Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 31
sumarbústaðasvæðum. Benti hann á það að sumarbústaða- eigendur hefðu á undanförnum árum verið iðnir við að græða landið með því að gróðursetja í ör- foka lönd sín bæði blóm og tré. Hann benti á það að umgengi við gróður hefði góð áhrif á mannfólk- ið, gæfi því nánd við náttúruna og veitti ómældar ánægjustundir. Guðmundur var mikill baráttu- maður í okkar röðum og gerði hann sér grein fyrir hversu mik- ilvægt verkfæri sambandið væri til að ná fram ýmsum hagsmuna- og áhugamálum í frístundahúsa- byggðinni. Því starfi er ekki lokið og munum við halda uppi merkjum félaga okkar til allrar framtíðar. Þá kynntumst við hjónin Guð- mundi og hans góðu konu Þórunni út fyrir félagsstarfið. Minnisstæð er okkur ferðin í sumarhúsið þeirra þegar við vorum boðin með börnum okkar daglangt í veiting- ar og lystisemdir og farið var í „mannætupottinn“ sem við kölluð- um heita pottinn sem var úr stafa- fjölum. Nálægðin við Guðmund og Þórunni var þægileg og ljúf. Þau hjónin voru stolt af börnum sínum og fann maður hversu náið og gott samband var með þeim þegar við sóttum Guðmund heim þegar við mættum í stórafmæli hans fyrir nokkrum árum. Ég sakna sárt félaga míns. Minning um góða mann lifir áfram, líkt og sólin sem gengur til viðar en heldur alltaf áfram að lýsa. Landssamband sumarhúsaeig- enda, ásamt fjölskyldu minni, sendir Þórunni, börnum hennar, tengdabörnum og afabörnum hugheilar samúðarkveðjur. Minning um góðan mann lifir. Sveinn Guðmundsson, formaður LS. Í dag kveðjum við vin okkar Guðmund Guðbjarnason. Kynni okkar ná 54 ár aftur í tímann en þá kynntist hann Þóru konu sinni á balli. Fjórar æskuvinkonur, óað- skiljanlegar á unglingsárum fóru á ball í Sjálfstæðishúsinu og þar hittust þau Þóra og Guðmundur og örlög þeirra voru ráðin. Síðan komu hinir eiginmennirnir hver af öðrum. Við vorum svo lánsöm að eiginmenn okkar féllu inn í hóp- inn. Margar góðar minningar eig- um við um óteljandi samveru- stundir heima og heiman. Sumarbústaðaferðir vítt og breitt um landið og þegar Guðmundur og Þóra eignuðust sinn sumarbú- stað vorum við boðin þangað á hverju ári. Gönguferðir og grillað á eftir. Guðmundur, alltaf hinn rausnarlegi gestgjafi, og ekki leiddist okkar þegar þau fengu sér heitan pott sem hitaður var upp með timbri sem til féll úr skóg- inum við bústað þeirra. Guðmund- ur hrærði í pottinum þangað til vatnið var mátulega heitt. Yndis- legir tímar þegar horft var upp í stjörnubjarta nóttina eða á björt- um sumarkvöldum. Farið í leiki, spilað, föndrað og settar saman vísur, sungið og dansað fram á nótt. Þegar við stöllur vorum allar fimmtugar á sama ári fórum við til Parísar. Guðmundur átti afmæli í þeirri ferð og kom okkur á óvart inni á hótelherbergi með kampa- vínsveislu áður en farið var út að borða. Oft var talað um að end- urtaka Parísarferðina en úr því varð ekki enda ekki hægt að toppa þá ferð svo vel var hún heppnuð. Guðmundur kom fyrstur inn í hóp okkar og kveður nú fyrstur. Sár er missir Þóru vinkonu okkar, barna þeirra og fjölskyldu. Guð geymi þau og styrki á þess- um erfiðu tímum. Minningin lifir. Auður og Sæmundur, Edda og Sveinn, Margrét og Haraldur.  Fleiri minningargreinar um Guðmund B. Guðbjarna- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Siggu, Mábil, Villa, Sigga og fjöl- skyldum, okkar innilegustu sam- úð. Axel Arndal Vilhjálmsson og fjölskylda. Föðurbróðir minn og kær vinur er fallinn frá. Við ferðalok er vert að staldra við og rifja upp ánægjulega sam- ferð. Í minni barnæsku kom sum- arið með Siggu og Má þegar þau komu frá Laugalandi. Sjoppan var þrifin og vertíðin undirbúin. Krakkarnir græddu gamalt sæl- gæti sem hafði dagað uppi eftir síðustu vertíð. Það var spenna í loftinu og allt lifnaði við af vetr- ardvala. Seinna fékk unglingurinn vinnu í sjoppunni og tók þar sín fyrstu skref í ferðþjónustunni. Þau byggðu upp af krafti og dugn- aði eftir því sem vertíðin lengdist og ferðamönnum fjölgaði. Við Már misstum bæði mikið þegar pabbi kvaddi alltof snemma, en á milli þeirra bræðra var sterkur strengur. Okkar sam- band varð sterkara við þessa sáru lífsreynslu. Ég kynnti svo Sigga minn til leiks sem Már gerði að sínum trúnaðarvini og félaga. Það var ekki hvað síst fyrir áeggjan Más og hvatningu að við reistum okkur hús á Geysi. Eitthvað fannst eldhuganum hlutirnir ganga hægt svo hann mætti einn daginn með gröfu, tók fyrstu skóflustunguna og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann fylgdist náið með byggingunni, fannst húsið ljótt til að byrja með en tók það síðar í sátt og átti sinn stað þar sem hann hvíldi lúin bein. Við áttum margar góðar samveru- stundir á þessum árum sem ein- kenndust af væntumþykju og hjálpsemi. Már kynntist okkar vinum sem mátu hann mikils og þótti varið í að hitta höfðingjann á Geysi. Fyrir allmörgum árum kom í ljós að Már gekk ekki heill til skógar, parkinson sem við fjöl- skyldan þekktum vel eftir ára- langa baráttu afa við þann illvíga sjúkdóm, hafði lagst á hann. Það var þyngra en tárum tæki að horfa upp á elsku frænda sinn og vin oft og tíðum sárkvalinn. Ekki nóg með að sjúkdómurinn herjaði á hann af krafti heldur tóku slys- farir líka sinn toll. Það besta sem frænkuskottið gat gert var að taka á móti honum í húsinu sem hann átti svo stóran þátt í að risi. Örheimsóknir Mása frænda urðu hluti af lífi okkar fyrir austan. Aldrei stoppað lengi, einn kaffi- bolli, kanilkexið góða og smá spjall. Ég hét mér því að þessar heimsóknir hefðu forgang, það var alltaf tími fyrir Má. Við ferðalok er líka mikilvægt að þakka. Þolinmæði, virðing og æðruleysi eru orð sem mér koma í hug þegar ég hugsa til Siggu, Má- bilar, Sigurðar og Elínar. Már var ekki sá auðveldasti, vissi hvað hann vildi og hvernig hann átti að fá sínu framgengt. Baráttan um bílprófið er heill kafli út af fyrir sig. Már fékk bestu mögulegu umönnun í veikindunum en happ- drættisvinningurinn var hún Svetla sem hefur annast hann af einstakri virðingu og natni. Um leið og ég, Sigurður og dæturnar vottum fjölskyldunni okkar dýpstu samúð þakka ég al- mættinu fyrir samfylgdina við frænda minn. Eldhuginn er nú laus úr álög- um, hefur fundið bróður sinn og hlær dátt, það verða framkvæmd- ir í himnaríki á næstunni, því get ég lofað! Það kemur enginn í hans stað og fyrir allar okkar samveru- stundir er ég þakklát. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Hrönn Greipsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Má Sigurðsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Gísli Ellerts-son fæddist á Meðalfelli í Kjós 1. september 1935. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 8. maí 2017. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hannes Ellert Egg- ertsson, bóndi á Meðalfelli, f. 31. desember 1893, d. 8. september 1983, og Karítas Sigurlína Björg Ein- arsdóttir, húsfreyja frá Hjarð- arnesi á Kjalarnesi, f. 14. októ- ber 1901, d. 22. nóvember 1949. Systkini Gísla eru: Elín hús- freyja á Brekku, Austur- Húnavatnssýslu, f. 27. febrúar. 1927, d. 3. ágúst 2016, gift Hauki Magnússyni, d. 2013, Eggert búfræðingur, f. 1. sept- ember 1928, d. 8. ágúst 1991, kvæntur Sigríði Sæmunds- dóttur, Eiríkur rafvirkjameist- ari, f. 25. nóvember 1931, gift- ur Ólafíu Lárusdóttur, óskírður drengur, f. 16. mars 1933, d. 18. apríl 1933, Finnur verslunarmaður, f. 8. janúar 1937, kvæntur Sigurbjörgu Ólafsdóttur, Jóhannes fram- kvæmdastjóri, f. 22. júní 1938, kvæntur Sigurbjörgu Bjarna- 1989. 3) Ellert, bílstjóri, f. 7. júní 1962. Börn hans a) El- ísabet, hjúkrunarfræðingur, f. 1981, b) Georg Adam, vélamað- ur, f. 1989, c) Gísli, nemi, f . 1992, d) Jana Lind, nemi, f. 2000. 4) Steinar, sjúkraliði, f. 9. maí 1967. 5) Dagný, grunn- skólakennari, f. 28. júní 1976, gift Þórhalli V. Atlasyni, f. 26. febrúar 1974, börn þeirra a) Emelía Rut, f. 2002, Eyrún Aníta, f. 2004, Elma Karen, f. 2011, Eygló Yrsa, f. 2012. Langafa- og langömmubörn Gísla og Steinunnar eru 15. Gísli útskrifaðist sem bú- fræðingur frá Hvanneyri árið 1956 og var bóndi alla sína ævi. Gísli tók við búskap að Með- alfelli í Kjós af Ellerti föður sínum árið 1958. Síðar bjó Gísli búi með elsta syni sínum Sig- urþóri. Gísli var mikill frum- kvöðull á ýmsum sviðum svo sem í landbúnaði og hrossa- rækt. Gísli var meðal annars markavörður fyrir landnám Ingólfs Arnarsonar, sat á Bún- aðarþingi, var í stjórn Veiði- félags Kjósarhrepps, mats- maður á ám og vötnum ásamt því að hafa sinnt ýmsum fé- lagsstörfum. Í frístundum stundaði hann hestamennsku og var lengi vel í Karlakórnum Stefni. Útför Gísla fer fram frá Reynivallakirkju í dag, 19. maí 2017, og hefst athöfnin klukk- an 14. dóttur, og Einar Ellertsson f. 29. desember 1944, d. 2. apríl 2006. Hinn 1. janúar 1958 kvæntist Gísli eftirlifandi eign- konu sinni, Stein- unni Dagnýju Þor- leifsdóttur frá Akranesi, f. 3. ágúst 1938. For- eldrar hennar voru Þorleifur Sigurðs- son frá Snartarstöðum í Lund- arreykjadal, f. 23. maí 1895, d. 8. júlí 1979, og Þuríður Daní- elsdóttir frá Melkoti í Leir- ársveit, f. 14. ágúst 1905, d. 20. febrúar 1978. Gísli og Steinunn eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Sig- urþór, bóndi á Meðalfelli í Kjós, f. 16. ágúst 1957, kvænt- ur Sigurbjörgu Ólafsdóttur, f. 27. nóvember 1962, börn þeirra a) Berglind, nemi, f. 1980, b) Björk, hársnyrtir, f. 1984, c) Aron, bifvélavirki, f. 1991. 2) Sigurlína, þjónustufulltrúi, f. 29. júní 1959, gift Pétri Frið- rikssyni, f. 11. febrúar 1960, börn þeirra a) Elín Rós, flug- maður og hjúkrunarfræðingur, f. 1981, b) Hilma, nemi, f. 1985, c) Gísli Steinn, verkfræðingur f. 1987, d) Freydís, sjúkraliði, f. Elsku pabbi, Þegar maður á ekki orð og hnúturinn í hjartanu er svo stór, verður maður að fá orðin lánuð. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Þín Dagný. Til elsku Gísla afa, Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Þínar afastelpur, Emelía Rut, Eyrún Aníta, Elma Karen og Eygló Yrsa. Fyrir rúmum 60 árum komum við saman á Hvanneyri til að læra búfræði við Bændaskólann. Flestir töldum við að hér hæfist undirbúningur undir ævistarfið, sem við vildum helga okkur: Verða bændur til að framleiða matvæli handa hungruðum heimi. Heimi sem hafði gengið í gegnum sex ár stríðs og hörm- unga. Það vantaði alls staðar mat. Það var verk að vinna. Með- al þessara ungu manna var Gísli Ellertsson, bóndasonur frá Með- alfelli í Kjós. Gísli tók eins og aðr- ir þátt í félagslífinu á Hvanneyri, söng í kvartett skólasveina og var yfirleitt hrókur alls fagnaðar í leik og starfi. Við vorum nær 60 skólasveinar sem bjuggum í skólahúsinu, allt að fjórir í sama herbergi. Þetta var skemmtilegt líf og skólasveinar kynntust vel og bundust vináttuböndum sem entust alla ævina. Við skólasvein- ar sem útskrifuðumst saman hittumst í fyrra til að halda uppá 60 ára búfræðingsafmæli. Nú er einum færra í hópnum. Gísli tók fljótlega við búi á Meðalfelli. Hann var fram- kvæmdamaður og hóf strax end- urbætur á peningshúsum til nú- tímahorfs, og hefur fegrað staðinn, enda hans vinnustaður og heimili alla ævi. Gísli reyndist framsýnn. Hann keypti jörð í ná- grenninu og hóf að skipuleggja sumarbústaði þar. Hann renndi með þessu fleiri stoðum undir tekjuöflun búsins. Gísli var raunsær og réttsýnn. Hann var fjölfróður og góður heim að sækja. Á Meðalfelli voru innansveitar- og heimsmálin rædd jöfnum höndum. Gísli og Steinunn á Meðalfelli hafa tekið á móti mörgum gestinum með reisn og hlýju. Við Gerður sendum Steinunni og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur og þakkir fyrir samverustundir undanfarin ár. Megi Gísli hvíla í friði. Gerður og Sveinn Hallgrímsson. Enn kvarnast úr samheldnum hópi búfræðinga sem útskrifuð- ust frá Hvanneyri 1956. Kær vin- ur minn og skólabróðir, Gísli Ell- ertsson, er fallinn frá. Okkar fyrstu kynni voru haustið 1954 þegar við mættum á Hvanneyri til skólasetu næstu tvö árin. Við vorum herbergisfélagar í tvo vet- ur og þar voru hnýtt þau vináttu- bönd sem héldu æ síðan. Þegar ég læt hugann reika til dvalar okkar á Hvanneyri er ljómi yfir þeim minningum, við brölluðum margt saman sem ekki verður tíundað hér. Þarna tömdum við okkar fyrstu hesta og nutum þess að stússast í kringum hross. Gísli var góður söngmaður og þegar kórstjóri karlakórs skólans valdi í kvartett var Gísli þar á meðal og söng annan tenór. Gísli var frekar hlédrægur en ákveðinn og hafði sínar skoðanir á hlutunum, en umfram allt skemmtilegur félagi á hverju sem gekk. Á Hvanneyri kynntist hann lífsförunaut sínum, henni Stein- unni, og saman hafa þau farið gegnum lífið í rúm 60 ár. Á Með- alfelli var mikið umleikis í bú- skapartíð þeirra Gísla og Steinu, búskapur, sumarbústaðabyggð og fleira, og það reyndi ekki síður á húsmóðurina, en þau fóru í gegnum þetta saman. Það var reisn yfir þessu heimili. Gísli var mikill veiðimaður og saman fórum við margar veiði- ferðir í silung og sjóstöng. Gísli og Steina voru dugleg að ferðast og við hjónin vorum svo lánsöm að vera þátttakendum í nokkrum ferðalögum með þeim. Þar má meðal annars nefna nokkurra daga dvöl á Hvallátrum á Breiða- firði 1966 þar sem siglt var á milli eyja og eyjabúskapur skoðaður. Vikudvöl á Flúðum áttum við saman haustið 1996 þar sem meðal annars var farið í Skeiða- og Tungnaréttir og bændur á Suðurlandi, vinir þeirra hjóna, heimsóttir, þar sem okkur var tekið eins og höfðingjum. Ég minnist gönguferðar á Skjald- breið með Gísla og fleirum þar sem gist var í skála við Hlöðufell, svo ekki sé minnst á skemmtilega Kanaríferð okkar hjóna. Síðustu samfundir okkar Gísla voru 21. apríl síðastliðinn við út- för konu minnar. Þá sagði hann mér að fyrirhuguð væri vikudvöl á Akureyri í maí og bætti svo við: „Þú verður að vera heima!“ Þá hefðum við rifjað upp gamlar minningar og jafnvel rennt fyrir fisk úti á Eyjafirði. Sú ferð var aldrei farin og förinni óvænt stefnt í aðra átt. Blessuð sé minn- ing Gísla Ellertssonar. Kæra Steinunn og öll stórfjöl- skyldan, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sigurgeir Ísaksson. Það er með söknuði sem við kveðjum í dag vin okkar og sveit- unga, Gísla Ellertsson frá Með- alfelli í Kjós. Meðalfell er land- námsjörð og fornt höfuðból þar sem sama ætt hefur setið jörðina í um 230 ár. Gísli tók við búskap á jörðinni af föður sínum 1958 en Sigurþór sonur hans og Sigur- björg tengdadóttir tóku við af Gísla og konu hans Steinunni. Allt fram á síðasta dag hefur Gísli þó fátt látið framhjá sér fara í búskapnum á Meðalfelli rétt eins og í öðrum málum er varðað hafa bændur og búalið í sveitinni. Gísli var okkur oft hjálplegur við sveitarstörfin í Flekkudal. Árleg heimsókn hans og Krist- jáns á Grjóteyri til að fækka kyn- bótahrútum í Flekkudal var reyndar orðin í ósamræmi við eftirlitslög og forsjárreglur. Að okkar mati voru þeir frændur þó í flestu hæfari til slíkra hluta en fulltrúar opinberra stofnana sem sjaldan hafa í sveit komið. Gísli á Meðalfelli stóð jafnan fast á sínum meiningum og töldu sumir hann jafnvel þrjóskan. Njáll á Bergþórshvoli hlaut ekki langskólamenntun í lögfræði frekar en Gísli á Meðalfelli en þó voru þeir báðir lögspekingar miklir. Gísli horfði jafnan langt inní framtíðina þegar kom að samn- ingum um landspildur og í um- ræðum um framfaramál í Kjós- arhreppi. Rétt fyrir andlát hans fórum við yfir samning til fimm- tíu ára um landspildu, sem hon- um þótti enginn tími. Í samn- ingnum vildi hann einnig koma að ákvæði um tryggingu á fjár- hæð leiguverðs ef alþingi tæki síðar upp á því að fella úr gildi vísitölubindingu. Í sveitinni er nú unnið að lagn- ingu á hitaveitu og ljósleiðara. Fyrir skömmu lét Gísli þau orð falla að lagning ljósleiðarans væri tímaskekkja. Hann hafði heyrt af nýrri tækni sem myndi gera ljósleiðarann óþarfan innan nokkurra ára. Þessi nýja tækni er kannski leyndarmál sem Gísli hefur tekið með sér yfir móðuna miklu. Gísli var mikill áhugamaður um alls kyns veiði og verkaði hann veiði sína með ýmsum gömlum og viðurkenndum að- ferðum. Á heimili Gísla voru þessar afurðir jafnan á boðstól- um og bornar fram úr birgða- miklum frystigeymslum. Það varð ekki úr að við færum til að kanna lífríki Meðalfellsvatns eins og til stóð en stutt er síðan Gísli reri til fiskjar í Hvalfirði og til fiskjar með vinum sínum við norðanvert landið. Það hefur verið okkur dýr- mætt að eiga Gísla á Meðalfelli sem góðan vin og hjálplegan ná- granna. Gísli var mjög skemmti- legur maður sem lífgaði upp til- veruna með nærveru sinni. Hann hafði yfir að búa hafsjó af fróð- leik um menn og málefni og kunni manna mest um sögu sveit- arinnar. Með Gísla á Meðalfelli er horf- inn á braut sveitarhöfðingi og stórbóndi, sem markað hefur djúp spor í mannlíf okkar og ann- arra íbúa í Kjósarhreppi. Elsku Steinunn, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar sam- úðarkveðjur. Minning um góðan mann og höfðingja mun lifa með okkur um ókomna tíð. Guðný og Sigurður í Flekkudal. Gísli Ellertsson Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.