Morgunblaðið - 22.04.2017, Side 43
hljómsveit Íslands, í leikritum og
söngleikjum í Borgarleikhúsinu og
Þjóðleikhúsinu (Yerma, Vesaling-
arnir, Kabarett, Evita o.fl.). Hann
hefur auk þess leikið með Tómasi R.
Einarssyni, Jóel Pálssyni, Hilmari
Jenssyni, Skúla Sverrissyni, Óskari
Guðjónssyni, Ómari Guðjónssyni,
Tena Palmer, Rússíbönum, Tatu
Kantomaa, Kammersveit Reykja-
víkur, Jóhanni Jóhannssyni, Richard
Andersson, Caput-hópnum og fjöl-
mörgum öðrum, innanlands og utan.
Þeir Matthías, Óskar og Richard
Anderson hafa leikið saman í tæp
fjögur ár og haldið rúmlega 60 tón-
leika á Íslandi, í Færeyjum og í Dan-
mörku.
Matthías hefur einnig sinnt raf-
tónlist, m.a. í samstarfi við Jóhann
Jóhannsson á árunum 2000-2012.
Matthías hefur kennt á trommu-
sett og slagverk við Tónlistarskóla
FÍH frá 1991. Þar hefur hann ásamt
samkennurum mótað kennslu á
trommusett en sú vinna gagnaðist
síðan við gerð Aðalnámskrár tónlist-
arskóla en Matthías sá um þann
hluta sem snýr að trommusettinu í
rytmíska hluta námskrárinnar.
Matthías stóð fyrir útgáfu bókar-
innar Hringir innan hringja eftir
Pétur Östlund sem er einstök
kennslubók í tækni á trommusett:
„Pétur hefur verið minn áhrifamesti
kennari í gegnum tíðina og er reynd-
ar einstakur tónlistarmaður. Mér
fannst því að ég yrði að koma þess-
ari kennslubók hans yfir á íslensku.“
Þegar tónlistinni sleppir er Matt-
hías handlaginn með afbrigðum og
hefur mikla ánægju af rafsuðu og
áhuga á eldri eðalbílum: „Ég á mér
það markmið að koma Fordbíl mín-
um, árgerð 1955, á götuna fyrir sex-
tugsafmælið og keyra þá hringinn í
kringum Ísland á alvöru fólksbif-
reið.“
Matthías, Óskar og Richard And-
ersson eru nú á tónleikaferðalagi um
landið til að kynna nýjan geisladisk.
Þeir munu leika á Jazzhátíð Garða-
bæjar í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili
Vídalínskirkju, kl. 20.30 í kvöld, og á
Bryggjunni í Grindavík á sunnudag-
inn, kl. 17.
Fjölskylda
Kona Matthíasar er Gyða Mar-
grét Pétursdóttir, f. 3.5. 1973, lektor
í kynjafræði. Foreldrar hennar:
Hafdís Jónsdóttir, f. 21.8. 1952, bók-
ari á Seltjarnarnesi, og Pétur Magn-
ús Birgisson, f. 29.10. 1951, d. 15.11.
2010, vélamaður í Kópavogi. Seinni
maður Hafdísar er Björgúlfur Andr-
ésson, f. 3.2. 1946, rafvirki á Sel-
tjarnarnesi.
Börn Matthíasar og Gyðu eru Ým-
ir Gíslason, f. 19.4. 1998, nemi við
MH; 2) Elvin Gyðuson Hemstock, f.
12.8. 2004, nemi í Melaskóla; og 3)
Bragi Hemstock, f. 12.10. 2006, nemi
í Melaskóla.
Systur Matthíasar: 1) Berglind
Elín Davíðsdóttir, f. 30.11. 1970, ráð-
gjafi á kjaramálasviði Eflingar, bú-
sett í Reykjavík; 2) Signý Ósk Dav-
íðsdóttir, f. 10.11. 1978, skrifstofu-
maður hjá NTC, búsett í Reykjavík,
og 3) Tinna Rún Davíðsdóttir, f.
23.1. 1987, textílnemi, búsett í Kópa-
vogi
Foreldrar Matthíasar eru Matt-
hildur Ósk Matthíasdóttir, f. 21.5.
1947, söngkona, búsett í Garðabæ,
og Maurice Davíð Hemstock, f. 21.2.
1942, flugvirki, búsettur í Reykjavík.
Úr frændgarði Matthíasar Más Davíðssonar Hemstock
Matthías Már
Davíðsson
Hemstock
Albert Hemstock
kolanámum. í
Goldthorpe í Bretlandi
Alice Hemstock
húsfr. í Goldthorpe í Bretlandi
Maurice Hemstock
járniðnaðarm. í Bretlandi
Sigríður Elín Ólafsdóttir
verslunarm. í Rvík
Maurice Davíð Hemstock
flugvirki í Rvík
Ólafur Magnússon
trésmiður og kaupm.
í Fálkanum í Rvík
Þrúður Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja í Rvík
Margrét
Matthíasdóttir
ritari í Rvík
Ólafur M. Ólafsson
íslenskukennari við MR
Kristín Ólafsdóttir
kennari á Laugarvatni
Ólafur Örn Haraldsson
þjóðgarðsvörður á
Þingvöllum og fyrrv. alþm.
Haraldur Örn
Ólafsson
pólfari
Soffía
Kristinsd.
húsfr. á
Kirkjubæjar-
klaustri
Erró
myndlistar-
maður
Páll Melsted
stórkaupm.
SigrúnHjálmtýs-
dóttir (Diddú)
söngkona
Páll Óskar
Hjálmtýsson
söngvari í Rvík
Sveinbjörn Erlendsson
b. á Hóli í Landsveit og verkam. í Rvík
Margrét Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Hóli og í Rvík, af Reykjaætt
Matthías Sveinbjörnsson
lögregluvarðstj. í Rvík
Sigrún Bjarnadóttir Melsted
handavinnukennari í Rvík
Matthildur Ósk
Matthíasdóttir
söngkona í Garðabæ
Bogi Th. Melsteð
sagnfræðingur í Kaupmannahöfn
Bjarni Th. Melsted
b. í Framnesi á Skeiðum, bróðursonur Páls Melsted sagnfr. og Ragnheiðar,
formóður Helga Pjeturs jarðfr., Brynjólfs Bjarnasonar ráðherra og form.
Kommúnistafl. Íslands, og Davíðs Oddssonar Morgunblaðsritstj.,
af Thorarensenætt og Stephensenum
Kristinn
Guðmundss.
b. áMiðengi
Þórunn Guðmundsdóttir
húsfreyja í Framnesi
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
Laugardagur
90 ára
Kristín L. Valdimarsdóttir
85 ára
Friðsemd Eiríksdóttir
80 ára
Auður Aðalsteinsdóttir
Ingi Ingvarsson
75 ára
Ingi Steinn Ólafsson
Kristbergur Einarsson
Sigurlaug M. Halldórsdóttir
Svandís Stefánsdóttir
70 ára
Barbara Maria Wojtowicz
Hafsteinn Guðmundsson
Halldóra Erlendsdóttir
Herdís Berndsen
Kristjana I. Jacobsen
Lúðvíg Lárusson
Sigríður Helgadóttir
Sigurjón Bjarnason
Tryggvi Hermannsson
Þórunn Halldórsdóttir
60 ára
Aðalgeir Arason
Anna Stefánsdóttir
Björn Gunnarsson
Ingibjörg Baldursdóttir
Jónas Ómar Snorrason
Kristrún Jónsdóttir
Lidia Jadwiga Kulaszewicz
María J. Hafsteinsdóttir
Sean A. Maríus Bradley
Sigrún E. Unnsteinsdóttir
Valgerður Davíðsdóttir
50 ára
Ásdís Óladóttir
Betsý Kristmannsdóttir
Björg Jónsdóttir
Björn Bragi Sverrisson
Daði Jóhannesson
Guðmunda
Dagbjartardóttir
Guðmundur V. Reynisson
Jósef Auðunn Friðriksson
Junko Sakamoto Björnsson
Matthías M.D. Hemstock
Sigurbjörn B. Sigurðsson
Sigurborg J. Sveinsdóttir
Trond Eiksund
Valmar Valduri Väljaots
Zbigniew Jurczyk
40 ára
Adenike Yetunde Abioye
Bjarni Haukur Jónsson
Edda Rut Eðvarðsdóttir
Eiríkur Sigurjónsson
Eliza Guziak
Emil Hreiðar Björnsson
Eygló Svava Kristjánsdóttir
Gísli Bragason
Gunnar Einarsson
Ingigerður Jenný Ingudóttir
Jakob Lárusson
Jaroslaw S. Kaminski
Jóhann Björgvinsson
Kolbrún Ýr Árnadóttir
Liam Michael Molloy
María Niznianská
Sigurgeir Björn Geirsson
Steindór Ingi Hall
30 ára
Andri Freyr Jónsson
Ágúst Elí Ágústsson
Árni Freyr Rúnarsson
Ásrún Óskarsdóttir
Ástþór Óli Hallgrímsson
Freyja Rós Haraldsdóttir
Ingþór Haraldsson
Iwona Ewelina Tywoniuk
Kathleen Mc Grath
María Björk Guðnadóttir
María J. Sæmundsdóttir
Oddur Ólafsson
Ólafur Sveinn Gíslason
Sigurður Gísli Sigurðsson
Steven Richard Lewis
Sunnudagur
90 ára
Þóra Þorleifsdóttir
85 ára
Eygló Jóhannesdóttir
Hafsteinn Erlendsson
Hjördís Jóhannsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
80 ára
Gíslína Sigurbjartsdóttir
Helgi S. Kristinsson
75 ára
Agla Bjarnadóttir
Gunnbjörn Magnússon
Katrín Eymundsdóttir
Kristjana Baldursdóttir
Þórunn Pétursdóttir
70 ára
Ásgeir Þorvaldsson
Fanney Elísdóttir
Gunnar Þorvaldsson
Ólafur Garðarsson
Runólfur Hjalti Eggertsson
Tryggvi R. Valdimarsson
Þuríður E. Pétursdóttir
60 ára
Einar Kristinn Jónsson
Elínborg H. Andrésdóttir
Hallfríður J. Sigurðardóttir
Jadwiga Bednarska
Katalin Lörincz Miklósné
Balázs
Ólafur Kristjánsson
Ragnheiður Tómasdóttir
Róbert Tómasson
Sigríður Þorbjörnsdóttir
Sigrún I. Tómasdóttir
Tore Skjenstad
Þórunn Elín Halldórsdóttir
50 ára
Andrzej Wojciech Jaworski
Áslaug Arnoldsdóttir
Halldóra Sif Gylfadóttir
Hildigunnur
Guðmundsdóttir
Hörður Jónsson
Ingibjörg R. Hjálmarsdóttir
Jónína G. Brynjólfsdóttir
Lýdía Ósk Jónasdóttir
Rolandas Polepsaitis
Sara Sofia Roa Campo
Svana Bára Gerber
Sæmundur Bjarnason
Örn Kristján Arnarson
40 ára
Alda Sveinsdóttir
Friðrik Freyr Flosason
Friðrik Örn Bjarnason
Guðrún L. Björgvinsdóttir
Hildur Sigursteinsdóttir
Jónas Fjalar Kristjánsson
Kamilla Sveinsdóttir
Sverrir S. Ingimundarson
Warren Ian Trinidad
Þóra Margrét Birgisdóttir
30 ára
Arnar Þór Guðmundsson
Arnar Þór Ólafsson
Aron Rúnarsson
Audrius Serapinas
Áshildur G. Vilhjálmsdóttir
Benedikt Ernir Stefánsson
Eiríkur Björgvin Hilmarsson
Fanney Lára
Guðmundsdóttir
Helga Sif Víðisdóttir
Jóhanna Þorleifsdóttir
Lúðvík Frímannsson
Olena Savchuk
Rakel Flygenring
Rúnar Hjálmarsson
Selma Hauksdóttir
Sigurður Ari Gíslason
Sunna Hrafnsdóttir
Þorbjörn Garðarsson
Til hamingju með daginn
Védís Helga Eiríksdóttir hefur varið
doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum
við Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heit-
ið: Heilsa barnshafandi kvenna og fæð-
ingaútkomur á tímum mikilla efnahags-
þrenginga á Íslandi (Maternal health
indicators during pregnancy and birth
outcomes during times of great mac-
roeconomic instability: the case of Ice-
land). Umsjónarkennari var dr. Unnur
Anna Valdimarsdóttir, prófessor við
Læknadeild HÍ, og leiðbeinandi dr.
Helga Zoëga, prófessor við sömu deild.
Sýnt hefur verið fram á að sveiflur í
efnahagsástandi þjóða geta haft áhrif á
lýðheilsu. Meginmarkmið þessa dokt-
orsverkefnis var að rannsaka möguleg
áhrif íslenska efnahagshrunsins,
haustið 2008, á heilsu barnshafandi
kvenna og fæðingarútkomur. Enn-
fremur að kanna að hversu miklu leyti
efnahagsástandið á Íslandi skýrði
mögulegar heilsufarsbreytingar hjá
ófrískum konum og afkvæmum þeirra.
Niðurstöðurnar gefa til kynna að konur
sem voru ófrískar á fyrsta árinu eftir
hrun voru í aukinni áhættu fyrir með-
gönguháþrýstingi samanborið við kon-
ur sem voru ófrískar fyrir hrun. Sam-
svarandi aukning fannst á notkun
beta-blokka, sem er sá lyfjaflokkur sem
mest er notaður
við háþrýstings-
sjúkdómum á
meðgöngu. Enn-
fremur sást aukn-
ing í léttburafæð-
ingum á fyrsta
árinu eftir hrun,
sem virtist vera til-
komin vegna vaxt-
arskerðingar fremur en styttri með-
göngulengdar. Viðvarandi aukning á
vaxtarskerðingu var út rannsókn-
artímabilið. Þar sem tíðni reykinga á
meðgöngu lækkaði á rannsókn-
artímabilinu, auk þess sem engin
breyting varð á líkamsþyngdarstuðli
ófrískra kvenna, verður að teljast ólík-
legt að þeirri neikvæðu þróun í fæðing-
arþyngd barna eftir hrun hafi verið
miðlað í gegnum verri heilsuhegðun
ófrískra kvenna. Niðurstöðurnar gefa
til kynna að efnahagshrunið á Íslandi
haustið 2008 hafi haft neikvæð áhrif á
heilsu barnshafandi kvenna og á fæð-
ingarútkomur þeirra. Neikvæð áhrif
efnahagshrunsins á fósturvöxt virðist
hafa verið mest hjá viðkvæmustu hóp-
um þjóðfélagsins sem ýtir undir ójöfn-
uð í fæðingarútkomum eftir þjóðfélags-
hópum á tímum efnahagsþrenginga.
Védís Helga Eiríksdóttir
Védís Helga Eiríksdóttir lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum í Austur-
Skaftafellssýslu 1998, BS-gráðu í matvælafræði frá HÍ 2001 og MS-gráðu í lýð-
heilsuvísindum frá HÍ 2011. Védís starfar nú sem verkefnastjóri á heilbrigðisupp-
lýsingasviði Embættis landlæknis. Börn hennar eru Fjalar Hrafn, Auður Ísold og
Steinar Bragi.
Doktor
85
ÁRA
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Hótelrúmföt og handklæði
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið
Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina
Þvottahúsið • Sérverslunina