Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 33
lifa með okkur og þegar ég fæ
mér kaffi mun ég hugsa til þín og
orðanna sem þú sagðir svo oft:
„komdu nú og fáðu þér kaffi,
elskan.“
Kveðja,
Sigurbjörg Karlsdóttir.
Elsku amma, nú hefur þú lagst
til þinnar hinstu hvíldar, laus við
alla þreytuna og verkina. Ég veit
að afi hefur tekið vel á móti þér
og getið þið enn á ný hafið fleiri
ævintýri saman. Ég er svo þakk-
lát og glöð að þú beiðst eftir litlu
prinsessunni minni og þinni. Þeg-
ar ég setti hana í fangið þitt þá
ljómaðir þú af ánægju og gast
ekki tekið augun þín af henni. Ég
mun aldrei gleyma þessari
stundu. Ég hef þessa kveðju ekki
lengri núna þar sem við munum
hittast aftur síðar og veit ég að þú
munt vaka yfir mér og dóttur
minni.
Þín
Íris Þórdís og
litla prinsessan.
Elsku amma.
Í dag kveð ég þig í hinsta sinn
og horfi á eftir þér inn í eilífðina.
Með þakklæti að leiðarljósi en
sorg í hjarta, minnist ég góðra
tíma sem við áttum saman.
Hjartahlýja þín og gjafmildi
var einstök. Þú varst afar barn-
góð og við mæðgur erum heppn-
ar að hafa fengið að fara sam-
ferða þér í gegnum lífið. Jákvætt
fas þitt og tignarlegt yfirbragð
var alltaf til staðar. Það hefur
myndast skarð í fjölskyldugarð-
inn sem erfitt verður að fylla.
Eftir standa hlýjar minningar
um brosmilda konu við af-
greiðslustörf í bókabúðinni góðu,
hjálpleg og falleg.
Hér eru erindi úr kvæði Dav-
íðs Stefánssonar, Vorboði, sem er
mín hinsta kveðja til þín.
Elsku amma – takk fyrir allt
og allt, þú varst ómetanleg.
Ég veit að vorið kemur
og veturinn líður senn.
Kvæðið er um konu,
en hvorki um guð né menn.
Ég bý að brosum hennar
og blessa hennar spor,
því hún var mild og máttug
og minnti á – jarðneskt vor.
(Davíð Stefánsson.)
Þín,
Arna Ómarsdóttir.
Elsku langamma. Takk fyrir
allt sem þú varst okkur í lifandi
lífi. Í eftirfarandi orðum finnum
við huggun:
Grátið ekki þótt ég sé farin
því ég er aðeins í „burtu“.
Ég dó ekki og mun ekki deyja.
Ég er hjá ykkur alla daga.
Það er satt að ég hef yfirgefið jörðina,
en ég lifi í anda hjá ykkur.
Óttist ekki um mig, því ég er ham-
ingjusöm í þeim friði og ást sem hér er.
Það, sem ég var, er ég nú,
jafnvel betri en ég var.
Himnaríki hefir svo mikla fegurð,
fjöll og tré og svo margt annað.
Grátið mig ekki, talið um mig
á sama hátt og þið gerðuð áður.
Gerið minningar okkar að ánægju-
legum minningum,
sem geta róað og huggað ykkur.
Minnist mín með gleði.
Syrgið mig ekki, þótt ég sé farin.
Í himnaríki eflist ég og líf mitt heldur
áfram. Grátið mig ekki, því ég er hjá
ykkur í því, sem þið segið og gerið
á hverri stundu á hverjum degi.
Ást mín er líka hjá ykkur.
(M. Philbrook)
Kveðja frá langömmubörnun-
um,
Ísabella, Hilmar Andri,
Guðjón Leifur og
Ólavía Karen.
Fleiri minningargreinar
um Stellu Þórdísi Guðjóns-
dóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
Atvinnuauglýsingar
Vélavörður
Vísir hf. óskar eftir að fastráða vélavörð sem
getur leyst af yfirvélstjóra á Kristínu Gk 457.
Kristín er línuveiðiskip með beitningarvél.
Nánari upplýsingar gefur skipstjóri í síma
856-5730 eða á heimasíðu Vísis
www.visirhf.is.
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Kaupmannasamtaka Íslands verður haldinn
miðvikudaginn 24. maí nk. í húsakynnum
Kaupmannasamtaka Íslands, Húsi verslunar-
innar, 13. hæð, kl. 15:00.
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Engjasel 67, Reykjavík, fnr. 205-5334 , þingl. eig. Kristín Bjarnadóttir,
gerðarbeiðandi Birta lífeyrissjóður, miðvikudaginn 24. maí nk. kl.
11:00.
Flúðasel 94, Reykjavík, fnr. 205-6808 , þingl. eig. Elva Dögg Hafberg
Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 24.
maí nk. kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
18. maí 2017
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir
Hátröð 5, Kópavogur, fnr. 206-1464 , þingl. eig. Lára Gyða Bergsdóttir,
gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 23. maí nk. kl. 10:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
18. maí 2017
Styrkir
Umsóknir um styrki úr
Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins
Frá Bændasamtökum Íslands:
Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998.
Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem
starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð
nr. 1123/2015 um sama efni.
Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna
í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í
íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða
auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt
auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í júní 2017.
Nánari upplýsingar fást hjá Bændasamtökunum.
Frestur til að skila inn umsóknum er til
16. júní 2017 og skal umsóknum skilað til:
Fagráð í hrossarækt, Bændahöllinni
v/Hagatorg, 107 Reykjavík.
Fagráð í hrossarækt.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m/leiðb. kl. 9-16. Boccia m/Guðmundi
kl. 9.30-10.30. Opið innipútt kl. 11-12. Opið hús kl. 13-16. Spilað
canasta kl. 13. Bókabíllinn, kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa 9-16. Morgunkaffi 10-10.30.
Gönguhópur 13.30, tekinn léttur hringur um hverfið. Opið kaffihús
14.30-15.30. Verið velkomin.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Handavinna kl. 10-12. Bókband kl. 13-17.
Bingó kl. 13.30-14.30. Handaband kl. 13 - vinnustofa þar sem aðferðir
við textílhönnun eru kenndar og er unnið með textílefni sem fellur til
við framleiðslu hérlendis. Verið velkomin til okkar í Félagsmiðstöðina
Vitatorgi, Lindargötu 59, sími 411-9450.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma
617 1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.45.
Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20 ef óskað
er, frá Hleinum kl. 12.30, frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að
lokinni félagsvist. Vatnsleikfimi kl. 8, 8.50 og 12.10.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa
með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps
kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með
leiðbeinanda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 9, 10 og 11,
morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Spilað brids kl. 13, bíódagur
kl. 13.30, kaffisala í hléi.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, listasmiðjan er opin 9-12,Thai Chi kl. 9, Boccia kl.10.15, kvik-
myndasýning kl.13, síðdegiskaffi kl.14.30 kynning og spjall í kaffinu.
Stelpur úr Réttarholtsskóla koma að kynna skemmtilega dagskrá. Allir
velkomnir óháð aldri og búsetu nánar í síma 411 2790.
Korpúlfar Leikfimishópur Korpúlfa í fimleiksalnum í Egilshöll kl.
10.30 í dag, BRIDS kl. 12.30, Hannyrðahópur kl. 12.30, sundleikfimi í
Grafarvogssundlaug kl. 13.30 og síðsta vöfflfukaffi þessa vetrar kl.
14.30 í Borgum.
Selið Sléttuvegi Selið er opið í dag kl. 10-14. Upp úr 10 er boðið upp
á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin, hádegisverður kl.
11.30-12.30 og botsía kl. 13. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið.
Nánari upplýsingar hjá Maríu í síma 568 2586.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga/hláturjóga salnum
Skólabraut kl. 11. Syngjum saman með Friðriki og Ingu Björgu í sal-
num á Skólabraut kl. 13. Spilað í króknum kl. 13.30. Ath. Jóga verður
ekki nk. mánudag vegna uppsetningar á handverkssýningunni sem
hefst fimmtudaginn 25. maí.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansað sunnudagskvöld kl.20-23 -
Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Akstur um
heimahaga 6. júní. Heiðmörk frá Vífilsstöðum, um Reynisvatnsheiði,
byggð í Grafarholti , Grafarvogi og Gufunes, Skerjafjörð ofl.
Þjórsárdalur 8. júní dagsferð. Heimsókn á virkjunarsvæði og skoðun
á náttúruperlum. Skráning í allar ferðir sumarsins s. 588 2111.
Vesturgata 7 Enska kl. 10-12, Peter R.K.Vosicky. Sungið við flygilinn
kl. 13-14, Gylfi Gunnarsson. Kaffiveitingar kl. 14-14.30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
V
I
Ð
L
O
K
U
M
Meyjarnar
Austurveri | Háaleitisbraut 68
Sími 553 3305
30. maí
UNDIR ÞESSU MERKI
SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli
49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500
kr., gull m. demanti 55.000 kr.), silfur-
húð 3.500 kr.
ERNA, Skipholti 3,
s. 552 0775, www.erna.is
Póstsendum
Vélar & tæki
Vinnulyftur ehf
Eigum á lager nýjar skæralyftur frá
Skyjack og bómulyftur frá Niftylift.
eyvindur@simnet.is, sími 774 2501
www.skyjack.is.
Bílar
Sjö manna dökkblár Mitsubishi
Montero árgerð 2005 innfluttur frá
Bandaríkjunum - ekinn 107 þús mílur
(172 þús km). Er með svörtu leðri að
innan auk DVD spilara, með skjá í
loftinu. Fjarstart innbyggt í fjarstýr-
ingu - ómetanlegt að vetri til. Búið að
skipta um tímareim. Fjögur nagladekk
fylgja. Verð 990.000 kr.
Uppl. í síma 690-7525.
Hjólbarðar
Sumardekk til sölu
Ný Continental sumardekk til sölu
2215/55 R17. Verð 60.000. kr
Uplýsingar í síma 820-3725
Húsviðhald
VIÐHALD
FASTEIGNA
Lítil sem stór verk
Tímavinna eða tilboð
℡
544 4444
777 3600
jaidnadarmenn.is
johann@2b.is
JÁ
Allir iðnaðarmenn
á einum stað
píparar, múrarar, smiðir,
málarar, rafvirkjar
þakmenn og flísarar.
Hreinsa
þakrennur
ryðbletta þök og tek
að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Til leigu
Íbúð til leigu
3 - 4 herb. íbúð til leigu í Kópavogi,
með innbúi. Leigist frá 3. júlí í 4 - 5
vikur. Verður líka til leigu í vetur.
Leiga er 200þús á mán.
Upplýsingar oloffinna@hotmail.com
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á
augl@mbl.is eða hafðu
samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast
bæði í Mogganum
og ámbl.is