. Útför Hreið- ars fór fram 19. apríl 2017. um veiðiferðum og ferðalögum. Þú munt ætíð eiga stað í hjarta okkar allra og minningar um yndislegar stundir. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) Elsku Elísabet og aðstandend- ur, við vottum ykkur innilegustu samúð. Minning um yndislegan mann lifir. Pétur, Dagný og fjölskylda. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, JÓNU GUÐBRANDSDÓTTUR, Hörðukór 1, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Boðaþingi, fyrir góða umönnun, hlýhug og vináttu við Jónu og fjölskylduna. Ásbjörn Einarsson Einar Jón Ásbjörnsson Elísabet Reykdal Jóhannesd. Elín Björk Ásbjörnsdóttir Gísli Jóhann Hallsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRMANN ÁRMANNSSON, skipstjóri og útgerðarmaður, lést sunnudaginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 26. apríl klukkan 13. Lára Friðbertsdóttir R. Íris Ármannsdóttir Gil Chicheportiche Ellý Ingunn Ármannsdóttir Esther Ósk Ármannsdóttir Guðbjartur Finnbjörnsson Ármann Fr. Ármannsson Magna Huld Sigurbjörnsdóttir barnabörn Hjartans þakkir til allra sem hafa stutt okkur með vináttu og hlýhug við andlát, útför og í minningarathöfn elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU VALDEMARSDÓTTUR, Norðurbyggð 31, Akureyri. Kjartan Bjarni Kristjánsson Sigríður Kjartansdóttir Kristján Þórhallur Halldórsson Kjartan Bjarni Kristjánsson Erla Sara Svavarsdóttir Guðrún Kristjánsdóttir Auður Kristjánsdóttir Ingunn Jóhanna Kristjánsd. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRÖNN SVEINSDÓTTIR, Borgarhrauni 4, Hveragerði, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 11. apríl. Að hennar ósk fór útförin fram í kyrrþey. Bestu þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og líknardeildarinnar fyrir yndislega umönnun og hlýtt viðmót. Helga Bjarnadóttir Eiríkur Ellertsson Sigurður Blöndal Sveinn Frímann Bjarnason Íris Hall Svava Brynja Bjarnadóttir Guðjón Pétur Arnarson barnabörn, tengdabörn og langömmubörn Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SVAVA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hverfisgötu 70, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 16. apríl á Landspítalanum, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 28. apríl klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 11G á Landspítala fyrir umönnun, kærleika og hlýju. Friðrik Bridde Anna Margrét Elvar Birgisson Katrín Dröfn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.