Morgunblaðið - 13.07.2017, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017
Á lygnu lóni Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og þar er einnig talsvert fuglalíf. Þar má m.a. sjá æðarfugl, kríu, skúm og lóm. Selir eru einnig algeng sjón.
RAX
Af hverju er eitthvað
til frekar en ekkert?
Við þeirri spurningu
eiga jafnvel færustu
vísindamenn engin
svör. Við mennirnir
kunnum engar skýr-
ingar á því hvernig líf
gæti í upphafi hafa
kviknað úr dauðu efni
og hvernig slíkt frum-
stætt líf hefur náð að
fjölga sér og þróast úr einnig tegund
yfir í aðra. Við eigum erfitt með að
útskýra hvers vegna skynjun okkar
sannfærir okkur um mikilvægi ástar
og fegurðar. Ef lífið er allt ein til-
viljun sem hófst í drullupolli og end-
ar í alkuli getum við jafnvel átt erfitt
með að færa rök fyrir réttmæti
mannréttinda. Með því að tilgreina
allt þetta vil ég undirstrika það sem
kalla má mikilvæga staðreynd um
mannlega tilveru: Vitneskja okkar
og þekking er takmörkuð. Heilabú
mannsins vegur um það bil 1.300
grömm. Er trúlegt að það dugi eitt
og sér til að geta brotið veröldina til
mergjar? Þótt svarið megi heita
augljóst er enginn skortur á fólki
sem gefur sig út fyrir að hafa öll svör
á reiðum höndum. Engin spurning
er of flókin. Vísindin eru þá stundum
kölluð til vitnis en stundum er reiðin
ein og sér látin nægja! Frammi fyrir
þeirri heift, hneykslun, yfirgangi og
fordæmingu sem sjá má víða á sam-
félagsmiðlum er auðvelt að missa
sjónar á því sem mikilvægast er.
Þrátt fyrir að við höfum öll góðar
ástæður til að efast um eigin þekk-
ingu og skilning sýna vefsíðurnar
mýmörg dæmi um skoðanahroka og
fyrirlitningu á þeim sem sjá lífið í
öðru ljósi. Ég leyfi mér að fullyrða
að skoðanahrokinn hafi í aldanna rás
reynst hættulegasti óvinur manns-
ins. Drambsemi er enn alvarlegasta
ógnin við frið og mannlega farsæld.
Ósvinnan sem unnin er í krafti
bjargfastrar fullvissu spannar allt
litrófið: Fordæming, útskúfun, kúg-
un, ofbeldi, pyntingar,
manndráp, hryðjuverk
og stríðsrekstur. Fá
takmörk virðast vera
fyrir því hvílíka óhæfu
menn eru tilbúnir að
vinna sem sannfærðir
eru um yfirburði eigin
skoðana. Fróðari menn
en ég geta kannski sett
fram lærðar kenningar
um hvort þetta tvennt,
skilningsskortur og
skoðanahroki, séu
mögulega tvær hliðar á
sama peningi.
Ég nefni þetta hér eftir að hafa
nýlokið við lestur bókarinnar „Með
lífið að veði“ eftir unga konu að nafni
Yeonmi Park. Bókin greinir frá
æsku hennar í Norður-Kóreu og
flótta hennar þaðan og nýju lífi.
Þrjár tilvitnanir úr bókinni leyfi ég
mér að nefna í þessu samhengi:
· „Í Norður-Kóreu dugar ráða-
mönnum ekki að stjórna því hvert
fólk fer, hvað það lærir, hvar það
vinnur og hvað það segir. Þeir þurfa
líka að stjórna tilfinningum þess,
gera það að þrælum ríkisins með því
að tortíma sjálfsvitund þess og
hæfni til að bregðast við aðstæðum á
grunni eigin reynslu.“ (Bls. 48).
· „Mér hafði aldrei verið kennt að
nota þann hluta heilans sem „gagn-
rýnin hugsun“ fer fram í, hlutann
sem íhugar með rökum hvers vegna
eitthvað eitt sé betra en annað.“
(Bls. 217).
· „Það tók mig langan tíma að
byrja að hugsa sjálfstætt og skilja
hvers vegna skoðun mín skipti máli.
Eftir fimm ára æfingaferli veit ég nú
að uppáhaldsliturinn minn er vor-
grænn og áhugamál mín eru að lesa
bækur og horfa á heimildamyndir.
Ég hermi ekki lengur eftir svörum
annarra.“ (Bls. 218).
Í myrkri leitar maðurinn að ljósi. Í
villu leitum við að föstum punkti sem
við getum kallað sannleika. Saga
Yeonmi Part sýnir að jafnvel svæsn-
asta tegund valdbeitingar og alræðis
dugar ekki til að berja niður þessa
þrá mannsins eftir ljósi og sannleika.
Vísindin hafa sannað gildi sitt á
mörgum sviðum og bætt líf mann-
kyns til mikilla muna með dýpri
skilningi, bættum aðferðum og nýrri
tækni. Með sama hætti eru fé-
lagsvísindin gagnleg á margan hátt.
Þau bjóða fram tækni og aðferðir til
að greina og rannsaka, flokka og
skilgreina. Hvað sem þessum kost-
um líður eru félagsvísindin ekki hæf
til þess að marka samfélagslega
stefnu og velja áherslur. Stefnu-
mörkunin og ákvarðanirnar sjálfar
hljóta að vera á ábyrgð stjórnmál-
anna því vísindin gefa okkur þekk-
ingu en ekki visku og geta því ekki
svarað stóru spurningunum sem
hver einasta kynslóð neyðist til að
glíma við: Hvað er réttlæti, hvað er
gott, hvað er siðlegt, hvað er rétt og
hvað er rangt? Ekkert samfélag get-
ur vikið sér undan slíkum spurn-
ingum, því þær eru í reynd sam-
viskuspurningar. Dæmin sanna að
frammi fyrir slíkum áleitnum vanda-
málum getur verið freistandi að leita
tæknilegra lausna eða freista þess
að nota tilbúna hugmyndafræði eins
og sniðmát á öll viðfangsefni. Sorg-
leg saga slíkra tilrauna sýnir að
ákjósanlegra er að taka málefni til
lýðræðislegrar og skynsamlegrar
rökræðu. Slík rökræða getur vissu-
lega orðið langdregin og jafnvel
sársaukafull. Við getum heldur ekki
vænst þess að menn muni þar geta
yfirtrompað viðmælandann með vís-
indalegum sönnunum. Í þessu birt-
ast bæði takmarkanir vísindanna og
mikilvægi þess að kenna og ástunda
gagnrýna hugsun.
Í stað tæknilegra lausna á stærstu
málum samtímans þarf að iðka sam-
ræðu og hvetja til sjálfstæðrar hugs-
unar. Ef við leyfum tækninni að
hefja innreið sína á öll svið yrði póli-
tísk rökræða gerð óþörf og í stað
stjórnmálamanna fengjum við
tæknimenn. Segja má að ummerki
slíkrar þróunar séu víða sjáanleg nú
á tímum þegar við blasa víðtæk áhrif
almannatengla og skoðanakannana
á hegðun, orð og atferli stjórnmála-
manna. Með ýmiss konar tölfræði-
rannsóknum og spurningalistum
hafa sérhæfð ráðgjafarfyrirtæki rutt
sér til rúms. Nú er fullyrt að nýjar
aðferðir geri sérfræðingum kleift að
spá fyrir um niðurstöður kosninga af
áður óþekktri nákvæmni. Ef rétt
reynist hafa kjósendur með þessu
verið gerðir að tölfræðilegum ein-
ingum og líkjast í þeim reikniform-
úlum fremur dauðum hlutum en lif-
andi mannverum með frjálsan vilja.
Ég vil síður hugsa þá hugsun til
enda hvað gerist ef og þegar stjórn-
málamenn fara að nálgast kjósendur
á þessum forsendum. Verður þá tal-
að til okkar eins og við eigum ekkert
val? Eins og efnahagsleg staða okk-
ar, félagslegur bakgrunnur eða erfð-
ir ákvarði alla okkar hegðun? Förum
við þá að telja okkur trú um það,
eins og Yeonmi Park gerði áður, að
skoðanir okkar skipti engu máli og
að allt skýrist af stétt, stöðu og upp-
runa?
Þótt skilningi okkar séu takmörk
sett þýðir það ekki megum gefast
upp og láta aðra hugsa fyrir okkur.
Við erum ekki vélar og hljótum því
að gjalda varhug við skilaboðum sem
ganga út á að hugsun okkar skuli
ráðast af stétt eða stöðu. Í slíkri
nálgun birtist viðleitni til að troða
fólki ofan í kassa staðalímynda þar
sem persónulegar skoðanir eiga að
ráðast af kassanum sem okkur er út-
hlutað. Með því að samþykkja slíka
nálgun er verið að þrengja að sviði
frjálsrar hugsunar og um leið er
þrengt að því sem kalla má hið
frjálsa rými mannlífsins. Hlutverk
laga er að verja þetta rými fyrir inn-
gripum og stjórnsemi þeirra sem
telja sig vita betur en við sjálf. Þótt
Norður-Kórea sé augljóst víti til að
varast er víða annars staðar leitast
við að sá fræjum harðstjórnar og al-
ræðis. Herskáir íslamistar trúa vís-
ast fölskvalaust á yfirburði sinnar
heimsmyndar. Marxistar og grjót-
harðir kapítalistar væntanlega einn-
ig. Jafnvel þeir sem nú á tímum
kjósa að kenna sig við umburðar-
lyndi sýna óþol og stundum ofstopa
gagnvart þeim sem ekki hafa „rétt-
ar“ skoðanir. Upptalningin gæti ver-
ið mjög löng og hún bæri vott um
mikilvægi heimspeki og siðfræði í
heimi sem er uppfullur af hroka og
stærilæti. Þótt auðmýkt þyki
kannski ekki fínt orð í slíkum heimi
er hún þó enn sem fyrr kannski
bjartasta vonin, því hrokinn í öllu
sínu fordæmandi veldi er blátt
áfram háskalegur.
Í stað þess að hampa gáfum og
snilli mannsins legg ég til að við
minnum sjálf okkur oftar á eigin
takmarkanir. Óhóflegt sjálfstraust
og oftrú á eigin getu hafa sjaldnast
reynst vel. Á sumum sviðum megum
við alveg við því að hafa minna
sjálfstraust. Alþjóðlega fjár-
málakerfið er sennilega dæmi um
svið sem hefði sárlega þurft á slíkri
áminningu að halda fyrir 2008 og
jafnvel aftur nú. Áminningin um eig-
in ófullkomleika gæti mögulega
framkallað aukna samvinnu í stað
samkeppni. Í samvinnu getum við
vænst þess að bæta upp veikleika
hvers annars og nýta betur visku
heildarinnar.
Skrefið frá frjálsu samfélagi yfir í
ófrjálst getur nú sem fyrr reynst
hættulega stutt. Þessi hætta er því
ætíð fyrir hendi – og það væri kæru-
laust að ímynda sér annað. Bók
Yeomni Park birtir áminningu um
það að uppalendur, kennarar og aðr-
ir sem bera ábyrgð á ræktun hug-
arfarsins séu á varðbergi gagnvart
innrætingartilburðum og heilaþvotti
sem hafnar sjálfstæðri hugsun og
krefst þess að við „hermum eftir
svörum annarra“.
Eftir Arnar Þór
Jónsson » Vísindin gefa okkur
þekkingu en ekki
visku og geta því ekki
svarað stóru spurning-
unum sem hver einasta
kynslóð neyðist til að
glíma við.
Arnar Þór Jónsson
Höfundur er lektor við lagadeild HR.
Hugleiðing um ófullburða skilning og skoðanahroka