Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
HARÐPARKET
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Álftin Svanhildur og ónefndur steggur hennar
leiddu fjóra unga sína út á vatn í fyrradag.
Steggurinn gekk í broddi fylkingar og ungarnir
gerðu sitt besta til að fóta sig á sinuvöxnum þúf-
unum. Svanhildur fylgdi á eftir og gætti þess að
ekkert kæmi fyrir ungana.
Ungahópurinn hjá þeim hjónum taldi sex unga
í fyrra og komust fimm þeirra á legg. Þau hafa
því lagt sitt til að viðhalda álftastofninum.
Morgunblaðið/Ómar
Frú Svanhildur í Elliðaárdal er stolt móðir
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sýni verða tekin í dag úr jarðvegi og
grunnvatni á Flugvöllum, nýju bygg-
ingarsvæði ofan Iðavalla í Keflavík.
Þar var grafið niður á mengaðan
jarðveg í síðustu viku. Vitað var að
járn hafði verið urðað á svæðinu.
Unnið er að gatnagerð en búið er að
úthluta atvinnulóðum á svæðinu.
Þegar mengunin kom í ljós, aðal-
lega járnarusl en líka tjörusmit,
stöðvaði Heilbrigðiseftirlit Suður-
nesja framkvæmdirnar. Guðlaugur
Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis-
sviðs Reykjanesbæjar, sagði að
framkvæmdir hefðu síðan verið
leyfðar undir eftirliti.
„Sérfræðingar fylgjast með. Við
getum grafið á svæðum sem eru
auðsjáanlega óhreyfð, þar sem er
bara mói. Svo eru önnur svæði sem
hafa verið tyrfð eða sáð í og þá förum
við varlega þar,“ sagði Guðlaugur.
Hann sagði að verkið hefði verið
komið töluvert langt þegar mengun-
in kom í ljós. Ljóst sé að þetta muni
tefja gatnagerðina eitthvað. Þar sem
upp kemur annað en mold og grjót er
efnið sett til hliðar til förgunar.
„Ef jarðvegurinn er óhreinn verð-
ur honum fargað á viðurkenndan
hátt,“ sagði Guðlaugur. Hann sagði
útlit fyrir að kanna þyrfti einhver
svæði á lóðunum, sem búið væri að
úthluta, með tilliti til mögulegrar
mengunar. „Við munum klárlega
gera lóðirnar byggingarhæfar. Það
verður ekkert slegið af því,“ sagði
Guðlaugur.
Hann sagði að mengunin sem
hefði fundist teldist ekki alvarleg, að-
allega járnarusl og einhverjar tjöru-
tunnur. Engin lykt væri á svæðinu
og ekki vísbendingar um lífrænan
úrgang. Ef rannsóknir leiddu hins
vegar í ljós alvarlega mengun þá
þyrfti að taka á því.
Kjartan Már Kjartansson, bæjar-
stjóri í Reykjanesbæ, sagði að á
svæðinu ætti að vera flugtengd starf-
semi enda nálægt flugvellinum. Búið
var að úthluta nær öllum lóðunum.
Flestar fóru til bílaleiga og þjónustu-
fyrirtækja sem tengjast þeim.
Grófu upp gamalt rusl
Vinna við gatnagerð í Keflavík undir eftirliti vegna mengunar á svæðinu
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Flugvellir Bílaleigur hafa fengið flestar lóðirnar sem úthlutað var.
„Það er mjög góð spá fyrir helgina, það er hæðasvæði að
koma yfir okkur, hlýnandi veður í kortunum og stefnir í
að hitinn fari í tveggja stafa tölu um land allt,“ segir Elín
Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Ís-
lands.
Spáð er góðu veðri um helgina og sól víðast hvar um
land allt, þar sem hitinn gæti náð allt að 17 stigum þegar
líða tekur á helgina. Búast má við hægum vindi og létt-
skýjuðu almennt yfir landið þó að möguleiki sé á smá-
þokulofti við ströndina austan til.
„Það stefnir í mjög gott veður, þessi skammvinna
norðanátt sem hefur verið hérna er að líða undir lok,“
segir Einar Sveinbjörnsson, sjálfstætt starfandi veð-
urfræðingur. Hann segir að lægðin sem verið hefur
hérna skammt suður af Hornafirði láti í minni pokann
eða fjarlægist landið og við taki háþrýstisvæði. Til að
byrja með mun það liggja ílangt yfir landinu en síðar
meir einungis norður og vestur af landinu, þessu há-
þrýstisvæði fylgir hlýrra loft og hæglætisveður víðast
hvar.
„Þessu veðri fylgir heldur hlýrra loft en það sem
mestu máli skiptir er að sjást mun til sólar og létta mikið
til strax í dag. Það er ekki annað að sjá en að þetta veður
muni haldast lengst af um helgina,“ sagði Einar að lok-
um. aronthordur@mbl.is
Sumarveður í vændum víða
Gott veður í kortunum um
mestallt landið yfir helgina
Morgunblaðið/Ómar
Sumar Gera má ráð yrir að fólk víða um landið muni
nýta sér góða veðrið sem spáð er yfir helgina.
Í nefndaráliti meirihluta fjárlaga-
nefndar Alþingis, sem kynnt verður
þinginu í dag, eru engar breytinga-
tillögur við fjármálaáætlun ríkis-
stjórnarinnar samkvæmt heimild
Morgunblaðsins. Í því felst þó ekki
stuðningur við virðisaukaskatts-
breytingu sem fjármálaráðherra
hefur lagt til. Stjórnarmeirihlutinn
lagði upp með að afgreiða málið frá
sér án þess að í áætluninni fælist
samþykki á virðisaukaskattsbreyt-
ingum fjármálaráðherra en án þess
að þeim væri hafnað í umsögnunum.
Hins vegar kemur það fram, sem
einn af ábendingarpunktum og
áminningum til ríkisstjórnarinnar,
frá umsagnaraðilum, að óheppilegt
sé að gera virðisaukaskattsbreyting-
ar á miðju ári.
Fjárlaganefndin reynir þannig að
sigla fram hjá deilumálinu um breyt-
ingar á virðisaukaskatti. Ríkis-
stjórninni er því gefinn frestur til
hausts til að afla frekari stuðnings
við virðisaukaskattsbreytinguna eða
endurskoða afstöðu sína.
vilhjalmur@mbl.is »14
Ekki stuðn-
ingur við vsk-
breytingu
Fjármálaáætlun
kynnt þinginu
Vilborg Arna
Gissurardóttir
var í gær komin
upp í þriðju búðir
sem eru í 7.300
metra hæð á leið-
inni upp á topp
Mount Everest.
Stefnt er að því
að fara upp í
fjórðu og síðustu
búðirnar í dag áður en reynt verður
við toppinn. Ferðin upp í þriðju
búðir gekk mjög vel. Stefnt var að
því að hefja gönguna upp í fjórðu
búðir klukkan fimm um morgun-
inn.
Í gær kom fram á alanarn-
ette.com að stutt tækifæri, þröngur
gluggi, gæfist vegna veðurs föstu-
daginn 19. maí til að komast upp á
topp. Grunnbúðirnar við fjallið eru
nær tómar. Flestir hóparnir stefna
á að ná á toppinn frá 21. til 25. maí.
Mount Everest er 8.848 metra hátt.
Vilborg
Arna á leið í
fjórðu búðir
Þröngur gluggi
Vilborg Arna