Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 ✝ SvanhildurGuðmunds- dóttir fæddist 18. maí 1951 á Akur- eyri. Hún lést á Uni- versity Clinical Ho- spital í Ljubliana 1. maí 2017. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Þorsteinsson, f. 13. ágúst 1926, d. 9. janúar 1978, og María Jónsdóttir, f. 25. febrúar 1930, d. 24. maí 2006. Systkini Svanhildar eru: Anna Jóhanna, f. 14. október 1949, Jón Þór, f. 22. janúar 1956, Elín, f. 20. nóv- ember 1959, og Þorsteinn Valur, f. 11. september 1970. Af fyrra sambandi átti faðir Svanhildar dóttur, Erlu, f. 23. september 1947, d. 12. nóvember 2012. Svanhildur giftist 28. desem- ber 1974 Halli Albertssyni, f. 16. júlí 1950. Foreldrar hans voru síðar suður og bjuggu sér fallegt heimili í Skógarhjalla 8 í Kópa- vogi. Svanhildur var góður námsmaður og sótti mörg nám- skeið sér til gagns og gamans. Hún útskrifaðist sem við- urkenndur bókari frá HR og lauk einnig viðskipta- og rekstr- arnámi frá EHÍ. Hún var ná- kvæmur og metnaðargjarn starfsmaður og starfaði lengst af við tölvur og bókhald. Hún vann lengi á Slippstöðinni á Akureyri en þegar hún fluttist suður hóf hún störf hjá Kerfi hf. Þaðan færði hún sig svo yfir til Globus og lauk glæstum starfsferli sín- um sem aðalbókari hjá verk- fræðistofunni Verkís við góðan orðstír. Svanhildur hafði gaman af því að spila badminton og spilaði reglulega á Akureyri og í Reykjavík. Einnig naut hún þess að fara á skíði og elskaði að spila golf. Hún var mikil keppn- ismanneskja og vann oft til verð- launa. Svanhildur hafði unun af því að ferðast, bæði innanlands og utan. Útför Svanhildar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 19. maí 2017, og hefst athöfnin kl. 13. Albert Jónsson, f. 4. nóvember 1919, d. 6. ágúst 2006, og Sigurlaug Guð- mundsdóttir, f. 16. júní 1926, d. 16. september 2010. Dóttir Svanhildar og Halls er Harpa, f. 31. ágúst 1973. Sambýlismaður hennar er Bárður Steinn Róbertsson, f. 20. maí 1973, og börn þeirra eru Svanhildur Björg, f. 15. nóv- ember 2009, Hallur Breki, f. 15. nóvember 2009, og Orri Steinn, f. 5. september 2014. Fyrir átti Bárður drengina Róbert Andra, f. 23. nóvember 1995, og Elvar Aron, f. 22. ágúst 2002. Svanhildur ólst upp á Ak- ureyri og hóf búskap í Hjarð- arholti með Halli. Þau byggðu sér snoturt raðhús með fallegu útsýni í Borgarhlíð 6 en fluttu Ég vissi ekki að það væri hægt að verkja svona mikið í hjartað, sársaukinn er búinn að vera óbærilegur síðan það var ljóst að mamma hafði kvatt þennan heim. Það var ekkert á döfinni hjá henni að kveðja þrátt fyrir að hún væri að berjast hetjulega við erfiðan sjúkdóm, krabbamein á fjórða stigi. Keppnismanneskjan hún mamma var auðvitað búin að koma læknum bæði hérlendis og erlendis á óvart með því að lifa jafn góðu og innihaldsríku lífi og raun bar vitni þrátt fyrir alvarleg veikindi. Hún hafði margfaldað þann tíma sem þeir höfðu þorað að vona að hún gæti lifað. Hún tók sjúkdómnum af æðruleysi og ekki sást á henni hversu veik hún var, hún gekk glæsileg, jákvæð og brosandi inn í hvern dag og tók því sem að höndum bar. Það var margt á döfinni hjá lífsglöðu mömmu minni. Við vor- um í óða önn að undirbúa brúð- kaup mitt og Bárðar og auðvitað var mamma með allt klárt fyrir stóra daginn og byrjuð að semja ræðu. Það er leitt til þess að hugsa að við fáum ekki að upplifa þennan dag með henni og fáum ekki að hlýða á það sem hana langaði að segja okkur á þessum merkisdegi. Mamma elskaði ömmubörnin sín út af lífinu og fannst fátt skemmtilegra en að vera með þeim. Hún fylgdist vel með, mætti á alla íþróttaviðburði, tónleika og aðrar sýningar, stórar sem smá- ar. Hún naut nærveru þeirra og langaði að fara með þeim í fyrstu utanlandsferðina nú í sumar, hana langaði svo að upplifa spenninginn og gleðina með litlu gullmolunum sínum. Mamma var ekki bara mamma mín heldur var hún líka besta vin- kona mín og systir sem gerir móð- urmissinn ennþá sárari en auk þess var hún alltof ung til að fara núna og enginn var undir það bú- inn. Ég leitaði mikið til hennar, bæði til að fá góð ráð og til að njóta nærveru hennar. Ég hef alltaf verið svo stolt af mömmu minni og hún er mín fyrirmynd í lífinu. Það er notalegt til þess að hugsa að vinkonum mínum þótti mamma líka alltaf svo glæsileg og flott kona og þegar þær hafa orð á því þá fyllist ég stolti. Síðast í gær var ég að ræða við vinkonu mína sem minntist þess að mamma var fyrsta framakonan sem hún kynntist. Mömmu hefði þótt gam- an að heyra það frá bankastýr- unni sjálfri, en þetta er alveg rétt, mamma flutti suður vegna at- vinnu og frekari starfsframa sem var glæstur. Mamma hafði gaman af öllum íþróttum og útivist. Hún spilaði badminton um tíma. Henni fannst gaman að fara á skíði og við eydd- um ófáum stundum saman í fjall- inu litla fjölskyldan, ég, mamma og pabbi. Á síðari árum fór mamma að spila golf með pabba. Þau fóru í golfferðir saman og spiluðu mikið golf í Grímsnesinu þar sem þau eiga sumarbústað. Hún var mjög góð í golfi og vann oft til verðlauna á mótum. Mamma var einstaklega hjartahlý kona, félagslynd, skemmtileg, dugleg og góð. Öllum sem kynntust mömmu þótti vænt um hana. Mömmu fannst gaman að ferðast og auka víðsýni sína. Hún talaði vel um náungann, var frændrækin, lífsglöð og kærleiks- rík. Hún hafði yndislega nærveru. Ég á margar góðar minningar um mömmu, við gerðum svo margt saman, ferðuðumst, skemmtum okkur og nutum augnabliksins, gæðastundirnar voru margar og góðar þótt ég vildi gjarnan hafa þær fleiri. Mamma var hetjan mín og ég sakna hennar meira en orð fá lýst. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana fyrir mömmu Harpa. Elsku tengdamóðir mín, Svan- hildur Guðmundsdóttir, hefur nú kvatt þennan heim. Með eftirfar- andi orðum kveð ég hana með trega í hjarta. Svanhildur var einstök og góð kona sem vildi öllum vel. Þegar ég minnist hennar nú kemur margt upp í hugann. Efst er mér þó í huga hlýja hennar og væntum- þykja sem við fjölskylda hennar fengum svo vel að njóta. Henni þótti fátt skemmtilegra en að hitta og umgangast fjölskyldu sína. Hún átti mjög gott samband við alla fjölskylduna sína en sér- staklega ber að nefna einstakt samband sem hún átti við dóttur sína Hörpu en þær voru miklir vinir og sálufélagar. Þær töluðu saman daglega, eða oft á dag. Ég minnist allra matarboð- anna í Skógarhjalla 8 með þakk- læti og hlýhug. Svanhildur var mikill gestgjafi og góður kokkur en það var föst venja að hittast á sunnudögum og borða saman og spjalla um daginn og veginn. Ég minnist einnig góðra stunda í sumarbústaðnum í Grímsnesi, en hann var mikill sælureitur hjá fjölskyldunni. Þar eyddu þau hjón gjarnan frítíma sínum á golfvell- inum. Svanhildur var afskaplega dugleg og vinnusöm kona og skein sá dugnaður í gegn í verk- um hennar. Hún bar höfuðið ávallt hátt og hafði einstaklega góða nærveru. Hún tókst á við sjúkdóm sinn af aðdáunarverðu hugrekki og æðruleysi sem skyggði mjög oft á hin alvarlegu veikindi sem hrjáðu hana síðustu ár. Svanhildur var afar góð móðir og amma. Hún var mjög áhuga- söm um barnabörn sín og mætti á alla viðburði sem barnabörnin tóku þátt í. Henni þótti einstak- lega gaman að fylgjast með góðu gengi nöfnu sinnar á íþróttamót- um. Ég vildi óska þess að ég hefði fengið tækifæri til að tjá henni hversu mikils virði hún hefur ver- ið okkur í gegnum tíðina, síðast þegar ég kvaddi hana. En aldrei hefði mig grunað að ég væri að kveðja hana í hinsta sinn þegar þau hjónin héldu í ferðalag til Slóveníu fyrir skömmu síðan. Mér þykir sárt til þess að hugsa að hún geti ekki verið við- stödd brúðkaup okkar Hörpu núna í júní en hún hafði hlakkað mjög til þess að gleðjast með okk- ur þar. Elskuleg tengdamóðir mín kvaddi þennan heim allt of fljótt en hún mun lifa í hjarta mínu það sem eftir er. Takk fyrir samveruna, gleðina og umhyggjuna. Ég mun ávallt passa og vernda Hörpu þína. Hvíl í friði, elsku Svanhildur. Þinn tengdasonur Bárður. Keyptu ei rósir, né kransa mér sendu, því fari ég héðan, þá finnst ég ei meir. En viljir þú færa mér gjafir, gerðu það núna. Syng mér ei lofsöng, né lestu mér ræður. Slepptu að segja hve frábær ég var. En viljir þú segja mér eitthvað, segðu það núna. Gráttu mig ekki er genginn ég er. Felldu ei tár, af samviskubiti. En iðrist þú einhvers, sýndu það núna. (Þýð. Róbert Hlöðversson.) Sænska skáldið og tónlistar- maðurinn Björn Afzelius samdi ofangreint ljóð árið sem hann var fimmtugur. Tveim árum síðan lést hann úr krabbameini. Boð- skapur ljóðsins er sá að við eigum að láta í ljós hug okkar til þeirra sem okkur þykir vænt um á með- an við getum, en ekki eftir að þeir hafa kvatt þennan heim. Við and- lát Svanhildar kom þetta ljóð upp í hugann því hún var ávallt trú þessum boðskap bæði í orðum og gerðum. Við kynntumst Svanhildi og Halli fyrir um 11 árum þegar Bárður okkar og Harpa voru að kynnast. Svanhildur var fíngerð og falleg kona, sem hafði sérstak- lega góða nærveru. Við sáum strax að samband þessarar litli fjölskyldu var einstaklega náið og gott. Þær mæðgur töluðust saman daglega eða oftar og fjölskyldan borðaði saman í Skógarhjallanum í hverri viku. Þó að Svanhildur væri hæglát fór það ekki framhjá neinum að hún hafði sterkan vilja. Þessi eiginleiki hennar ásamt óþrjótandi bjartsýni nýttist henni vel í veikindum hennar síðustu ár- in. Það var mikið lán fyrir Bárð okkar að kynnast Hörpu og tengj- ast þessari góðu fjölskyldu. Svan- hildur og Hallur tóku honum strax opnum örmum og hafa ávallt staðið við bakið á honum, sem væri hann þeirra eigin sonur. Þegar barnabörnin komu til sög- unnar var Svanhildur ávallt reiðubúin til að veita aðstoð við umönnun þeirra. Hún tók ömmu- hlutverkið alvarlega og sýndi börnunum óþrjótandi ást og um- hyggjusemi. Það er þyngra en tárum taki að þau skuli ekki fá að njóta samvistar við hana lengur. Bárður og Harpa munu ganga í hjónaband hinn 4. júní næstkom- andi. Svanhildur beið dagsins með eftirvæntingu. Hún vildi að einkadóttirin gifti sig í kirkju og haldin yrði glæsileg brúðkaups- veisla. Því miður náði hún ekki að vera nærverandi, en hún verður með okkur öllum í huganum. Hvíl þú í friði, kæra Svanhild- ur. Minning þín mun lifa um ókomna tíð. Ingibjörg og Róbert. Að kvöldi dags þann 1. maí síð- astliðinn barst okkur sú harma- fregn að Didda vinkona okkar væri látin. Okkur saumó-vinkonurnar langar til að minnast kærrar vin- konu okkar með nokkrum orðum. Hópurinn okkar sem við köllum saumó er samansettur af Akur- eyrarstelpum og hefur haldið saman í um 45 ár. Didda tókst á við lífið með miklu æðruleysi og höfum við vin- konurnar dáðst að því hvernig henni tókst að halda sínu ljúfa jafnaðargeði á þessum oft erfiðu tímum. Hópnum okkar er mjög brugðið og stendur eftir fátækari nú þegar þessi kjarkmikla vin- kona okkar hefur látið undan í baráttunni við vægðarlausan sjúkdóminn. En Didda lét ekki al- varlegan sjúkdóm hindra sig í að hitta okkur saumóstelpur. Alltaf mætti hún til okkar og lét ekki hindranir standa í vegi. Erfitt verður að fylla upp í það tómarúm sem hún skilur eftir sig. Didda vinkona okkar var lítil og nett, hæglát í fasi, vel gefin, kapp- söm og yfirleitt í fyrsta sæti í leik og starfi. Brosmild, fríð sýnum og með fallegan geislandi hlátur. Didda og Hallur hófu búskap ung að árum á Akureyri rétt um 20 ára aldurinn. Þau áttu farsælt hjónaband, voru samhent í leik og starfi. Þau nutu þess að ferðast innanlands sem utan, voru vin- mörg og oft var gestkvæmt á heimili þeirra. Didda naut þess að fá fólkið sitt frá Akureyri til sín. Sumarbústaðurinn þeirra hjóna var Diddu ómetanlegur en þau hjón höfðu saman byggt bústað- inn og gróðursett plöntur og blóm. Í sveitinni spiluðu þau oft á tíðum golf saman og með vina- fólki. Yfirleitt var það Didda sem var í fyrsta sæti í þessum golf- keppnum. Stolt þeirra og ánægja er einkadóttirin Harpa, tengdason- urinn Bárður Steinn og barna- börnin þrjú, þau Svanhildur Björg, Hallur Breki og Orri Steinn. Við saumóstelpur fórum í maí- mánuði fyrir tveimur árum allar saman til Parísar. Þar sagði Didda okkur frá því að hún hefði greinst á ný með krabbamein. Þrátt fyrr þessar fréttir var Didda okkar sæl og glöð í Par- ísarferðinni. Það er okkur sau- móstelpum góð tilhugsun að hugga okkur við hlýjar minningar um kæra vinkonu, glaða og káta í París. Didda átti afmæli í París. Við stelpurnar fórum á skemmti- legan veitingastað þar sem við sungum afmælissönginn af mikl- um krafti. Afmælisbarnið hún Didda hreif svo nærstadda gesti að þeir voru farnir að syngja með okkur. Við saumó-vinkonur vottum Halli og fjölskyldu okkar einlægu samúð. Minning. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson.) Saumó-vinkonur, Anna, Bertha, Birna, Edda, Elsa, Guðrún, Ingibjörg, Jóhanna Kristín og Ingunn Þóra. Það er mikill söknuður hér á skrifstofu Verkís vegna fráfalls samstarfskonu okkar til margra ára, Svanhildar Guðmundsdóttur, sem var okkur afar kær bæði sem félagi og samstarfsmaður. Svanhildur var í alla staði ynd- isleg manneskja með góða nær- veru og mikill fagmaður á sínu sviði sem gott var að ráðfæra sig við, skipulögð og samviskusöm. Hún var mikil félagsvera, mætti á alla viðburði sem í boði voru á vegum vinnunnar, einkum og sér í lagi ef þeir tengdust golfíþróttinni en hún vann til margra verðlauna á því sviði. Svanhildur var mjög metnað- arfull og mikil keppnismann- eskja. Hún ætlaði sér svo sannarlega að vinna orrustuna við krabba- meinið, nýtti hverja stund til síð- asta dags til að lifa lífinu og naut þess að ferðast og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Hún elskaði fjölskylduna sína mest af öllu og var svo lánsöm að eignast þrjú barnabörn sem voru hennar sólargeislar í lífinu. Okkur þótti það táknrænt að hetjan okkar Svanhildur sem gafst ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana skyldi kveðja á baráttudaginn 1. maí. Kæra fjölskylda, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Fyrir hönd samstarfsfólks, Þorkatla og Katrín. Svanhildur Guðmundsdóttir síðustu öld, þurfti að hafa í ríkum mæli. Þegar ég var að alast upp, var mikill samgangur á milli bæjanna Galtaness og Brautarlands. Móðir mín og Hannes, maðurinn hennar Ínu voru systkin. Ekki var stokkið út í búð á þessum tíma, ef ein- hverjar nauðsynjar gengu til þurrðar á heimilinu. Þá var gott að eiga góða nágranna, til að fá lánað það sem vantaði þangað til næst væri farið í kaupstað. Ófáar sendi- ferðir milli bæjanna voru farnar í þessum erindagerðum og yfirleitt gaf Ína manni eitthvað gott í gogginn, svo maður hefði orku til að komast til baka. Hjónin í Galtanesi voru dugleg og samhent og byggðu upp útihús og síðan byggðu þau nýtt íbúðar- hús. Framtíðin var björt. Þegar Ína var 43 ára missti hún mann sinn mjög snögglega. Hún valdi að halda áfram búskap með börnun- um sínum þremur, sem voru á aldrinum 7 til 17 ára. Þetta var það sem hún kunni best. Síðar tók svo Þórður sonur hennar við búinu. Þá fór hún að vinna á saumastofu, sem rekin var í Víðihlíð, áður en hún svo flutti í Kópavoginn. Gestrisni Ínu var annáluð, þeg- ar gesti bar að garði. Þessi gest- risni eltist ekki af henni, því þegar við héldum ættarmót á Hvamms- tanga fyrir tæpum fjórum árum, bauð Ína í engjakaffi sunnan undir Stekkjarhólnum í nesinu í landi Galtaness. Þá var hún ennþá það hress, að hún lét sér ekki muna um að bjóða stórum hópi fólks í kaffi, með dyggri aðstoð dóttur sinnar og tengdasonar. Þetta er síðasta minning mín um Ínu, þar sem hún er við þokkalega heilsu. Blessuð sé minning Ínu frá Galtanesi. Ingólfur. Okkur langar til að minnast vinkonu okkar, hennar Ínu frá Galtanesi. Hún var ein af hvers- dagshetjum þessa lands. Alin upp í stórum systkinahópi norður í Víðidal. Ung giftist hún Hannesi Þórð- arsyni í Galtanesi og hófu þau bú- skap þar. Byggðu upp á jörðinni, fyrst útihús síðan gott íbúðarhús. Þau voru samhent hjón og af- burðadugleg. Lífið er ekki alltaf auðvelt, fyrsta barnið sitt misstu þau og er það þung raun ungum foreldrum. Eignuðust þau alls fjögur börn og eru þau systkin mikið mannkostafólk. Í Galtanesi áttu sitt ævikvöld foreldrar Hannesar. Mikill gesta- gangur var á heimilinu og öllum vel tekið með glaðværð og hlýju. Þangað var alltaf gott að koma. Myndarskapurinn hjá Ínu var ein- stakur. Það er ekki á mörgum heimilum boðið upp á nýsteiktar kleinur með morgunkaffinu. Þess hef ég hvergi orðið aðnjótandi nema hjá Ínu. Hennar dugnaði og ósérhlífni er ekki hægt að lýsa, hvort sem var við útivinnu, heim- ilisstörf eða handavinnu. Aðeins fjörutíu og þriggja ára missir hún manninn sinn. Andlát hans ber brátt að, enginn fyrir- vari, aðeins höggið stóra, þunga. Ína bognar en brotnar ekki og áfram er haldið búskap nokkur ár. Þórður og hans kona taka að mestu við. Ína vinnur á sauma- stofu sem rekin er í Víðihlíð og gengur til og frá vinnu. Hún kaupir sér íbúð í Kópavogi og flytur þangað. Þar átti hún mörg góð ár, var dugleg að rækta sambandið við ættingjana og fá þá í heimsókn á fallega heimilið sitt. Einnig fór hún á námskeið í gler- munagerð og bjó til mörg undur- falleg listaverk sem prýða heimili vina og vandamanna. Hún var af- kastamikil í þessu eins og öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Síðustu árin dvaldi hún á Grund og naut þar góðrar umönnunar. Við Brautarlandsfólk þökkum samfylgdina og vináttuna sem ríkti milli þessara heimila. Blessuð sé minning elsku Ínu. Innilegar samúðarkveðjur til allra ástvina. Benedikt og Þórey. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Flögu, Skaftártungu, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 11. maí. Útförin fer fram frá Grafarkirkju laugardaginn 20. maí klukkan 14. Ásta Sigrún Gísladóttir Vigfús Gunnar Gíslason Lydía Pálmarsdóttir Sigurður Ómar Gíslason Þórgunnur María Guðgeirsd. Jóna Lísa Gísladóttir Örn Guðmundsson Sigurgeir Bjarni Gíslason Jóhanna Lind Elíasdóttir Sverrir Gíslason Fanney Ólöf Lárusdóttir ömmu- og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.