Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Alþjóðlegt framhaldsnám ímyndlist á vegumListaháskóla Íslands erað slíta skóm frum- bernskunnar og hefur efri hæð Gerðarsafns verið lögð undir verk þeirra fimm einstaklinga sem út- skrifast úr meistaranáminu í ár. Á sýningunni getur að líta verk og innsetningar unnin með ólíkum miðlum; teikningar, skúlptúra, víd- eóverk, gjörninga og málverk. Aragrúi teikninga Ásgríms Þór- hallssonar þekur tvo veggi í öðrum sýningarsalnum. Verkið er afrakst- ur flæðis hugsana á vinnustofunni undanfarin tvö ár og hann útskýrir það sem hugkort. Ásgrímur hefur þróað með sér skrift þar sem text- inn er ekki skrifaður til hefðbund- ins lesturs heldur verður að mynd- rænu formi í meðförum lista- mannsins. Verkin eru á mótum myndar og skriftar, teikning verð- ur til með flæði texta sem skrifað hefur verið ofan í aftur og aftur og mætti kalla myndskrift eða mynd- ljóð. Merking orðanna skiptir ekki máli lengur, í sumum verkunum leysast orðin upp í abstrakt mynd- mál sem listamaðurinn bleytir sums staðar í með vökva svo úr verður einskonar „afmyndun“. Einn hluti verksins er rofinn frá ofhlæðinu og hangir stakur á vegg, pappírinn er þrunginn af ólæsileg- um orðum og bleki og slútir fram. Á heillandi hátt verður til samruni ofhlæðis og einfaldleika. Mia Van Veen sýnir fjóra skúlp- túra á gólfi úr veðruðu stáli og leir. Stórir stálskúlptúrar Richards Serra veittu henni innblástur að verkunum. Veen teflir saman þungu iðnaðarefni, sem eru ryðg- aðar stálplötur, og náttúrulegum leir sem springur og minnkar að ummáli þegar hann þornar. Hið viðkvæma mætir hinu harða í verk- um Veen sem hæglega mætti yf- irfæra á tilveru mannsins, um jafn- vægi milli hins manngerða og hins náttúrulega. Útfærslan er þó frem- ur einföld og skortir meiri dýpt til að ná flugi. Florence Lam á tvö vídeóverk á sýningunni en flytur einnig fimm mismunandi gjörninga á sýning- artímabilinu, auk leynigjörningsins „In Your Hands“ sem aðeins út- völdum stendur til boða að sjá. Á opnun fékk Lam aðstoðarmenn til að kasta steinum í þrjá glugga safnsins í tíu mínútur í senn og tvenns konar spenna myndaðist því verkið virkaði truflandi fyrir suma safngesti en aðrir vildu taka þátt í leiknum. Í vídeóverkinu „Loft- steinn“, sem tengist gjörningnum, vinnur listamaðurinn líka með áberandi arkitektúr safnsins. Und- ir rómantískum ástarlögum er sjónarhorninu ýmist beint út um glugga safnsins, á fallegt lands- lagið þar sem útsýnið er stundum truflað af litlum steinum eða fyrir utan safnið þar sem Lam hendir sjálf steinum í glugga þess. Lista- maðurinn kallar fram hliðrun milli ytra og innra rýmis safnsins með- an hún reynir að tengjast því og ná athygli þess. Undirliggjandi er samband listamannsins við stofn- anavaldið og þráin eftir athygli þess. Í innsetningunni „Í framvindu leiksins“ fetar Ingunn Fjóla Ing- þórsdóttir nýjar slóðir þar sem hreyfing og þátttaka áhorfandans, skynjun og gagnvirkni eru í for- grunni. Hægt er að ganga inn í verkið frá tveimur stöðum og vera bæði áhorfandi og þátttakandi í senn. Öðrum megin skermar verk- ið sig af með máluðum flekum sem mynda hálfhring. Um leið og geng- ið er um gólfið nema skynjarar hreyfinguna og ljós kvikna í stutta stund eða málaðir þræðir taka að hreyfast. Áhorfandinn stýrir verk- inu með hreyfingu sinni og verkið raðast upp eftir því hvað leið hann velur. Þegar gengið er inn í verkið af svölunum er komið inn á eins konar tískusýningarpall þar sem áhorfandinn skiptir um hlutverk við listaverkið og er sjálfur í kast- ljósinu um stund. Á undanförnum árum hefur Ingunn unnið bæði með formrænar hliðar málverksins og útvíkkun út í rýmið og einnig innsetningar þar sem lögð er áhersla á kvika skynjun og upp- lifun áhorfandans. Hér leikur hún á gagnvirkni samtímans, vísar í sögu málverkahefðarinnar og virkjar áhorfandann um leið og all- ir þræðir tengjast saman á leik- rænan og heildstæðan hátt. Verk Myrru Leifsdóttur er tveggja rása myndbandsverk sem heitir „Að fæðast til hins nakta lífs en lifa til hins góða lífs“. Það er sýnt á tveimur tjöldum sem hanga á skjön í enda salarins. Staða áhorfandans ræður því hvort hann horfir á þau samtímis eða annað í einu. Á öðrum skjánum gengur torkennileg loðin kvenvera tign- arlega um í rómantísku landslagi við sjó, hún heldur á priki og við heyrum í sjávarföllum og fuglalífi. Inn á milli glittir í borgina í bak- grunni, hið manngerða í nátt- úrunni. Á hinum skjánum er önnur kvenvera hulin svörtum búningi frá toppi til táar en sjálflýsandi blátt mynstur sem minnir á hrygg- súlu er á baki hennar. Veran er lokuð inni í eins konar skjala- herbergi, föst í heimi hins mann- gerða skipulags og rökhugsunar. Hún dansar órólega um í rýminu og virðist ekki ná áttum innan þessa þrönga ramma. Í verkinu hnýtir Myrra haganlega saman hugmyndina um manninn og nátt- úruna og þversögnina sem felst í rofi hans frá náttúrunni. Verurnar reyna að ná sambandi hvor við aðra og dansa stundum saman undir fallegri tónlist og þegar báð- ir þættirnir ná saman mynda þau einingu eða mannlega heild – tvö hjörtu sem slá í takt. Sýningin er lokapunktur á rann- sóknarmiðuðu alþjóðlegu námi og því er um sjálfstæð verkefni að ræða. Hér sýna listamenn með ólíkan bakgrunn, sum hafa farið beint í framhaldsnám meðan aðrir eiga langan sýningarferil að baki. Þau koma frá jafn ólíkum löndum og Íslandi, Noregi og Hong Kong og hafa lært eða eru búsett annars staðar. Hópurinn er fámennari en undanfarin þrjú ár og þar af leið- andi njóta verkin sín betur en á fyrri útskriftarsýningum, þar sem þéttskipaðir salir gátu truflað verk ólíkra listamanna. Þótt verkin séu ólík og misjöfn að gæðum hefur tekist ágætlega upp við að stilla þeim saman. Hér er um áhuga- verða sýningu að ræða, afrakstur náms sem festir sig vonandi enn betur í sessi á komandi árum. Morgunblaðið/Hanna Fjölbreytt Skúlptúrar eftir Mia Van Veen sjást hér á gólfi eins sýningasala Gerðarsafns og í bakgrunni sést hluti verks Ásgríms Þórhallssonar. Flæði, leikur, tog- streita og eining Gerðarsafn Útskriftarsýning MA nema í myndlist bbbmn Sýnendur: Ásgrímur Þórhallsson, Flo- rence So Yue Lam, Ingunn Fjóla Ing- þórsdóttir, Mia Van Veen og Myrra Leifs- dóttir. Sýningarstjóri: Dorothée Kirch Gerðarsafn í Kópavogi. Sýningin stend- ur til 21. maí. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Þjóðlistahátíðin Vaka verður hald- in í Þingeyjarsýslu dagana 19.-21. maí og á Akureyri 23.-27. maí. Að sögn skipuleggjenda gefst þar „ein- stakt tækifæri til að kynnast hefð- bundinni tónlist frá Skotlandi, Ír- landi, Englandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Íslandi. Í boði verða keltnesk og ensk þjóðlög, fjörug danslög, tvísöngur, ballöður og íslenskur kveðskapur. Tónlist leikin á langspil, fiðlur, selló, írskar flautur, írskar sekkja- pípur, harmónikur, klarinett og hurdy-gurdy. Hljóðfæraleikur, söngur og dans frá morgni til kvölds.“ Meðal þeirra sem fram koma eru þjóðlagadúóið Duo Systrami sem skipað er tvíburasystrunum Fanny Källström, sem leikur á fiðlu, og Klara Källström, sem leikur á selló; skosk-gelíski söngvarinn Gillebride MacMillan; írski sekkjapípuleik- arinn Tiarnán Ó Duinnchinn; fiðlu- leikarinn Wilma Young; enski hurdy gurdy leikarinn Barnaby Walters og Mhàiri Baird frá Skot- landi sem er flautuleikari, banjó- spilari og söngvari. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á bæði á íslensku og ensku á vefn- um vakafolk.is. Þjóðlistahátíðin Vaka hefst í dag Dúó Tvíburasysturnar Fanny og Klara Källström skipa Duo Systrami. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Nýja sviðið) Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Úti að aka (Stóra svið) Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn. Síðustu sýningar leikársins! MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 19/5 kl. 20:00 170 s. Sun 28/5 kl. 20:00 177 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s. Lau 20/5 kl. 13:00 171 s. Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s. Sun 21/5 kl. 20:00 172 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s. Mið 24/5 kl. 20:00 173 s. Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Mið 14/6 kl. 20:00 Sing-along Fim 25/5 kl. 20:00 174 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s. Fös 26/5 kl. 20:00 175 s. Mið 7/6 kl. 20:00 Sing-along Lau 27/5 kl. 20:00 176 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s. Allra síðustu sýningar komnar í sölu! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 21/5 kl. 13:00 aukas. Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar RVKDTR- THE SHOW (Litla svið) Lau 20/5 kl. 20:00 4. sýn. Lau 3/6 kl. 20:00 5. sýn. Reykjavíkurdætur taka yfir Litla sviðið og láta gamminn geisa. Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn Sýningar í haust komnar í sölu. Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 21/5 kl. 13:00 Sun 28/5 kl. 13:00 Sun 11/6 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Lau 20/5 kl. 19:30 Fim 1/6 kl. 20:00 Lau 27/5 kl. 19:30 Lau 10/6 kl. 19:30 Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 19/5 kl. 19:30 21.sýn Fös 26/5 kl. 19:30 22.sýn Lau 20/5 kl. 19:30 19.sýn Fim 1/6 kl. 19:30 23.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Maður sem heitir Ove (Kassinn) Sun 21/5 kl. 19:30 Sun 28/5 kl. 19:30 Lokasýning Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Álfahöllin (Stóra sviðið) Fös 19/5 kl. 19:30 11.sýn Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 20/5 kl. 17:00 17.sýn Sun 21/5 kl. 17:00 18.sýn Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Naktir í nátturunni (None) Fim 15/6 kl. 19:30 ÁHUGASÝNING ÁRSINS leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.