Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
Mannasiðir nefnist nýtt útvarps-
leikrit eftir Maríu Reyndal sem Út-
varpsleikhúsið frumflytur á morg-
un, laugardag, kl. 14.
„Líf tveggja fjölskyldna fer á
hvolf þegar drengur er ásakaður
um að hafa nauðgað skólasystur
sinni í menntaskóla. Verkið er unn-
ið upp úr viðtölum við þolendur og
gerendur kynferðisbrota og að-
standendur þeirra en þar er velt
upp spurningum um ábyrgð, refs-
ingu og fyrirgefningu,“ segir í til-
kynningu frá Útvarpsleikhúsinu.
Í hlutverkum eru Þórunn Arna
Kristjánsdóttir, Oddur Júlíusson,
Sólveig Guðmundsdóttir, Sveinn
Ólafur Gunnarsson, Snæfríður
Ingvarsdóttir, Arndís Hrönn Egils-
dóttir, Rúnar Freyr Gíslason og
Kjartan Darri Kristjánsson, en
María leikstýrir eigin verki.
Úlfur Eldjárn semur tónlist
verksins og um hljóðvinnslu sér
Einar Sigurðsson. Útvarpsleikhúsið
stendur fyrir sérstöku hlustunar-
partíi í Iðnó á morgun þar sem
áhugasömum er boðið að koma til
að hlusta á verkið á sama tíma og
það er flutt í útvarpinu. Hlustunin
hefst kl. 14 en húsið verður opnað
kl. 13. Verkið tekur um klukku-
stund í flutningi og í kjölfarið verð-
ur boðið upp á umræður. Aðgangur
er ókeypis.
Mannasiðir frumfluttir á morgun
Ábyrgð María Reyndal, höfundur og leik-
stjóri, beinir sjónum að erfiðu málefni.
Rokkkór Íslands heldur tónleika í
Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 20.
Á efnisskránni eru þekkt rokklög
frá tíunda áratugnum eftir flytj-
endur á borð við No Doubt, Radio-
head, Jet black Joe, Stone Temple
Pilots, Metallica, Guns ŃRoses,
Queen, Nirvana, Red Hot Chilli
Peppers, Skunk Anansie, Alanis
Morissette og The Cranberries.
„Það verður því mikið rokkað þetta
kvöld þar sem stuð og stemning
verður í hámarki,“ segir í tilkynn-
ingu frá kórnum.
Hljómsveit kvöldsins skipa Davíð
Sigurgeirsson á gítar, Róbert Þór-
hallsson verður á bassa, Pálmi Sig-
urhjartarson á hljómborð, Fúsi Ótt-
ars á trommur og Þorbergur
Ólafsson sem sér um slagverk.
Hljóðmaður er Hrannar Krist-
jánsson. Einsöngvarar koma allir
úr röðum kórfélaga, en stjórnandi
er Matthías V. Baldursson.
„Rokkkór Íslands er tveggja ára
gamall og fer heldur óhefðbundn-
ari leiðir en gengur og gerist í kór-
söng. Kórinn skipa um 40 söngv-
arar sem flestir eiga það
sameiginlegt að hafa mikla reynslu
í popp-, rokk- og dægurlagasöng.
Útkoman er kraftmikill og al-
gjörlega einstakur hljómur sem er
klárlega nýr sinnar tegundar.“
Reynsluboltar Um 40 reyndir söngvarar skipa Rokkkór Íslands.
Rokkkór Íslands í
Norðurljósum í kvöld
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Við í Norðurópi erum alltaf að leita
okkur að skapandi og skemmti-
legum óperuverkefnum,“ segir
Jóhann Smári Sævarsson bass-
baríton um óperurokktónleika sem
haldnir verða í Hljómahöll Reykja-
nesbæjar í kvöld, föstudag, kl. 20.
„Við höfum sett upp óperu í skipa-
smíðastöð, í kirkju, fokheldu húsi og
úti undir berum himni. Okkar sér-
staða er að flytja útdrætti úr óp-
erum og við nálgumst tónlistina eftir
okkar höfði. Að þessu sinni datt okk-
ur í hug að flytja aðgengilegustu óp-
eruna eftir Richard Wagner sem er
Hollendingurinn fljúgandi og nálg-
ast verkið þannig að við flytjum út-
drátt úr óperunni, nokkurs konar
„best off“, með rokkhljómsveit og
klassískum söngvurum og könnum
þannig hversu langt er á milli þess-
ara tveggja tónlistarheima,“ segir
Jóhann Smári og tekur fram að
ópera Wagners liggi vel við höggi
þar sem hún hljómi á köflum eins og
hreinasta rokk.
Stór og mikill hljómur
Auk Jóhanns Smára, sem fer með
hlutverk Hollendingsins og Dalands,
syngja einsöng á tónleikunum þau
Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sem túlk-
ar Sentu, og Egill Árni Pálsson, sem
syngur hlutverk Eriks og stýri-
mannsins. Rokkhljómsveitin SíGull
sér um allan tónlistarflutning og
einnig taka þátt Karlakór Keflavík-
ur, Kvennakór Suðurnesja og Söng-
sveitin Víkingarnir.
„Þetta verður stór og mikill
hljómur,“ segir Jóhann Smári og
leggur áherslu á að um tónleika sé
að ræða. „Við erum þannig ekki með
neina leikmynd eða í búningum, en
hins vegar verðum við með flotta
lýsingu og hljóðkerfi sem magnar
stemninguna. Þannig ætti þetta að
höfða jafnt til þeirra sem þekkja óp-
eruna og þeirra sem aldrei hafa
kynnst forminu áður. Við sjáum það
sem hlutverk okkar hjá Norðurópi
að kveikja óperuneistann hjá fólki.
Þetta er aðgengilegasta ópera Wag-
ners, enda stútfull af fallegum lag-
línum. Við höfum skemmt okkur
mjög vel á æfingum, því það er ein-
staklega gaman að heyra þessa tón-
list í nýjum búningi,“ segir Jóhann
Smári sem þekkir Hollendinginn af-
ar vel, en hann hefur sungið í ófáum
uppfærslum óperunnar víða um
lönd. „Þetta er ein af mínum uppá-
haldsóperum. Þegar ég söng Hol-
lendinginn úti í Skotlandi árið 2013
ræddum við Johann Tilli, finnskur
vinur minn og bassasöngvari, það á
hljómsveitaræfingum hversu mikið
rokk væri í þessari tónlist Wag-
ners.“
Rokk, djass og hip-hop í bland
Að sögn Jóhanns Smára tekur
flutningurinn um 80 mínútur. „Við
nálgumst þetta algjörlega eftir okk-
ar höfði. Þannig spilar rokk-
hljómsveitin SíGull sumt eins og það
kemur fyrir í nótunum hjá Wagner,
sumt djassa þeir, síðan detta þeir yf-
ir í hip-hop og hreina dægurlaga-
stemningu, allt eftir stemningu
verksins hverju sinni og hver er að
syngja. Þetta er svo ótrúlega flott
hjá þeim að við söngvararnir hlæjum
og dönsum á æfingum,“ segir Jó-
hann Smári og bendir á að meðlimir
SíGulls séu allir strákar af Suður-
nesjunum sem getið hafi sér gott orð
í tónlistinni.
„Þetta eru flottir og klárir strákar
sem spiluðu lengi vel með Léttsveit
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Þeir kepptu í Músíktilraunum 2015
og voru þá valdir hljómsveit fólksins
að mati áhorfenda. Þeir spiluðu í
tveimur öðrum böndum, þ.e. Par
Ðar sem lenti í öðru sæti og AvÓkA
sem hafnaði í því þriðja,“ segir Jó-
hann Smári.
Einn hljómsveitarmeðlima er
Sævar Helgi, sonur Jóhanns Smára,
og sér hann að mestu um útsetning-
arnar. „Hann er að klára fyrsta árið
í tónsmíðum við Listaháskólann.
Hann hefur sökkt sér ofan í þetta
verkefni og endaði á að skrifa rit-
gerð fyrir skólann um Hollending-
inn, fyrst hann var að kynna sér
þetta á annað borð,“ segir Jóhann
Smári kíminn. Þess má að lokum
geta að miðar eru seldir á vefnum
hljomaholl.is og við innganginn.
Kanna hversu langt er
milli tónlistarheima
Ópera eftir
Richard Wagner
flutt í rokkútgáfu
Stuð Hollendingurinn fljúgandi eftir Wagner verður fluttur á rokkóperu-
tónleikum í Hljómahöll í kvöld og búast skipuleggjendur við miklu fjöri.
– fyrir salernið!
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
SÝND KL. 4, 6
SÝND KL. 8, 10.20 SÝND KL. 5, 8, 10.30
SÝND KL. 10SÝND KL. 4.10SÝND KL. 8
ÍSL. TAL
ÍSL. TAL