Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
✝ Guðmundur B.Guðbjarnason
fæddist 5. ágúst
1940. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 7. maí
2017.
Guðmundur var
sonur hjónanna
Guðbjarna Guð-
mundssonar, full-
trúa í Reykjavík, f.
1900, d. 1945, og
Ástu Málfríðar Eiríksdóttur, hús-
móður, f. 1899, d. 1992. Hann á
eina systur, Ernu Guðleifu, f.
1932, sem lifir bróður sinn. Eft-
irlifandi eiginkona Guðmundar
er Þórunn Magnúsdóttir, fyrr-
verandi skólaritari í Seljaskóla, f.
1943. Saman eiga þau þrjú börn.
a) Guðbjarna, f. 1968, kvæntur
Ragnheiði Marteinsdóttur, f.
1969, saman eiga þau Guðmund
f. 1996, Telmu Sigþrúði, f. 1999,
og Hildi, f. 2004. b) Magnús, f.
1970, kvæntur Lovísu Maríu
Gunnarsdóttur, f. 1969, saman
varpa til nýrra laga um bókhald
og laga um ársreikninga. Á ný lá
leið hans 1996 til embættis rík-
isskattstjóra sem forstöðumaður
ársreikningaskrár og gegndi
hann því starfi til starfsloka 30.
júní 2009.
Guðmundur var stundakenn-
ari í skattaskilum og skattarétti
við Viðskiptadeild Háskóla Ís-
lands frá 1984 til 1998 og Tækni-
skóla Íslands 1985 til 1986.
Guðmundur var einn af stofn-
félögum Rótarýklúbbsins í Breið-
holti þar sem hann gegndi stöðu
gjaldkera, ritara, dagskrár-
stjóra, verðandi forseta og for-
seta frá 1989 til 1998. Hann var
einnig öflugur talsmaður rétt-
inda sumarhúsaeigenda og var
stjórnarmaður Landssambands
sumarhúsaeigenda frá 1999 til
2016, þar af lengst sem formað-
ur. Sá hann til þess að lög voru
sett er tryggðu réttindi sum-
arhúsaeigenda gegn landeig-
endum. Eftir Guðmund liggur
fjöldi greina um skattamál sem
hann ritaði í Tíund, rit Rík-
isskattstjóra, auk fjölda annarra
greina í blöð og tímarit um gagn-
leg þjóðfélagsmál.
Guðmundur verður jarðsung-
inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag, 19. maí 2017, klukkan 15.
eiga þau Unni Mar-
íu, f. 1998, og Fann-
eyju, f. 2001. c) Sig-
rún, f. 1980, unnusti
Sujesh Sundarraj, f.
1983.
Guðmundur út-
skrifaðist sem stúd-
ent frá Mennta-
skólanum í
Reykjavík 1962 og
sem viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla Ís-
lands 1967. Hann stundaði fram-
haldsnám í opinberri stjórnsýslu
við Ohio State University 1975-
1976.
Frá útskrift starfaði hann nán-
ast alla sína starfsævi hjá embætti
ríkisskattstjóra, fyrst sem fulltrúi
við embættið til ársins 1969, síðar
skrifstofustjóri Skattstofu
Reykjanesumdæmis til 1976. Árið
1986 var hann skipaður
skattrannsóknarstjóri og gegndi
því embætti til ársins 1992. Þaðan
lá leið hans í fjármálaráðuneytið
sem sérfræðingur við gerð frum-
Þrátt fyrir skammvinn veikindi
pabba þá var hann óhræddur við
það sem biði sín, var sáttur við lífs-
verk sitt og það sem hann skildi
eftir. Vildi að við fögnuðum lífi
hans í stað þess að syrgja dauða
hans.
Fyrstu minningar mínar um
pabba eru frá dvöl okkar í Banda-
ríkjunum 1975, ég þá fimm ára.
Ekki var algengt að menn, ekki á
dæmigerðum skólaaldri, færu með
eiginkonu og börn vestur um haf til
að læra meira og létu eftir öruggt
starf. Situr fast í huga mínum þessi
fyrsta flugferð mín, framandi land,
nýtt tungumál og fjölmenningar-
samfélag sem ekki var til á Íslandi
á þeim tíma og pabbi sem sá til
þess að allt gengi upp.
Meðan á dvöl okkar í Banda-
ríkjunum stóð áttum við samskipti
við ástvini okkar á Íslandi í gegn-
um „Skype“ þess tíma. Við töluð-
um inn á kassettur sem mamma
tók upp og sendi til Íslandi. Kas-
settan var síðan endurnýtt og
send til baka til okkar með kveðj-
um að heiman. Þannig var tæknin
í þá daga.
Eftir útskrift pabba frá HÍ tók
hann til starfa hjá ríkisskattstjóra
og starfaði hann á vettvangi
skattamála, reikningsskila og í
skyldum störfum allt sitt líf. Pabbi
tileinkaði sér að vera nákvæmur
embættismaður, réttsýnn og
mannlegur sem hafði ávallt í fyr-
irrúmi að komast að réttlátri nið-
urstöðu í sérhverju máli.
Mörgum árum eftir skólagöngu
pabba fetaði ég í fótspor hans og
lagði stund á viðskiptafræði við
HÍ. Þar var pabbi mættur að
kenna mér skattaskil og skatta-
rétt, nú var betra að standa sig.
Enn í dag heilsa ég fólki sem segir
mér að það þekki pabba minn, þar
sem hann hafði kennt þeim, vonaði
ég þá innilega að viðkomandi hefði
staðist prófið þar sem pabbi var
þekktur fyrir að gefa ekkert eftir
við að meta þau. Nemendur áttu
að hafa fullan skilning á framtals-
skilum og skattamálum og enginn
afsláttur gefinn. Hann hefur því
kennt flestum samferðamönnum
mínum úr Viðskiptadeild HÍ í á
annan áratug.
Meðan á háskólagöngu minni
stóð vann ég eitt sumar hjá pabba
á skrifstofu skattrannsóknar-
stjóra. Var nú fátt annað rætt á
heimilinu en skattamál. Síðar þeg-
ar ég hóf störf hjá Kaupþingi leit-
aði ég oft í visku pabba um skatta-
mál og oftar en ekki benti hann
mér á að skattalögin væru til þess
að útskýra hvernig ætti að greiða
skatta en ekki hvernig ætti að
komast hjá þeim. Fjármagns-
skattur var settur á 1997 en í að-
draganda þess var settur upp
breiður starfshópur hagsmuna-
aðila. Vorum við pabbi báðir skip-
aðir í þá nefnd, hann til að gæta
hagsmuna skattkerfisins en ég til
að gæta hagsmuna fjármálafyrir-
tækja. Oft enduðu fundir með
þeim orðum að við feðgar gætum
bara rætt þetta heima þegar öðr-
um þótti við taka of langan tíma í
að rökræða okkar skoðanir. Að
lokum urðu til lög og reglugerðir
sem tóku tillit til allra þátta þeirra
hagsmuna sem um var rætt og
standa enn.
Á síðustu árum hefur hann ver-
ið mín stoð og stytta í þeim erf-
iðleikum sem ég/við höfum gengið
í gegnum þar sem slík mál eru því
miður ekki einkamál þess sem í
þeim stendur heldur allrar fjöl-
skyldunnar. Eftir tvo áratugi er-
lendis var það mjög verðmætt að
tengjast foreldrum mínum enn
sterkari böndum, bróður mínum
og vinum á Íslandi sem ég mun
alltaf búa að og vera þakklátur
fyrir. Skrifaði hann fjölda greina
um þessi mál og lagði mikið á sig
til að þekkja þau vel og vera mál-
efnalegur. Honum var alveg sama
hvað aðrir segðu, hann stóð sterk-
ur og sagði sína meiningu. Hann
er hetjan mín.
Magnús Guðmundsson.
Elsku hjartans bróðir minn.
Ég er svo sorgmædd að þú sért
búinn að kveðja þetta líf. Það
hringdi til mín frænka okkar fyrir
nokkrum dögum, sem var að votta
mér samúð og sagði við mig:
„Erna, manstu eftir 5. ágúst 1940,
hvað við vorum að gera og hvar við
vorum staddar?“ „Já,“ sagði ég og
hún samsinnti því. Við vorum
staddar á stakkstæðinu í Keflavík
að breiða saltfisk, þegar Fríða
frænka kom hlaupandi í áttina til
okkar baðandi út höndunum. Það
er fæddur strákur. Það fyrsta sem
ég hugsaði með mér var: Mikið er
ég heppin að hafa falið allar dúkk-
urnar mínar uppi á háalofti á
Lindargötunni áður en ég fór til
Keflavíkur. Þetta voru nú óþarfa
áhyggjur hjá mér þar sem þú lést
alltaf dúkkurnar og dótið mitt í
friði. Þú varst mér alltaf góður
bróðir. Þú bjóst við kvennaveldi
sterkra kvenna, mömmu, ömmu
og mín, þar sem faðir okkar lést
snögglega aðeins 45 ára að aldri.
Það breyttist allt hjá okkur við
fráfall föður okkar en við kom-
umst áfram enda mamma hörku-
dugleg og ósérhlífin kona og við
systkinin einnig. Elsku Guðmund-
ur minn, mig langar að þakka þér
fyrir öll árin okkar saman, hvað þú
varst mér alltaf góður bæði í sorg
og gleði. Alltaf tilbúinn að hjálpa
og oftar en ekki búinn að því óum-
beðinn. Ég vil einnig þakka ykkur
Þóru fyrir allar ógleymanlegu
stundirnar í fallega sumarbú-
staðnum ykkar í Skorradal sem
var ykkar paradís. Þar varstu á
heimavelli og undir þér best. Þú
varst ekki lengi að kveikja undir
heita pottinum þegar komið var
upp eftir og i kjölfarið kom þessi
yndislega viðarlykt og þú byrjað-
ur að töfra fram dýrindis máltíð.
Ég og fjölskylda mín vottum
fjölskyldu þinni, yndislegri eigin-
konu, Þóru, og börnunum ykkar,
Guðbjarna, Magnúsi og Sigrúnu
og þeirra fjölskyldum okkar
dýpstu samúð.
Hvíl í friði, Guð þig geymi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Fegurð og hamingja er lífsins lind sem
finnst með innri manni.
Hlusta þú á ár og fossa renna.
Finnur þú frelsi þitt renna til alheimsins.
(E.G.)
Þín systir,
Erna.
Kveðja frá Landssambandi
sumarhúsaeigenda
Guðmundur Guðbjarnason fé-
lagi minn og vinur er látinn. And-
látsfregnin kom mér á óvart og án
nokkurs fyrirvara. Guðmundi
kynntist ég þegar hann gekk í
stjórn Landssambands sumar-
húsaeigenda 1999. Í stjórninni var
hann til dauðadags og var formað-
ur sambandsins 2008-2016. Guð-
mundur var mjög ráðagóður og
vandvirkur í öllum þeim málum
sem hann tók að sér fyrir sam-
bandið. Guðmundi var veittur
fjöldi viðurkenninga fyrir störf sín
hjá sambandinu og var kjörinn
heiðursfélagi á aðalfundi sam-
bandsins 27. apríl 2016.
Hann var máttarstólpi í starf-
inu og lagði sig allan fram þegar
hann vann að tilteknum verkefn-
um sem hann taldi brýn fyrir sam-
bandið og félagsmenn þess. Guð-
mundur taldi ef að sambandið ætti
að vera trúverðugur og áhrifamik-
ill þrýstihópur, eins og það er kall-
að, eða hagsmunasamtök yrði
hann að vera fjölmennur og áber-
andi í þjóðlífinu.
Guðmundur lagði áherslu á það
að sambandið hefði það á stefnu-
skrá sinni að stuðla að náttúru-
vernd með góðri umgengni, virð-
ingu fyrir landi og gróðri, ásamt
aukinni fjölbreytni í trjárækt á
Guðmundur B.
Guðbjarnason
✝ Már Sigurðs-son fæddist á
Geysi 28. apríl
1945. Hann lést á
heimili sínu 3. maí
2017.
Foreldrar Más
voru Sigrún
Bjarnadóttir frá
Bóli í Bisk-
upstungum, f. 7.
nóvember 1903, d.
10. ágúst 1979, og
Sigurður Greipsson frá Hauka-
dal í Biskupstungum, f. 22.
ágúst 1897, d. 19. júlí 1985.
Systkini Más eru: Bjarni, f.
1933, d. 1936, Bjarni, f. 1935,
Katrín, f. 1937, d. 1938, Greipur,
f. 1938, d. 1990, Þórir, f. 1939.
Eiginkona Más er Sigríður
Vilhjálmsdóttir, f. 1. september
1951 í Sandgerði. Foreldrar
hennar voru Gróa Axelsdóttir, f.
21. október 1924, d. 9. apríl
2004, og Vilhjálmur Ásmunds-
son, f. 20. maí 1926, d. 4. janúar
1960 frá Kverná, Grundarfirði.
Börn Más og Sigríðar eru:
Mábil Gróa, f. 9. janúar 1970.
ferðaþjónustu á sumrin, stund-
aði ferðamannaleiðsögn og
byggði upp aðstöðu á hvera-
svæðinu. Már útskrifaðist 1964
frá Íþróttaskóla Íslands á
Laugavatni og sótti svo frekara
nám í íþróttafræðum við danska
háskólann Danmarks Højskole
for Legemsøvelser og útskrif-
aðist þaðan 1968. Frá útskrift
starfaði hann sem íþróttakenn-
ari á Hólum í Hjaltadal, Stykk-
ishólmi, Fáskrúðsfirði, Reykja-
nesi við Ísafjarðardjúp og
farkennari á vegum HSK. Árið
1969 hóf hann starf sem kennari
við grunnskólann á Laugalandi í
Holtum, Rangárvallasýslu, og
starfaði þar í 25 ár.
Már hóf uppbyggingu á
ferðaþjónustu við Geysi í
Haukadal árið 1972 og helgaði
sig alfarið uppbyggingunni við
fjölskyldufyrirtækið Hótel
Geysi frá árinu 1993 og var mik-
ill frumkvöðull á sviði ferða-
þjónustu.
Már hlaut riddarakross Hinn-
ar íslensku fálkaorðu árið 2005
fyrir frumkvæði í uppbyggingu
ferðaþjónustu.
Útför Más fer fram frá Skál-
holtskirkju í dag, 19. maí 2017,
og hefst athöfnin klukkan 15.
Dætur hennar eru
Sigríður Alma, f.
1996, og Salka
Kristín, f. 2004.
Stjúpbörn hennar
eru Unnur, f. 1988,
og Alex Baldvin, f.
1994.
Vilhjálmur, f. 17.
ágúst 1976.
Sigurður, f. 13.
mars 1976. Maki
hans er Elín Svafa
Thoroddsen, f. 14. janúar 1981.
Dóttir Sigurðar og Drífu
Bjarkar Linnet Kristjánsdóttur
er Sara Jasmín, f. 2001.
Dætur Sigurðar og Elínar eru
Saga Natalía, f. 2011, Emelía Ís-
old, f. 2014, og Antonía Elín, f.
2015.
Már ólst upp á Geysi í Hauk-
dal. Foreldrar hans ráku
íþróttaskólann í Haukadal í 43
ár en ættfaðir Haukdæla, Teitur
Ísleifsson, stofnaði fyrsta lær-
dómssetur Íslands. Faðir Más
var íþróttafrömuður og glímu-
kappi, stundaði sauðfjárbúskap
á jörðinni, nýtti skólahúsið fyrir
Ég á eina minning, sem mér er kær:
Í morgundýrð vafinn okkar bær
og á stéttinni stendur hann hljóður,
hann horfir til austurs þar ársól rís,
nú er mín sveit eins og Paradís.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður.
Ég á þessa minning, hún er mér kær.
Og ennþá er vor og þekjan grær
og ilmar á leiðinu lága.
Ég veit að hjá honum er blítt og bjart
og bærinn hans færður í vorsins skart
í eilífðar himninum bláa.
(Oddný Kristjánsdóttir.)
Í dag kveðjum við ástkæran
föður og tengdaföður. Hann er
horfinn yfir móðuna miklu og eng-
inn megnar að fylla það tóm sem
skapast.
Er við kveðjum hann í hinsta
sinn er okkur efst í huga þakklæti
fyrir þann góða tíma sem við átt-
um með honum, ótal dýrmætar
minningar koma upp í hugann og
gott er að geta yljað sér við þær
núna. Við erum þakklát fyrir þá
fyrirmynd sem hann var okkur og
þann dýrmæta lærdóm sem hann
kenndi okkur. Mikil er okkar
gæfa að hafa fengið að njóta góð-
mennsku, leiðsagnar og hvatning-
ar hans sem við munum hafa sem
veganesti í okkar lífi.
Haukadalur er fyrrum stórbýli,
höfðingjasetur og rómað lær-
dómssetur. Teitur Ísleifsson, son-
ur Ísleifs fyrsta biskupsins í Skál-
holti, tók við búsforráðum í
Haukadal og stofnaði þar fyrsta
skólann sem settur var á stofn hér
á landi. Hann var talinn ættfaðir
Haukdæla og setti sterkan svip á
sögu lands og þjóðar. Ari fróði
nam meðal annarra hjá Teiti og er
nafn hans og Haukadals tengt
órjúfanlegum böndum. Eplið féll
ekki langt frá eikinni þegar Már
Sigurðsson kom í heiminn. Hann
var mikill stórhugi eins og hann
átti kyn til og byggði upp af sama
eldmóði og metnaði og Sigurður
Greipsson hafði byggt upp á
Geysi í Haukadal og Haukdælir
þar á undan.
Hann lauk námi sem íþrótta-
kennari bæði á Íslandi og í Dan-
mörku og starfaði lengi vel við
kennslu. Árið 1985 tóku þau hjón-
in við stjórnartaumunum á Geysi
en uppbyggingin hófst 1971 með
söluskálanum á Geysi. Þau
byggðu upp af miklum eldmóði og
metnaði og gáfust aldrei upp þótt
móti blési. Árið 2000 opnuðu þau
svo Geysisstofu. Þar gafst gestum
einstakt tækifæri til þess að kynn-
ast jarðfræði Íslands á raunveru-
legan og nýstárlegan hátt. Safnið
var að mörgu leyti einstakt í sinni
röð en nýjasta tækni var notuð til
þess að sýna það sem liggur að
baki eldvirkni og gosvirkni.
Það var auðvelt að hrífast af
metnaðinum og áhuganum sem
geislaði af Má okkar. Hann var
þeirrar manngerðar, að hann
hlaut að snerta sérhvern þann, er
honum kynntist. Hann var hug-
sjónamaður sem lét aldrei staðar
numið og var hamhleypa til verka.
Það var þó stutt í prakkaraskap-
inn og glensið allt til hinstu stund-
ar.
Þó að Parkinsonsjúkdómurinn
hafi sett sitt mark á hann og þrek-
ið hafi dvínað eftir því sem tíminn
leið var andinn ætíð sterkur og
barðist áfram, hann hlífði sér
aldrei.
Már, faðir og tengdafaðir okk-
ar, mun ferðast áfram með okkur í
hugum okkar, við erum ríkari með
þær minningar í farteskinu, hann
mun ætíð lifa í hjarta okkar.
Far í friði og Guð geymi þig.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sigurður Másson,
Elín Svafa Thoroddsen.
Elskulegur mágur minn og vin-
ur er genginn á vit feðra sinna.
Kynnin voru löng og kynnin voru
góð. Þar bar aldrei skugga á.
Hann fæddist á Geysi og lést á
sama stað 72 árum síðar. Mikil er
sú saga sem þar er á milli en verð-
ur ekki rakin hér nema að litlu
leyti.
Heimilishættir voru afar sér-
stakir, þ.e. íþróttaskóli að vetri
með 25 til 30 nemendum og síðan
hótel á sumrin. Í þessu umhverfi
ólst Már upp, yngstur sex systk-
ina, tvö dóu í frumbernsku.
Snemma þótti Már nokkuð mikill
fyrir sér, kraftmikill og ófeiminn.
Alltaf var stúlka sem hafði
þann starfa að líta eftir Má. Inga
systir mín var ein þeirra og
minntist oft þess tíma. Drengur-
inn var óþekkur, en alltaf
skemmtilegur, sagði hún.
Síðan tók við skólaganga hér-
lendis og erlendis. Glæsilegur
íþróttamaður, hvort sem var í
glímu, sundi eða öðrum íþróttum.
Þó Már væri í námi og vinnu í
mörg ár var hans fastur punktur á
Geysi. Rak söluskálann frá fyrstu
tíð. Eiginkona Más og besti vinur
var Sigríður Vilhjálmsdóttir.
Kornung kom hún að Geysi,
glæsileg og forkur dugleg, stoð
hans og stytta alla tíð.
Í minningunni finnst mér að
Már hafi alltaf verið að byggja,
reisa hús, bæta við álmum í suður,
vestur og austur, ef ekki söluskál-
ann, þá hótelið. Umsvifin feikileg.
Sérlega gott og gaman var að
vinna hjá þeim hjónum, þar ríkti
alltaf jákvæðni og glaðværð þótt
mikið væri að gera. Sama starfs-
fólk árum saman segir sína sögu.
Það var nokkuð mikið áfall þeg-
ar Greipur lést skyndilega, fimm-
tíu og tveggja ára. Hann hafði
staðið með Má í gegn um þykkt og
þunnt í öllum hans framkvæmd-
um og verið hans hjálparhella.
Einstaklega náið samband var
með þeim bræðrum, þeir mátu
hvor annan mikils. Græskulaus
glettni einkenndi þá alla tíð. Ég
minnist þess hve Már var mér
hjálplegur og umhyggjusamur
eftir að Greipur lést. Sagan end-
urtekur sig, það er lífsins gangur.
Hans góðu börn, Mábil og Sigurð-
ur, hafa nú tekið við keflinu,
byggja í austur og upp. Fjölskyld-
an var honum einkar kær alla tíð.
Veikindum sínum, sem voru
bæði löng og grimm, tók hann af
stakri karlmennsku. Aldrei heyrði
ég hann kvarta yfir hlutskipti sínu
og má segja að hann hafi staðið á
meðan stætt var.
Hún er máttug kveðjan sem
móðir náttúra á Suðurlandi sendi
þessum syni sínum, jarðskjálfti
um allt Suðurland daginn sem
hann lést.
Síst vil ég tala um svefn við þig.
Þreyttum anda er þægt að blunda
og þannig bíða sælli funda;
það kemur ekki mál við mig.
Flýt þér, vinur, í fegri heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson)
Veri hann kært kvaddur.
Kirstín Sigurðardóttir.
Í dag kveðjum við góðan mann,
Má Sigurðsson, sem hefur verið
hluti af mínu lífi frá því ég var 9
ára gamall eða frá því að hann og
Sigga systir urðu par. Strax á
þeim árum fór ég að verja miklum
tíma fyrir austan fjall á Geysi og á
Laugalandi í Holtum. Ég tel það
hafa verið forréttindi að fá að
alast upp að hluta til í sveitinni, að
fá tækifæri til að annast dýrin og
vinna þau verk sem þurfti, þótt
ungur væri. Ég tók þátt í öllum
þeim verkum sem Már lagði fyrir
mig, hvort sem var að mjólka
kýrnar, moka flórinn eða aka far-
artækjum um sveitina. Már var í
raun sú föðurímynd sem ég átti
þar sem ég missi minn föður að-
eins 6 mánaða gamall.
Margar góðar og skemmtilegar
minningar koma upp í huga minn
þegar ég hugsa til baka þar sem
Már átti hlutdeild í lífi mínu og
síðar fjölskyldu minnar. Hann var
svaramaðurinn minn þegar ég
gifti mig, hann gaf mér fyrsta
hestinn minn, reiðbuxurnar og
reiðskóna svo eitthvað sé nefnt.
Hann var alltaf mjög góður við
mömmu sem mér þótti alltaf mjög
vænt um. Hann tók vel á móti
börnunum mínum þegar þau fóru
að verja tíma hjá þeim bæði á
Laugalandi og Geysi. Ég verð
ávallt þakklátur fyrir vinskap
okkar, aðstoð og samveru.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Ég og fjölskylda mín vottum
Már Sigurðsson