Morgunblaðið - 13.07.2017, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 3. J Ú L Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 167. tölublað 105. árgangur
SÉRFRÆÐINGAR
Í MINNSTU
ÍBÚÐUNUM
ÆTTARMÓT MEÐ
ÓKUNNUGUM
GÁSKAFULL
MIÐALDAGLEÐI
Á GÁSUM
PÓLAR-HÁTÍÐIN Á STÖÐVARFIRÐI 31 MIÐALDADAGAR 12VIÐSKIPTAMOGGINN
Ferðamenn nutu sín í gær við fossinn Gljúfrabúa, eða Gljúfur-
árfoss, sem er rétt við bæinn Hamragarða, ekki langt frá
Seljalandsfossi. Gljúfrabúi er um 40 metra hár og fellur ofan í
djúpa gjá eins og nafnið gefur til kynna. Hægt er sjá hann í
allri sinni dýrð með því vaða inn í gljúfrið eða klífa hamra-
vegginn en það er ekki fyrir lofthrædda.
Dáðust að fossinum Gljúfrabúa í allri sinni dýrð
Morgunblaðið/RAX
Skiptar skoðanir eru um ástæður
þess að krónan hafi veikst á undan-
förnum vikum, þrátt fyrir gjaldeyr-
isinnflæði vegna ferðamanna. Við-
mælendur ViðskiptaMoggans
benda meðal annars á gjaldeyris-
varnir, erlenda fjárfestingu lífeyr-
issjóða og grunnan gjaldeyris-
markað sem mögulega áhrifavalda.
Veikingin er aftur á móti talin
kunna að draga úr líkum á að
áframhald verði á vaxtalækkunar-
ferli Seðlabankans.
»ViðskiptaMogginn
Veiking dregur úr lík-
um á vaxtalækkun
Gunnar Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf.
(NLSH), segir útlit fyrir að fram-
kvæmdir við nýjan meðferðar-
kjarna fyrir Landspítalann geti
hafist á næsta ári.
Byggingarkostnaður er áætlaður
yfir 30 milljarðar. Við það bætast
1,45 milljarðar í hönnunarkostnað.
Heildarkostnaður við meðferðar-
kjarnann verður því að lágmarki
31,45 milljarðar. Samhliða upp-
byggingu meðferðarkjarnans
stendur til að byggja rannsóknar-
hús vestur af Læknagarði upp á 9
milljarða króna. »10
Hefja framkvæmdir
við meðferðarkjarna
Alexander Gunnar Kristjánsson
agunnar@mbl.is
Verið er að undirbúa málsókn á hend-
ur kísilveri United Silicon í Helguvík
og þeim stofnunum sem hafa veitt
leyfi fyrir áframhaldandi starfsemi
versins, þrátt fyrir ítrekaðar kvart-
anir íbúa í grennd við verið. Að mál-
sókninni standa Samtök andstæðinga
stóriðju í Helguvík. Þórólfur Júlían
Dagsson, talsmaður samtakanna,
segir að Umhverfisstofnun sé meðal
þeirra stofnana sem málsóknin muni
beinast gegn. Fyrirhugað er að safna
fé meðal íbúanna fyrir lögfræðikostn-
aði og segir Þórólfur samtökin
reiðubúin til að leita til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu, gerist þess þörf.
Fyrir skömmu voru birtar niður-
stöður mælinga á lífrænum efnasam-
böndum úr útblæstri verksmiðjunn-
ar. Þau skaðlegu efni, sem þar voru
mæld, fundust ekki í hættulegu
magni, en að sögn Einars Halldórs-
sonar, verkfræðings hjá Umhverfis-
stofnun, hafa um 100 kvartanir bor-
ist í mánuði hverjum frá nóvember í
fyrra, er verksmiðjan var fyrst gang-
sett, og þar til starfsemin var stöðv-
uð í apríl.
„Þetta svæði getur ekki borið
meiri mengun,“ segir Þórólfur og
nefnir að á svæðinu sé þegar brenni-
steinsmengun af völdum háhita-
svæðisins, að ógleymdum Keflavík-
urflugvelli.
Íbúar hyggjast
stefna United Silicon
Beinist líka gegn Umhverfisstofnun 100 kvartanir á mánuði
MÞetta svæði … »6
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kísilver Málsókn vegna verksmiðju United Silicon er í undirbúningi.
Alls eru tæplega 3.000 íslenskir fjár-
hundar skráðir hér á landi en það er
innan við fimmtungur stofnsins.
Samtök um varðveislu tegundar-
innar halda utan um skráningu ís-
lenskra fjárhunda. Samkvæmt
gagnagrunni samtakanna eru tæp-
lega 16.000 íslenskir fjárhundar
skráðir í 11 löndum. Miðað við það
má telja víst að fjöldi hunda sé rækt-
aður á erlendri grund, en um þúsund
fleiri hundar eru skráðir í Danmörku
en hér á landi. »ViðskiptaMogginn
Morgunblaðið/Rósa Braga
Eftirsóttur Íslenski fjárhundurinn
er nú skráður í 11 löndum.
Íslenskir
eftirsóttir
Íslenski hundurinn
vinsæll víða um heim