Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 13
Eins og postulínsbrúður Lolitur þessar eru auðþekkj- anlegar vegna þess að í bleiku eða pastellituðu flíkunum sínum, pífupils- unum og með skrautlegu höfuðfötin, borðana alla og blúndurnar minna þær mest á stórar, gamaldags postu- línsbrúður í sínu fínasta pússi. Lolitu-tískan náði ekki aðeins fótfestu í Japan heldur drap víða nið- ur fæti á Vesturlöndum í ýmsum út- færslum og nýtur enn töluverðra vin- sælda í sumum hópum. Fyrirbærið er yfirleitt skilgreint sem götutíska í Japan, en jaðartíska víðast hvar ann- ars staðar. Dæmi eru um að ungar konur, sem alla jafna eru ósköp venjulegar til fara, klæði sig upp sem Lolitur að japönskum hætti við sérstök tæki- færi. Þær voru að minnsta kosti nokkrar sem skrýddust Lolitu- múnderingu á hinni árlegu Sakura Matsuri-hátíð, sem haldin var í grasa- garðinum í Brooklyn í New York um mánaðamótin. Þjóðartákn Japana Á þessum árstíma, blómg- unartíma kirsuberjatrésins – sakura á japönsku – eru sakura-hátíðir haldnar víðsvegar um Bandaríkin japanskri menningu til dýrðar. Kirsuberjatréð er nokkurs kon- ar þjóðartákn Japans og í miklum há- vegum haft þar í landi. Trén, sem eru af ættkvíslinni Prunus, eru enda for- kunnarfögur, sérstaklega þegar þau standa í sínum bleika blóma. Garðurinn í Brooklyn státar af fjölda kirsuberjatrjáa og laðar fyrr- nefnd hátíð að þúsundir gesta ár hvert. Eins og sést á myndunum eru Loliturnar sem mættu á hátíðina hver annarri brúðulegri. Flestar eru hefðbundnar Lolitur, ef svo má segja, klæddar og farðaðar eins og algeng- asta Lolitan – þessi sæta, sem var fyrst til að öðlast vinsældir. Síðan gat hún af sér goth-Lolitu, pönk-Lolitu, sígilda-Lolitu og einhverjar fleiri. Þær voru margar Lolit- urnar sem fögnuðu blómgun kirsuberjatrés- ins í grasagarðinum í Brooklyn í New York. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Hafa allir borgarbúar jafnan aðgang að upp- lýsingum, menningu, tómstundum, listum, sundlaugum, internetinu, bókasöfnum og stjórnsýslunni? Reykjavíkurborg og Rann- sóknarsetur í fötlunarfræðum, Lands- samtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands bjóða til málþings kl. 9-12.15 í dag, föstudag 19. maí, í Grand Hótel Reykjavík þar sem framangreint verður til umfjöllunar. Aðalfyrirlesari er Inger Marie Lid, prófess- or við heilbrigðisvísindasvið VID-háskólans í Noregi, en hún flytur erindi um jafnan rétt til aðgengis og alþjóðlega hönnun sem mann- réttindi. Snæfríður Þóra Egilson, prófessor í fötl- unarfræðum við Háskóla Íslands, er á svip- uðum nótum, en erindi hennar nefnist Hvað er algild hönnun? Eftir kaffihlé fjallar Freyja Haraldsdóttir, þroskaþjálfi og kynjafræðingur, um sálrænar afleiðingar af skorti á aðgengi í lífi fatlaðra kvenna. Í lokin er kynning á stefnumótun Reykjavíkurborgar í aðgengismálum og al- gildri hönnun og aðgengi innan borgarinnar. Vefsíðan www.obi.is Morgunblaðið/Ómar Hindranir Víða er ennþá pottur brotinn í aðgengi fatlaðra í borginni. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kynnti sér ástandið. Málþing um mannréttindi og algilda hönnun Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Innréttingar Íslensk hönnun – þýsk gæði EIRVÍK Innréttingar Eirvík innréttingar eru hannaðar af íslenskum innanhússarkitektumog sérsmíðaðar í fullkominni verksmiðju í Þýskalandi. Einingarnar koma samsettar til landsins sem sparar tíma í uppsetningu og tryggirmeiri gæði. Sérstaða okkar fellst í því að bjóða heildarlausn fyrir eldhúsið. Höfuðáhersla er lögð á persónulega þjónustu og lausnir sem falla að þörfumog lífsstíl hvers og eins. Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í innréttinguna og eldhústækin og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði. Hönnun og ráðgjöf á staðnum. SPORTDAGAR Í KRINGLUNNI 20.-21. MAÍ 20% AFSLÁTTUR AF HLAUPASKÓM HERRA HLAUPASKÓR SKECHERS GO RUN STRADA. STÆRÐIR 41-47 VERÐ ÁÐUR 15.995 VERÐ NÚ 12.796

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.