Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Gróskan í ís-lenskumsjávar-
útvegi mun verða
til sýnis á sjávar-
útvegssýningunni, sem haldin
verður í Brussel í næstu viku.
Lesendur Morgunblaðsins gátu
kynnt sér fjölbreytnina og um-
svifin er þeir flettu 48 síðna sér-
blaði 200 mílna, sérvefs Árvak-
urs um málefni sjávarútvegsins,
sem fylgdi blaðinu í gær.
Umfangið nær allt frá sjávar-
afurðum til tækni í fiskvinnslu,
umbúða og hugbúnaðar. Við-
tölin í blaðinu bera því einnig
vitni hversu mikilvæg fag-
mennska er í grein, sem snýst
um að koma viðkvæmri vöru
sem ferskastri til neytenda á
fjarlægum mörkuðum allt frá
Evrópu til Asíu.
About Fish, sölufyrirtæki
Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum, leggur áherslu á
að nýta sýninguna í Brussel. Í
viðtali við Björn Matthíasson,
rekstrarstjóra About Fish,
kemur fram hversu mikilvægt
er að hafa mörg járn í eldinum í
greininni. Í sjávarútvegi er
aldrei á vísan að róa þegar kem-
ur að mörkuðum eins og sést
hefur á undanförnum miss-
erum, hvort sem horft er til lok-
unar á Rússamarkaði vegna við-
skiptabannsins eða verð-
lækkunar á Bretlandi vegna
falls pundsins. Síðan getur hrikt
í mörkuðum út af heima-
tilbúnum vandamálum á borð
við sjómannaverkfallið. Fyrir-
tækið horfir nú sérstaklega á
Asíumarkað og segir Björn að
með því skapist einnig betri
áhættudreifing í rekstrinum,
lögð sé áhersla á „að setja ekki
öll eggin í sömu körfuna“.
Það er einnig athyglisvert að
lesa viðtalið við Jóhannes Eg-
ilsson, útflutningsstjóra hjá
Ora. Þar eru mikil áform um að
leita tækifæra í útflutningi á
fullunninni vöru með áherslu á
sjávarforrétti, sem eingöngu
byggist á íslensku hráefni. Hjá
Ora er einnig horft á markaði
víða um heim og hafnar við-
ræður við verslanir í Evrópu,
Ameríku og Asíu. Hingað til
hefur Ora flutt út fullunnar
vörur án þess að vörumerkið
kæmi fram. Nú á að breyta því
og segir Jóhannes að hug-
myndin með því sé að virðisauki
varanna verði í auknum mæli á
Íslandi, ekki erlendis.
Fyrirtækið iCan á sér styttri
sögu en Ora. Þar er áherslan á
sérhæfða framleiðslu. Fyrir-
tækið framleiðir niðursoðna
þorskalifur og hyggst markaðs-
setja hana sem lúxusvöru. Kost-
urinn við að framleiða þessa
vöru hér er að hafið umhverfis
Ísland er hreint og díoxín-
mengun í þorsklifrinni hverf-
andi. Íslendingar
eru orðnir ráðandi í
þessari framleiðslu
og telur Guð-
mundur Davíðsson,
framkvæmdastjóri
iCan, að fimm eða sex íslensk
fyrirtæki framleiði allt að 80%
af allri niðursoðinni þorsklifur í
Vestur-Evrópu. Hann segir að
ekki sé hörgull á kaupendum að
þessari vöru, áskorunin sé að
hækka verðið.
Íslensk fyrirtæki, sem þróa
og smíða tækjabúnað fyrir sjáv-
arútveginn, hafa einnig haslað
sér völl víða um heim. Nú virð-
ast íslensk hugbúnaðarfyr-
irtæki vera að sigla í kjölfarið.
Fyrirtækið Wise hannar hug-
búnað til að létta rekstur fyr-
irtækja, þar á meðal útgerða.
Hallgerður Elvarsdóttir, sölu-
stjóri sjávarútvegslausna hjá
Wise, segir að fyrirtækið njóti
góðs af því að geta átt í náinni
samvinnu við íslensk sjáv-
arútvegsfyrirtæki. Sú samvinna
hafi orðið enn betri með tilkomu
Íslenska sjávarklasans. Fyr-
irtækin gefi hugmyndir að
breytingum og bótum og prófi
um leið nýjungar, sem forrit-
urum Wise detti í hug.
Umræða um sjávarútveg á til
að vera einsleit og ímynd hans
hefur ekki alltaf verið jákvæð.
Fyrr í vikunni var stofnað félag
ungs áhugafólks um sjávar-
útveg sem er ætlað að vera vett-
vangur upplýstrar umræðu um
sjávarútveg og sjávarútvegs-
mál. Í 200 mílum er rætt við Ás-
björn Daníel Ásbjörnsson, einn
stofnenda félagsins, sem heitir
Ufsi.
„Fólk myndar sér oft ekki
sjálfstæða skoðun þegar kemur
að málefnum sjávarútvegsins að
manni finnst, heldur finnst því
oft sem svo að sjávarútvegurinn
sé bara leiðinlegur þegar það
horfir á hann utan frá,“ segir
hann og bætir við: „Það vantar
vettvang þar sem fólk getur
leitað réttra upplýsinga og
þannig í kjölfarið myndað sér
sjálfstæða skoðun.“
Það er eftirtektarvert að
frumkvæði að stofnun þessara
samtaka kemur ekki að ofan,
heldur neðan frá. Ásbjörn lýsir
því þannig: „Við vorum þrír sem
hittust og vorum að furða okkur
á því að væri ekki einn einasti
vettvangur fyrir ungt fólk í
sjávarútvegi, hvað þá fyrir fólk
sem hefði einlægan áhuga á
þessu. Þannig að við bara slóg-
um til.“
Sjávarútvegur hefur lengi
verið ein af undirstöðugreinum
íslensks atvinnulífs. Mikilvægi
hans sýndi sig svo um munaði
þegar íslensku bankarnir fóru á
hliðina fyrir tæpum áratug. Það
er því ánægjulegt að sjá kraft-
inn og fjölbreytnina, sem ríkir í
greininni um þessar mundir.
Fjölbreytt starfsemi
á öllum sviðum
greinarinnar}
Gróska í sjávarútvegi
S
umarið 1938 stóðu vegagerð-
armenn í stórræðum skammt frá
bænum Litlu-Ketilsstöðum á
Austurlandi. Þar sem þeir ruddu
jarðvegi úr stað komu þeir niður
á mannabein og gripi sem þeir kunnu engin
deili á. Þeim var að sjálfsögðu brugðið en
áttuðu sig á að þarna væri sennilegast um
fornminjafund að ræða. Matthíasi Þórð-
arsyni þjóðminjaverði var gert viðvart og
hraðaði hann sér á staðinn. Í ljós kom að
vegagerðarmennirnir höfðu komið niður á
merka gröf frá víkingaöld. Brot úr höf-
uðkúpu reyndist af konu sem borið hafði
beinin fyrir allt að 1000 árum og verið borin
til grafar í Hjaltastaðaþinghá.
Eitt það merkasta við þennan fund er sú
staðreynd að á kjálkabeini hinnar óþekktu
konu fannst enn órotnað hold. Verður það að teljast
ótrúlegt en skýringarinnar er að leita í þeirri stað-
reynd að við kjálka konunnar hafði um allan þann ald-
ur sem hún hvíldi í jörðu legið koparnæla en í kop-
arnum voru svo sterk eiturefni að þau komu í veg fyrir
að örverur, sem alla jafna brjóta niður líkamsleifar,
kæmust að. Er þessi „holdlegi“ fundur einstakur hér á
landi og er hann raunar sagður fágætur á heimsvísu.
Ástæða þess að ég nefni þennan merka fornleifa-
fund, og hina einstöku varðveislu jarðneskra leifa kon-
unnar óþekktu, er sú staðreynd að kjálkabein hennar
og gripir þeir sem fundust í gröfinni hafa nú um
tveggja ára skeið verið sýnileg almenningi á
sérstakri sýningu í Þjóðminjasafninu. Þar
er fjallað um fornleifafundinn, konuna og
þær rannsóknir sem fyrir örfáum árum var
ráðist í á grundvelli nýrrar tækni sem gerir
vísindamönnum betur kleift að átta sig á
hver nafnlausa konan var.
Og þótt teljast verði ólíklegt að nokkurn
tíma verði með fullkominni nákvæmni kom-
ist að því hver konan var þá hefur hún hlot-
ið nafnið „bláklædda konan“ í ljósi þess að
önnur koparnæla, einnig eitruð, varð til
þess að hluti klæðnaðar hennar varðveittist
í jörðu í gegnum aldirnar. Í ljós kom að
fatnaður hennar hafði að hluta verið blár að
lit.
„Bláklædda konan“ er aðeins hluti af
gríðarlegum safnkosti Þjóðminjasafnsins og
á hverjum tíma hefur almenningur gott aðgengi, jafnt
að grunnsýningum safnsins og einnig sérsýningum
sem hver um sig varpar ljósi á merkilega þætti í
menningararfi þjóðarinnar.
Við eigum að vera miklu duglegri að sækja Þjóð-
minjasafnið heim. Þangað streyma tugir þúsunda er-
lendra ferðamanna á hverju ári og eru mikill meirihluti
safngesta. Við eigum að taka þá okkur til fyrirmyndar.
Það er til dæmis gaman að fara með yngstu kynslóðina
á safnið og kynna henni arf kynslóðanna. Þar vekur
bláklædda konan sannarlega áhuga en það á einnig við
um fjölmarga gripi af fjölbreyttu tagi. ses@mbl.is
Stefán Einar
Stefánsson
Pistill
Eitraður kopar gerði gæfumuninn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bílamiðstöð ríkislög-reglustjóra er að leggjalokahönd á örútboð vegnakaupa á sérútbúnum og
sértilbúnum lögreglubílum. Ætlunin
er að kaupa níu sérútbúna lögreglu-
bíla á þessu ári fyrir lögreglu-
embættin á landsbyggðinni. Stefna
ríkislögreglustjóra er að kaupa sem
mest sértilbúna bíla, að sögn Agnars
Hannessonar, rekstrar- og þjón-
ustustjóra hjá ríkislögreglustjóra.
Hjá bílamiðstöð ríkislögreglu-
stjóra eru nú um 140 ökutæki. Bíla-
miðstöðin sér um rekstur ökutækja
lögreglunnar og búnaðarins sem í
þeim er. Í raun er um að ræða sam-
rekstur með lögreglustjóraembætt-
unum, að sögn Agnars. Ríkislög-
reglustjóri innheimtir tvíþætt gjald
vegna ökutækjanna. Fastagjald af
hverju ökutæki sem stendur undir
endurnýjun og kílómetragjald sem
stendur undir rekstri, þ.e. elds-
neyti, viðhaldi, hjólbörðum, tjónum
o.fl.
„Ljóst er að við þyrftum mun
meira fjármagn til að geta haldið úti
hraðari endurnýjun,“ sagði Agnar í
skriflegu svari. „Til fróðleiks má
geta að margt getur skekkt rekst-
urinn. Ábyrgðartrygging ökutækja
okkar hefur t.d. hækkað úr 21 millj-
ón króna í tæplega 50 milljónir á
þessu ári vegna tjóna á ökutækj-
unum. Í fjármálahruninu var það
meðvituð ákvörðun okkar að reyna
að viðhalda meðalaldri ökutækjanna
enda nýkaup í minna mæli þá. Nú er
stefnan að endurnýja eins hratt og
mögulegt er og höfum við um 190
m.kr. á ári í það.“ Þess ber að geta
að hluti af þeirri upphæð fer í að
endurnýja gamlan búnað í ökutækj-
unum. Þar má nefna endurnýjun á
fjarskiptabúnaði, radar- og upp-
tökubúnaði, vopnakistum ásamt for-
gangsbúnaði.
Öll ný ökutæki lögreglunnar eru
tölvuvædd. Þannig geta lögreglu-
menn unnið í öllum kerfum lögregl-
unnar úti á vettvangi. Lögreglu-
stjórar óska eftir þessum búnaði.
Hver búnaðarpakki kostar 4-5 millj-
ónir króna.
Ríkislögreglustjóri keypti 13 ný
ökutæki 2016. Þá fengu lögreglu-
stjóraembættin á Suðurlandi, Suð-
urnesjum, Norðurlandi vestra og
eystra ásamt lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu ný ökutæki.
Nýir bílar en skortir föt
Lögreglan á Austurlandi er með
átta lögreglubíla. Mest ekna bílnum
verður skipt út fyrir nýjan síðar á
árinu. Jónas Wilhelmsson Jensen yf-
irlögregluþjónn sagði að bílunum
væri vel við haldið. Embættið er með
lögreglustöðvar á Vopnafirði, Egils-
stöðum, Neskaupstað, Eskifirði, Fá-
skrúðsfirði og Djúpavogi. Stefnt er
að því að opna lögreglustöð á Seyð-
isfirði. Þau áform hafa fengið mjög
jákvæð viðbrögð, að sögn Jónasar.
Ekki eru til ný einkennisföt fyrir
sumarstarfsmenn lögreglunnar á
Austurlandi og lítur út fyrir að finna
þurfi notuð föt á sumarfólkið.
Lögreglan á Vesturlandi á von á
nýjum bíl á þessu ári. Hún bað um
þrjá bíla í fyrra en fékk engan þá, að
sögn Jóns S. Ólasonar yfirlögreglu-
þjóns. Lögreglustöðvar eru í Snæ-
fellsbæ, Grundarfirði, Stykkishólmi,
Akranesi, Búðardal og Borgarnesi.
Embættið er nú með átta lögreglu-
bíla, flesta talsvert mikið ekna. Búið
er að aka mest ekna bílnum tæplega
300.000 km, fjórir eru komnir á
þriðja hundrað þúsund km og tveir
eru á öðru hundraðinu. „Þetta eru
fínir bílar,“ sagði Jón.
Líkt og víðar munu sumarstarfs-
menn lögreglunnar á Vesturlandi fá
notuð einkennisföt. Þarf jafnvel að
fá hluta þeirra lánaðan.
Fé vantar til hraðari
endurnýjunar bíla
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglubílar Frá afhendingu nýrra lögreglubíla árið 2015. Lögregluemb-
ættin úti á landi fá níu nýja lögreglubíla á þessu ári.
Lögregluembætti á landsbyggð-
inni sem eiga að fá nýja lög-
reglubíla á þessu ári eru Vest-
urland, Vestfirðir, Norðurland
vestra, Norðurland eystra,
Austurland, Suðurland, Vest-
mannaeyjar og Suðurland.
Auk þess á að kaupa þrjú sér-
útbúin og tilbúin lögreglubifhjól
og tvo sendibíla fyrir lögregluna
á höfuðborgarsvæðinu.
Eins og greint hefur verið frá
nýlega fékk sérsveit ríkislög-
reglustjóra fjóra nýja sérútbúna
bíla fyrir sérsveit frá Bandaríkj-
unum.
Nýir lög-
reglubílar
ÖKUTÆKIN ENDURNÝJUÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sérsveitin Fjórir sérútbúnir sér-
sveitarbílar keyptir.