Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 16

Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017 FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það er ærið verkefni framundan hjá útgerðum og sjómönnum á uppsjáv- arskipum en í ár hafa íslensk skip heimildir til að veiða alls um 740 þús- und tonn. Heimildir í kolmunna og norsk-íslenskri síld eru nálægt því að vera tvöfalt meiri heldur en í fyrra, í makríl er sömuleiðis aukning og snörp loðnuvertíð skilaði um 200 þúsund tonnum, en lengi vel var útlit fyrir að í ár yrði engin vertíð. Á þriðja tug skipa hafa heimildir til að veiða þennan afla og útflutnings- verðmæti aflurða gæti gróft áætlað verið um 70 milljarðar króna. Í tonnum talið er aukningin mest í kolmunna en nýlega var tilkynnt að leyfilegur heildarafli Íslendinga á kolmunna í ár verði 264 þús. lestir. Í fyrra var miðað við að afli íslenskra skipa færi ekki yfir 163.570 lestir. Engir samningar eru í gildi um veið- ar á uppsjávartegundum í Norð- austur-Atlantshafi. Langt umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES, lagði í haust til að kolmunnaafli þessa árs yrði innan við 1.342 þús- und tonn. Ljóst er að aflinn í ár fer langt umfram þá ráðgjöf og gæti orðið um 1,8 milljónir tonna. Evópu- sambandið miðar við að skip þjóða ESB megi veiða 556 þúsund tonn, Færeyingar hafa sett sér kvóta upp á 474 þúsund tonn, Norðmenn 322 þúsund tonn, Rússar 144 þús. tonn og ætla má að grænlensk skip veiði 5-10 þúsund tonn af kolmunna í ár. Samkvæmt eldri samningi um veiðar á kolmunna var hlutdeild Ís- lands 16,23%, að teknu tilliti til veiða Grænlendinga og Rússa. Sú hlut- deild af ráðgjöf hefði gefið um 220 þúsund tonn. Flest önnur strandríki hafa aukið hlutdeild sína verulega umfram ráðgjöf og þannig hefur t.d. Evrópusambandið á tveimur árum aukið hlutdeild sína einhliða úr um 30% í yfir 40%. Til að gæta hags- muna Íslands miða íslensk stjórn- völd nú við að ná að meðaltali sömu aukningu og Evrópusambandið, Færeyjar og Noregur hafa tekið sér af kolmunna. Mest veitt í lögsögu Færeyja Mest af kolmunnanum veiða ís- lensku skipin í færeyskri lögsögu, en einnig talsvert á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi. Lítill hluti aflans veiðist innan íslenskrar lögsögu fyr- ir austan land, en þegar kolmunna er helst von eru íslensku skipin yfir- leitt upptekin við veiðar á makríl og norsk-íslenskri síld. Á árunum 1997-2005 var um 61% aflans veitt í íslenskri lögsögu, en til samanburðar voru 89% veidd í fær- eyskri lögsögu að meðaltali síðustu fimm árin, 2012-2016. Til að bregð- ast við þessari staðreynd hefur í ár verið sett ákvæði í reglugerð um að ekki megi veiða yfir 82,5% af heim- ildunum í færeyskri lögsögu. Það sem eftir stendur verður að veiða í íslenskri eða alþjóðlegri lögsögu. Kolmunnaaflinn var um 2,4 milljónir tonna 2004 Síðustu ár hefur verulega verið veitt umfram ráðgjöf ICES í kol- munna, en eigi að síður hefur ráð- gjöfin hækkað. Það bendir aftur til þess að talsvert vanmat á stofninum hafi verið í gangi. Á árunum 1970- 1981 jókst heildaraflinn á kolmunna úr um 40 þúsund tonnum í um 1,1 milljón tonna, en minnkaði aftur og hélst nokkuð stöðugur á tímabilinu frá 1982-1997, milli 400 og 700 þús- und tonn. Þá jókst aflinn hratt frá 1998 og náði hámarki árið 2004 er hann var 2,4 milljónir tonna. Aflinn minnkaði síðan fram til 2011 og var það ár aðeins um 104 þúsund tonn. Aflinn hefur síðan aukist á ný með hverju árinu. Afli Íslendinga jókst ört á tíma- Uppsjávarskip mega veiða 740 þúsund tonn  Mest aukning aflaheimilda í kolmunna og norsk-íslenskri síld Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Á Víkingi AK Unnið við trollið, f.v. Kjartan S. Ársælsson, Brynjar Ingason, Karl Ferdinandsson, Gumundur Sæmundsson og Ingólfur Kristinsson. H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Frábært fyrirtæki í innflutningi og sölu á vélum, tækjum, verkfærum og rekstrarvöru til iðnfyrirtækja af ýmsu tagi. Velta 750 mkr. og EBITDA 85 mkr. Fyrirtækið er að vaxta hratt og auðvelt að sjá fyrir sér verulega stækkun þess. • Glæsilegt nýtt 30 herbergja hótel í virðulegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið er í útleigu með langan og góðan leigusamning við traustan og öflugan hótelaðila. • Heildsala með vörur fyrir ferðamenn. Hér er um að ræða lítið en aðrbært fyrirtæki sem hannar og lætur framleiða fyrir sig vörur ætlaðar ferðamönnum. Ársvelta 45 mkr. og ársverk um tvö. • Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting. • Meðferðarstofa, búin mjög sérhæfðum tækjum og sú eina á sínu sviði, sem sérhæfir sig í meðferð sem bætir útlit líkamans. Arðbær rekstur. • Hádegisverðarþjónusta fyrir stofnanir og fyrirtæki og veislumatur fyrir sérstök tækifæri. Tilvalið fyrir kokk sem hefur áhuga á að byggja á góðum grunni. • Ört vaxandi fyrirtæki í framleiðslu myndefnis (auglýsingar og kynningar) vil vaxa enn hraðar með því að fá inn hluthafa sem getur lagt slíkri uppbyggingu lið. Fyrirtækið er með gott orðspor, ársveltu um 100 mkr. og góða framlegð. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * ** Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á sumardaginn fyrsta var skrifað undir samning um gerð Dýrafjarð- arganga og getur undirbúningur framkvæmda nú hafist. Fyrsti áfangi er að koma upp aðstöðu fyrir starfs- menn og flytja búnað á staðinn. Sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri og forráðamenn verktakafyrirtækjanna Suðurverks og Metrostav frá Tékklandi skrifuðu undir samninginn en fyrirtækin áttu lægsta tilboð af fimm í verkið. Við undirritunina sagði Jón Gunn- arsson, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, að nú gætu hafist fram- kvæmdir við langþráðar sam- göngubætur á Vestfjörðum. Fagnaði hann þessum stóra áfanga sem og áframhaldandi samstarfi við Suður- verk og Metrostav sem hefðu áður unnið saman að jarðgangagerð hér á landi. Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri sagðist einnig fagna samstarf- inu við verktakana, þeir hefðu sýnt getu sína í fyrri jarðgangaverkum hér á landi og væri reynslan af sam- starfi við þá góð. Unnið fyrir 1.500 milljónir í ár Í ár er ráðgert að vinna fyrir 1.500 milljónir króna samkvæmt fjárlögum og fyrir um þrjá milljarða á því næsta. Tilboð Metrostav a.s. og Suð- urverks hf. í gerð Dýrafjarðarganga nam tæpum 8,7 milljörðum króna eða rúmum 93 prósentum af kostnaðar- áætlun og var um 630 milljónum króna lægra en næstu boð sem bæði voru nánast það sama og kostnaðar- áætlunin. Tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni 24. janúar síðastliðinn. Áður hafði farið fram forval þar sem sjö fyrirtæki sýndu verkinu áhuga. Fimm skiluðu tilboði, allt verktakar sem reynslu hafa af jarðgangagerð á Íslandi nema ítalski verktakinn C.M.C. di Ravenna. Fyrsta skóflu- stungan í maí  Skrifað undir Dýrafjarðargöngin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.