Morgunblaðið - 13.07.2017, Side 4

Morgunblaðið - 13.07.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017 Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – S. 564 6464 – fasthof.is að f m viðskiptum Elsa Alexandersdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala Evert Guðmundsson Nemi til löggildingar fasteignasala Guðmundur Hoffmann Steinþórsson lögg. fasteignasali Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Ahmadi-fjölskyldan frá Afganistan, sem sótti um hæli hér á landi í des- ember árið 2015, hefur fengið bestu mögulegu niðurstöðu í sitt mál hjá Útlendingastofnun: Alþjóðlega vernd til fjögurra ára. „Þetta þýðir að nú eru þau hólp- in,“ sagði Eva Dóra Kolbrúnar- dóttir, lögmaður fjölskyldunnar, í samtali við mbl.is í gær. Fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi hér á landi næstu fjögur árin og að þeim tíma liðnum verður það endurnýjað og er þá ótímabund- ið. Eftir fimm ár getur hún sótt um íslenskan ríkisborgararétt. „Þau eru komin í örugga höfn,“ segir Eva Dóra sem samgleðst fjölskyldunni innilega. Fyrir einu og hálfu ári kom Ah- madi-fjölskyldan, sem þá var sjö ein- staklingar, hingað til lands, hjónin Anisa og Mir Ahmad, börnin þeirra þrjú og Zahra og Ali Ahmad, for- eldrar Mir Ahmads. Lítill drengur fæddist svo hjónunum á Landspít- alanum í desember á síðasta ári. Fjölskyldan hefur gengið í gegnum miklar raunir. Fyrir um þremur árum varð hún fyrir árás talibana í þorpinu sínu, Meydan Yar- dak, í Afganistan. Afleiðingar árás- arinnar voru bæði andlegar og lík- amlegar. Í viðtali við mbl.is í febrúar lýsti fullorðna fólkið því hversu heitt það þráði að fá að eiga heima á Íslandi. Börnin höfðu aðlagast nokkuð vel og leið vel í skóla og leikskóla í Breið- holtinu þar sem fjölskyldan býr. Ahmadi-fjölskyldan fær dvalarleyfi á Íslandi Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Flóttafólk Ahmadi-fjölskyldan flúði frá Afganistan fyrir þremur árum en fjölskyldan býr nú í Breiðholtinu og hefur aðlagast vel Íslandi.  Flúðu Afganist- an fyrir 3 árum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kartöflubóndinn á Seljavöllum í Hornafirði er byrjaður að taka upp kartöflur. Hjalti Egilsson tók upp fyrstu kartöflurnar sl. mánudag. Jarðepli sem hann tók upp í gær eru væntanleg í verslanir á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Hann og fleiri kartöflubændur eiga einnig nóg til af góðum kartöflum frá síðasta sumri. „Við tókum upp á mánudag, um hálft tonn til að setja í búðina hérna heimavið. Það sem við tókum upp í dag [í gær] sendum við til Reykja- víkur á morgun [í dag] og því verð- ur dreift í verslanir á föstudag,“ sagði Hjalti Egilsson, kartöflubóndi á Seljavöllum, í gær. Hann sagðist ekki vita betur en að þetta væru fyrstu kartöflurnar sem teknar eru upp fyrir almennan markað þetta sumarið en veit að fleiri bændur eru byrjaðir að undirbúa upptöku. Birgðir frá síðasta hausti Kartöfluupptakan hefst þetta ár- ið á svipuðum tíma og vanalega, fyrir utan síðasta sumar sem var einstaklega gott en þá var byrjað að taka upp 2. júlí. „Það eru frekar hagstæð skilyrði í Hornafirði til ræktunar. Við eig- um góð garðlönd alveg niður við fjörðinn. Þar er hlýtt á vorin og þau eru fyrst til,“ segir Hjalti. Það sem hann tekur upp fyrst er fljótsprottið afbrigði, premier, sem ræktað er undir plasti en Hjalti á von á því að ný uppskera af gull- auga komi fljótlega á markaðinn. Hjalti á ekki von á því að byrjað verði að taka upp kartöflur sem ræktaðar eru í hefðbundnum garð- löndum fyrr en um miðjan ágúst- mánuð. Það verði heldur seinna en undanfarin ár. Ekki þurfi að óttast kartöfluskort því kartöflurnar sem ræktaðar eru undir plasti verði teknar reglulega upp og svo séu til kartöflubirgðir frá síðasta sumri. „Við eigum ennþá fínar kartöflur sem hafa geymst vel frá síðasta hausti, bæði gullauga og Helgu. Það var feiknalega góð uppskera í fyrra og góð nýting á kartöflunum. Ég geri mér vonir um að hægt verði að láta þær sigla með þeim nýju á markaðinn. Þær gömlu eru ódýrari fyrir neytandann.“ Getum fengið góða uppskeru Hjalti er ánægður með að vera byrjaður að taka upp. Vorið var erfitt vegna rigninga, sérstaklega maímánuður en þó urðu engin stóráföll. „Ef við fáum hagstætt tíð- arfar í haust getum við fengið góða uppskeru,“ segir Hjalti á Seljavöll- um. Ljósmynd/Juan Manuel Aguirre de los Santos Seljavellir Hjalti Egilsson vinnur með sínu fólki að því að taka upp fyrstu kartöflurnar fyrir almennan markað. Byrjað að taka upp kartöflur í Hornafirði  Nóg til af góðum kartöflum frá síðasta sumri Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Útlit er fyrir góða uppskeru í úti- rækt nú í sumar, en óvíst er að hún verði á við uppskeru síðasta árs. Kartöfluárið greri nánast saman og ganga kartöflubændur enn á upp- skeru fyrra árs. Aðstæður á grænmetismarkaði breyttust með komu stórverslunar- innar Costco í sumarbyrjun, en ís- lenskt grænmeti er ekki á boð- stólum þar. Forsvarsmenn grænmetisbænda hafa þó trú á því að íslenskt grænmeti verði í hillum Costco áður en langt um líður. Vilja greiða meira fyrir íslenskt „Það lítur út fyrir góða uppskeru. Menn gátu plantað snemma og það lofar nú góðu,“ segir Gunnar Þor- geirsson, formaður Sambands garð- yrkjubænda, spurður um útirækt- ina. „Heilt yfir hefur garðyrkjan gengið þokkalega bara. Kart- öflubændur uppskáru náttúrlega síðasta sumar líkt og aldrei áður. Ég hef heyrt að þeir hafi verið í vandræðum með ræktina frá því síðast. Magnið var umtalsvert meira en í meðalári. Sumarið núna er lík- ara því sem við eigum að venjast, en í fyrra var sólskin allt sumarið,“ segir hann. Framboð er gott að sögn Gunn- ars, en hann bætir því við að að- stæður hafi breyst. „Þessi Costco- áhrif eru dálítil á söluna,“ segir hann, en markaðurinn eigi þó eftir að jafna sig. „Það er okkar upplifun að Íslend- ingar hafa viljað greiða meira fyrir íslenska framleiðslu, ferskari vöru og nánast sólahringsgamla, beint af trjánum. Svo er alltaf spurning hvar jafnvægið næst,“ segir Gunnar. Hann nefnir einnig að neytendur vilji vita um uppruna varanna og segir mikla grósku í garðyrkju á Ís- landi. Fleiri tegundir bjóðist nú af berjum, gúrkubændur hafi þróað sig áfram með smágúrkur og tómatategundir séu nú tólf talsins. Hefja útflutning til Danmerkur Knútur Rafn Ármann, stjórnar- formaður Sölufélags garðyrkju- manna, segist einnig binda vonir við að koma Costco muni lífga upp á ís- lenskt grænmeti. „Ég hef ekki trú á öðru en að íslenskir neytendur vilji hafa aðgang að íslenska grænmet- inu,“ segir hann og nefnir einnig að neytendum sé nú einnig annt um kolefnisfótspor vara og uppruna þeirra. Spurður hvort von sé á því að garðyrkjubændur sitji uppi með uppskeruna vegna markaðs- aðstæðna, segir Knútur að það sé enn óvíst, en nefnir að nú sé of- framboð á tómötum og gúrkum. Bændur þreifa nú fyrir sér í út- flutningi, en Knútur segir að mark- aður sé fyrir íslenskt grænmeti á sælkeramarkaði í Danmörku. Hann nefnir að Danir horfi til gæða, m.a. vegna hreinleika íslenska vatnsins sem notað sé til vökvunar. Búist við góðri uppskeru í úti- rækt í sumar  Koma Costco breytti markaðnum  Bændur sjá tækifæri í útflutningi Morgunblaðið/Kristinn Grænmeti Íslenskir grænmet- isbændur segja framboð gott. Garðyrkja » Útiræktin lítur vel út, en kartöfluárið greri saman. » Bændur binda vonir við að íslenskt grænmeti verði á boð- stólum í Costco. » Neytendum annt um upp- runa vöru og kolefnisfótspor hennar. » Íslenskir bændur hafa séð tækifæri á sælkeramarkaði í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.