Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 32
32 UMRÆÐAN Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Í dag, laug-
ardag: Biblíufræðsla kl. 11. Guðþjónusta kl.
12.
Ræðumaður: Sigríður Kristjánsdóttir. Barna-
starf.
AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyjum | Í
dag, laugardag: Guðsþjónusta kl. 12. Ræðu-
maður: Eric Guðmundsson.
AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum |
Lokað í dag laugardag, vegna sameiginlegrar
guðþjónustu í Reykjavík
AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði | Í
dag, laugardag: Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu-
maður: Gavin Anthony. Biblíufræðsla kl.
11.50. Barna- og unglingastarf. Umræðuhóp-
ur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu.
AKUREYRARKIRKJA | Hátíðarmessa kl.
11. Sr. Sunna Dóra Möller prédikar. Kór Ak-
ureyrarkirkju syngur. Organistar eru Eyþór Ingi
Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sr.
Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hildur Eir Bolla-
dóttir þjóna.
Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.
Umsjón Tinna Hermannsdóttir og Hjalti Jóns-
son.
AKURINN kristið samfélag | Samkoma í
Núpalind 1 kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og
bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Taizé messa kl. 11. Sr.
Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjón-
ar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju syngur og Þor-
kell Heiðarsson leiðir tónlistina. Sunnudaga-
skólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í
umsjón Önnu Sigríðar Helgadóttur og Að-
alheiðar Þorsteinsdóttur. Molasopi og sam-
félag eftir messuna.
ÁSKIRKJA | Messa og ferming kl. 11. Sig-
urður Jónsson sóknarprestur prédikar og
þjónar fyrir altari. Sigfús Jónasson guð-
fræðinemi aðstoðar. Kammerkór Áskirkju
syngur. Orgelleikari er Magnús Ragnarsson.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í
Brekkuskógum 1 kl 11. Umsjón með stund-
inni hafa Sigrún Ósk og Guðmundur Jens.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu og skírn-
arguðsþjónusta kl. 11. Prestur er Þórhallur
Heimisson. Organisti er Örn Magnússon.
Skírnarforeldrar mæti eigi síðar en kl. 10.30.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
Magnús Björn Björnsson, organisti Bjartur
Logi Guðnason, félagar úr Söngvinum syngja.
Sunnudagaskóli í kapellu á neðri hæð. Veit-
ingar í safnaðarsal að athöfnum loknum.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti |
Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl.
10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á
litháísku og kl. 18 á ensku. Messa virka
daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl.
16 á spænsku og kl. 18 er sunnudags-
messa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra Sveinn
Valgeirsson prédikar og þjónar. Sunnudaga-
skólinn verður á kirkjuloftinu í umsjón séra
Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Athugið að
sunnudagaskólanum fer að ljúka þennan vet-
urinn, bara tvö skipti eftir. Dómkórinn og Kári
Þormar er organisti.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11 Sr. Kristinn Ágúst Frið-
finnsson þjónar og predikar. Sönghópurinn
Norðurljós syngur undir stjórn Arnhildar Val-
garðsdóttur. Kaffisopi eftir stundina.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli
kl. 11. Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa
kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safn-
aðarprestur þjónar fyrir altari. Sönghópurinn
við Tjörnina leiðir sönginn ásamt Gunnari
Gunnarssyni organista.
GLERÁRKIRKJA | Laugardagurinn 22. apríl.
Fermingarmessa kl. 13.30. Sr. Gunnlaugur
Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson
þjóna. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Val-
mar Väljaots.
Sunnudagurinn 23. apríl. Fermingarmessa kl.
13.30 Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Jón
Ómar Gunnarsson þjóna. Kór Glerárkirkju
syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra
Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur og org-
anisti er Hákon Leifsson.
Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl.
11. Matthías Guðmundsson hefur umsjón og
undirleikari er Stefán Birkisson.
GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG
| Selmessa kl. 13. Séra Sigurður Grétar
Helgason prédikar og þjónar fyrir altari. Vox
Populi syngur og undirleikari er Stefán Birki-
sson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og
bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl 11. Um-
sjón hafa Silvía, Ásta Lóa ofl. Messa kl. 11.
Altarisganga. Samskot til langveikra barna.
Messuhópur þjónar. Sönghópur frá Domus
vox syngur, skólastjóri Margrét J. Pálmadóttir.
Organisti Ásta Haraldsdóttir. Prestur Ólafur
Jóhannsson. Molasopi eftir messu.
Hversdagsmessa með léttu sniði á fimmtu-
dag kl. 18.10-18.50. Þorvaldur Halldórsson
sér um tónlist.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Ferming-
arguðsþjónusta kl: 10.30. Prestar Karl V.
Matthíasson og Kristín Pálsdóttir. Organisti
Ásvaldur Traustason og kór Guðríðarkirkju
syngur. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ferming-
armessa og sunnudagaskóli kl 11. Erla Björg
og Hjördís Rós sjá um dagskrá í sunnudaga-
skólanum. Hressing eftir stundina. Org-
eltónleikar þriðjudag kl 12.15. Björn Steinar
Sólbergsson leikur. Aðgangur ókeypis.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Ferming. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
þjónar fyrir altari. Inga Harðardóttir flytur hug-
vekju. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar
úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Org-
anisti er Hörður Áskelsson. Umsjón barna-
starfs Karítas, Sunna og Guðjón. Bænastund
mánud. kl. 12.15. Fyrirbænaguðsþjónusta
þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud.
kl. 8. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11 á fyrsta
sunnudegi í sumri. Kammerkór Mosfellsbæjar
syngur undir stjórn Símonar H. Ívarssonar.
Fluttir verða tveir kaflar úr Misa Flamenca eft-
ir Paco Pena við gítarundirleik kórstjórans.
Organisti er Kári Allansson. Sr. María Ágústs-
dóttir prédikar. Börn eru sérstaklega velkom-
in í messuna. Á eftir er boðið upp á léttan
málsverð í Setrinu og farið í leiki. Samskot
eru tekin til páskasöfnunar Hins íslenska
biblíufélags: Biblíur til Kína.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11.
Séra Karen Lind Ólafsdóttir þjónar. Organisti
er Guðný Einarsdóttir. Félagar úr kór kirkj-
unnar leiða söng og safnaðarsvör.
Sunnudagaskóli á sama tíma í salnum niðri í
umsjón Markúsar og Heiðbjartar. hjallakirkja-
.is
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam-
koma kl. 11 sunnudag. Samkoma á
spænsku kl. 13.
Reuniónes en español.
Samkoma á ensku kl. 14. English speaking
service.
ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Gauta-
borg: Íslensk guðsþjónusta verður í Västra
Frölundakirkju sunnudaginn 23. apríl kl. 14.
Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik
og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Erik Matt-
isson einleikari hjá Gautaborgaróperunni leik-
ur á trompet. Barnastund, smábarnahorn-
.Prestur Ágúst Einarsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa sunnudag kl.
11. Myllubakkaskólabörn verða fermd. Öllum
þremur kirkjuklukkunum verður hringt. Kór-
félagar safnast fyrir framan orgelið og Arnór
leiðir þau í sálmasöng. Mæðgurnar Linda og
Marín Hrund þjóna ásamt prestum. Miðviku-
dagur 26.4. kl. 12. Vikulegar kyrrðarstundir
þar sem fólk kemur og þiggur andlega nær-
ingu í hugleiðingu, bæn og söng. Boðið er
uppá súpu.
KÓPAVOGSKIRKJA | Uppskeruhátíð kær-
leikssmiðju sunnudagaskólans kl. 11. Sig-
urður Arnarson, sóknarprestur leiðir ásamt
leiðtogum kærleikssmiðjunnar, þeim Bjarma,
Leif, Lilju og Braga. Skólakór Kársness syng-
ur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.
KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta í Neskirkju
við Hagatorg kl. 20. Systurnar séra Dalla
Þórðardóttir og séra Yrsa Þórðardóttir pré-
dika. Yrsa syngur einnig ásamt systur sinni
Elínu Þöll Þórðardóttur og Ragnheiður Ragn-
arsdóttir, dóttir Elínar, flytur eigið lag. Prestar
Kvennakirkjunnar, séra Arndís og séra Auður
Eir, stjórna messuhaldinu ásamt Aðalheiði pí-
anóleikara og Kór Kvennakirkjunnar. Á eftir
veðrur kaffi í safnaðarheimilinu.
LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.11.
Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er
Sólveig Anna Aradóttir. Allir barnakórar kirkj-
unnar taka þátt í stundinni. Skólahópur
Krúttakórs, Kórskólinn, Graduale Futuri og
Gradualekór Langholtskirkju. Stjórnendur eru:
Sólveig Anna Aradóttir, Thelma Hrönn Sig-
urdórsdóttir og Sara Grímsdóttir. Guðsþjón-
ustunni verður útvarpað á Rás 1. Sunnudaga-
skólinn fer fram á sama tíma. Snævar og
Hafdís taka á móti krökkunum.
LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingarguðsþjón-
usta kl. 10.30. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og
sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjóna.
Fermingarguðsþjónusta kl. 13:30 í Mosfells-
kirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar. Í báð-
um athöfnum leiðir Kirkjukór Lágafellssóknar
safnaðarsöng undir stjórn Kjartans Jós-
efssonar Ognibene. Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Diddú, syngur einsöng og Sigrún Harðardóttir
leikur á fiðlu.
MELSTAÐARKIRKJA | Fermingarguðsþjón-
usta kl. 11. Prestur Guðni Þór Ólafsson.
NESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl.
11. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Stein-
gríms Þórhallssonar organista. Prestur Stein-
unn A. Björnsdóttir. Umsjón með sunnudaga-
skóla hafa Stefanía Steinsdóttir, Katrín Helga
Ágústsdóttir og Ari Agnarsson. Rebbi, Nebbi
og fleiri líta við. Fermingarmessa kl. 13.30.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN |
Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir
altari kl. 14 sunnudag. Barnastarfið á sínum
stað. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Hljóm-
sveitin Grúska Babrúska sér um tónlistina og
sviðslistahópur frá Listaskólanum verður með
gjörning. Aðalfundur safnaðarins haldinn eftir
messuna.
SALT kristið samfélag | Vitnisburð-
arsamkoma kl. 14 í Kristniboðssalnum Háa-
leitisbraut 58-60. 3. hæð. Túlkað á ensku.
Barnastarf.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Kór
Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Tóm-
as Guðni Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar.
Organisti er Bjarni Þór Jónatansson.Leiðtogar
sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kamm-
erkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveit-
ingar eftir athöfn.
Fermingarmessa kl. 13.
SJÓMANNAHEIMILIÐIÐ Örkin | Færeysk
Guðþjónusta Bessastaðakirkju kl. 16. Hópur
frá Færeyjum mun sjá um Guðþjónustuna.
Prestar eru Bergur Debes Joensen og Sverri
Steinhólm. Kaffi eftir á í Örkinni.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Axel Á Njarðvík héraðsprestur þjónar fyrir alt-
ari. Organisti Jón Bjarnason.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídal-
ínskirkju syngja og organisti er Jóhann
Baldvinsson. Guðný Charlotta Harðardóttir
nemandi í tónlistarskóla Garðabæjar spilar á
píanó. Sunnudagaskóli sem Matthildur
Bjarnadóttir og Helga Björk Jónsdóttir djákni
leiða. Kaffi og djús í safnaðarheimilinu að
lokinni messu.
ÞORLÁKSKIRKJA | Leikrit í sunnudaskól-
anum kl. 11. Egger Kaaber kemur með leik-
hús. Pizza á eftir.
Orð dagsins
Jesús kom að luktum
dyrum.
(Jóh. 20)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisso
Suðureyrarkirkja
Kristnin í landinu
hefur misst mikið af
ljóma sínum undanfarin
ár. Liggja til þess
margar ástæður, sem
allar lúta að aukinni
efnishyggju, en minni
trúarhneigð til and-
legra iðkana og hlýðni
við guðleg boðorð.
Aukin hætta stafar
orðið þar að auki frá öfl-
um í Evrópu, sem krefjast þess að
kristnir menn taki niður krossa af
kirkjum sínum, af hálsfestum sínum
og nemi auk þess burt krossmerki
þjóðfánans. Undanlátssemi kirkj-
unnar óttast ég mest, sem stafar orð-
ið af minni trúarhita, minni kristinni
og Biblíulegri sannfæringu og minni
trúrækni.
Vegna fráfalls frá guðsorði, krist-
inni þjóðarhefð og trú á Guð eiga önn-
ur öfl og trúarbrögð greiðan aðgang
að menningu vorri, hefðum og gild-
um. Ég veit ekki betur en að Íslend-
ingar hafi haft gott af kristni og
kirkju undanfarnar aldir og áratugi,
áður en vantrúin, guðlastið og efn-
ishyggja samtíðar vorrar fóru að
hafna boðorðum Guðs með auknu
umburðarlyndi gagnvart vísvitandi
guðslagabrjótum og fóru að boða nú-
tímalegar mannasetningar þeirra í
stað. Nýja-testamentið, sem mér var
gefið af Gídeonfélaginu í barnaskóla
fyrir bráðum hálfri öld, er á skrif-
borði mínu þegar þetta er fært í letur.
Það hefur orðið mér til mikillar bless-
unar í lífinu, enda einnig nefnt: Hið
lifandi orð og Guðs orð.
Það er æðri leiðarvísir
fyrir lífið með áherslu á
góða breytni manna, en
fyrst og fremst hjálp-
ræðisáform Guðs í
Kristi Jesú, fyrir mann-
kyn þessarar jarðar,
sem þarfnast frelsara. Í
því segir m.a.: „Guð hef-
ur gefið okkur eilíft líf
og þetta líf er í syni
hans,“ og „Vér erum í
hinum sanna Guði fyrir
samfélag vort við son
hans, Jesú Krist.“ (Fyrsta Jóhann-
esarbréf 5:11 og 5:20)
Það er á ábyrgð okkar kristinna
manna, sem enn höldum á lofti merki
krossins, að standa vörð um kristnina
í landi voru, minnugir vors almenna
prestsdóms og kristniboðsskipunar
frelsarans. Í henni felst blessun, því
hún gefur ríkuleg loforð eins og m.a.
þetta: „Trú þú á Drottin Jesú og þú
munt hólpinn verða og heimili þitt.“
(Postulasagan 16:31) Til þess þurfum
við að útbreiða trúarjátningu vora,
trúariðkun og ekki hve síst að auka
útbreiðslu Guðsorðsins um fagn-
aðarboðskapinn, sem auka myndi
fögnuð og frið í samfélaginu af allt
annari stærðargráðu en verald-
arhyggjan er fær um að gera og hef-
ur upp á að bjóða fyrir offjár.
Kristsmenn,
krossmenn
Eftir Einar Ingva
Magnússon
ȃg veit ekki betur en
að Íslendingar hafi
haft gott af kristni.
Einar Ingva Magnússon
Höfundur er áhugamaður
um kristni og samfélag.
Hreyfing er ákaflega
mikilvæg fyrir unga
sem aldna en ekki síst
fyrir þá sem eiga við
langvinna lungna-
sjúkdóma að stríða.
Rannsóknir hafa sýnt
að reglubundin hreyf-
ing eykur lífsgæði,
hægir á þróun sjúk-
dómsins, fækkar end-
urteknum innlögnum á
sjúkrahús og eykur
lífslíkur. Um 18% Íslendinga 40 ára
og eldri eru með langvinna lungna-
teppu, margir þeirra eru háðir súr-
efni en á Íslandi nota um 530 manns
súrefni reglulega.
Einstaklingar með langvinnan
lungnasjúkdóm lenda gjarnan í víta-
hring þar sem áreynsla veldur and-
nauð og viðbrögð þeirra eru að draga
úr hreyfingu. Fyrst í stað minnkar
mæðin en síðan skerðir hreyfing-
arleysi þolið og veldur vöðvarýrnun
þannig að mæðin kemur fram við sí-
fellt minni áreynslu og hægari hreyf-
ingu.
Ef lungnasjúkdómur er farinn að
hafa veruleg áhrif á öndunargetu og
þar með þjálfunargetu er oft nauð-
synlegt að nota súrefni við þjálfun.
Lungun ná ekki að sjá líkamanum
fyrir nægu súrefni og minnkuð súr-
efnismettun við áreynslu er algeng
við langvinna lungnateppu. Rann-
sóknir sýna að stöðugt lág súrefn-
ismettun hefur slæm áhrif á lungna-
æðar, hjarta, þverrákótta vöðva og
miðtaugakerfi. Þess vegna er súrefn-
ismeðferð við þjálfun mikilvæg, þann-
ig finnur einstaklingurinn seinna fyr-
ir mæði og getur bæði þjálfað lengur
og af meiri ákefð.
Lungnasjúklingar þurfa að þjálfa
lífið út þrátt fyrir súrefnismeðferð.
Mörg úrræði auðvelda þjálfun með
súrefni, s.s. bakpokar fyrir litla súr-
efniskúta eða göngugrindur með súr-
efniskútahaldara en eftir að ferðasúr-
efnissíur komu til sögunnar hafa
opnast fleiri þjálf-
unarmöguleikar. Þær
gera súrefnisháðum ein-
staklingum auðveldara
að komast á milli staða,
auka frelsi og lífsgæði.
Mikilvægt er að
lungnasjúklingar stundi
bæði þol- og styrkt-
arþjálfun. Þjálfunin er
mjög sérhæfð og oftast
undir leiðsögn sjúkra-
þjálfara. Ýmsir þjálf-
unarmöguleikar eru í
boði, s.s. þjálfun í tækja-
sal, á hjóli, í göngu og í vatni. Víðast
er hægt að mæta í þjálfun með sinn
eigin súrefnisbúnað en þá er gott að
búnaðurinn sé léttur og þægilegur í
notkun. Fáar stöðvar bjóða upp á súr-
efni á staðnum en þar ber þó að nefna
Reykjalund og HL-stöðina. Þar sem
ganga er ein súrefnisfrekasta athöfn
lungnasjúklinga er mikilvægt að að-
gengi að þjálfunarstað sé gott.
Gönguþjálfun er mjög mikilvæg og á
Reykjalundi hefur verið þróuð svo-
kölluð lungnastafganga þar sem
gengið er í framhalla en í þeirri stöðu
vinnur þindin betur og viðkomandi er
fljótari að afmæðast.
Eins og fram hefur komið er reglu-
bundin þjálfun gríðarlega mikilvæg
fyrir lungnasjúklinga með súrefni.
Mikilvægt er að láta ekki súrefn-
isþörfina hindra sig í að stunda þá lík-
amsrækt sem viðkomandi hefur
áhuga á, þannig eru líkurnar á góðum
árangri meiri.
Að þjálfa með súrefni
Eftir Helgu Sjöfn
Jóhannesdóttur
Helga Sjöfn
Jóhannesdóttir
»Einstaklingar með
langvinnan lungna-
sjúkdóm lenda gjarnan í
vítahring þar sem
áreynsla veldur andnauð
og viðbrögð þeirra eru
að draga úr hreyfingu.
Höfundur starfar sem sjúkraþjálfari
á lungnasviði Reykjalundar.