Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
Freyja Rós Haraldsdóttir, framhaldsskólakennari í Mennta-skólanum að Laugarvatni, á 30 ára afmæli í dag. Hún kennirhug- og félagsvísindagreinar, þar á meðal kynjafræði og
stjórnmálafræði.
Freyja er frá Haga á Barðaströnd og var nemandi í Mennta-
skólanum að Laugarvatni. „Ég fór síðan að kenna hérna þegar ég var
búin að mennta mig til þess og er að klára mitt sjötta ár. Hér eru um
150 nemendur, lítið og gott samfélag sem skólinn er og heimavistin er
til þess að toppa það, enda kom ég hingað aftur.“
Unnusti Freyju er Bjarni Bjarnason, hestamaður og tamninga-
maður frá Þóroddsstöðum í Grímsnesi. „Við kynntumst á Laugar-
vatni, og við ríðum út saman og fjögurra ára sonur, okkar, Hrói, er
farinn að fara á bak með okkur.“ Önnur áhugamál Freyju eru jóga og
að lesa góðar bækur. „Ég las fína bók um páskana, Eitthvað á stærð
við alheiminn, eftir Jón Kalman Stefánsson. Þetta er aðeins önnur
bókin eftir hann sem ég les, en þarf að lesa fleiri. Það er alltaf gaman
að lesa góðar bækur.“
Freyja komst í fréttirnar á sínum tíma fyrir að fá eintómar tíur í
einkunn á menntaskólaárunum sínum. Er hún hörð við nemendur
sína? „Ég gerði óþarflega miklar kröfur til sjálfrar mín. Ég reyni að
vera sanngjörn við nemendur mína, háar einkunnir skipta ekki mestu
máli.“
Freyja ætlar að halda upp á tímamótin á Hótel Hraunsnefi í Borg-
arfirði ásamt unnusta sínum um helgina. „Við ætlum út að borða og
hafa það gott. Ég var í námi í Bifröst, alltaf í sveitinni, og þá vorum
við Bjarni fastagestir á Hraunsnefi.“
Mæðginin Freyja Rós og Hrói, stödd á Þingvöllum.
Alltaf í sveitinni
Freyja Rós Haraldsdóttir er þrítug í dag
M
atthías Már Davíðs-
son Hemstock
fæddist á Fæðing-
arheimilinu í
Reykjavík 22.4.
1967 og bjó á Leifsgötu fyrstu ævi-
árin. Níu ára flutti hann með for-
eldrum sínum í Garðabæinn: „Ég
varð hálf vinalaus í fyrstu er við
fluttum í Garðabæinn og fór þá að
tromma til að hafa eitthvað fyrir
stafni. Þannig hófst þetta nú allt
saman.“
Matthías var í Flataskóla og
Garðaskóla, stundaði nám við Tón-
listarskóla FÍH og Berklee College
of Music í Boston auk þess sem hann
sótti námskeið, m.a. hjá Dave Weckl.
Matthías hefur verið tónlistar-
maður frá 17 ára aldri. Tónlist hans
og viðfangsefni hafa spannað vítt
svið, allt frá rokki og popptónlist til
klassískrar tónlistar. Auk þess hefur
jazz- og spunatónlist verið rauður
þráður í tónlist hans frá því á náms-
árunum.
Matthías hefur leikið með mörg-
um fremstu tónlistarmönnum þjóð-
arinnar, lék fyrst með hljómsveit
Rúnars Júlíussonar á Keflavíkur-
flugvelli en hefur auk þess leikið
með Todmobil, Unun, Sinfóníu-
Matthías Már Davíðsson Hemstock trommari – 50 ára
Þrír snillingar Óskar Guðjónsson, Richard Andersson og Matthías sem nú eru á tónleikaferðalagi um landið.
Fer hringinn á Ford
55-módeli eftir tíu ár
Þetta er toppurinn Matthías á þaki
dómkirkjunnar frægu, Duomo di
Milano.
Auður Drauma Bachmann og Ísabel Dís Sheehan héldu tombólu við Pétursbúð.
Þær söfnuðu 1.362 kr og færðu Rauða krossi Íslands að gjöf.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isFÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐANNA
Ég var greind með slitgigt og hef fundið fyrir verkjum í hægri mjöðminni
um árabil. Á tímabili varð ég svo slæm að ég þurfti að fá sprautur og sterk
verkjalyf fyrir mjöðmina. Eftir að ég fór að taka NUTRILENK öðlaðist ég
hreinlega nýtt líf. Ég hef notaðNUTRILENKGOLD síðan í september
2012 með frábærum árangri, og þá meina ég ÁRANGRI.
Ragnheiður Garðarsdóttir, leikskólakennari
Nutrilenk fyrir liðina
GOLD
Vertu laus við
LIÐVERKINA
Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi
ÉG ÖÐLAÐIST NÝTT LÍF MEÐ
NUTRILENK GOLD.”
Náttúrul
egt
fyrir liðin
a