Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verktakafyrirtækið Þingvangur hef- ur kynnt Faxaflóahöfnum og skipu- lagsyfirvöldum í Reykjavík tillögu að nýju deiliskipulagi á þróunarsvæði við Laugarnesið. Markmiðið er að hefja uppbyggingu á næsta ári. Þingvangur er eitt helsta verktaka- fyrirtæki landsins. Það byggði m.a. Hljómalindarreitinn og er að byggja Brynjureit í miðborginni. Áformin eru vísir að einhverri um- fangsmestu uppbyggingu atvinnu- húsnæðis í höfuðborginni sem um getur. Hún mun breyta ásýnd Reykjavíkur við þennan hluta strand- lengjunnar og verður nýja byggðin eins og framhald af Borgartúni og fyrirhugaðri byggð á Kirkjusand- sreit, austur af Borgartúni. Svæðið er eins og stígvél í laginu. Það afmarkast af Sæbraut í suðri, Klettagörðum í vestri, Köllunar- klettsvegi í norðri og Sundagörðum í austri. Annar hluti þess hefur verið kallaður Kassagerðarreitur en hinn hlutinn Tollvörugeymslureitur. Verð- ur það hér til einföldunar kallað Köll- unarklettsreitur. Keyptu lóðirnar af Hömlum Pálmar Harðarson, eigandi og framkvæmdastjóri Þingvangs, segir fyrirtækið hafa keypt lóðirnar í fyrra. Seljandinn var Hömlur, dótturfélag Landsbankans. Pálmar segir að svæðið sé um 9 hektarar og er gamla Kassagerðar- húsið þá meðtalið. Án þess er svæðið 7 hektarar og 70.000 fermetrar. Hann segir áformað að rífa núver- andi byggingar á svæðinu. Þar sé nú geymslu- og lagerhúsnæði, flutninga- starfsemi og annar rekstur sem muni ekki henta á svæðinu þegar það hefur verið endurbyggt. Eins og sjá má á myndum hér á síð- unni hafa arkitektar gert drög að ger- breyttri byggð á svæðinu. Allar nú- verandi byggingar hafa vikið fyrir nýbyggingum á teikningunum. Allt að 15.900 fermetrar Stærsta byggingin er 15.900 fer- metrar ofanjarðar. Stærð og fjöldi bygginga hefur ekki verið ákveðið. Pálmar segir að í núverandi tillögu sé gert ráð fyrir að byggingarmagn ofanjarðar verði um 145 þúsund fer- metrar. Heildarmagnið kunni að verða rúmlega 200 þúsund fermetrar með bílakjallara. Til samanburðar er Kringlan 60 þúsund fermetrar. Hann segir þetta minna byggingarmagn en sé til dæmis áformað í Vogabyggð og á Kirkjusandi. Verkefnið sé engu að síður svo umfangsmikið að Þingvang- ur muni sennilega ekki byggja allar byggingarnar. Hann segir Þingvang geta hafið uppbyggingu þegar á næsta ári. Framhaldið fari auðvitað eftir við- brögðum skipulagsyfirvalda við til- lögunum. Hægt verði að byggja upp svæðið á sjö til tíu árum. Tillaga um 200 hótelíbúðir Pálmar segir útlit og skipulag bygginga í mótun. „Það á eftir að tálga þetta frekar. Það er heimild í aðalskipulagi fyrir 200 íbúðum. Faxaflóahafnir eru ekki spenntar fyrir því. Við höfum því lagt fram hugmyndir um að byggja 200 hótelíbúðir, sem síðar mætti breyta í íbúðir fyrir 55 ára og eldri ef ferða- mönnum fækkar.“ Pálmar segir þessar hótelíbúðir geta létt á þrýstingi á íbúðamarkaði í miðborginni vegna útleigu Airbnb- íbúða. Hótelíbúðirnar væru með leyfi og tekjur hins opinbera af þeim meiri en af útleigu Airbnb-íbúða. „Ég sé fyrir mér að fleiri en einn aðili gætu átt hótelíbúðir á svæðinu. Þetta gæti verið góður fjárfestingarkostur fyrir fólk,“ segir Pálmar. Hann segir að hugmyndir séu um að 60% af byggingarmagni á svæðinu fari undir skrifstofur eða stofnanir, 28% undir hótel og 10% undir hótel- íbúðir. Samkvæmt því færu um 84 þúsund fermetrar undir skrifstofur, um 45 þúsund fermetrar undir hótel og um 14 þúsund fermetrar undir hótelíbúðir ofanjarðar. Skv. því færu um 59 þús. fermetrar undir gistingu. Áforma nýtt hverfi í Laugarnesi  Þingvangur undirbýr byggingu fjölda stórhýsa á Köllunarklettsreitnum  Á við nýtt Borgartún  Byggingarmagn jafnast á við þrjár Kringlur  Gert er ráð fyrir 59.000 fermetrum undir gistingu Við sjóinn Hér er horft yfir fyrirhugað svæði og austur að Holtagörðum. Köllunarklettsreitur Á vinstri myndinni má sjá hvernig nýja byggðin verður framhald af Borgartúni. Mitt á milli er Kirkjusandsreitur. Þar verða byggð hundruð íbúða og skrifstofur. Teikningar/Arkþing/Nordic arkitektar Kaffihús og veitingasala » Pálmar áætlar að 1-2% af svæðinu fari undir fólksflutn- ingastarfsemi. Til dæmis hafi Allrahanda lagt fram fyrir- spurn til Þingvangs um lóð á svæðinu. Þröngt sé orðið um Allrahanda í Holtagörðum. » Hann segir að þangað væri hægt að aka stærri rútum og aka farþegum svo áfram á litlu rútunum. Þarna geti verið lítil útgáfa af BSÍ, kaffihús og veit- ingasala. Strætisvagnar muni eiga greiða leið að svæðinu. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Sextán viðskiptavinir Rarik höfðu um miðjan dag í gær tilkynnt tjón á rafmagnstækjum vegna spennu- sveiflu að morgni miðvikudags þeg- ar truflanir urðu á flutningskerfi Landsnets. Tryggvi Þór Haralds- son, forstjóri Rarik, segir að mesta tjónið virðist hafa verið á Kirkju- bæjarklaustri og í nágrenni en einnig séu að berast tilkynningar um tjón í kringum Egilsstaði. Umfangið metið Tryggvi segir að umfangið sé enn ekki orðið ljóst. Það taki tíma fyrir fólk að átta sig á tjóni sínu og síðan að setjast niður til að skrá það og senda tilkynningu. Hægt er að tilkynna tjón með því að fylla út eyðublað sem finna má á vef Rarik. Rafmagnstæki sem eru í gangi þegar spennan hækkar geta skemmst en þau eru misjafnlega viðkvæm. Tilkynningar hafa borist um skemmdir á varmadælum til viðbótar hefðbundnum heimilis- tækjum og tölvum. Sjaldgæft er að notendur Rarik verði fyrir tjóni vegna spennu- hækkana. Það er vegna þess að varnarbúnaður er stilltur þannig að sem minnst tjón verði á búnaði. Óljóst um bætur Umfangið hefur ekki verið metið en miðað við þær tilkynningar sem borist hafa má búast við að það hlaupi á milljónum. Ekki fengust upplýsingar hjá Landsneti eða Rarik um það hvort notendur fái tjón sitt bætt. Hvert tilvik er metið enda geta þau verið mismunandi. Fyrir liggur að orku- fyrirtæki hafa í einhverjum til- vikum bætt notendum tjón sem þeir verða fyrir vegna rafmagnstrufl- ana. helgi@mbl.is Tjónið hleypur á milljónum  Tilkynningar berast um tjón á varmadælum og heimilis- tækjum vegna rafmagnstruflana síðastliðinn miðvikudag Systrafoss Mesta tjónið virðst hafa orðið á Klaustri og í nágrenni. Pálmar reiknar með mikilli eftir- spurn eftir skrifstofuhúsnæði á Köllunarklettsreitnum. Til dæmis sé nýtt skrifstofuhúsnæði á Höfðatorgi að verða uppbókað. Framboð á nýju skrifstofuhúsnæði í Reykjavík sé takmarkað. Pálmar segir koma til greina að bílastæði verði ekki neðanjarðar, heldur í bílastæðahúsi. Rætt hafi verið um að starfsfólk á svæðinu noti stæðin á daginn en gestir hót- ela og hótelíbúða á kvöldin. Hann segir svæðið vel staðsett nærri Borgartúni og miðborginni. Það henti vel fyrir höfuðstöðvar fyrirtækja eða ráðuneyti og stofn- anir. Til dæmis hafi stjórnendur Símans upplýst að þeir séu að leita að framtíðarhúsnæði. Arkþing og Nordic arkitekta- stofa í Noregi unnu frumdrög að Köllunarklettshverfinu. Pálmar segir að vegna hæðar- munar, sem er allt að 11 metrar, verði gott útsýni frá syðri bygg- ingum á svæðinu og út á sjó. Þá sé klöpp á svæðinu sem geti nýst í fyrirhugaðar landfyllingar við svæði Björgunar í Elliðavogi. Framboðið takmarkað NÝTT SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Í REYKJAVÍK Hlutfall þeirra sem eru á leigumark- aði er fimm prósentustigum hærra en árið 2008. Þá voru 12 prósent á leigumarkaði en eru 17 prósent nú, segir í niðurstöðum nýrrar viðhorfs- könnunar sem Íbúðalánasjóður gerði meðal almennings um stöðu húsnæðismála og var kynnt í gær. Þá telja aðeins 45% leigjenda sig búa við húsnæðisöryggi en 91% þeirra sem búa í eigin húsnæði. „Könnunin bendir til þess að fólk upplifi ekki húsnæðisöryggi fyrr en það hefur tök á því að eignast eigið húsnæði. Þetta getur leitt til þess að fólk fari í óhóflega skuldsetningu, sem er sérstaklega óskynsamlegt núna þegar eftirspurnin eftir fast- eignum er mun meiri en framboðið og verðið er hátt. Fólk er drifið áfram af öryggistilfinningunni sem það vill öðlast,“ sagði Una Jónsdótt- ir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs í gær, að því er fram kemur í tilkynningu. Una segir að færra fólk sem tók þátt í könnuninni telji öruggt að það verði á leigumarkaði næst þegar það skiptir um húsnæði. Eins og staðan sé í dag vilji nánast allir kaupa vegna þess hve ótraustur leigumarkaður- inn sé. „Fólk virðist ekki vilja vera á leigumarkaði en það er þar samt sem áður. Það passar við það sem einnig kemur fram í könnuninni, að fólk tel- ur framboð húsnæðis til leigu sem henti því og fjölskyldunni vera lítið og að það sé óhagstætt að leigja,“ er haft eftir Unu. Fleiri á leigu- markaði en 2008  Leigjendur finna fyrir óöryggi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.