Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hengir ekki mynd þar sem ekkert ljós er, og þú meðhöndlar vini þína af sömu virðingu. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið. 20. apríl - 20. maí  Naut Afneitun á ástríðum lætur þær ekki hverfa, en gerir glufur, sem myndast, svo þröngar að maður þarf að troða sér í gegnum þær. Ekki gera tilboð sem þú getur ekki stað- ið við. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það hefur ekkert upp á sig að vera með einhver látalæti. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skiptir öllu máli. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Frekja og yfirgangur kemur þér ekki áleiðis í dag. Ef þú tengist tilfinningum þín- um, mun það snerta við öðrum að kynnast sköpunarverkum þínum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef maður nálgast viðfangsefni sín af ást, ver maður minni orku í að klára þau. Gættu þess að varðveita þau eins og þú vildir að aðrir varðveittu leyndarmál um þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ekki hyggilegt að hleypa mál- um af stað án þess að reyna að sjá framvind- una fyrir. Ekki vera hræddur við að segja öðr- um frá þeim því þær eiga eftir að vekja verðskuldaða athygli. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er engu líkara en að samstarfsmenn þínir vilji halda þér utan við ákveðið verkefni. Ef þú treystir upprunanum, gæti þetta verið sannleikurinn – eða nálægt því. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er óþarfi að vera að burðast með allar heimsins syndir á bakinu. En þá reynir líka á að menn taki tillit hver til annars. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er góð regla að skrifa niður verkefnalistann þegar margt er á döfinni. Málið er að vinna aðra á sitt band hægt og örugglega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú áttar þig á að það eru tvær hliðar á öllum sögum. Hlustaðu á það sem fólk hefur að segja en bíddu með fram- kvæmdir til morguns. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér. Vertu ekkert að tvínóna við hlutina, en taktu enga óþarfa áhættu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki hika við að verja fé í fasteignir eða annað sem tengist fjölskyldunni. Látið ekki misvísandi fréttir trufla ykkur. Ólafur Stefánsson segir á Leir aðskáldhúmoristanum Heinz Er- hardt virðist ekkert heilagt. Hann geri sér oft leik að því að skopfæra kvæði stórskáldanna og sýna þau í öðru ljósi. Ólafur hefur gaman af því að íslenska paródíur hans og hér er hin fræga ballaða Goethes um fiski- manninn, sem lætur ginnast af fag- urgala hafgúu, eftir að Erhardt hefur farið höndum um hana og er ekki að sökum eða endi að spyrja. Af vatni var svartfullur sjórinn, og sumsstaðar ægidjúpt haf. Þar sat hann og sötraði bjórinn, – hann sat ekki’ en lá, því ei gaf. Ég segi: Hann sötraði bjórinn, en sat ekki’ en lá, því ei gaf. Og af vatni var svartfullur sjórinn, og sumsstaðar ægidjúpt haf. Þá birtist úr bárunum meyja, barmprúð með flautu við munn. Hún hafði heilmargt að segja, þar hjalaði alda við grunn. Og seiðurinn settist í hjarta, þó söngurinn væri’ ekki hreinn. Hann sá ekki sólina bjarta en sökk niðr’í hafið sem steinn. Það er mörg „villan“ eins og fram kemur í limrum Helga R.: Hún er í sínum öngum Elinóra á Dröngum. Vafrar um á vordögum í Vaðlaheiðargöngum. Sigurlín Hermannsdóttir yrkir vor- vísu á Boðnarmiði: Frosti kveður kalinn svörð, kuldaveður undan lætur. Vorið gleður, vaknar jörð, vænkast geð um bjartar nætur Óður Jóns Gissurarsonar til vorsins: Létt í spori lambahjörð leikur sér um mó og rinda Grænka tún og gróa börð, glampar sól á fjallatinda. Ármann Þorgrímsson hlustaði á umræður á Alþingi: Hæla bara sjálfum sér, svona þeirra lífsstíll er saman um það sögum ber að sé of mikið talað hér. Þessi staka eftir Magnús Sigurðsson á Heiði í Gönguskörðum er klassísk en hann orti hana daginn áður en hann drukknaði, 12. mars 1862: Þótt ég sökkvi í saltan mar sú er eina vörnin: ekki grætur ekkjan par eða veina börnin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fiskimaðurinn, Vaðlaheið- argöng og bjartar nætur Í klípu „ÞETTA ER EKKI ÁKVEÐIÐ NEI. SPYRÐU MIG AFTUR EFTIR VIKU EÐA KANNSKI TVÆR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ÞARF AÐ FINNA NÝRA SEM MUN EKKI HAFNA ÞÉR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... stundum umkringd gildrum. HEY, HLUSTAÐU Á ÞETTA STÓRMARKAÐURINN ER MEÐ ÚTSÖLU Á GRÆNKÁLI ÞEIR BORGA ÞÉR FYRIR AÐ TAKA ÞAÐ HVERSU MIKIÐ? ÞÚ ERT MJÖG FÖLUR! ERTU VEIKUR? HVERSU LENGI HEFURÐU VERIÐ AÐ SINNA ÞEIM? NEI… HELGA LÆTUR MIG VINNA HEIMILISSTÖRFIN BAKI BROTNU! HÚN ÆTLAST TIL ÞESS AÐ ÉG BYRJI Á MORGUN… Ein eftirminnilegasta frétt vik-unnar fjallaði um konu sem ók bíl sínum á 80 km hraða yfir á rang- an vegarhelming á Reykjanesbraut og olli þar árekstri við annan bíl. Konan gleymdi sér við aksturinn, þar sem hún var að senda smáskila- boð úr farsíma, og krafðist slysa- bóta. Dómstóll sýknaði trygging- arfélagið af kröfu konunnar, sem taldi sig í fullum rétti í símanum. x x x Önnur frétt var ekki síður athygl-isverð. Leikmaður KA fékk gult spjald í fyrri hálfleik á móti Fjölni í Pepsi-deild karla í fótbolta. Hann fékk aftur gult spjald í seinni hálf- leik og hefði þá samkvæmt reglum átt að fá rautt og brottvísun, en dómarinn sá ekkert athugavert við eigin gjörðir og leikmaðurinn lauk leiknum og fagnaði sigri. x x x Dómarar geta gert mistök eins ogaðrir, og gera mistök. Víkverji þekkir það vel að geta ekki lesið eig- in skrift og þegar við bætast læti og hamagangur þarf ekki að vera von á góðu. Aðrir geta samt hjálpað. x x x Blessunarlega er vel búið að allriumgjörð í fótboltanum og á leiknum fyrir norðan voru, eins og vera ber, tveir aðstoðardómarar, áð- ur línuverðir, sem þótti ekki nógu virðulegt og ábyrgðarfullt, eftirlits- maður og varadómari dómaranum til aðstoðar. Þeir töldu líka bara eitt gult og svo aftur eitt gult án þess að setja það í samhengi við regluna um að tvö gul jafngildi einu rauðu og þar með brottvísun. x x x Leikmaðurinn hafði líka gleymt þvíað hann hafði áður fengið gult spjald og sama má segja um alla aðra sem að leiknum komu, leik- mennina, þjálfarana og 1.044 skráða áhorfendur. Formaður dómara- nefndar KSÍ lét ekki blekkjast og í uppfærðri skýrslu á vef sambands- ins er rauða spjaldið nú samvisku- samlega skráð og leikmaðurinn var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar sl. þriðjudag. Hvort lyktir mála verði öðrum víti til varn- aðar skal ósagt látið. vikverji@mbl.is Víkverji Eins og hindin þráir vatnslindir þráir sál mín þig, ó Guð. (Sálm. 42:2)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.