Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kosið verðurtil forsetaÍrans í dag. Í framboði eru fjórir karlmenn, sem klerkaráðið samþykkti, af þeim 1.600 sem buðu sig fram. Kosið er þar til einn frambjóðandi fær meiri- hluta, sem þýðir að líklega verður að halda aðra umferð milli tveggja efstu síðar í mán- uðinum. Hafa verður í huga þegar rætt er um kosningar í Íran að það er í meira lagi ófull- komið lýðræði þegar frambjóð- endur þurfa að komast í gegn- um nálarauga hinna ókjörnu klerka áður en kosið er, en end- anlegt vald í Íran hvílir allt á herðum æðsta klerksins Khamenei og kosningarnar segja því takmarkaðri sögu en víðast hvar. Ekki þar með sagt að kosn- ingarnar skipti ekki neinu máli. Hinn „hófsami“ Hassan Rouh- ani, sem nú gegnir forsetaemb- ættinu, hefur náð að breyta stöðu Írans í heiminum mun meira en íhaldssamari fyrir- rennarar hans. Það var ekki síst Rouhani að þakka – eða kenna, eftir því hvernig litið er á málin – að það tókst að semja um kjarnorkuvopnaáætlun Ír- ans, sem aftur leiddi til þess að flestum af refsiaðgerðum gegn landinu var aflétt. Helsti andstæðingur Rouh- anis í kosningum er harðlínu- klerkurinn Ebrahem Raisi. Sá hefur byggt kosningabaráttu sína á því að efnahagurinn hafi ekki risið nógu hratt upp eftir að refsiaðgerðunum var aflétt, sem og að Íranir hafi ekki ýtt nógu fast á eftir því að alþjóða- samfélagið aflétti því sem eftir er af þvingunarúrræðum sín- um. Talið er að Raisi vilji nota forsetaembættið sem stökkpall upp í embætti æðsta klerks, en líkur standa til að valinn verði eftirmaður Khamenei á næstu árum. Sá sem heldur á forsetaemb- ættinu þegar sú stund kemur gæti haft víðtæk áhrif á þróun Írans og klerkaveldisins. Nái Raisi forsetaembættinu gæti það einnig leitt til þess að Ír- anar muni ganga harðar fram í framkvæmd kjarnorkusamn- ingsins, jafnvel þó að enn sé ekki fullvíst að þeir séu að fylgja ákvæðum hans til hins ýtrasta. Hugsanlega munu klerkarn- ir, sem öllu ráða á endanum í Íran, þó reyna að ýta þeim sem nær kjöri til þess að viðhalda hinni bættu stöðu landsins meðal þjóða heims. Ein vís- bendingin um það er sú stað- reynd að framboði Mahmouds Ahmadinejad, fyrrverandi for- seta landsins, var hafnað af klerkunum. Kjör hans hefði lík- lega hellt olíu á viðkvæman eld. Fyrir Rouhani yrði það tals- vert áfall ef hann næði ekki endurkjöri, í ljósi þess hversu mjög hann hefur bætt stöðu Ír- ans gagnvart öðrum þjóðum. Hin bágborna innri staða landsins gæti þó enn orðið hon- um að falli. Ljóst er að næsti forseti erfir ekki öfundsvert hlutverk þar: Atvinnuleysi meðal ungmenna er í hæstu hæðum og verðbólgudraugur- inn lætur enn á sér kræla, á sama tíma og ríkið rekur um 80% af öllum fyrirtækjum. Hvernig leyst verður úr þeim vanda er ekki augljóst, sér í lagi meðan klerkaveldið bælir niður flestöll skref í frjáls- ræðisátt. Munu harðlínumenn ná aftur forseta- embættinu í Íran?} Kosið milli útvalinna Menn verðasamdauna ýmsu. Líka með- höndlun frétta þar sem tiltekin atriði eru endurtekin sem óumdeildur sannleikur. Hver hefur ekki horft og hlustað á þann kæk ónefndrar fréttastofu í aðdrag- anda eða við úrslit kosninga að „umbótaflokkarnir“ berjist fyrir þessu eða hinu eða hafi farið með sigur af hólmi. Og hlustandinn samdauna veit að átt er við vinstriflokk- ana í viðkomandi landi. Vera má að innanhússmenn séu sjálfir orðnir svo samdauna andanum á vinnustað að þeir sjái ekkert athugavert við tal af þessu tagi. Nú er það lögmæt og eðlileg afstaða að hafa ekki sannfæringu fyrir því að auknar álögur hins opin- bera eða aukin rík- isafskipti séu ekki til bóta almennt eða fyrir einstakar þjóðir sér- staklega. Það er hins vegar þakkarvert að nú þegar eitt efnaðasta ríki Suður-Ameríku er komið á vonarvöl eftir sam- fellda stjórn þeirra félaga Hugo Chavez og Nicolas Mad- uro þá er hætt að minnast á umbótastjórnir þeirra félaga sem voru umtalaðar áður. Von- andi kemur að því að hætt verði að tala um hið frábæra heil- brigðiskerfi á Kúbu þar sem hjúkrunarliðið er sagt vera með ígildi 10-15 dollara í laun á mánuði. Hver ákvað hina dul- arfullu flokkun manna í umbóta- menn og aðra? } Það er vissulega umbót í máli M argir sáu tækifæri í falli við- skiptabankanna þriggja haustið 2008. Erlendir vog- unarsjóðir keyptu kröfur bankanna á slikk, Evrópusam- bandssinnar reyndu að nýta sér skyndilegt ör- yggisleysi þjóðarinnar og örvinglan í hennar röðum til þess að reyna að framselja fullveldi hennar til Evrópusambandsins, róttækir vinstrimenn vildu refsa kjósendum fyrir að hafa kosið hægrimenn til valda og andstæð- ingar íslenzku stjórnarskrárinnar reyndu að koma henni fyrir kattarnef með því að telja fólki trú um að hún bæri einhvern veginn ábyrgð á stöðu mála. Fullyrðingum um meinta ábyrgð stjórnar- skrárinnar í þessum efnum hefur hins vegar aldrei fylgt haldbær rökstuðningur. Þar hafa innihaldslausar upphrópanir verið í aðalhlutverki. Fyrir vikið er kannski ekki að furða að takmarkaður áhugi hefur í bezta falli verið á málinu á meðal landsmanna. Sögulega lítil kosningaþátttakan í ólöglegu stjórnlagaþingskosning- unum árið 2010 og síðan í ráðgefandi þjóðaratkvæðinu um tillögu stjórnlagaráðs 2012 eru ágætur vitnisburður í þeim efnum. Það sama á við um þingkosningarnar 2013 þar sem flokkar sem lögðu sérstaka áherzlu á að farga lýðveldis- stjórnarskránni fengu enga fulltrúa kjörna á Alþingi fyrir utan Pírata sem rétt náðu að fá þingmenn kjörna inn á Al- þingi með 5,1% atkvæða. Þess í stað kaus meirihluti kjósenda þá flokka til valda 2013 sem höfðu barizt af krafti gegn aðförinni að grundvallarlöggjöf landsins, Sjálfstæðis- flokkinn og Framsóknarflokkinn. Þrátt fyrir í bezta falli augljóst áhugaleysi þjóðarinnar á tilrauninni til þess að bylta stjórnarskránni hefur þó ekki vantað fullyrðingar þess efnis að um sérstakt áhugamál þjóðarinnar væri að ræða. Sömu aðilar hafa reyndar á sama tíma furðað sig á því að þjóðin skuli ekki hafa fjöl- mennt á Austurvöll til þess að krefjast þess að grunnlögunum væri kastað fyrir róða. Raun- veruleikinn er einfaldlega sá að engin almenn krafa er fyrir hendi um slíkt. Helzti foringi Pírata kvaddi sér hljóðs á Al- þingi í vikunni og lýsti því yfir að hún væri búin að fá nóg. Einhverjir héldu víst að Birgitta Jónsdóttir væri að tilkynna að hún væri hætt á Alþingi í ljósi fyrri yfirlýsinga að engum væri hollt að sitja lengur á þingi en í tvö kjörtímabil en hún hef- ur setið þar í átta ár. Svo var þó ekki heldur var viðfangs- efnið sem oft áður ný stjórnarskrá. Sakaði hún Alþingi um að hafa stöðvað málið. Það kann að vera rétt en hins vegar er alveg ljóst að þar er þing og þjóð ágætlega samstiga. Hafi Píratar trú á þessu stefnumáli sínu er þeim vitan- lega frjálst að berjast fyrir því jafnvel þó að takmarkaður stuðningur sé við það. Hins vegar verður það seint talin árangursrík leið að neita að horfast í augu við raunveru- leikann, ef hann hentar ekki, sem í þessu tilfelli er sá að stuðningur við það að farga stjórnarskránni er takmark- aður og fer líklega þverrandi. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Byltingin sem aldrei varð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Alexander G. Kristjánsson agunnar@mbl.is Ísland vermir 16. sæti á listaEvrópusamtaka hinsegin fólks(ILGA Europe) um rétt-indastöðu hinsegin fólks innan álfunnar. Það er afturför frá því í fyrra er Ísland var í 14. sæti. Al- þjóðadagur gegn fordómum í garð samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks var haldinn hátíðleg- ur í fyrradag, 17. maí, og af því til- efni gáfu Evrópu- samtökin út ár- lega skýrslu um stöðu og réttindi hinsegin fólks í Evrópu. Helga Bald- vins Bjargar- dóttir, framkvæmdastjóri Samtak- anna ’78, hagsmunasamtaka hinsegin fólks á Íslandi, hefur áhyggjur af stöðunni. Hún segir umræðu um jafn- réttismál á Íslandi oft einskorðast um of við jafnrétti kynjanna en jafnrétti óháð kynhneigð, kynvitund og kyn- einkennum fái minni athygli. Fyrir Alþingi liggur frumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnrétt- ismálaráðherra, um bann við mis- munun og tekur það meðal annars til kynvitundar. Helga segir að hér sé um lítið skref að ræða, þó það sé vissulega mikilvægt, en frumvarpið tekur eingöngu til mismununar á vinnumarkaði. Kynleiðrétting meðhöndluð sem geðsjúkdómur Réttindi transfólks eru einnig til umfjöllunar í skýrslunni. Þar er þeim tilmælum beint til stjórnvalda að þau uppfæri það ferli sem fólk þarf að ganga í gegnum til þess að fá leiðrétt- ingu á kyni viðurkennda af hinu opin- bera. Nú á dögum gera stjórnvöld þá kröfu að þau sem vilja leiðrétta kyn sitt gangist undir 18 mánaða sál- fræðimeðferð og fái sjúkdómsgrein- ingu líkt og um geðsjúkdóm sé að ræða. Að henni lokinni tekur við hormónameðferð og er hún forsenda opinberrar viðurkenningar. Þessu vilja samtökin fá breytt og að sann- færing þess sem vill leiðrétta kyn sitt sé höfð í forgrunni. Vinna við samn- ingu nýs frumvarps um réttindi trans- og intersexfólks er langt komin í velferðarráðuneytinu og bindur Helga miklar vonir við það frumvarp. Fjárframlög til Samtakanna ’78 hafa staðið í stað að krónutölu síðustu tíu árin. Slíkt jafngildir 40% niður- skurði að raunvirði og hefur hann haft mikil áhrif á starfsemi samtak- anna. Undanfarin ár hafa samtökin haldið úti hinsegin félagsmiðstöð þar sem ungt fólk fær tækifæri til að hitta aðra í sömu stöðu og deila upplifun- um. „Við erum rosalega stolt af þessu verkefni,“ segir Helga. „Við fengum fagmenntaðan frístundaleið- beinanda til að halda utan um starfið og bara við það að hafa svona fag- manneskju þrefaldaðist aðsókn ung- liða.“ Frístundamiðstöðinni er haldið úti með tímabundnum styrk frá borg- inni en hann rennur út í vor. Vonir standa til að það takist að semja um rekstrargrundvöll félagsmiðstöðvar- innar til framtíðar fyrir þann tíma. María Helga Guðmundsdóttir, for- maður Samtakanna ’78, segir að þau séu nánast að öllu leyti rekin í sjálf- boðavinnu. „Við erum alltaf í óvissu um hvort fólk geti tekið að sér verk- efni launalaust til að halda grunn- stoðum í starfseminni gangandi.“ Sum verkefni séu þó þess eðlis að ekki sé hægt að fela þau sjálfboða- liðum. Þar má nefna fyrrnefnda fé- lagsmiðstöð og einnig umfangsmikla ráðgjöf sem samtökin bjóða upp á fyrir hinsegin fólk og ættingja þess. Fjárskorturinn hefur einnig gert samtökunum erfitt fyrir að taka að sér ný og aðkallandi verkefni, til dæmis hafa samtökin átt í erfið- leikum með að sinna hinsegin hæl- isleitendum en María segir að þeir leiti í miklum mæli til samtakanna. Hinsegin mannrétt- indum ábótavant Staða hinsegin fólks í Evrópu Einkunn á skalanum 0% (gróf mannréttindabrot) til 100% (full virðing fyrir mannréttindum) 6% 47% 78% 60% 68% 33% 76% 67% 69% 52% 71% 54% 18% 17% 19% 21% 23% 9% 27% 31% 56% 13% 68% 29% 26% 45% 47% Heimild: RainbowEurope 100% 0% Regnbogakortið er unnið upp úr skýrslu Evrópusamtaka hinsegin fólks á stöðu hinsegin fólks í álfunni. Hverju landi er gefin einkunn á bilinu 0 til 100%, þar sem núll táknar gróf mannréttindabrot en 100% fullkomna virðingu fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Malta trónir á toppi listans í ár með einkunnina 88% en þar á eftir koma Norðmenn með 77%. Norðurlöndin raða sér ofarlega á listann en Ísland er þeirra neðst með 47% í 16. sæti. Verst er staða hinsegin fólks í Aserbaídsjan, sem fær einkunnina 4%, en litlu skárri í Rússlandi, Armeníu og Tyrklandi. Regnbogakortið MALTA Á TOPPNUM Helga Baldvins Bjargardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.