Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 www.kvarnir.is 20 ÁRA 1996 2016 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is 70 kr. stk. Nýt t Kvarnatengi fyrir zetur og sakkaborð Stærðir eru: 12 S, 15 S, 18 S, 20 S, 25 S og 12 B, 15 B, 18 B, 20 B, 25 B 19. maí 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 102.4 102.88 102.64 Sterlingspund 131.97 132.61 132.29 Kanadadalur 74.96 75.4 75.18 Dönsk króna 15.209 15.297 15.253 Norsk króna 12.048 12.118 12.083 Sænsk króna 11.617 11.685 11.651 Svissn. franki 103.37 103.95 103.66 Japanskt jen 0.901 0.9062 0.9036 SDR 140.53 141.37 140.95 Evra 113.15 113.79 113.47 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 142.0054 Hrávöruverð Gull 1261.35 ($/únsa) Ál 1927.0 ($/tonn) LME Hráolía 51.2 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Seðlabankinn tilkynnti í gær að hann muni hætta reglulegum gjald- eyriskaupum frá og með næstu viku. Bankinn hefur frá árinu 2002, með hléum, keypt gjaldeyri af viðskiptavökum á gjaldeyr- ismarkaði til þess að eiga fyrir erlend- um greiðslum ríkissjóðs og styðja við gjaldeyrisforðann. Í tilkynningu bankans kemur fram að reglubundin kaup hafi undanfarin miss- eri numið 6 milljónum evra á viku og námu kaupin jafnvirði 41,7 milljarða króna á síðasta ári, sem samsvaraði um 11% af hreinum gjaldeyriskaupum bankans. Seðlabankinn telur ekki þörf fyrir þessi reglulegu kaup í ljósi mikillar stækkunar forðans. Bankinn mun þó eftir sem áður beita inngripum á gjald- eyrismarkaði í samræmi við yfirlýsingar peningastefnunefndar. Reglulegum gjald- eyriskaupum hætt STUTT BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Fjarskiptafyrirtæki landsins juku fjárfestingar sínar um 13% á milli ár- anna 2015 og 2016 í 8,6 milljarða króna. Á sama tíma jókst veltan um 3%. Fjárfestingar í fastlínu, einkum ljósleiðara, drógu vagninn en þær jukust um 56% og námu 3,6 millj- örðum á síðasta ári. Þær námu því um 42% af öllum fjárfestingum á árinu. Þetta kem- ur fram í skýrslu Póst- og fjar- skiptastofnunar. Míla, sem er í eigu Símans, og Gagnaveitan, sem er í eigu Orku- veitu Reykjavíkur, hafa verið að auka við fjárfestingu sína í ljósleið- urum á undanförnum árum. „Ég reikna með að Míla hafi fjár- fest fyrir um það bil helminginn af því sem lagt var í fastanetið í fyrra. Fjárfestingar okkar á síðasta ári voru rúmir tveir milljarðar. Míla lít- ur raunar á allar sínar fjárfestingar sem fjárfestingar í fastanetinu. Það kann að vera að Póst- & fjarskipta- stofnun flokki fjárfestingarnar með öðrum hætti en við,“ segir Jón Rík- harð Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Mílu. Hann segir að fyrirtækið fjárfesti ríkulega í ljósleiðurum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni Tvö fjarskiptafyrirtæki eru skráð í Kauphöll, Vodafone og Síminn. Þau stóðu að baki um 73% af fjárfesting- um síðasta ár í fjarskiptum, sam- kvæmt ársreikningum þeirra og gögnum frá Póst- og fjarskiptastofn- un. Fjarskiptastofnun vildi ekki fara nánar í þær tölur þegar eftir því var leitað. Talsíminn dregst saman Eins og fyrr segir jukust tekjur á fjarskiptamarkaði um 3% á milli ára. Tekjur á flestum sviðum jukust nema hvað velta af talsímarekstri dróst saman um 12%. Lengd símtala dróst saman í jafn miklum mæli. Á sama tíma hefur verið mikill vöxtur í gagnamagni á farsímanetið, það jókst um 63% á milli ára. Tekjur af fastanetinu jukust um 2,5%, um 2,3% af farsímamarkaði, tæp 4% af gagna- flutningi og rúm 10,5% af sjónvarps- þjónustu. Aðrar tekjur á fjarskipta- markaði námu um fimmtungi af heildartekjunum, eins og sjá má á meðfylgjandi grafi. Markaðshlut- deild í farsímaáskrift stærstu fjar- skiptafélaganna stóð nokkuð í stað á milli ára. Nova var með 34% rétt eins og í fyrra, Síminn með 33%, Voda- fone 29% og 365 var með 3% í fyrra. Nova stærst í gagnamagni Aftur á móti bar Nova höfuð og herðar yfir keppinautana þegar litið er til gagnamagns yfir farsímakerf- ið. Um 64% af gagnamagninu fóru í gegnum kerfi Nova, um 20% hjá Símanum, 10% hjá Vodafone og 6% hjá 365. Flest heimili eru með internetá- skrift hjá Símanum eða rétt tæp 48%. Þótt viðskiptavinum Símans fjölgi milli ára um rétt rúm 600, minnkar hlutdeildin um tæpt 1% í 48%. Vodafone og 365 hins vegar misstu viðskiptavini, Vodafone missti um 400 og 365 missti um 700 viðskiptavini. Hlutdeild Vodafone lækkaði í 28% úr 29% og hjá 365 lækkaði hún úr 13% í 12%. Aftur á móti jókst hlutdeild Hringdu í 7% úr 5% og aðrir juku hlutdeild sína í 6% úr 4%. Fjárfesting í ljósleiðurum jókst um 56% á síðasta ári Markaðshlutdeild í farsímaáskrift » Gagnamagn á farsímanetinu jókst um 63% á síðasta ári. » Nova var með 34% markaðs- hlutdeild í farsímaáskrift í fyrra, Síminn með 33%, Vodafone með 29% og 365 með 3%. » Nova bar höfuð og herðar yfir keppinautana þegar litið er til gagnamagns yfir farsímakerfið með 64% hlutdeild.  Fjarskiptafyrirtækin fjárfestu fyrir 9 milljarða sem er 13% aukning milli ára Heildartekjur eftir fjarskiptastarfsemi Í milljónum króna Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun 2014 2015 2016 Fastanetið Talsímarekstur Farsímarekstur Gagnaflutningur og netþjónusta Sjónvarpsþjónusta Aðrar tekjur 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Jón Ríkharð Kristjánsson Hagnaður Lýsingar á síðasta ári nam 1.361 milljón króna og jókst verulega á milli ára, en hann var 607 milljónir króna árið á undan. Á árinu 2014 var hagnaðurinn 269 milljónir króna og hefur hann því fimmfaldast á tveimur árum. Greiddur verður 700 milljóna króna arður til eigenda vegna afkomu ársins 2016, en Lýsing er að fullu í eigu eignarhaldsfélags- ins Klakka. Hreinar vaxtatekjur Lýsingar námu 1.442 milljónum króna og juk- ust um 126 milljónir á milli ára. Hins vegar dró úr ýmsum kostnaðarlið- um, einkum sérfræðiþjónustu sem fór úr 350 milljónum króna árið 2015 í tæpar 75 milljónir á síðasta ári. Þá var um 195 milljóna króna viðsnún- ingur í gjaldeyrismun. Eignir Lýsingar námu tæpum 26 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þar af námu leigusamningar og út- lán 17,7 milljörðum en handbært fé nam tæplega 6 milljörðum. Fram kemur í ársreikningi að liðlega 4 milljarðar króna af handbæru fé séu veðsettir til tryggingar á skuldbind- ingum félagsins. Eigið fé Lýsingar var tæplega 12 milljarðar króna og var eiginfjár- hlutfall 52,5% í árslok, en hlutfallið má ekki vera lægra en 8% sam- kvæmt lögum auk 3,75% eiginfjár- auka. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu seldi Lindarhvoll, eignar- haldsfélag um ríkiseignir, 17,7% hlut í Klakka, móðurfélagi Lýsingar, til vogunarsjóðsins Burlington Loan Management síðastliðið haust, sem eftir kaupin á 75% í félaginu. Morgunblaðið/Eggert Lýsing Handbært fé var 6 millj- arðar og eiginfjárhlutfall 52,5%. Afkoma Lýsingar batnar verulega  Hagnaður hefur fimmfaldast á tveimur árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.