Morgunblaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 Stjórn Icelandic Group hefur ákveðið að hefja söluferli á dótturfélagi sínu Seachill í Bretlandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Fram- takssjóði Íslands, eiganda Icelandic Group. Seachill er síðasta stóra einingin sem eftir er í Icelandic Group, en fyrr í mánuðinum var tilkynnt um sölu belgíska félagsins Gadus til Steina- sala í eigu Sigurðar Gísla Björnssonar hjá Sæmarki-sjávarafurðum, Akurs fjárfestinga, Hjalta Halldórssonar og Bjartmars Péturssonar hjá Fishpro- ducts Iceland og meðfjárfesta. Ice- landic Group seldi starfsemi sína í Bandaríkjunum til High Liner Foods árið 2011, auk þess sem Brim keypti starfsemi Icelandic í Asíu síðla árs 2015. Þá var dótturfélag Icelandic á Spáni selt í september síðastliðnum til Solo Seafood, sem er í eigu Nes- fisks, Jakobs Valgeirs, FISK og Bjarna Ármannssonar. Í tilkynningu Framtakssjóðsins segir að Seachill sé leiðandi framleið- andi kældra fiskafurða inn á breska smásölumarkaðinn. Félagið hafi skapað sér sterka stöðu á markaðn- um þar sem það býður upp á heild- arlausnir fyrir viðskiptavini sína. Um- sjón með söluferlinu hafa Íslandsbanki og Oghma Partners. Tekjur yfir 37 milljarðar Um 750 manns vinna hjá Seachill, sem skilaði 1,5 milljörðum íslenskra króna í EBIDTA-hagnað á síðasta ári. Tekjur félagsins á árinu námu 266 milljónum punda eða jafngildi um 37,5 milljarða króna. Í viðtali ViðskiptaMoggans við Herdísi Fjeldsted, framkvæmda- stjóra Framtakssjóðsins, á fimmtu- daginn kom fram að eftir sölu Seachill sé það eina sem standi eftir Icelandic, eða Icelandic Trademark Holding sem er eigandi vörumerkjanna „Ice- landic“ og „Icelandic Seafood“ og heldur utan um markaðssetningu vörumerkjanna ásamt þjónustu gagnvart leyfishöfum og öðrum fram- leiðendum á Íslandi. Hugmyndin sé að byggja Icelandic upp sem einskonar markaðstorg sem nýti þau tengsl sem fyrirtækið hefur byggt upp í gegnum árin. „Inn í þetta samstarf geta nýir aðilar komið og nýtt sér að selja vörur sínar undir sterku vörumerki Icelandic […] Tekjumyndun fyrirtækisins mun hér eftir byggjast á þóknanatekjum, ann- ars vegar þeim sem verða til vegna nýtingarréttar á vörumerkinu og hins vegar á grundvelli þeirrar þjónustu sem fyrirtækið veitir þeim fyrirtækj- um sem markaðssetja vörur sínar undir merkinu.“ Í vexti frá stofnun Seachill hefur verið í vexti frá stofnun þess árið 1998 og er nú einn stærsti framleiðandi kældra fiskaf- urða í Bretlandi. Félagið er með að- setur í Grimsby þar sem það starf- rækir verksmiðju sem hefur verið endurnýjuð að miklu leyti síðustu ár- in, að því er segir í fréttatilkynningu Framtakssjóðsins. Seachill er einnig eigandi The Saucy Fish Co. sem hef- ur, eins og segir í tilkynningunni, gjörbylt skynjun breskra neytenda á fiskafurðum og hefur ört vaxandi alþjóðlegt orðspor. tobj@mbl.is Seachill í Bretlandi er komið í söluferli  Er einn stærsti framleiðandi kældra fiskafurða í Bretlandi  Síðasta stóra einingin sem seld er úr Icelandic Group Icelandic Vörumerkið The Saucy Fish Co. er hluti Seachill sem nú er til sölu. Flugfélag Íslands hefur skrifað undir samninga við kanadíska fyrir- tækið Avmax um sölu á fjórum Fokker 50 vélum félagsins, vara- hreyfli og varahlutum tengdum Fokker-vélunum. Með þessum samningum lýkur sögu Fokker 50 véla í eigu Flugfélags Íslands en þær hafa verið hjá félaginu frá 1992 og fyrirrennarar þeirra, Fokker 27, frá því árið 1965, segir í tilkynningu frá félaginu. Í samtali við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Flugfélags Ís- lands, í Morgunblaðinu 15. apríl kom fram að slíkur samningur væri í höfn og stefnt væri að því að af- henda vélarnar á næstu vikum og mánuðum. Í tengslum við söluna kaupir félagið eina Bombardier Q200, 37 sæta vél, af Avmax en fyr- ir er félagið með tvær slíkar vélar í rekstri. Gert er ráð fyrir að Q200- vélin komi í rekstur félagsins um næstu áramót. „Í kjölfar breytinga á flugflota félagsins á síðasta ári þegar þrjár Bombardier Q400 72-76 sæta vélar voru teknar í notkun urðu miklar breytingar á rekstri félagsins. Nýj- um áfangastöðum hefur verið bætt við leiðakerfi félagsins, flug til Aberdeen í Skotlandi frá Keflavík hófst í mars 2016, flug til Kanger- lussuaq á Grænlandi hófst í júní síðastliðnum og í febrúar á þessu ári hófst heilsársflug milli Keflavík- ur og Akureyrar. Í júní næstkom- andi mun síðan hefjast flug frá Keflavík til Belfast á Norður- Írlandi,“ segir í tilkynningu frá Flugfélagi Íslands. Árni Gunnarsson segir í tilkynn- ingunni að mikilvægum áfanga sé náð. „Með þessum samningum er lokið þeirri endurnýjun sem lagt var upp með í flugflota félagsins og er það mjög mikilvægur áfangi í því að efla félagið til frekari vaxtar.“ tobj@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Arnar Kaflaskil Sögu Fokker-flugvéla í þjónustu Flugfélags Íslands er nú lokið. Fokker-vélarnar seldar til Kanada  Endurnýjun á flugflota FÍ lokið N1 greindi frá því í tilkynningu til Kauphallar í gær að í ljósi af- komu 1. ársfjórð- ungs hafi félagið ákveðið að hækka spá sína um EBITDA- hagnað um 100 milljónir króna. Hljóðar spá fé- lagsins nú upp á 3.500-3.600 millj- óna króna hagnað fyrir fjármagns- liði, afskriftir og skatta á þessu ári. Samkvæmt drögum að uppgjöri N1 fyrir fyrsta ársfjórðung nemur EBITDA-hagnaður um 520 millj- ónum króna, samanborið við 374 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Umferð á þjóðvegum landsins jókst um 14,1% á milli 1. ársfjórðungs 2016 og 2017 og jókst sala á bif- reiðaeldsneyti um 8,7% í magni á sama tímabili. Jafnframt var þróun á olíuverði N1 hagstæð á 1. árs- fjórðungi auk þess sem önnur vöru- sala mun hafa skilað afkomu um- fram áætlanir. Í tilkynningunni er þó áréttað að rekstur N1 sé sveiflukenndur og að stærsti hluti EBITDA falli til á 2. og 3. fjórðungi hvers árs. Árshluta- reikningur 1. ársfjórðungs verður birtur 26. apríl næstkomandi. Hlutabréf í N1 hækkuðu um 3,9% í Kauphöllinni í gær í kjölfar tilkynningarinnar í 218 milljóna króna viðskiptum. Eggert Þór Kristófersson N1 hækkar afkomuspá fyrir árið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.