Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 8

Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 Skráning á islandsstofa.is eða í síma 511 4000 Sandja Brügmann, sem rekur ráðgjafastofuna The Passion Institute, fjallar um mikilvægi sjálfbærni- og umhverfisvottana í alþjóðlegu markaðsstarfi. Föstudagur 28. apríl | Silfurbergi í Hörpu | kl. 11 - 13 DAGSKRÁ Ávarp formanns Sigsteinn Grétarsson, formaður stjórnar Íslandsstofu Ávarp ráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Skýrsla stjórnar Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu Sustainable Leadership as driver in International Branding Sandja Brügmann, sérfræðingur í sjálfbærum rekstri Mikilvægi sjálfbærni- og umhverfisvottana í alþjóðlegu markaðsstarfi Viðskiptablaðið ræddi í gær viðHelgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, sem kom inn á notkun miðla á borð við Facebook. Sagði Helga að einstaklingar sem raunverulega þekktu upplýsinga- vinnsluna að baki slíkum miðlum notuðu þá síður.    Helga sagði: „Efég segi það alveg hreint út þá hafa þeir ein- staklingar sem ég hef átt tal við undanfarið og skilja virkni þess- ara miðla, mjög margir tjáð mér að þeir noti þá ekki. Annað sem mun taka miklum breytingum með nýrri persónu- verndarlöggjöf eru notendaskil- málar. Við erum alltaf að sam- þykkja skilmála, t.d. þegar við hlöðum niður smáforritum, en höf- um hingað til ekki haft vitneskju eða ekki nennt að kynna okkur þessa löngu notendaskilmála, þar sem gjarnan kemur fram að fyrir- tækjum sé heimilt að selja upplýs- ingar um notkun okkar til óskyldra þriðju aðila. Það er þessi mikla rýni sem er að eiga sér stað með tækninýjungum á borð við internet allra hluta, gríðargögn og gervigreind, sem er að gjörbreyta hefðbundinni vinnslu persónu- upplýsinga – og oft eru þessar upplýsingar notaðar okkur í óhag, t.d. þegar við borgum mismunandi verð fyrir sömu vöruna, m.a. byggt á kaupsögu okkar á netinu.“    Ætli fólk geri sér almenntgrein fyrir því hve ræki- lega er fylgst með því? Líklega ekki.    Það er full ástæða fyrir fólk aðvelta þessu fyrir sér og sömu- leiðis er full ástæða fyrir ríkis- valdið til að standa vörð um per- sónufrelsi fólks á þessum tímum byltinga í tæknimálum. Helga Þórisdóttir Étur þessi bylting líka börnin sín? STAKSTEINAR Veður víða um heim 21.4., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 4 skýjað Nuuk -4 skýjað Þórshöfn 2 súld Ósló 6 heiðskírt Kaupmannahöfn 9 rigning Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 9 skúrir Lúxemborg 13 heiðskírt Brussel 13 skýjað Dublin 12 alskýjað Glasgow 12 skýjað London 14 alskýjað París 15 heiðskírt Amsterdam 12 skýjað Hamborg 10 skúrir Berlín 14 skýjað Vín 12 heiðskírt Moskva 6 heiðskírt Algarve 18 léttskýjað Madríd 21 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 19 léttskýjað Róm 14 léttskýjað Aþena 14 léttskýjað Winnipeg 1 þoka Montreal 8 rigning New York 10 þoka Chicago 8 heiðskírt Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:30 21:24 ÍSAFJÖRÐUR 5:23 21:40 SIGLUFJÖRÐUR 5:06 21:24 DJÚPIVOGUR 4:56 20:56 Merkur áfangi náðist í Vaðlaheið- argöngum sumardaginn fyrsta. „Könnunarhola fór í gegnum haftið sem er 37,5 metrar og staðfesti að göngin eru á réttum stað,“ sagði í frétt á Facebook-síðu ganganna. Með fylgdi: „Gleðilegt sumar!“ Héðan í frá verður eingöngu unnið í gangagreftri Eyjafjarðarmegin í göngunum en í Fnjóskadal eru menn að undirbúa vegskálabyggingu. „Það er auðvitað ákveðinn léttir fyrir okkur að það sé komin könn- unarhola í gegn. Það staðfestir að við erum á réttri leið. Það eru eftir sennilega einhverjir 35 metrar núna þannig að það ætti að vera nokkuð öruggt að klárað verði að bora á föstudaginn. Það gæti þó orðið fyrr,“ sagði Valgeir Bergmann, fram- kvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, í samtali við mbl.is í gær. Valgeir sagði ennfremur að eftir gegnumslagið mætti segja að hægt verði að núllstilla framkvæmd- ina og byrja að telja niður 15 mán- uði. „Vitanlega getur eitthvað komið upp á eins og alltaf í svona fram- kvæmdum en núna verða menn ekki bundnir af boruninni. Núna munu þeir hafa 7,2 kílómetra til þess að vinna í og geta unnið alls staðar í göngunum,“ segir Valgeir. Göngin á á loka- spretti Morgunblaðið/Skapti Göngin Á ýmsu hefur gengið við framkvæmdina í Vaðlaheiði.  Slegið verður í gegn í næstu viku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.