Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Trésagarblöð, álsagarblöð, járn- sagarblöð, demantssagarblöð. Allar stærðir, allar gerðir. Þjónusta við tréiðnaðinn í yfir 30 ár HJÓLSAGARBLÖÐ Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur • Sími 564 1212 • asborg.is Ferðalangar á Mare e Sol-ströndinni á Korsíkueyju komust í óvanaleg tengsl við náttúruna þegar villt kúa- hjörð gerði sig heimakomna á ströndinni. Í hjörðinni eru um þrjátíu kýr, en þær hafa tekið upp á því síðustu sumur að sleikja sólina ásamt sólstrand- argestum og gangandi. AFP Villt kúahjörð sleikir Korsíkusólina Miri Regev, menningarmálaráð- herra Ísraels, þótti djörf í fatavali sínu á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem hún mætti í kjól sem sýndi helstu kennileiti hinnar helgu borgar Jerúsalem. Þótti sumum samfélagsmiðlanot- endum sem Regev væri að ögra mús- limum með kjólnum, þar sem á hon- um mátti meðal annars finna Al-Aqsa-moskuna, sem er þriðji helgasti staður múslima á eftir borg- unum Mekka og Medína. Moskan er á þeim stað þar sem talið er að Salómon, konungur gyð- inga, hafi reist musteri sitt og er staðurinn talinn helgasta vé gyðinga. Mátti einnig finna á samfélags- miðlum ljósmyndir, þar sem kjóll Regevs hafði verið afmyndaður, með misprenthæfum skilaboðum. Regev er í Likud-flokknum, flokki Benjamíns Netanyahu forsætisráð- herra, og hefur hún meðal annars talað fyrir því að gyðingum verði leyft að biðja við Al-Aqsa-moskuna. Olli pilsaþyt á rauða dreglinum  Regev gagnrýnd fyrir Jerúsalem-kjól AFP Umdeildur kjóll Regev gengur upp rauða dregilinn í kjólnum. Mako, prinsessa af Japan og barna- barn Akihitos keisara, mun trúlofast æskuást sinni, hinum 25 ára gamla Kei Komuro, en hann var eitt sinn kallaður „prins hafsins“. Komuro er í framhaldsnámi í háskóla auk þess sem hann starfar á lögfræðistofu. Samkvæmt japönskum lögum mun Mako missa alla titla sína og konungborna stöðu sína þegar hún giftist Komuro, þar sem hann er al- múgamaður. Lögin eiga ekki við um karlmenn í keisaraættinni, en bæði Naruhito krónprins og bróðir hans Akishimo, faðir Mako, giftust al- múgakonum. Tíðindin hafa því dregið athyglina að hinum umdeildu lögum á ný, en þau voru sett árið 1947. Þykir sum- um ástæða til þess að endurskoða þau, ekki síst í ljósi þess að keisara- tignin sjálf getur einungis gengið í karllegg. Sú staðreynd hefur aftur valdið áhyggjum, þar sem Naruhito krónprins á bara eina dóttur, og Akishimo, sem þar með er næst- ur í erfðaröðinni, á tvær dætur og einn son, hinn tíu ára gamla Hisahito, sem mun þá erfa keisaratignina að Akishimo gengn- um. Börn Mako verða hins vegar ekki gjaldgeng, óháð kyni þeirra. Áður en Hisahito fæddist árið 2006 hafði umræða hafist í Japan um hvort breyta þyrfti erfðareglum keisaradæmisins, en íhaldsmenn í landinu segja það óhugsandi að rjúfa erfðaröðina, sem gengið hefur í 2.600 ár í beinan karllegg, í gegnum 125 kynslóðir. Tigninni fórnað fyrir æskuást  Mako prinsessa missir titla sína Mako prinsessa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var vígreifur í gær, gagnrýndi rann- sókn á meintu leynimakki starfs- manna hans með Rússum fyrir for- setakosningarnar í haust en sagðist ekkert óttast. „Þetta eru mestu einstöku norna- veiðar gegn stjórnmálamanni í sögu Bandaríkjanna!“ tísti forsetinn á twitter, eftir að tilkynnt var um sér- stakan saksóknara, Robert Mueller, til að stýra rannsókninni. Trump nefndi hann þó ekki á nafn. Forsetinn sagði að þrátt fyrir ýmsar „ólöglegar aðgerðir“ fram- boðs Hillary Clinton, keppinauts hans í kosningunum, og ríkisstjórnar Baracks Obama, hefði ekki þótt ástæða til að sérstakrar rannsóknar. Trump neitaði staðfastlega sem fyrr að nokkur tengsl hefðu verið á milli starfsmanna framboðs hans og fulltrúa rússneskra stjórnvalda í að- draganda forsetakosninganna í haust. Í gær greindi Reuters-frétta- stofan hins vegar frá því að hún hefði heimildir fyrir því að ráðgjafar Trumps hefðu að minnsta kosti 18 sinnum átt í samskiptum við rúss- neska embættismenn og fólk tengt ráðamönnum í Kreml áður en Trump tók við embætti forseta. Annað hljóð er komið í strokkinn hjá sumum flokksbræðra forsetans. Jason Arnash, sem sæti á í fulltrúa- deildinni, sagði í gær að ekki væri lengur óhugsandi að forsetinn sætti formlegri ákæru fyrir embættisglöp. „Nornaveiðar“  Trump óttast eigi  Flokksbróðir á þingi segir ákæru ekki óhugsandi Dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna hefur skipað Robert Muell- er, fyrrverandi forstjóra alríkis- lögreglunnar, FBI, stjórnanda ítarlegrar rannsóknar á meint- um tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í haust og meintum tengslum við starfsmenn fram- boðs Donalds Trumps. Skipun Muellers var vel tekið af bandarískum stjórnmála- mönnum, hvar í flokki sem þeir standa. Mueller stýrði FBI frá 2001 til 2013 í forsetatíð repú- blikanans George W. Bush og demókratans Baracks Obama. Mueller tekur til óspilltra málanna RANNSÓKNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.