Morgunblaðið - 13.07.2017, Side 16

Morgunblaðið - 13.07.2017, Side 16
EM KVENNA Í FÓTBOLTA 201716 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á lambið Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is ,,Við byrjum núna seint á föstudag- inn við uppsetningu torgsins og vinnum yfir alla helgina,“ segir Gunnar Lár Gunnarsson, verk- efnastjóri EM-torgsins, sem mun rísa á Ingólfstorgi. Manhattan Mar- keting mun hafa veg og vanda að skipulagningu torgsins í samstarfi við Reykjavíkurborg og bakhjarla torgsins. Eftir miklar vinsældir EM- torgsins í fyrra lýstu bakhjarlar yfir vilja sínum til þess að endurtaka leik- inn að ári. Að sögn Gunnars verður fyrir- komulagið á torginu mjög svipað og fyrir EM karla í Frakklandi í fyrra. ,,Við ætlum að sýna alla leiki sem við getum á torginu nema ef það eru ein- hverjir leikir sem skarast hver við annan, sem ætti ekki að gerast.“ Fyrsti leikurinn verður sýndur á torginu á sunnudaginn en að sögn Gunnars verður torgið opnað með pomp og prakt á fyrsta leik Íslands, næstkomandi þriðjudag. ,,Reynslan hefur verið sú að það er langmest af fólki sem mætir á leiki Íslands og því liggur það beinast við að nýta tækifærið og halda opn- unarhátíðina þegar fyrsti leikur Ís- lands er.“ Vonar það besta Vinsældir EM-torgsins í fyrra voru miklar og þegar Ísland komst í 16 liða úrslitin var ákveðið að flytja skjáinn á Arnarhól. Þangað komu mörg þúsund manns saman og fylgd- ust með leiknum. Gunnar segist vera bjartsýnn á mætingu á torgið. ,,Við höfum ekki fengið neitt nema góðar móttökur við þessu og erum á fullu núna að vinna í samstarfi við RÚV og fleiri að kynn- ingarplani fyrir torgið. Við ætlum að vera með útvarps- og sjónvarps- auglýsingar til þess að láta vita af okkur. Ég held samt að þessi hug- mynd sé búin að sanna sig, fólk veit alveg út á hvað þetta gengur. Við höf- um heyrt að margir hafi boðað komu sína og því held ég að þetta geti bara orðið mjög skemmtilegt.“ Gunnar segist vona að stelpurnar mæti grjótharðar til leiks og láti finna fyrir sér strax frá fyrstu mín- útu. ,,Það verður gaman að sjá hvern- ig þeim mun ganga í mótinu, maður verður bara að vona það besta.“ Fyrsti leikur Íslands í mótinu verður gegn Frökkum hinn 18. júlí næstkomandi. EM-torgið opnað þegar Ísland spil- ar fyrsta leik  Naut mikilla vinsælda síðasta sumar Ingólfstorg Gunnar Lár vonast til þess að sem flestir heimsæki torgið. Morgunblaðið/Ófeigur Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Hótelið sem íslenska kvennalands- liðið mun dvelja á í Hollandi heitir Golden Tulip Ermelo, fjögurra stjörnu hótel sem er í smábænum Ermelo. Ásmundur Haraldsson, að- stoðarþjálfari landsliðsins, segir að knattspyrnusambandið hafi þurft að fara í gegnum talsvert ferli áður Golden Tulip varð fyrir valinu. „Það var mikið ferli í kringum það að velja þetta hótel. Við þurftum að fylgja eftir reglugerðum frá UEFA og senda inn fyrsta og annan kost yf- ir hótelin sem komu til greina. Við vorum heppin að fá þetta hótel og erum þar af leiðandi ánægð með niðurstöðuna,“ segir Ásmundur og bætir við að þjálfararnir hafi viljað hótel sem væri fjarri áreiti en á sama tíma nálægt miðbæjarkjarna. „Við vildum hótel sem var úti í sveit, það að segja ekki við einhverja um- ferðargötu, en samt ekki langt frá miðbæ. Það tekur svona þrjár mín- útur að hjóla frá hótelinu í miðbæinn sem er mjög hentugt þar sem það er reiðhjólaleiga á hótelinu. Í mið- bænum er síðan hægt að finna kaffi- hús, bókasafn og annað slíkt.“ Verður griðastaður liðsins Á hótelinu munu stelpurnar geta stytt sér stundir á milli leikja með því að nýta sér fjölbreytta afþrey- ingu sem stendur til boða á hótelinu. Þar er að finna sundlaug, líkams- rækt, gufuböð og margt fleira. Ásmundur segir að á hótelinu eigi allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. „Það eru mjög flott her- bergi þarna, finnsk og tyrknesk gufuböð, reiðhjólaleiga, það er allt þarna.“ Bærinn Ermelo er í um klukku- stundar fjarlægð frá Amsterdam en í bænum búa einungis 26 þúsund manns. Ástæðan fyrir því að Ermelo varð fyrir valinu er sú að þar munu leikmenn landsliðsins fá frið til þess að hlaða batteríin í ró og næði. „Þarna munu leikmenn fá frið frá fjölskyldu og fjölmiðlum til þess að jafna sig bæði líkamlega og andlega. Þetta er okkar griðastaður í keppn- inni og þarna ætlum við að láta okk- ur líða vel,“ sagði Ásmundur að lok- um. Hótelið Á hótelinu munu stelpurnar geta stytt sér stundir á milli leikja með því að nýta sér fjölbreytta afþreyingu sem stendur til boða á hótelinu. Þar er að finna sundlaug, líkamsrækt, gufuböð og margt fleira. Allt til alls á hóteli kvennalandsliðsins  Stelpurnar hlaða batteríin milli leikja í smábænum Ermelo Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það er í skoðun hjá okkur hvort við munum reyna að auðvelda Tólfunni eitthvað lífið til þess að komast til Hollands,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, um hvort sambandið sjái fyrir sér að styrkja stuðningsmannasveitina. Hún segir að KSÍ hafi komið til móts við Tólfuna á Evrópumótinu í Frakklandi en það hafi verið undan- tekning þar sem fjárhagsstaða margra meðlima Tólfunnar var orðin mjög slæm eftir riðlakeppnina. „Þetta var gert í Frakklandi til þess að aðstoða þá því þá voru þeir orðnir staurblankir. Við vinnum náið með Tólfunni en höfum ekki verið að borga flug eða annað slíkt fyrir þá hingað til.“ Friðgeir Bergsteinsson, meðlimur í Tólfunni, segir málin vera til skoð- unar, bæði hvort KSÍ muni koma til með að styrkja stuðningsmannasveit- ina og hversu marga meðlimi þeir sjá fyrir sér að senda út til Hollands. Þrátt fyrir að það sé ekki komið á hreint hvort KSÍ komi til með að styrkja hópinn segist Friðgeir vera að skoða sín mál. Hann segir KSÍ hafa boðað með- limi Tólfunnar til fundar þar sem farið var yfir hvernig og hvort kom- ið yrði til móts við meðlimi sveit- arinnar „Við fórum á einn fund með þeim en það er margt sem þarf að skoða,“ segir Friðgeir sem á von á því að niðurstaða verði komin í mál- ið á næstu dögum. KSÍ skoðar að styrkja Tólfuna  Tólfumenn vona að komið verði til móts við hópinn Morgunblaðið/Golli Tólfan Tólfumenn vonast eftir því að styrkur berist frá KSÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.