Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
EM 2017
Hvað veist þú um stelpurnar okkar?
Alla vikuna verður spennandi spurningakeppni á K100
þar sem allar spurningarnar tengjast stelpunum okkar
sem eru á leiðinni á EM.
Fylgstu með á K100 og taktu þátt!
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Hátíðin er byggð á annarri hátíð
sem haldin var á Stöðvarfirði og hét
Maður er manns gaman þar sem fólk
skemmti sér án þess að eyða pen-
ingum,“ segir Gígja Sara Björnsson
sem ásamt Hauki Björgvinssyni og
Viktori Pétri Hannessyni stendur að
hátíðinni Pólar Festival sem fram fer
á Stöðvarfirði um
helgina. Hún seg-
ir upphaflegu
pælinguna hafa
verið svipaða en
að þau vildu líka
bjóði fólki annars
staðar að. Sam-
kvæmt tilkynn-
ingu byggist há-
tíðin á hugmynd-
inni um hæfileika-
samfélagið og er markmiðið að
kynna fólk fyrir Stöðvarfirði og
Stöðvarfjörð fyrir fólki.
Ekki stærri en hún á að vera
Meðal þess sem í boði verður á há-
tíðinni er fiskflökun, rabarbara-
veisla, leiksýningar, uppistand, tón-
leikar, brúðuleikhús og gjörningar.
Eru allir þessir viðburðir í boði
þorpsbúa eða gesta annars staðar að
sem koma á hátíðina. „Svo verðum
við með sögulegan ratleik fyrir
krakkana.. Í botni Stöðvarfjarðar er
verið að grafa upp merkar forn-
minjar frá forstigi landnámsins svo
saga staðarins er mjög gömul,“ segir
Gígja.
Hátíðin var fyrst haldin árið 2013
og er haldin á tveggja ára fresti svo
þetta verður í þriðja sinn sem hún er
haldin. Gígja segir virka þátttak-
endur yfirleitt vera á bilinu 20 til 50
manns en að á tónleikunum í fyrra
hafi mætt hátt í 250 manns. „Við
reynum ekkert að hafa hátíðina
stærri en hún á að vera. Fólk kemur
sem vill koma.“
Ættarmót með ókunnugum
Ljósmyndir/Gígja Björnsson
Samvinna „Matinn fáum við annað hvort gefins, mat sem annars hefði endað í ruslinu, eða við öflum hans sjálf.“
Í tilkynningu kemur einnig fram
að á hátíðinni leiki peningar eins lítið
hlutverk og mögulegt sé. „Allir eru
velkomnir og þetta er alveg ókeypis.
Þá eru allir hvattir til þess að taka
þátt í öllu með okkur, þetta er svolít-
ið eins og ættarmót með fólki sem þú
þekkir ekki. Allir eru tilbúnir að elda
saman og troða upp,“ segir Gígja.
Veiða fisk og tína jurtir
Hún segir hátíðina fá styrki frá
Uppbyggingarsjóði Austurlands.
Styrkina segir hún fara í að koma til
móts við bensínkostnað fólks sem
ferðast langt að, sem og til þess að
kaupa það sem þarf fyrir hátíðina
eins og partítjald og kamra. „Matinn
fáum við annað hvort gefins, mat
sem annars hefði endað í ruslinu, eða
við öflum hans sjálf. Sumir hátíð-
argestir veiða fisk í matinn á meðan
aðrir fara upp í fjall að tína jurtir til
þess að krydda fiskinn með. Pen-
ingar verða mjög afstæðir við það að
vera í svona „micro“-samfélagi í smá
tíma,“ segir Gígja. Hún vonar líka að
Stöðfirðingar bjóði öðrum gestum
hátíðarinnar í matarboð, það sé ein-
staklega góð leið til að kynnast. „Við
tókum líka eftir því þegar hátíðin var
haldin í fyrst sinn þegar fólk var að
elda saman þá kynntist það allt öðru-
vísi. Við erum oft að finna einhverjar
einfaldar lausnir að láta þetta virka
og láta fólk kynnast.“ Í samhengi við
það nefnir hún líka að þau hafi stofn-
að Facebook-hóp sem nefnist Sam-
ferða á Pólar (Carpoólar) þar sem
fólk er hvatt til að vera samferða á
hátíðina. Þannig kynnist fólk líka vel.
Að lokum segir Gígja að hátíðin sé
alltaf haldin helgina fyrir LungA
vegna þess að þau langi líka að fara
þangað. Hún segir þetta vera tilvalið
stopp á leiðinni á LungA. „Á sunnu-
deginum hjá okkur er mjög róleg
dagskrá, við borðum pönnukökur og
drekkum kaffi í gömlu kirkjunni og
svo halda flestir áfram á LungA á
Seyðisfirði.“
Pólar-hátíðin haldin í þriðja sinn á
Stöðvarfirði Fólk skemmtir sér
án þess að eyða peningum
Gígja Björnsson
Hjálplegir Eitthvað er í boði fyrir alla aldurshópa á Pólar.