Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 139. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Costco mun selja áfengi
2. Svíinn gagnrýnir orð Portúgalans
3. Ganga berserksgang í …
4. Costco-vörurnar sem netið …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Útskriftarverk Atla K. Petersen og
Björns Pálma Pálmasonar úr meist-
aranámi í tónsmíðum við Listahá-
skóla Íslands verða flutt af tónlistar-
hópnum Caput, undir stjórn Guðna
Franzsonar, í Sölvhóli, húsi LHÍ við
Sölvhólsgötu 13, í kvöld kl. 20.
Atli K. Petersen lauk prófi frá blás-
arakennaradeild Tónlistarskólans í
Reykjavík árið 1988, þar sem kenn-
arar hans voru m.a. Kjartan Ósk-
arsson og Oddur Björnsson. Hann
hefur stundað kennslu og unnið að
tónsmíðum og útsetningum í Fær-
eyjum síðan hann lauk námi.
Björn Pálmi lauk framhaldsprófi í
píanóleik undir handleiðslu Júlíönu
Rúnar Indriðadóttur frá Tónskóla Sig-
ursveins D. Kristinssonar árið 2011
og bakkalárnámi við Listaháskóla Ís-
lands í tónsmíðum árið 2014. Und-
anfarin tvö ár hefur hann stundað
meistaranám í tónsmíðum undir
handleiðslu Páls Ragnars Pálssonar.
Caput flytur tvö
útskriftarverk
Kammersveit Vínar og Berlínar
heldur tónleika í Eldborg í Hörpu í
kvöld kl. 19.30. Hljómsveitin er skip-
uð nafntoguðustu hljóðfæraleikurum
Fílharmóníusveitar Vínar og Fílharm-
óníusveitar Berlínar sem teljast með
þeim fremstu í heimi. Á tónleikunum
verða flutt þrjú verk eftir Joseph Ha-
ydn; Sinfónía nr. 59 „Eldsinfónían“,
Sellókonsert í C-dúr og Sinfónía nr.
49 „Passían“ ásamt
Concertone KV
190 eftir W.A.
Mozart. Einleik-
arar á tónleikunum
eru Gautier Capu-
çon á selló, Rainer
Honeck og Noah
Bendix-Balgley á
fiðlu.
Kammersveit Vínar
og Berlínar í Eldborg
Á laugardag Breytileg átt 3-8 m/s. Léttskýjað um mestallt land
en líkur á þokubökkum austast. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast suðvestan
til, en svalast við austurströndina.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg breytileg átt, en norðaustan 5-
10 við suðausturströndina um tíma. Víða bjart, en sums staðar
þokuloft úti við sjóinn. Hiti 7 til 15 að deginum.
VEÐUR
Ekkert varð af því að Ís-
landsbikarinn í handknatt-
leik karla væri afhentur í
Valshöllinni í gærkvöldi eins
og vonir Valsmanna stóðu
til. FH-ingar spilltu gleðinni
með sigri á heimamönnum,
30:25 að viðstöddum rúm-
lega 1.600 áhorfendum og
rífandi góðri stemningu.
Þar af leiðandi verður
hreinn úrslitaleikur um Ís-
landsmeistaratitilinn á
sunnudaginn. »2
Bikarinn bíður
til sunnudags
„Í janúar var þetta orðið virkilega
slæmt og ég gat varla kastað bolta.
Ég fór í myndatöku og það kom í ljós
að ég þyrfti að fara í aðgerð, en ég
var bara ekki alveg tilbúin til þess þá,
því við ætluðum okkur stóra hluti,“
segir Hildur
Þorgeirs-
dóttir sem lét
meiðsli í öxl
ekki hindra
sig í að
leika
stórt
hlut-
verk í Ís-
landsmeist-
aratitli Fram. »4
Vildi ekki aðgerð því lið-
ið ætlaði sér stóra hluti
Andreas Stefansson er líklega ekki
nafn sem margir Íslendingar kann-
ast við. Þó stendur hann ansi fram-
arlega í sinni íþrótt og fór fyrir ís-
lenska landsliðinu á fyrsta stórmóti
þess í greininni, í fyrravetur. Andr-
eas, sem á íslenska móður en
sænskan föður, var svo valinn efni-
legasti leikmaður sænsku úrvals-
deildarinnar í vetur. »1
Sá efnilegasti í bandý í
Svíþjóð er Íslendingur
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir
katrinlilja@mbl.is
Karlakórinn Bartónar hefur notið sí-
vaxandi vinsælda síðustu ár. Kórinn
var stofnaður árið 2010 og hefur síð-
an þá komið fram á fjölda skemmt-
ana víða um land, meðal annars á
Menningarnótt og Iceland Air-
waves, auk þess að koma fram á ár-
legri sumarhátíð Kaffibarsins,
HumarSumar.
Lúðvík Snær Hermannsson, fjöl-
miðlafulltrúi kórsins og einn af
stofnendum hans, sagði í samtali við
Morgunblaðið að kórinn hefði upp-
haflega verið stofnaður sem eins-
konar grínatriði á áðurnefndri sum-
arhátíð Kaffibarsins. „Við vorum
nýbúnir að sjá auglýsingu frá fyr-
irtækinu Puma í sjónvarpinu, þar
sem breskar fótboltabullur voru að
syngja á bar. Okkur fannst þeir nú
ekki syngja neitt svakalega vel, við
gætum eflaust gert þetta betur. Svo
sungum við á þessari sumarhátíð og
fólki fannst það meira fyndið heldur
en flott,“ segir Lúðvík.
Áhersla lögð á gæðin
Fljótlega sáu kórfélagar fram á að
þetta væri eitthvað sem þeim hugn-
aðist vel að gera, hittast á barnum
og syngja saman. „Það var nú samt
aðallega til að við hefðum afsökun til
að komast á barinn í miðri viku,“
segir Lúðvík og hlær. Kórmönnum
fjölgaði ört og margir þóttu hafa
góða söngrödd. Í upphafi voru kór-
meðlimir aðeins í kringum 14 talsins
en eru nú hátt í 40. Við það hafi
áherslan á gæði söngsins orðið meiri
og síðan þá hafa Bartónar vaxið og
dafnað. Kórmeðlimir hittast á hverj-
um mánudegi á Kaffibarnum til þess
að syngja saman.
Að sögn Lúðvíks hefur fólk tekið
vel í þetta uppátæki en kórinn hefur
undanfarið sungið með þekktu tón-
listarfólki, bæði íslensku og erlendu
og má þar nefna söngvarana Damien
Rice, McGauta og fleiri. Í næstu viku
er svo komið að fyrstu utanlandsferð
kórsins, þegar meðlimir leggja land
undir fót og halda til London 25. maí
næstkomandi. Þar mun kórinn koma
fram á tónlistarhátíðinni Courtyard,
ásamt bresku hljómsveitinni
Throws, en Bartónar sungu á nýj-
ustu plötu hljómsveitarinnar.
Bartónar munu halda brott-
farartónleika í Gamla bíói kl. 20 hinn
23. maí næstkomandi.
„Við syngjum ekki oft á svona
stórum stöðum eins og í Gamla bíói,
nema þegar við syngjum á árlegum
jólatónleikum með kvennakórnum
Kötlunum. Svo þetta verða flottir
tónleikar, það verður ákveðin bar-
stemning ríkjandi,“ segir Lúðvík að
lokum.
Ljúfir Bartónar óma víða
Fara í tónleika-
ferð til London í
næstu viku
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bartónar Kórinn hóf göngu sína á Kaffibarnum og hefur notið vinsælda síðan. Þar eru æfingar einu sinni í viku.
Bartónar hafa komið fram á fjölda
skemmtana og tónlistarhátíða, til
að mynda Ljósanótt í Reykja-
nesbæ og á þjóðhátíðartónleikum í
Reykjavík 17. júní. Kórinn hefur
einnig komið fram við önnur tæki-
færi, en 13. janúar árið 2012 sungu
þeir þjóðsöng Íslands fyrir lands-
leik Íslands og Finnlands í Laug-
ardalshöll.
Þá hafa þeir tekið þátt í auglýs-
ingu fyrir N1, kynningarátaki jóla-
bjórsins hjá Vífilfelli og mörgu
fleira. Kórmeðlimir koma úr ýms-
um áttum, en allir eiga þeir það
sameiginlegt að hafa unun af því
að hittast yfir góðum bjór og
syngja saman. Hægt er að bóka
Bartóna til þess að syngja á árshá-
tíðum og í veislum, en kórinn hefur
verið vinsæll við ýmis tilefni. Allt
snýst þetta um að syngja og
skemmta sér. Stjórnandi kórsins
er Jón Svavar Jósepsson.
Hittast á barnum til að syngja
NJÓTA ÞESS AÐ SKEMMTA FÓLKI