Morgunblaðið - 22.04.2017, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2017
Þú nærð nýjum hæðum í Cross Polo. Frábærir eiginleikar og ríkulegur staðal-
búnaður breyta akstrinum í ævintýr. Komdu og prófaðu nýjan Cross Polo.
www.volkswagen.is
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Tilboðsverð frá:
2.990.000 kr.
5 ára ábyrgð
• 17,5 cm veghæð
• Hraðastillir
• Íslenskt leiðsögukerfi
• Xenon aðalljós og LED dagljós
• Nálgunarvarar að aftan
og framan
• 17" Canyon felgur
• Hiti í framsætum
• App Connect með Mirror
Link og Apple Car Play
• Bluetooth búnaður fyrir
síma og afspilun á tónlist
Tilbúinn í ný
ævintýr.
VW Cross Polo
400.000 kr. afslátt
ur!
Verðlistaverð: 3.390.000 kr.
Guðrún Erlingsdóttir
gue32@hi.is
Veglegt safnaðarheimili sem hýsa
mun starfsemi Ástjarnarkirkju er
nú risið við Kirkjutorg á Völlunum.
Í fjölnotasal safnaðarheimilisins
munu guðsþjónustur Ástjarnar-
kirkju fara fram ásamt fjölbreyttu
safnaðarstarfi. Byggingin er um
580 fermetrar að stærð.
Starfsmannaálma er tilbúin og unn-
ið er að fullu við framkvæmdir og
frágang á fjölnotasalnum.
Arkís arkitektar ehf. sjá um
hönnun byggingarinnar. Hönnuðir
vinningstillögu úr samkeppni sem
efnt var til eru arkitektarnir Björn
Guðbrandsson, Hulda Sigmars-
dóttir, Aðalsteinn Snorrason og
Egill Guðmundsson. ÞG verktakar
sjá um byggingu safnaðarheimilis-
ins. Jarðvegsframkvæmdir hófust
23. ágúst 2015 og verður húsnæðið
tekið í notkun á næstu vikum.
Kirkjustarf mun þá færast úr nú-
verandi húsnæði sem er löngu
sprungið. Það húsnæði sam-
anstendur af tveimur skólastofum
sem gefnar voru af Hafnarfjarð-
arbæ og gerðar upp árið 2007.
Núverandi kirkja tekur um 70
manns í sæti. Með tilkomu nýs hús-
næðis verða sæti fyrir allt að 270
manns. Vegna smæðar núverandi
kirkju hafa stærri guðsþjónustur
farið fram í Haukaheimilinu einu
sinni í mánuði og fermingar farið
fram í Víðistaðakirkju.
Sr. Kjartan Jónsson sóknar-
prestur er ánægður með nýju
bygginguna.
„Við hlökkum til að sjá starfið
stóreflast. Fjölbreytt starf fer fram
í núverandi húsnæði, öflugt barna-
og unglingastarf. Starf eldri borg-
ara, tónlistarstarf og þjónusta er
veitt fólki af erlendu bergi brotnu,
meðal annars með íslensku-
kennslu.“
Kjartan bætir við að Ástjarnar-
kirkja hafi hlotið tilefningu til
hvatningarverðlauna Foreldra-
félags Hafnarfjarðar fyrir starf sitt.
Ein stærsta sókn landsins
Ástjarnarsókn var stofnuð fyrir
16 árum, hún er fyrir íbúa á Völl-
unum, Áslandi og Skarðshlíð í
Hafnarfirði. Á svæðinu búa 8.000
íbúar en búast má við að þeim
fjölgi í 17.000 í framtíðinni. Þar
leikur byggðin í Skarðshlíð stórt
hlutverk.
Ástjarnarsókn mun ef að líkum
lætur verða ein stærsta sókn lands-
ins. Í sókninni eru tveir skólar, Ás-
landsskóli og Hraunvallarskóli, sem
sprengt hafa utan af sér húsnæði.
Til þess að leysa húsnæðisvanda-
mál skólans eru uppi hugmyndir
um að Hafnarfjarðarbær taki á
leigu núverandi kirkju og hluta af
safnaðarheimilinu undir skólastarf.
Ástjarnarkirkja er í Tjarnarsókn
ásamt Kálfatjarnarkirkju á Vatns-
leysuströnd. Tjarnarsókn tilheyrir
Kjalarnessprófastsdæmi, sem er
eitt af elstu prófastsdæmum lands-
ins með 16 sóknir.
Safnaðarheimili rís á Völlunum
Ástjarnarkirkja í nýtt húsnæði
Stefnir í 17.000 manna sókn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vellirnir Nýtt safnaðarheimili rís nú í Hafnarfirði. Kirkjustarf Ástjarnarkirkju mun fara þar fram innan skamms.