Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 9. M A Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 122. tölublað 105. árgangur
Alltaf til staðar
*Þegar keyptir eru 25 lítrar eða meira af eldsneyti.
LISTIN AÐ LIFA
LÍFINU OG NJÓTA
SUMARSINS
HÚSIN OG
FÓLKIÐ Í
INNBÆNUM
SIGURÐUR VERÐ-
LAUNAÐUR Á
DEGI LJÓÐSINS
KRISTÍN GEFUR ÚT BÓK 16 MAÍSTJARNAN 38GARÐAR OG GRILL 32 SÍÐUR
Morgunblaðið/Golli
Aldar gamall Framsókn hélt upp á aldar-
afmæli sitt í Þjóðleikhúsinu í desember.
Vorfundur miðstjórnar Fram-
sóknarflokksins verður haldinn á
Hótel Natura á morgun. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins er
búist við hörðum deilum á fund-
inum, á milli stríðandi fylkinga, þar
sem annars vegar eru stuðnings-
menn Sigurðar Inga Jóhannssonar,
formanns flokksins, og hins vegar
stuðningsmenn Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar, fyrrverandi for-
manns flokksins.
Eins og kunnugt er felldi Sig-
urður Ingi Sigmund Davíð í for-
mannskjöri á síðasta flokksþingi
Framsóknarflokksins í október-
byrjun í fyrra. Síðan þá hefur mikið
ósætti verið á milli fylkinganna,
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins. agnes@mbl.is »10
Búist við átakafundi
hjá miðstjórn Fram-
sóknar á morgun
Stórframkvæmd
» Miðað við að fermetrinn
kosti 350 þúsund mun það
kosta 70 milljarða að byggja
200 þúsund fermetra á nýja
Köllunarklettsreitnum.
» Það er mjög hóflegt mat.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verktakafyrirtækið Þingvangur
hyggst byggja 200 þúsund fermetra
hverfi í Laugarnesi í Reykjavík.
Pálmar Harðarson, framkvæmda-
stjóri Þingvangs, vonast til að upp-
byggingin geti hafist á næsta ári.
Hann segir að í hverfinu verði
byggingar sem muni henta vel sem
höfuðstöðvar fyrirtækja. Þá verði
upplagt fyrir stofnanir og ráðuneyti
að hafa aðsetur í nýja hverfinu.
Pálmar segir hugmyndir um að
byggja 200 hótelíbúðir í hverfinu.
Þær geti verið hagkvæm fjárfesting
fyrir almenning, sem geti þannig
keypt íbúðir og leigt ferðamönnum.
Hann segir til skoðunar að byggja
litla útgáfu af Umferðarmiðstöðinni
BSÍ í nýja hverfinu. Þá sé nú miðað
við að rúmlega 45 þúsund fermetrar
fari undir hótelbyggingar. Til
samanburðar er Fosshótelsturninn á
Höfðatorgi, stærsta hótel landsins, í
17 þúsund fermetra byggingu.
Nýja hverfið er á svonefndum
Köllunarklettsreit við Laugarnesið.
Núverandi hugmyndir gera ráð
fyrir fjölda bygginga á svæðinu.
Nýtt 70 milljarða kr. hverfi
Þingvangur byggir nýtt skrifstofuhverfi í Laugarnesi Gert ráð fyrir hótelum
Með hverfinu stækkar miðborgin til austurs Lítil útgáfa af BSÍ er í skoðun
MÁforma nýtt hverfi … 6
Teikning/Melvær&Co
Í mótun Borgarlínan er jafnvel talin
kosta á annað hundrað milljarða.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð-
inu horfa til skattheimtu sem fjár-
mögnunarleiðar fyrir borgarlínuna.
Þorsteinn R. Hermannsson, sam-
göngustjóri Reykjavíkur, kynnti í
vikunni undirbúningsvinnu sveitar-
félaganna vegna þessa verkefnis.
Þar ræddi hann meðal annars um
hækkun eldsneytisskatta, vegtolla
og gjaldtöku af bílastæðum sem leið-
ir til að fjármagna verkefnið. Þá
nefndi hann sértæka skatta á upp-
byggingu fasteigna nærri nýjum
samgöngukerfum. Sú leið tengist
svonefndum innviðagjöldum.
Benedikt Jóhannesson fjármála-
ráðherra sat kynningu Þorsteins.
Benedikt segir málið verða skoðað
af alvöru. Þá minnir hann á að getið
sé um samstarf ríkis við sveitarfélög
um borgarlínuna. Rætt sé um að
verkefnið kosti 50-150 milljarða.
Fram kom í umræddri kynningu
Þorsteins að skipulagsyfirvöld í
Reykjavík hefðu gert drög að bland-
aðri byggð á svæði Reykjavíkurflug-
vallar. Þá byggð á að tengja borgar-
línu. Samkvæmt kynningu Þorsteins
skýrast næstu skref í uppbyggingu
borgarlínu í sumar. »14
Skoða aukagjöld á bíla
Fjármögnun borgarlínu í undirbúningi Skýrist í sumar
Mannbjörg varð þegar eldur kviknaði í strand-
veiðibáti um 2,6 sjómílur utan við Vopnafjörð
rétt fyrir klukkan 20 í gærkvöldi. Einn skipverji
var um borð og setti hann út gúmmíbjörgunar-
bát og yfirgaf brennandi bát sinn. Björg-
unarsveitin Vopni fór á vettvang á björg-
unarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar,
Sveinbirni Sveinssyni, og slökkti eldinn og er
myndin frá vettvangi. Skipverjinn fékk far í land
með nærstöddum báti.
Fiskibáturinn var mjög illa farinn. Hann var
tekinn í tog en sökk á leiðinni í land.
Mannbjörg þegar bátur brann á Vopnafirði
Ljósmynd/Stefán Grímur
Velta á fjarskiptamarkaði jókst
um 3% á milli ára og nam um 56,6
milljörðum króna á síðasta ári. Þar
af var 4% vöxtur í tekjum af gagna-
flutningi. Engu að síður drógust
tekjur af talsíma saman um 12%, en
þær hafa farið lækkandi á undan-
förnum árum.
Markaðshlutdeild stærstu fjar-
skiptafélaganna í farsímaáskrift
stóð nokkuð í stað á milli ára. Hlut-
deild Nova var 34%, Símans 33%,
Vodafone 29% og 365 var með 3%.
Fjarskiptafyrirtækin juku fjár-
festingar sínar um 13% í 9 milljarða
króna í fyrra. »18
Veltan var 57 millj-
arðar í fjarskiptum
Eigendur veiði-
réttar við Anda-
kílsá í Borgar-
firði óttast að
Orka náttúrunn-
ar hafi valdið
stórkostlegu
tjóni á laxveiði-
ánni og tala um
umhverfisslys í
því efni.
Þegar hleypt
var úr miðlunarlóni Andakíls-
árvirkjunar kom svo mikill aur nið-
ur í ána að hann fyllti hylji og við-
kvæm uppeldissvæði laxaseiða.
Standa leirhryggir upp úr ánni þar
sem áður voru veiðistaðir. »4
Óttast umhverfis-
slys í Andakílsá
Andakílsá Leir
stendur upp úr.