Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017 DIVINE HARMONY SERUM E I N STÖK SAMV I RKN I S EM V IÐHELDUR UNGLEGR I HÚÐ Þar sem land og haf mætast, skapar náttúran eilífa fegurð. Immortelle Millésimée er blómið sem aldrei fölnar, Jania Rubens er rauðþörungur sem getur endurnýjað sig óendanlega oft. Þessi tvö einstöku innihaldsefni frá Korsíku sameinast í nýja Divine Harmony Serum frá L‘ OCCITANE. Það er hannað til að viðhalda jafnvægi og ungleika húðar með virkum innihaldsefnum í formi 5.000 fíngerðra ördropa sem vinna djúpt í húðinni. Eftir þriggja mánaða notkun hafa kinnar og kinnbein meiri fyllingu (91%**), útlínur andlits eru skýrari (78%**) og húð er sjáanlega sléttari (93%**). * E in ka le y fi íu m só kn ar fe rl ií F ra kk la n d i. ** N ey te n d ap ró f á 5 5 ko n u m se m n o tu ð u D iv in e H ar m o n y S e ru m ít vo m án u ð i. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 5 EINKALEYFIÍ UMSÓKN* Félagsskapur sem kallar sig Vinir Seljalandsfoss vakti á dögunum at- hygli á fyrirhuguðum fram- kvæmdum Rangárþings eystra við fossinn, þar sem hugmyndir hafa m.a. verið uppi um að reisa þjón- ustumiðstöð. Af þessu tilefni létu Vinir Seljalandsfoss vinna mynd- band, sem vel yfir 200 þúsund manns hafa horft á á Facebook. Vinna við myndbandið og ráðgjöf kostaði sitt, segir í tilkynningu frá félaginu, og því hefur fjáröflun verið sett af stað. „Viljum við höfða til þeirra sem er annt um þessa náttúruperlu og biðja þá að láta svolitla upphæð af hendi rakna. Ef margir leggja þessu lið með smáum fjárframlögum finnur vonandi enginn fyrir því að styðja þessa brýnu baráttu,“ segir m.a. í til- kynningunni. Félagið segir sína baráttu hafa skilað þeim árangri að sveitarfélagið ætli að endurskoða áætlanir sínar. Ef söfnunarféð verður meira en til þarf vegna gerð myndbandsins verð- ur afgangurinn afhentur sveit- arstjóra Rangárþings eystra, með þeirri kvöð að féð verði notað til að hlúa að gömlu bæjarhúsunum í Hamragörðum. Reikningur söfnunarinnar er 0301-13-113020, kt. 420617-0700. Morgunblaðið/RAX Seljalandsfoss Ferðamenn hafa sótt fossinn heim í auknum mæli. Vinir Seljalandsfoss standa að fjáröflun SVIÐSLJÓS Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Miklar endurbætur hafa staðið yfir í um tvö ár á húsinu Fríkirkjuvegi 11. Þegar kemur að endurbótum á veggjum hússins hefur Kristján Haagensen, málarameistari hússins, og hans teymi staðið í ströngu við forvinnu verksins. Hafa þau verið við störf í húsinu í tvö ár og eytt feiknarlegum tíma í rannsóknar- vinnu á því hvernig húsið var upp- haflega málað. Þau sem meðal annars hafa rétt Kristjáni Haagensen hjálparhönd við verkið eru þær Kristín Sigurð- ardóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Lóa Katrín Biering og Halldóra Her- mannsdóttir. Hafa þær endurmálað aðalinngang hússins eftir gamalli málunaraðferð. Þá hafa þær stöllur víðfeðma reynslu af málarastörfum af þessu tagi; gamalli málaratækni, þ.e.a.s. marmaramálun og oðrun, sem og að vinna í friðuðum húsum. Morgunblaðið náði tali af Halldóru Hermannsdóttur um hvernig endur- bótum miðaði á Fríkirkjuvegi 11 og hvað fælist í málunaraðferðunum. Mikill ferill að baki „Verkið hefur gengið vel, en mik- ill ferill er að baki. Það þurfti að leita að upprunalegum litum til að vita hvernig húsið var málað í upp- hafi til þess að fá sem mest upp- runalega mynd á það,“ segir Hall- dóra, en húsið var reist á árunum 1907 og 1908, sem íbúðarhús Thors Jensen og fjölskyldu hans. „Húsið er stórt og mikið, hátt til lofts og vítt til veggja, þannig að þetta er umfangsmikið verk.“ Er það hinn friðaði aðal- inngangur sem hefur m.a. verið endurmálaður eftir hinu upp- runalega verklagi. Auk þess var stiginn frá fyrstu hæð til þeirrar annarrar tekinn burt. Skildi það sár eftir í veggnum og þar af leiðandi þurfti að endurmála þann hluta eftir upprunalegri mynd, að sögn Hall- dóru. Oðrun og marmaramálun eru sér- stakar málunaraðferðir til þess að líkja eftir við og marmara. Oft er notuð sú aðferð að strigi er strekkt- ur á vegg. Ofan á strigann er svo límdur pappír, líkt og veggfóður. Á þann pappír er að lokum málað með olíulitum. „Einnig er málað beint á steinvegg eftir að hann hefur verið vel undirbúinn, þ.e.a.s. eftir að búið er að grunna og slípa. Þegar á að líkja eftir viðartegundum, t.d. eik eða mahónívið þá er alltaf leitast eftir að ná sem náttúrulegustu útliti viðarins,“ segir Halldóra. Engilbert Gíslason og Jón Reyk- dal beittu báðum aðferðum við gerð hússins í upphafi. Hafa Halldóra og kollegar hennar lagt mikinn tíma í að endurmála húsið í þessum stíl- um. „Við erum búnar að endurmála alla eikina. Við leit að upprunalegu litunum kom í ljós gömul eik- armálning bak við ofn í stofu húss- ins.“ Eikarútlitinu var breytt yfir í út- lit mahóníviðar á seinni hluta 20. aldar, að sögn Halldóru, og var öll upprunalega eikarmálningin horfin nema sú sem fannst á bak við ofn- inn. Var því ákveðið að endurmála í líkingu eikarviðar á ný. Þrjár frið- aðar stofur hússins eru eikarmál- aðar. Halldóra segir það vera mikil for- réttindi að vinna í svo frægu húsi. „Það er ekki á hverjum degi sem svona verkefni koma upp. Ég stend svolítið auðmjúk gagnvart þessu húsi því það á svo ótrúlega sögu. Það er því mikill heiður að vera hér og taka þátt í þessu verkefni.“ Aftur til fortíðar við Fríkirkjuveg  Húsið Fríkirkjuvegur 11 var reist á árunum 1907 og 1908  Mikill tími lagður í rannsóknarvinnu  Endurbætur hafa staðið yfir í tvö ár  Áhersla er lögð á að mála húsið í upprunalegri mynd Morgunblaðið/Eggert Málarar F.v. þær Kristín Sigurðardóttir, Halldóra Hermannsdóttir, Herdís Gunnarsdóttir og Lóa Katrín Biering. Nákvæmnisverk Það er ekki á hvers manns færi að líkja eftir útliti marm- ara. Margar klukkustundir í undirbúningi liggja að baki afrakstursins. Oðrun og mamaramálun voru algengar skreytingar- og mál- unaraðferðir í húsum landsins í byrjun 20. aldar. Bárust áhrifin frá Evrópu en aðferðirnar tvær voru mikið notaðar þar í kirkjum og stærri höllum. Listfengnir húsamálarar hér á landi snemma á 20. öld, líkt og Engilbert Gíslason og Jón Reykdal, sem lærðu iðnina í Danmörku, tóku að sér verkefni af þessu tagi. Oðrun og marm- aramálun eru lítið notaðar í gerð nýrra húsa í dag. Aðferð- inni er frekar beitt í forvörslu og endurbótum í húsum þar sem þessum gömlu aðferðum var upphaflega beitt. Finnst þetta verklag í húsum og kirkjum hér á landi. Algeng í hús- um áður fyrr DVÍNANDI VERKLAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.