Morgunblaðið - 13.07.2017, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017
Nú er ég komin í langþráð fjögurra vikna sumarfrí,“ segirBryndís Eva Jónsdóttir innanhússhönnuður sem á 50 ára af-mæli í dag. „Þetta er í fyrsta sinn frá því að ég hóf minn eigin
rekstur sem ég hef tekið mér svona langt sumarfrí og mér finnst ég
eiga það alveg skilið.
Í fyrsta lagi ætla ég að halda upp á fimmtugsafmælið, en ég held í
dag litla veislu með nánustu vinum og fjölskyldu. Svo verður áreiðan-
lega golfað alveg helling. Við hjónin ætlum út á land og ferðast að-
eins. Stefnan er tekin á Bíldudal og ætlum við að stoppa á sem flestum
golfvöllum,“ en Bryndís er í Setbergsklúbbnum í Hafnarfirði. „Það er
ekki langt síðan ég byrjaði að taka golfið af krafti og allir góðir dagar
eru nýttir til þess. Vonandi fæ ég líka heita sólardaga sem leyfa mér
að liggja úti með góða bók. Að sjálfsögðu verður síðan farið yfir gögn
á skrifstofunni sem venjulegur vinnudagur gefur mér ekki tíma til að
vinna í.“
Bryndís tók búsetuhús forsetahjónanna á Bessastöðum í gegn þeg-
ar Guðni Jóhannesson tók við embættinu í fyrra. „Síðan hef ég verið
að vinna áfram fyrir embætti forsetans við ýmis verkefni. Þau eru
annars mörg verkefnin í gangi hjá mér sem ég fer aftur að vinna við
þegar ég sný til baka í ágúst. Ég er með tvö stór einbýlishús sem ég
hef verið að taka alveg í gegn og eru á lokastigi. Svo er ýmislegt
fleira, m.a. baðherbergi og tvö eldhús sem ég hef verið að hanna.“
Eiginmaður Bryndísar er Ólafur Jóhannesson, deildarstjóri hjá
Vögnum og þjónustu og golfkennari. Stjúpbörn hennar eru Arnar 30
ára, Hanna Ósk 25 ára og Ásgeir 15 ára. „Svo á ég tvö dásamleg
barnabörn. Alexander Breka 9 ára og Emblu Rán 6 ára.“
Náfrænkur Bryndís Eva með nýskírða Evu Lóu Stjerna í fanginu.
Ætlar að stoppa á sem
flestum golfvöllum
Bryndís Eva Jónsdóttir er fimmtug í dag
I
nga Dóra fæddist í Reykja-
vík 13.7. 1967 og ólst þar
upp, í Skipholtinu: „Föð-
urfjölskyldan mín er úr Ax-
arfirðinum og þangað fór-
um við á hverju sumri. Pabbi var
mjög áhugasamur um sögu og
landafræði og auk þess afar hand-
laginn. Foreldrar mínir áttu alltaf
bíl sem var engan veginn almenn
regla á þessum árum. Þau ferð-
uðust mikið, hér heima og til út-
landa, og tóku okkur alltaf með, en
pabbi fjármagnaði gjarnan ferða-
lögin með því að kaupa tjónabíla á
haustin, gera þá upp yfir veturinn
og selja þá á vorin.
Foreldrar mínir voru iðin og í
ýmsu á undan sínum tíma. Þau
voru kvenréttindasinnar og á
heimlinu ríkti almennt jafnrétti.
Pabbi sá um þvottana og þau
Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor – 50 ára
Með börnunum Inga Dóra með Danyal Rashid, Alöntu og Sonju, en Erla var fjarverandi, í námi í Svíþjóð.
Virtar rannsóknir um
hagi og líðan ungmenna
Stoltir foreldrar Félagsfræðingurinn og héraðsdómarinn fylgjast með d́ótt-
ur sinni, Sonju, að taka við forsetaverðlaunum í lögfræði við HR.
Embla María Ingvaldsdóttir, Þórdís Ólöf Kristjánsdóttir, Saga Margrét Davíðs-
dóttir og Ragna Hlín Guðmundsdóttir héldu tombólu fyrir utan Sunnubúð og
söfnuðu 4.815 kr. sem þær færðu Rauða krossinum á Íslandi að gjöf.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið
Anova – fæst hjá Progastro
Anova Sous Vide tæki með WIFi og Bluetooth
er nýjasta græjan sem var að koma í hús hjá okkur.
Þú tengir Anova við app í símanum og getur fjarstýrt
eldamennskunni.
Verð 24.900 kr. m/vsk