Morgunblaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 112. DAGUR ÁRSINS 2017 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. „Leggstu niður, leggstu niður“ 2. Grettisgötu lokað í … 3. Út að borða á brjóstahaldara … 4. Síðasti naglinn í líkkistuna …  Ágúst Ólafsson barítón og Gerrit Schuil píanóleikari halda ljóða- tónleika í Kaldalóni í Hörpu á morgun kl. 17 og flytja á þeim ljóðaflokkinn Svanasöng eftir Franz Schubert. Svanasöngur er safn fjórtán söngva við ljóð eftir Ludwig Rellstab, Hein- rich Heine og Johann Seidl sem gefin voru út að Schubert látnum, árið 1829. Flytja Svanasöng  Anna Jóns- dóttir sópran og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari flytja sönglög eftir banda- rísk 20. aldar tónskáld í Norræna húsinu á morgun kl. 15.15 og eru tón- leikarnir hluti af tónleikaröðinni 15.15. Þar verða á dagskrá ljóð eftir Charles Ives, Virgil Thomson og Samuel Barber auk þess sem þær frumflytja verkið Dropinn holar auga- steininn, eftir Jeffrey Lependorf, sem samið er við sjö ljóð Ingimars E. Sig- urðssonar. Sönglög eftir banda- rísk tónskáld í 15.15  Bókauppboð verður haldið í safn- aðarheimili Grensáskirkju , Háaleit- isbraut 66 í Reykjavík í dag kl. 14. Bjarni Harðarson, bóksali á Sel- fossi, verður uppboðshaldari og meðal þeirra gripa sem boðnir verða upp er Waysen- húss-Biblían frá árinu 1747. . Bjarni Harðarson heldur bókauppboð FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s seint í dag og víða él, en dálítil snjókoma syðst seint í kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum. Á sunnudag Norðan 8-15, hvassast austast á landinu. Él á Norður- og Austurlandi og snjókoma um kvöldið, en lengst af léttskýjað sunnan til. Frost 0 til 5 stig, en hiti rétt yfir frostmarki sunnanlands yfir hádaginn. Á mánudag Vestan 3-10 með þurru veðri, en norðvestan 10-15 og dálítil él á Austurlandi. GSÍ hefur fyrst allra landssambanda í alþjóðagolfhreyfingunni svo vitað sé afnumið ákvæði í reglugerðum sínum um að golfmót á vegum þess þurfi að fara fram á 18 holna völlum. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir hreyfinguna þurfa að horfast í augu við breyttar þarfir kylfinga. „Margir segjast ekki hafa tíma fyrir 18 holur og vilja fleiri valkosti.“ »1 GSÍ krefst ekki lengur móta á 18 holna völlum Þriggja stiga skot Philips Alawoya í blálokin tryggði KR hádramatískan sigur á Grindavík í öðrum úr- slitaleik liðanna í einvíg- inu um Íslandsmeist- aratitil karla í körfuknattleik í gærkvöld. KR get- ur tryggt sér tit- ilinn fjórða árið í röð á heimavelli sín- um á mánudag. »3 Dramatík og KR er sigri frá titli „Við verðum að fylla Valshöllina að þessu sinni af stuðningsmönnum íslensks handbolta, hvort sem þeir styðja Val dagsdaglega eða ekki,“ segir Óskar Bjarni Ósk- arsson, þjálfari Vals sem mætir Potaissa Turda frá Rúm- eníu í undanúrslitum Áskor- endakeppni Evrópu í dag. » 4 Valsmenn vilja halda áfram að skrifa söguna Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Tíundi flokkur Þórs á Akureyri í körfubolta fór með sigur af hólmi á Scania Cup í Svíþjóð á dögunum. Leikstjórnandi liðsins, hinn 15 ára gamli Júlíus Orri Ágústsson, fékk þær upplýsingar frá sænskum lækni fyrir úrslitaleikinn að hann væri mögulega fingurbrotinn á skothend- inni. Læknirinn ákvað að setja Júlíus í spelku en hann lét það ekki stöðva sig og leiddi lið Þórs til sigurs. „Ég fékk upplýsingar frá lækni í Svíþjóð um að fingurinn væri líkleg- ast brotinn. Ég var settur í spelku en spilaði nú án hennar. Ég fann ekkert mikið fyrir fingrinum, bara smá,“ segir Júlíus. Þegar heim var komið kom í ljós að ekki var um brot að ræða, sem var mikill léttir þar sem Júlíus stefnir á keppni með undir 16 ára landsliði Ís- lands í sumar. „Það er mjög stíft æfingaprógramm með landsliðinu í sumar og síðan er Norðurlandamót í Finnlandi og Evrópumót í Rúmen- íu.“ Fimm aðrir leikmenn úr sigurliði Þórs voru einnig valdir í landsliðið. Sætur sigur í Svíþjóð Í fyrra lék Þór einnig til úrslita á Scania Cup en laut þá í lægra haldi fyrir Solange Vikings frá Svíþjóð. Júl- íus segir að það hafi ekki komið annað til greina í ár en að vinna mótið. „Eina markmiðið var að vinna mótið, við ætl- uðum okkur aldrei neitt annað, við ætluðum bara að vinna þetta.“ Úr- slitaleikurinn í ár var á móti liði Stjörnunnar og var því um sannan Ís- lendingaslag að ræða. Hann segir að það hafi verið sætt að vinna Stjörnuna í úrslitaleiknum enda mikil keppni á milli liðanna á mótum hérlendis. Júlíus segist afar ánægður með frammistöðu liðsins á mótinu í ár en það fór taplaust í gegnum allt mótið. „Við spiluðum sex leiki og unnum þá alla. Við mættum mjög sterku liði frá Finnlandi í riðlakeppninni og unnum rétt svo með tveim stigum. Það var tæpasti sigurinn.“ Úr mikilli íþróttafjölskyldu Júlíus á ekki langt að sækja körfu- boltahæfileikana en faðir hans, Ágúst Herbert Guðmundsson, spil- aði með meistaraflokki Þórs á ár- unum 1987 til 1992 og hefur þjálfað í körfubolta síðan, meðal annars tí- unda flokk Þórs. Ágúst segir að ár- angur liðsins á Scania Cup hafi kom- ið sér á óvart. „Við fórum taplausir í gegnum þetta mót og unnum með meiri yfirburðum en ég sjálfur átti von á,“ segir Ágúst. Móðir Júlíusar, Guðrún Gísladótt- ir, er fyrrverandi bikarmeistari í þol- fimi og tvöfaldur Íslandsmeistari í fitness. Lét meiðslin ekki stöðva sig  Júlíus Orri var valinn maður móts- ins á Scania Cup Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Meistarar Júlíus Orri Ágústsson og faðir hans, Ágúst Herbert Guðmundsson, sem þjálfar liðið, á æfingu í gær. Scania Cup er boðsmót fyrir lið frá Norðurlöndum. Keppt er í sjö aldursflokkum karla og kvenna og eru 16 lið í hverjum aldurs- flokki. Að sögn Ágústs Herberts Guðmundssonar, þjálfara sig- urliðs Þórs, hafa Íslendingar ein- ungis farið með sigur af hólmi í 7 úrslitaleikjum af þeim 504 sem spilaðir hafa verið á mótinu. „Það sýnir hvað þetta er sterkt mót,“ segir Ágúst. Lið Þórsara sigraði lið Stjörnunnar með 29 stiga mun í úrslitakeppninni í ár. Júlíus Orri Ágústsson var valinn Scania Cup King eða maður mótsins í ár en meðal Íslendinga sem hafa hlotið þann titil má nefna Herbert Arnarson, Jón Arnór Stefánsson, Jón Arnar Ingvarsson og Hauk Helga Páls- son. Helena Sverrisdóttir hefur síðan verið valin Scania Cup Queen, ein íslenskra kvenna. Fetar í fótspor körfuboltasnillinga STERK LIÐ FRÁ NORÐURLÖNDUM KEPPA Á SCANIA CUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.