Morgunblaðið - 22.04.2017, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16
Yfir 20 gerðir til á lager
Verð frá 6.380,-
Vandaðir póstkassar frá
Nýjum atvinnugreinum fylgja ný orð. Ferðaþjónusta er ekkigömul atvinnugrein á Íslandi og því margt sem þarf aðorða á nýjan hátt. Margir tala um ferðamannaiðnað semmér finnst ósköp leiðinlegt þegar það er sett í samhengi
við aðrar greinar eins og fiskiðnað og kjötiðnað. Mér finnst betra að
hugsa um hvernig við getum komið til móts við manneskjur sem þarfn-
ast þess að fá mat, gistingu, leiðsögn og aðra þjónustu.
Það er ýmislegt sem rekur á fjörur þegar lesið er um ferðaþjónustu.
Nýlega rakst ég á grein um að það væri verið að rannsaka hvar ferða-
menn hnappdreifast við
hringveginn. Ég skildi strax
hvað átt var við; það á að
skoða hvar ferðamenn
stöðva við þjóðveginn. Oft-
ast er þar eitthvað að sjá
sem vekur áhuga og ástæða
til að finna þessa staði, bæta
við bílastæðum og reyna að tryggja öryggi fólks. Þetta orð var mér
ekki kunnugt en þeir sem hafa lesið líffræði þekkja það vel, til dæmis
eru til rannsóknir á því hvar hvalir hnappdreifast við Íslandsstrendur.
Tvö ný orð sá ég nýlega í grein um skipulagsmál í Reykjavíkurborg,
orðin safnstæði og pickup. Litlir bílar fara um íbúðahverfi, sækja
ferðamenn og koma með þá á safnstæði þar sem stóru rúturnar bíða. Í
greininni var sagt að það yrði pickup fyrir ákveðin hótel á ákveðnum
stöðum og þaðan færi fólk á
safnstæðin. Pickup er þá sá
staður þar sem fólk á að bíða
eftir bílnum. Fólk bíður eftir
strætisvagni á stoppistöð en hér
þarf að finna annað orð fyrir
pickup.
Jarðvangur er nýyrði yfir það
sem heitir á ensku Geopark.
Tveir jarðvangar eru á Íslandi,
Kötlu jarðvangur og Reykjanes
jarðvangur. Orðið jarðvangur er
ekki til í orðabókum né nátt-
úruverndarlögum og erfitt að
átta sig á merkingu þess. Jarðvangur finnst sem nýyrði í Orðabanka
íslenskrar málstöðvar og vonandi verður unnið að því að skýra það
nánar. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þessu orði reiðir
af í íslensku máli. Orðið jarðvangur þarf alltaf að standa með orðinu
Geopark til að höfða til erlendra ferðamanna. Víða um heiminn eru
svæði merkt Geopark og ferðamenn eiga að þekkja að þar er eitthvað
eftirsóknarvert að skoða. Orðið jarðvangur þarf því virkilega að
standa sig í þessari samkeppni við enskuna.
Í jarðvöngunum eru áhugaverðir staðir. Þessir merktu staðir sem
fólki er ráðlegt að skoða heita Geosite á ensku en ekki er til gott orð á
íslensku. Núna er talað um áhugaverðan stað en það er heldur óþjált í
daglegu tali. Sumir hafa notað orðið náttúruperla en mér finnst það of-
notað og væmið.
Ferðaþjónusta hefur þá sérstöðu að flestar upplýsingar eru ætlaðar
fólki sem ekki talar íslensku og starfsfólkið talar ekki endilega ís-
lensku. Það þarf því kjark og dug til að íslenska allt sem tengist grein-
inni og koma á sama tíma skilaboðum á framfæri við fólk sem talar öll
heimsins tungumál, önnur en íslensku.
Hnappdreifðir
ferðamenn
Tungutak
Lilja Magnúsdóttir
liljam@simnet.is
Áundanförnum mánuðum hefur það vakið vax-andi athygli hvað yngri meðlimir brezku kon-ungsfjölskyldunnar hafa látið sig geðheil-brigðismál miklu varða og tekið upp skipulega
baráttu fyrir því að vekja brezku þjóðina til vitundar um
þau málefni, sem þegar hefur skilað áþreifanlegum ár-
angri.
Eftir stóð hins vegar spurningin hvers vegna.
Svarið við þeirri spurningu kom í ítarlegu viðtali við
Harry prins á vettvangi Daily Telegraph fyrir nokkrum
dögum. Í því samtali sagði hann í fyrsta sinn frá þeim
áhrifum, sem lát móður hans hefði haft á hann, 12 ára
gamlan, og hvernig hann hefði lokað þau tilfinningalegu
vandamál inni í tvo áratugi en að lokum leitað sér að-
stoðar. Um þetta samtal birtist athyglisverð grein í öðru
brezku blaði, Guardian, þar sem blaðakonan rifjaði upp,
að hún hefði fylgzt með útför móður prinsanna og þó sér-
staklega sonum hennar tveimur, sem hefðu gengið á eftir
kistunni álútir og svipbrigðalausir. Sérstaka athygli
blaðakonunnar vakti þó að enginn fullorðinn virtist sjá
ástæðu til að fylgjast með drengjunum við þessar að-
stæður nema kona, sem um skeið var
gift föðurbróður þeirra en ekki í miklum
metum hjá fjölskyldunni.
Þetta samtal við prinsinn hefur vakið
gífurlega athygli í Bretlandi og raunar
víðar og augljóst að það markar ein-
hvers konar þáttaskil í umræðum um
þessi málefni þar í landi.
Flest bendir til að sú opnun, sem er að verða í um-
ræðum um geðheilbrigðismál í Bretlandi sé þegar orðin
að veruleika hér. Í stórum dráttum má segja að hún hafi
hafizt að ráði undir lok níunda áratugar síðustu aldar en
fengið byr undir báða vængi snemma á tíunda áratugn-
um undir forystu fólks, sem ýmist átti sjálft um sárt að
binda eða þekkti til þessara mála vegna menntunar og
starfa. Þar má nefna bæði Héðin Unnsteinsson og Berg-
þór Böðvarsson, svo og þær Önnu Valdimarsdóttur, sem
hafði forystu um stofnun Klúbbsins Geysis, Elínu Ebbu
Ásmundsdóttur, sem nú veitir Hlutverkasetri forstöðu
og Auði Axelsdóttur, sem stofnaði Hugarafl.
Í kjölfar þeirra hefur svo komið hersveit ungs fólks,
sem hefur brotið niður allar fyrirstöður umsvifalaust og
með glæsibrag.
Það er því ekki ofmælt að segja að á þremur áratugum
hafi tekizt að brjóta niður gamla fordóma, sem áður um-
luktu geðsjúkdóma með þögninni einni saman. Þess
vegna er kominn tími til að líta svo á að þessu fyrsta
stóra verkefni, sem tengist geðsjúkdómum, hafi verið
lokið með fullnægjandi árangri og nú sé komið að því að
snúa sér að næstu verkefnum.
Hver eru þau?
Þau eru áreiðanlega margvísleg en snúa bæði að með-
ferðinni sjálfri og aðstöðu til hennar.
Eitt blasir við. Húsnæðisaðstaða geðdeildar Landspít-
alans við Hringbraut er að verða 40 ára gömul og er ekki
lengur fullnægjandi. Einhverjir mundu kannski segja að
það hús hefði aldrei verið sérlega vel fallið til þess að
sinna þessum sjúklingum. Þess vegna er tímabært að
hefja umræður um nýjar leiðir. Fyrr á tíð var staðsetn-
ing Kleppsspítalans að mörgu leyti kjörin fyrir þessa
starfsemi vegna opins svæðis í kringum spítalann, sem
bauð upp á marga möguleika. Nú eru þær aðstæður allar
gjörbreyttar. Uppi eru hugmyndir um nafnbreytingu til
að þurrka út þá ímynd gamla tímans, sem fylgir nafninu
en það yrði vafalaust flókin aðgerð.
Aðrir hafa horft til Vífilsstaða, sem ákjósanlegrar
staðsetningar fyrir nýja geðdeild, þar sem til staðar er
opið svæði, sem gæti hentað vel fyrir starfsemi nýs geð-
sjúkrahúss. Þess vegna komu fréttir um sölu ríkisins til
Garðabæjar á stóru landsvæði við Vífilsstaði á óvart og
hafa áreiðanlega komið illa við fleiri en
þann, sem þetta ritar.
Varðandi meðferð þeirra, sem stríða
við einhvers konar geðraskanir, skiptir
auðvitað máli að nokkurra kosta sé völ.
Sameining geðdeilda Landspítala og
Borgarspítala orkaði tvímælis á sínum
tíma vegna þess að á þeim tveimur geðdeildum voru til
staðar ólík viðhorf til meðferðar. Það var gott fyrir sjúk-
linga og aðstandendur að geta valið á milli. Grasrót-
arsamtökin, sem stóðu að stofnun Geysis, Hlutverka-
seturs, Hugarafls o.fl. slíkra skipta máli í þessu
samhengi vegna þess að áherzlur í starfi þeirra eru ólík-
ar. Þau hafa hins vegar fyllt upp í ákveðið tómarúm og
þess vegna snerti það marga illa, þegar ráðuneyti til-
kynnti Hugarafli skyndilega mikla lækkun fjárveitinga
til starfsemi þeirra samtaka. Vonandi verður sú ákvörð-
un dregin til baka.
En það er jafnframt umhugsunarefni hvort verið geti
að erfiðara sé að nálgast geðdeild Landspítalans en áður
og hvort of hratt sé farið í að útskrifa sjúklinga. Þetta er
a.m.k. reynsla nokkurra aðila, sem hafa þurft að nálgast
geðdeildina á undanförnum mánuðum og vekur spurn-
ingar um hvort of langt hafi verið gengið í að þrengja að
þessari starfsemi fjárhagslega á mörgum undanförnum
árum.
Það er alveg ljóst að geðraskanir af ýmsu tagi eru vax-
andi vandamál. Það verður svo þangað til landsfeðurnir
taka sér fyrir hendur að bylta þessu kerfi og leggja stór-
aukna áherzlu á að takast á við vanda sem upp kemur í
bernsku, æsku og á unglingsárum, sem eru í mörgum til-
vikum rót þessa vanda.
Nú er tími umræðna um þessa þætti runninn upp og
mikilvægt að starfsfólk geðheilbrigðiskerfisins taki meiri
þátt í þeim en þeir hópar hafa gert í þeirri baráttu fyrir
opnun umræðna, sem er að baki.
Barátta fyrir opnun
umræðna er að baki
Framundan er ný
barátta sem snýst um
aðstöðu og meðferð
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
ÍNapóleonsstríðunum á öndverðri19. öld var Danmörk í bandalagi
við Frakka, en Svíþjóð við Breta.
Eftir ósigur Frakka skyldu Svíar
hreppa Noreg í bætur fyrir Finn-
land, sem Rússar lögðu undir sig.
Við það urðu Danir að sætta sig í Kíl-
arsáttmálanum, sem þeir gerðu við
Svía í janúar 1814. En þrátt fyrir það
héldu Danir hinum fornu skatt-
löndum Noregskonungs í Norður-
Atlantshafi, Íslandi, Færeyjum og
Grænlandi. Hér hef ég áður reifað
skýringar fræðimanna á því. Ein er
áhugaleysi Svía, önnur afstaða
Breta, sem ekki vildu öflugt Evr-
ópuríki inn á Norður-Atlantshaf.
Önnur skýringin útilokar auðvitað
ekki hina. Raunar vissi samn-
ingamaður Svía í Kíl ekki einu sinni,
að Ísland hefði að fornu verið norskt
skattland.
Ísland var þó ekki laust allra mála,
eins og ég hef komist að í grúski
mínu. Danmörk fékk því framgengt í
Kílarsáttmálanum, að hinum miklu
dansk-norsku ríkisskuldum yrði
skipt. Norðmenn voru hins vegar
ófúsir að taka að sér eitthvað af þess-
um skuldum og vísuðu málinu til
hins nýja konungs síns og Svía,
Karls Jóhanns. Hann benti Dönum
á, að þeir hefðu ekki látið Noreg af
hendi við Svía, eins og gert var ráð
fyrir í sáttmálanum, heldur hefðu
Svíar orðið að beita herafli til að sam-
eina löndin tvö undir einum konungi
og raunar líka neyðst til að við-
urkenna sjálfstjórn Noregs. Fulltrú-
ar sigurvegaranna fjögurra í Napóle-
onsstríðunum, Bretlands, Rússlands,
Prússlands og Austurríkis, réðu ráð-
um sínum í Aachen (Aix-la-Chapelle)
haustið 1818. Þeir tilkynntu Karli Jó-
hanni, að hann yrði að standa við Kíl-
arsáttmálann og leysa skuldamálið,
ella gæti jafnvel svo farið, að Dan-
mörk fengi aftur Noreg. Karl Jóhann
reiddist mjög og krafðist þess, að ríki
sitt Noregur fengi aftur eyjarnar í
Norður-Atlantshafi, Ísland, Fær-
eyjar og Grænland.
Svíakonungur var þó fljótur að
falla frá kröfu sinni, enda virtist hún
aðeins vera samningabrella. Utan-
ríkisráðherra Svía viðurkenndi bein-
um orðum yfirráð Dana yfir eyjunum
í Norður-Atlantshafi í bréfi til breska
sendiherrans í Stokkhólmi 28. maí
1819, og samkomulag náðist þá um
haustið um, hvernig Noregur ætti að
leysa til sín hluta dansk-norsku rík-
isskuldanna. Ísland varð ekki sænsk-
norsk hjálenda.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Þegar kóngur
heimtaði Ísland