Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Ég ætla að haldaafmælispartí,það verður garðpartí heima hjá mér. Það á víst að verða sól og bongó- blíða. Það er eiginlega alltaf gott veður á af- mælisdaginn minn, ég er mjög heppin með það,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir sem á 40 ára afmæli í dag. Hún er sjálfstætt starfandi leikkona og formaður Sjálfstæðu leikhúsanna og hefur verið það undanfarið ár. „Ég mun láta af for- mennskunni í næsta mánuði en þar sem ég hef alltaf unnið sjálf- stætt hefur verið mjög gefandi að taka þátt í starfi SL og mér finnst starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna skipta máli enda hefur vegur þeirra verið að vaxa og dafna jafnt og þétt.“ Tveimur sýningum sem Sólveig lék í á síðastliðnu leikári er ný- lokið, annars vegar sýningum á Illsku eftir Eirík Örn Norðdahl, sem leikhópurinn Óskabörn ógæfunnar setti upp og hins vegar sýningum á verkinu Sóley Rós ræstitæknir, sem leikhópurinn Kvenfélagið Garpur setti upp, en Sólveig stendur fyrir þeim leik- hópi og hún samdi leikritið ásamt Maríu Reyndal leikstjóra. „Ég fer núna að vinna sem leiðsögumaður í Þríhnúkagíg og í júlí fer ég í þriggja vikna ferð til Shanghæ með barnaleikritið Líf- ið – stórkostlegt drullumall. Þetta er barnaleikverk án orða þar sem unnið er og leikið er í mold, en verkið hlaut tvenn Grímuverð- laun árið 2015. Við förum fjögur saman út með verkið og svo er líka búið að bjóða okkur til Möltu að sýna verkið þar, svo það er líklega að fara á flakk um heiminn“ Meðal áhugamála Sólveigar er garðrækt. „Er það ekki voða mikið fertugt? Svo hef ég gaman af því að fara í sund og sjósund og leika mér með stelpunum mínum.“ Sólveig er í sambúð með Graeme Maley leikstjóra, en hann vinn- ur erlendis. Dætur þeirra eru Emily Rún 7 ára og Eva Iona 4 ára. Leikkonan Sólveig Guðmundsdóttir. Lofar bongóblíðu í afmælisveislunni Sólveig Guðmundsdóttir er fertug í dag G arðar Víðir Guðmunds- son fæddist í Reykjavík 19.5. 1942 og ólst þar upp, lengst af við Hverf- isgötuna. Hann var í Laugarnesskóla og stundaði nám við Gagnfræðaskóla verknáms sem þá var í Brautarholti. Garðar hóf sinn starfsferil sem sendill hjá Samvinnutryggingum sem þá voru til húsa í aðalstöðvum SÍS við Sölvhólsgötu. Hann var verslunarmaður og síðan versl- unarstjóri hjá Ziemsen í Hafnar- stræti 1962-71. Þá stofnuðu Garðar og Ragnar Haraldsson bygginga- verslunina Ragnar Haraldsson hf. í Borgartúni og starfræktu hana í þrjú ár. Garðar var síðan verslunarstjóri í versluninni Virkni í Ármúla í nokkur ár, var verslunarstjóri hjá Litaveri við Grensásveg, var síðan verslunar- stjóri hjá Málaranum við Grensásveg um skeið, en síðan aftur versl- unarstjóri í Litaveri til 2012. Garðar og eiginkona hans fluttu á Seltjarnarnesið er þau hófu búskap, árið 1965 og bjuggu þar í nokkur ár. Þar hóf Garðar að þjálfa stráka í knattspyrnu. Strákahópurinn stækk- aði óðum og fyrr en varði voru á ann- að hundrað stráka í hópnum. Þetta varð vísirinn að íþróttafélaginu Gróttu sem Garðar stofnaði árið 1967. Grótta varð því 50 ára í apríl síðastliðnum. Garðar sóttist aldrei eftir for- mennsku í félaginu en var varafor- maður þess um skeið og einbeitti sér að þjálfun drengjanna. Hann stofnaði síðan Eldri klúbb Gróttu og hefur sinnt knattspyrnuiðkun, mótaþátt- töku og félagsstarfi eldri Gróttu- manna í 34 ár. Þá var Garðar knatt- spyrnudómari í 16 ár og sat í stjórn Garðar V. Guðmundsson, verslunarmaður – 75 ára Heima í stofu Garðar og Anna María umkringd börnunum sínum, barnabörnunum og barnabarnabörnunum. Stofnandi Gróttu og rokkari af guðs náð Með átrúnaðargoði Anna María, Cliff Richard og rokkarinn Garðar. Vinkonurnar Dagbjört Lilja Jóhannsdóttir og Lilja Mist Birkisdóttir seldu flöskur til styrktar Rauða krossinum. Ágóði af sölunni var 6.406 krónur. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 2. júní Fjallað verður um sumartískuna 2017 í fatnaði, förðun og snyrtingu auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 29. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.