Morgunblaðið - 22.04.2017, Síða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Matthew Bishop hefur verulegar
áhyggjur af að útbreiðsla falsfrétta
(e. fake news) komi í veg fyrir að al-
menningur fái réttar upplýsingar
um þær lausnir sem raunverulega
bæta samfélagið. Matthew er einn
af yfirritstjórum breska tímaritsins
The Economist og verður hann
meðal fyrirlesara á ráðstefnunni
What Works sem fram fer í Hörpu
dagana 24. til 26. apríl.
Ráðstefnan er haldin á vegum
rannsóknastofnunarinnar Social
Progress Imperative sem m.a. gefur
út lífsgæðavísitöluna Social Pro-
gress Index. Er markmið ráðstefn-
unnar að varpa ljósi á hvernig best
er að leysa þau vandamál sem sam-
félög um allan heim standa frammi
fyrir.
Mun Matthew taka þátt í pall-
borðsumræðum þar sem fjallað
verður um hvernig fjölmiðlar ýmist
stuðla að eða standa í vegi fyrir
framförum. Bendir hann á að fjöl-
miðlalandslagið hafi tekið miklum
breytingum á skömmum tíma og
svo virðist sem samfélagsmiðlar á
borð við Facebook hafi þau áhrif að
óvönduðum og villandi fréttum er
hampað. Samfélagsmiðlarnir festa
fólk líka í nokkurs konar „bergmáls-
klefa“ þar sem því er sýnt fátt ann-
að en efni sem fellur að þeirri
heimssýn og skoðunum sem það
hefur nú þegar.
Músarsmellirnir mikilvægari
en sannleikurinn
„Það er áhugavert að bera
ástandið í dag saman við fjölmiðla-
umhverfið fyrir hálfri öld. Þá fékk
allur þorri fólks fréttirnar sínar frá
einni eða tveimur sjónvarps-
stöðvum, eða nokkrum dagblöðum,
og virtist ríkja almennt sam-
komulag um að þrátt fyrir að þeir
væru ekki sammála um alla hluti
myndu fjölmiðlarnir leggja sig fram
við að flytja fréttir á vandaðan og
hlutlausan hátt og segja almenningi
sannleikann í hverju máli.“
Í dag koma fréttirnar úr ótal-
mörgum áttum og hvert og eitt okk-
ar getur ritstýrt því hvaða fréttir
við sjáum eða hvaða fréttir við
hunsum. „Hugbúnaðurinn á bak við
samfélagsmiðlana virkar þannig að
hann heldur að fólki þeim fréttum
sem það vill heyra og bregst sterk-
ast við. Ekki nóg með það heldur
eigum við það flest til að velja okkur
vini og kunningja sem hafa svipaða
heimssýn og við sjálf, og bjagar það
enn frekar það efni sem að okkur er
beint í gegnum samfélagsmiðlana
og dregur úr sýnileika annarra
sjónarmiða.“
Útsmognir aðilar geta síðan nýtt
sér lögmál þessa nýja fjölmiðlaum-
hverfis til að breiða út villandi eða
rangar upplýsingar. Nýi fjölmiðla-
heimurinn virkar líka þannig að efni
sem æsir, hneykslar eða reitir til
reiði breiðist út hratt og víða, óháð
sannleiksgildi. „Grasrótarvæðing
fjölmiðla er ekki með öllu slæm, og
má nefna sumar uppljóstranir Wiki-
leaks, Snowden-málið og Panama-
skjölin sem dæmi um hvernig vand-
aðar og mikilvægar fréttir geta átt
uppruna sinn utan hinna hefð-
bundnu fjölmiðla,“ segir Matthew.
„En svo höfum við á hinum enda
skalans fjömiðla sem þykjast vera
að miðla fréttum en eru í raun bara
að skálda efni til að fá nógu marga
músarsmelli. Gott dæmi um þetta er
frétt sem fór mjög víða, þar sem því
var haldið fram að Frans páfi hefði
lýst yfir stuðningi við forseta-
framboð Donalds Trumps. Sú frétt
var ekki aðeins helber skáldskapur
heldur í algjörri mótsögn við sann-
leikann. Fréttin breiddist út á með-
al þeirra sem vildu trúa henni og
tekjumódel samfélagsmiðlanna og
falsfréttamiðlanna er þannig hannað
að það skiptir þá meira máli að fá
mikla útbreiðslu og marga smelli,
en að fræða og upplýsa.“
Netið hefur veiklað
gömlu fjölmiðlana
Það boðar ekki gott ef fölskum
fréttum er haldið að almenningi
daginn út og inn og segir Matthew
ljóst að þetta nýja fjölmiðlaumhverfi
skapi einstaklega frjóan jarðveg
fyrir lýðskrumsstjórnmál. „Hitt er
ekki alveg jafn ljóst, hvernig á að
fást við þennan vanda.“
Hafa sumir lagt til að gera þá
kröfu til samfélagsmiðlanna að þeir
reyni að hefta útbreiðslu falsfrétta,
en á móti óttast sumir að með því sé
samfélagsmiðlunum gefið of mikið
vald til að ritskoða og stýra skoð-
unum almennings. Aðrir hafa lagt
til að innleiða einhvers konar kerfi
þar sem fréttum væri gefin einkunn
í samræmi við sannleiksgildi þeirra.
„En það myndi væntanlega enda
með því að hver skoðanahópur
myndi einfaldlega notast við sínar
eigin sannleiksmælingar og ve-
fengja mælingar andstæðinga sinna.
Við værum þá komin aftur á byrj-
unarreit.“
Matthew segir brýnt að finna
svarið. Lausnin geti m.a. verið fólg-
in í því að reyna að upplýsa sem
flesta um vandann og gera fólk
meðvitað um að fá fréttirnar sínar
frá vönduðum miðlum. Þeir sem
vilja reyna að draga úr flóði fals-
frétta verði hreinlega að taka upp
veskið og kaupa áskrift að góðu
dagblaði eða tímariti þó nóg sé af
ókeypis fréttum á netinu. Ein
ástæða þess að komið er í óefni er
nefnilega að netið hefur rýrt tekjur
hefðbundnu áskriftarfjölmiðlanna
og skert getu þeirra til að veita
valdhöfum aðhald og kafa ofan í
málin. „Ég myndi ekki ganga svo
langt að segja að rannsóknarblaða-
mennsku hafi hrakað, en hún hefur
farið minnkandi. Breytinguna sjáum
við mjög greinilega hjá staðbundnu
miðlunum, eins og t.d. héraðsdag-
blöðunum í Bandaríkjunum. Hér áð-
ur fyrr voru þau oft með blaðamenn
að störfum í Washington, til að hafa
auga með þingmönnum ríkisins, en
nú hefur þannig blaðamennska lent
undir niðurskurðarhnífnum og fáir
eftir til að fylgjast mjög náið með
hvernig þingmenn hvers ríkis gæta
hagsmuna kjósenda sinna.“
Mun vinstrið tefla fram
sínum eigin Trump?
Frægt er þegar Donald Trump
tók upp á því að uppnefna hefð-
Heimurinn er að drukkna í falsfrétt-
um Vinstrið virðist ætla að bregðast
við auknum öfgum á hægriarminum
með sinni eigin útgáfu af lýðskrumi
Að standa
vörð um
sannleikann
AFP
Umdeildur Trump með Merkel. „Hann upplifir sig sem forystusauð, og hvar sem hann mætir vill hann vera aðal-
gaurinn á svæðinu. Hann er hörundsár og hefnigjarn og virðist iðulega trúa því sem var síðast við hann sagt.“