Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Kristín Aðalsteinsdóttir gengur
mikið um Innbæinn á Akureyri þar
sem hún hefur verið búsett í þrjá
áratugi. Einn daginn laust þeirri
hugsun niður í höfuð Kristínar að
hún vissi líklega ekkert um fólkið í
húsunum. „Ég var ekki viss um að
ég hefði nokkurn tíma séð þetta
fólk,“ segir Kristín við Morgun-
blaðið. Hún fékk hugmynd og sú er
orðin að veruleika: bók sem Kristín
kallar Innbær. Húsin og fólkið og
kom út fyrir fáeinum dögum.
„Mér fannst sérstakt hvað hús-
in eru ólík hvert öðru,“ segir Kristín.
„Ég horfði á húsin og garðana, sums
staðar var mjög snyrtilegt, sums
staðar heilmikið drasl og datt í hug
að gaman væri að vita hvað fólkið
hefði að segja um þessi hús og líf sitt
í húsunum.“
Kristín starfaði lengi sem pró-
fessor við Háskólann á Akureyri en
dreif í því, eftir að hún hætti að
vinna, að skrifa rúmlega 100 bréf
sem hún gekk með í húsin í bæjar-
hlutanum. „Ég bað fólk um að gefa
sér tíma til að spjalla við mig því mig
langaði að skrifa bók um þennan fal-
lega bæ. Myndefnið er líka svo
skemmtilegt, ég var búin að taka
mikið af myndum hér allt um kring
og hugsaði með mér að gaman væri
að nota þær.“
Ekki stóð á því að Kristínu væri
svarað. „Ég fékk um 70% svörun;
kemur nú háskólakennarinn upp í
mér!“ segir Kristín og hlær. Nánast
allir í gömlu húsunum svöruðu, ég
hóf heimsóknir í janúar og lauk þeim
í desember. Þetta er því bók um
Innbæinn árið 2016.“
Kristín heimsótti fólk í 76 húsum.
„Ég mætti eingöngu velvild, hlýju og
skemmtilegheitum. Ein kona sagðist
reyndar hafa kviðið svo mikið að fá
mig í heimsókn að hún hefði ekki
sofið síðan klukkan fjögur um nótt-
ina og væri búin að gera hreint eins
og það væru að koma jól! Annars
voru allir óskaplega afslappaðir og
þægilegir,“ segir Kristín og hefur
gaman af.
„Ég spurði í raun einskis heldur
bað fólk um að segja mér frá húsinu
eða einhverju sem hefði gerst þar.
Sögurnar eru stuttar og svo birti ég
mynd af húsinu og fólkinu,“ segir
Kristín sem tók allar myndirnar
sjálf utan tvær; áhugaljósmyndarinn
Kristjana Agnarsdóttir sem býr við
sömu götu myndaði þau hjón, Krist-
ínu og Hallgrím Indriðason, og ann-
ar nágranni, Ásgrímur Ágústsson,
atvinnuljósmyndari til áratuga, á
mynd af Íslandsmeisturum Ynja í ís-
hokkí, sem fylgir umfjöllun um
Skautahöllina.
Kristín er stolt og ánægð með
verkið og má vera það. „Bókin varð-
veitir brot af sögu fólksins sem býr
hérna núna og verður örugglega
skemmtileg heimild,“ segir hún.
Kristín hefur skrifað fræðibækur í
gegnum árin en aldrei bók sem
þessa. Hún hafði mjög gaman af,
ekki síður en því að taka myndirnar.
„Það var mjög skemmtilegt að láta á
það reyna hvort ég gæti tekið um
200 myndir sem yrðu nógu góðar í
bókina,“ segir hún.
Birgir Þórðarson á Önguls-
stöðum í Eyjafjarðarsveit hætti í
stjórn Sögufélags Eyfirðinga á aðal-
fundi á dögunum. Eru það nokkur
tíðindi, enda hefur Birgir setið í
stjórn félagsins óslitið í 41 ár. Hann
vildi hætta sökum aldurs en Birgir
er 83 ára.
Birgir tók fyrst sæti í stjórn
Sögufélagsins árið 1976 og hefur
þjónað félaginu óslitið síðan, ýmist
sem formaður, ritari eða meðstjórn-
andi. Þess má geta að Sögufélag Ey-
firðinga var stofnað 27. júní 1971.
Skortir því ekki nema fáein ár upp á
að Birgir hafi setið í stjórn félagsins
frá upphafi.
Miklar breytingar voru kynntar
á heimasíðu Akureyrar í fyrradag og
við sama tilefni formlega opnuð ný
íbúagátt á síðunni.
Í íbúagáttinni geta bæjarbúar
sótt rafrænt um ýmsa þjónustu á
vegum bæjarins og fylgst með af-
greiðslu erinda sinna. Meðal annars
verður hægt að sækja um bygging-
arlóð, lækkun fasteignaskatts fyrir
elli- og örorkulífeyrisþega, heima-
þjónustu og skammtímavistun.
Fleiri umsóknir bætast við í kerf-
ið á næstu mánuðum. Íbúagáttin var
hönnuð með það fyrir augum að
henta vel fyrir snjallsíma og spjald-
tölvur, auk hefðbundinna tölva, en
henni er fyrst og fremst ætlað að
þjóna bæjarbúum og gera þeim
kleift að finna það sem leitað er að á
einfaldan og aðgengilegan hátt.
Frumkvöðlasetur var opnað á
Akureyri í gær. Um er að ræða sam-
vinnuverkefni Nýsköpunarmið-
stöðvar Íslands og Akureyrarbæjar.
Bærinn leggur til húsnæði að Gler-
árgötu 34 en NMÍ rekur setrið, af-
greiðir umsóknir og fylgir þeim eftir
sem fá inni. Markmiðið er að veita
frumkvöðlum og fyrirtækjum að-
stöðu, skapandi umhverfi, tengsla-
net og faglega ráðgjöf til að vinna að
nýsköpun og framþróun viðskipta-
hugmynda.
Þeim sem komast að á setrinu
stendur til boða að leigja aðstöðu og
fá t.d. faglega ráðgjöf og stuðning
NMÍ og Atvinnuþróunarfélags
Eyjafjarðar. Þá hafa þeir aðgang að
stafrænni smiðju (Fab Lab) við
Verkmenntaskólann á Akureyri.
Það var Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar-,
ferða- og nýsköpunarmála, sem opn-
aði setrið formlega í gær.
Húsin í Innbænum og fólkið í húsunum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Nánd við Nonna Kristín í garði sínum við tré sem er í uppáhaldi, hús næsta nágranna í baksýn, sjálft Nonnahús.
Morgunblaðið/Skapti
41 ár Birgir á Öngulsstöðum er
hættur í stjórn Sögufélagsins.
Akureyringurinn Kristinn Eyjólfs-
son, 71 árs heimilislæknir á eft-
irlaunum, er duglegur að rækta
kroppinn; gengur reglulega um bæ-
inn, fer á fjöll og á skíðum, en slær
tvær flugur í einu höggi með nýj-
asta áhugamáli sínu, því að róa á
kajak á Pollinum; stundar mjög
góða líkamsrækt og nær sér í
spriklandi þorsk.
„Þegar ég var 13 eða 14 ára
smíðaði ég mér kajak frá grunni
heima á Hornafirði, spýtu fyrir
spýtu, strengdi dúkinn og málaði,
og var duglegur að róa þar,“ segir
Kristinn við Morgunblaðið. Síðan
liðu áratugir án þess að hann settist
upp í kajak en Kristin dreymdi ætíð
um að eignast slíkt farartæki. Það
var svo á Fiskideginum mikla á Dal-
vík í fyrra að fólki stóð til boða að
prófa. Kona Kristins hvatti mann
sinn til þess og sagði, þegar hann
kom alsæll í land: Þú kaupir kajak!
Það varð úr. „Þetta er fiskikajak;
tvíbytna svo auðvelt er að standa í
honum eða sitja á hlið,“ segir Krist-
inn sem ætíð er með veiðistöngina
meðferðis. „Ég fékk 11 þorska í
fyrstu ferð og sagðist þá vera með
fullfermi! Ég var í þriðju ferð þegar
ljósmyndarinn sá mig og hafði ekki
við að landa; sakkan var ekki komin
til botns þegar búið var að bíta á en
hjólið festist svo ég varð að hætta
þegar sjö voru komnir í lestina.“
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Líkamsrækt Kristinn Eyjólfsson á kajaknum á Pollinum við Akureyri.
Þeir fiska sem róa á kajak
Í soðið Kristinn með veiðistönginga
tilbúna og afla dagsins í lestinni.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Orðin er það mikið áníðsla á garðinn
að við verðum að grípa til einhverra
ráða. Við berum ábyrgð á garðinum
ásamt Ísafjarðarbæ,“ segir Brynjólf-
ur Jónsson, formaður Fram-
kvæmdasjóðs lystigarðsins Skrúðs á
Núpi í Dýrafirði. Stjórn sjóðsins hef-
ur ákveðið að hefja þar gjaldtöku í
sumar og gerir Ísafjarðarbær sem er
eigandi garðsins ekki athugasemd við
það.
Skrúður er meira en aldargamall,
lítil perla í Dýrafirði. Eftir að garð-
urinn var endurnýjaður fyrir tuttugu
árum hefur aðsókn að honum aukist.
Síðustu árin hefur hann orðið reglu-
legur viðkomustaður farþega
skemmtiferðaskipa. Er talið að 5-6
þúsund gestir af skemmtiferðaskip-
um komi þar við en minna er vitað um
fjölda annarra gesta. Gestafjöldinn er
þó talinn vera að minnsta kosti 8 þús-
und manns á sumri.
Ef 5.000 gestir greiða 300 krónur
hver fær garðurinn um 1,5 milljónir í
tekjur á sumri. Framkvæmdasjóður
Skrúðs hefur haft starfsmann í þrjá
mánuði á sumrin til að halda við
gróðri og umhverfi. Ríkissjóður
styrkti lengi starfið en fjárframlög
hafa farið lækkandi og féllu alveg nið-
ur á fjárlögum þessa árs.
Salerni nauðsynleg
Brynjólfur segir að í vor verði kom-
ið upp salernisaðstöðu til bráðabirgða
og hafin innheimta gjalds fyrir að-
gang að garðinum og er fjárhæðin
300 krónur á mann nefnd í því sam-
bandi. Ekki verður ráðinn starfs-
maður til að innheimta gjaldið eða
sett upp sjálfvirkt hlið heldur aðeins
upplýsingaskilti og gjaldtökukassar.
Samið verður sérstaklega við reglu-
lega viðskiptavini, svo sem fyrirtækin
sem aka með farþega skemmti-
ferðaskipa og aðra hópa.
Brynjólfur segir að jafnframt sé
verið að huga að skipulagi til að koma
fyrir varanlegum salernum. Hann
segir að sífellt meiri tími umsjón-
armanns garðsins fari í það að þrífa
upp pappír og það sem honum fylgir
eftir gesti sem gangi örna sinna í út-
jaðri svæðisins. Ekki sé hægt að
draga það lengur að bæta aðstöðuna.
Verðum að grípa til ein-
hverra ráða vegna áníðslu
Sett upp salerni
og hafin gjaldtaka
í garðinn Skrúð
Skrúður Gestum í garðinum hefur fjölgað mikið yfir sumartímann.