Morgunblaðið - 13.07.2017, Side 23

Morgunblaðið - 13.07.2017, Side 23
Kveðja frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur Þórir Jónsson er einn þeirra KR–inga sem hafa markað djúp spor í 118 ára sögu félagsins og ekki síst skíðaíþróttarinnar hér á landi. Þórir byrjaði að æfa með skíðadeild KR árið 1939 þá 13 ára að aldri. Í viðtali sem tekið var við Þóri árið 2006 og birtist í Morg- unblaðinu segir hann að fyrir hvatningu frænda síns hefði hann byrjað að stunda skíði í Skálafelli haustið 1939. Farið var á laugar- dagskvöldum og verið fram á sunnudag, skálinn var í 600 metra hæð og 5 km gangur að honum þannig að menn lögðu talsvert á sig til að iðka skíðaíþróttina á þessum árum. Þórir varð Reykjavíkurmeist- ari í svigi og bruni árið 1946 og í framhaldinu hélt hann til Svíþjóð- ar. Sænskur skíðakennari bauð Þóri að búa á heimili sínu og þjálfa hann í skíðaíþróttinni. Fljótlega eftir komuna til Svíþjóðar fót- brotnaði Þórir og gat hann því lítið æft og keppt. Fyrstu vetraról- ympíuleikarnir eftir seinni heims- styrjöldina voru á næsta leiti, St. Moritz í Sviss, 1948. Á forsíðu Al- þýðublaðsins í febrúar 1948 segir í fyrirsögn, „Þórir Jónsson keppir í tvíkeppni í St. Moritz“. Þórir hafði dvalið með sænska skíðalandslið- inu við æfingar í Frakklandi og Sviss frá því í desember 1947. Á þessum árum var ekki auðvelt fyr- ir íslenska íþróttamenn að taka þátt í keppnum fyrir Íslands hönd, hvað þá á Ólympíuleikum. Alþýðu- blaðið segir svo frá þátttöku Þóris í St. Moritz, „og átti hann þar við erfiðleika að etja vegna gjaldeyr- isvandræða. Mun hann hafa átt 20 krónur, er hann kom þangað og flotið á því þar til landarnir komu að heiman“. Þórir var í stjórn Skíðadeildar KR og formaður deildarinnar 1949-1953, í stjórn Skíðasam- bandsins og formaður þess 1970- 1973. Þórir var einn þeirra sem leiddu uppbyggingu í Skálafelli eftir Skálabrunann 1955. Honum tókst að telja Eystein Jónsson fjármálaráðherra á að víkja höft- unum til hliðar svo KR gæti flutt inn hluti vegna lyftusmíðinnar. Lyftan var tekin í notkun árið 1961, fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Fljótlega eftir að ég tók við formennsku í KR hafði Þórir samband við mig og vildi ræða við mig um framtíðarupp- bygginu í Skálafelli, ég fann það sterkt hversu mikið Þórir brann fyrir KR og skíðaíþróttinni, síung- ur eldhugi og góð fyrirmynd yngri KR–inga. Þórir var sæmdur heið- ursstjörnu Skíðasambands Ís- lands og Stjörnu KR fyrir mikils- vert starf sitt fyrir félagið. Við KR–ingar minnumst Þóris með miklu þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir gamla góða KR og þökkum honum samfylgdina í gegnum tíðina. KR–ingar senda eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR. Skíðaíþróttin leiddi okkur Þóri saman fyrir 60 árum, en skíðin voru hans yndi og áhugamál alla tíð. Ég hafði vissulega heyrt af þessum frábæra skíðamanni áður en við kynntumst, en Þórir var einn fjórmenninganna sem kepptu fyrir Íslands hönd á vetr- arólympíuleikunum í St. Moritz 1948, en það voru fyrstu vetrar- leikarnir sem Íslendingar tóku þátt í. Þórir var aðaldrifkrafturinn í Skíðadeild KR þegar ég flutti á höfuðborgarsvæðið á unga aldri og gekk til liðs við skíðadeildina þar sem við, sem yngri vorum, nutum leiðsagnar hans, forystu og ótrúlegrar elju. Þórir var mikill frumkvöðull á mörgum sviðum, hann var hug- myndaríkur og leitaði einatt nýj- unga og nýrra leiða. Þótt verkefn- in framundan væru oft risavaxin í augum félaganna leiddi þraut- seigja Þóris oftast til farsælla lausna. Hann var lítið fyrir að leggja árar í bát. Þess naut skíða- íþróttin í ríkum mæli. Þórir kom upp fyrstu togbrautinni fyrir skíðaiðkendur hér á landi í Hvera- dölum með félögum sínum og síð- an var hann í forystu fyrir bygg- ingu fyrstu varanlegu skíðalyftunnar hér á landi, í Skála- felli, sem tekin var í notkun 1961. Skálafellið var hans skíðasvæði hér á landi og þar lét hann draumana rætast. Hann var aftur í forystu fyrir byggingu stólalyftu í Skálafelli 1982 og allt til dauða- dags átti Þórir stóra drauma um frekari uppbyggingu og nýjungar í Skálafelli. Auk þess að vera í for- ystu Skíðadeildar KR um langt skeið var hann í nokkur ár í stjórn Skíðasambands Íslands og um tíma formaður þess. Ungur að árum stofnaði Þórir eigið fyrirtæki með félögum sín- um, Þ. Jónsson & Co og var bíla- geirinn nú orðinn aðalviðfangsefn- ið. Hann yfirtók nokkru síðar Ford-umboðið með nokkrum fé- lögum og var um tíma í forystu- sveit bæði samtaka iðnaðarins og bílgreinasambandsins. Á árum Þóris hjá bílgreinasambandinu var keypt til landsins sérstakt bílaflutningaskip, en það hafði ekki verið reynt áður hér á landi. Þórir stundaði skíðin allt til dauðadags og var hann búinn frá- bærri tækni til skíðunar alla tíð. Uppáhalds skíðasvæðin hans munu hafa verið Skálafellið og Aspen í Colorado, en í Aspen dvaldi hann hluta úr vetri í fjölda ára. Fyrir nokkrum árum fórum við nokkrir gamlir skíðafélagar Þóris til Aspen og nutum leiðsagn- ar hans um hin frábæru skíða- svæði. Þar naut hann sín fullkom- lega og þrátt fyrir nokkurn aldursmun var hann ekki merkj- anlegur þegar í brekkurnar var komið. Alltaf var ánægjulegt að koma á heimili þeirra Hönnu og Þóris í Skaftahlíðinni og siðar í Blikanesi og njóta gestrisni þeirra og leið- sagnar. Þegar litið er til baka er margs að minnast á langri leið í samskiptum okkar Þóris. Hann var traustur og góður félagi og vinur sem gott var að leita til fyrir unglinginn nýfluttan af lands- byggðinni í borgina. Við hjónin þökkum ánægjuleg samskipti og vináttu alla tíð. Innilegar samúðarkveðjur flyt ég eiginkonu, börnum og fjöl- skyldum þeirra. Ólafur Nilsson. Við sem göngum veginn áfram vitum að allt á sitt upphaf og endi í þeirri jarðvist sem við lifum í. Þór- ir Jónsson hefur nú lokið sinni göngu orðinn tæplega 91 árs gam- all. Ég hef sem endurskoðandi átt þeirri gæfu að fagna að fá að kynnast þessum einstaka per- sónuleika á 30 ára tímabili. Það er svo sérstakt með okkur mann- fólkið hvað við erum ótrúlega mis- jöfn úr garði gerð. Ég átti mín fyrstu kynni við Þóri þegar hann háði baráttu sína um að halda fyrirtæki sínu Sveini Egilssyni hf. á floti eftir harkalegar sviptingar í efnahagslífi okkar Íslendinga. Þeirri baráttu lauk með því að fé- lagið fór í þrot og Þórir sneri frá ævistarfinu sem á tímabili var stórveldi á íslenskan mælikvarða. Það furðulega við Þóri var að hann var ekkert að líta til baka heldur hélt áfram að eiga við önnur verk- efni eins og ekkert hefði í skorist. Það var aðdáunarvert að sjá hve æðrulaus hann gat verið gagnvart svona hlutum. Það var eins og hann byggi yfir einhverri óskiljanlegri innri ró. Þórir þurfti við gjaldþrot Sveins Egilssonar að horfa á bak miklum fjármunum og hafði úr mun minna að spila en áður. Þrátt fyrir það bar Þórir sig alltaf vel og hugsaði bara um þau verkefni sem voru á borðinu hverju sinni. Eljusemi hans við að koma upp skíðalyftu í norðurhlíðum Esju var alveg með ólíkindum og hann hafði þá hug- sjón alveg fram á dánardag að einn góðan veðurdag kæmi slík lyfta sem myndi lengja skíðatíma- bilið frá því sem nú er. Fyrir rétt um þremur árum missti Þórir son sinn Birgi Þór- isson úr krabbameini en hann var aðeins 63 ára að aldri. Í veikindum Birgis kom aftur í ljós hvað Þórir var einbeittur í að leita sem bestra lækninga fyrir son sinn en þá sýndi hann enn og aftur hve æðru- laus hann gat verið og gaf hann aldrei upp vonina fyrr en í fulla hnefana. Þórir Jónsson var yfirburða skíðamaður og fór hann um árabil á skíði til Aspen með fjölda Íslend- inga. Þórir dvaldist iðulega lang- tímum saman vestanhafs þar sem hann naut hvíldar. Þórir var mikill áhugamaður um íslenskar bók- menntir og hafði hann sérstakt dálæti á ritum Halldórs Kiljans. Ég vil að lokum senda samúð- arkveðjur til eiginkonu Þóris, Jós- efínu Láru, og annarra vanda- manna. Það var lærdómsríkt að fá að kynnast þessum einstaka manni. Sigurþór Charles Guðmundsson. Fyrstu kynni mín af Þóri Jóns- syni voru þegar hann réð mig ung- an og óreyndan í hlutastarf hjá Sveini Egilssyni hf. Það var árið 1970. Fljótlega breyttist hluta- starfið í fullt starf sem entist með- an Þórir starfaði í bílgreininni. Betri læriföður hefði vart verið hægt að óska sér, flest það sem ég hef lært í bílaviðskiptum lærði ég af honum. Þegar Sveinn Egilsson hætti rekstri naut ég ómetanlegr- ar aðstoðar Þóris við kaup á Su- zuki-umboðinu. Alltaf síðan fylgd- ist hann vel með rekstrinum hjá okkur og kom með góð ráð ef hann taldi þess þurfa. Eftir að Þórir hætti bílaviðskiptum áttum við ánægjulegt samstarf um ýmsa hluti. Þórir var mörgum kostum gæddur og hafði einstaklega næmt auga fyrir nýjungum og átti þátt í að koma á framfæri mörgu sem þykja sjálfsagðir hlutir í dag, má til dæmis nefna skíðalyftur, pizzustaði, go-kart brautir, heita potta og ýmislegt fleira. Þórir var einn af stofnendum Bílgreinasam- bandsins og var þar formaður til margra ára. Hafði hann mikil áhrif á þróun bílgreinarinnar t.d. með aðkomu að stofnun Bíla- ábyrgðar og skipafélagsins Bif- rastar. Þórir var einnig góð fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, mikill skíða- og útivistarmaður. Hann keppti meðal annars á skíð- um á Vetrarólympíuleikunum í St. Moritz árið 1948 og fór árlega á skíði til Aspen í Colorado fram á síðustu ár. Þórir var alla tíð heilsuhraustur og unglegur eftir því, en eftir að Birgir sonur hans lést langt um aldur fram fyrir þremur árum virtist aldurinn loks fara að segja til sín. Ég votta eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu Þóris mína dýpstu samúð. Góður maður er genginn eftir langt og farsælt líf. Úlfar Hinriksson. Mig langar í örfáum orðum að minnast góðs vinar míns, Þóris Jónssonar. Þóri kynntist ég fyrir rúmlega 20 árum síðan í gegnum fasteignaviðskipti hans, Birgis sonar hans, sem nú er látinn, og Sigurjóns tengdasonar hans. Það þurfti ekki langan tíma til að átta sig á að þar fór einstakur maður, hæglátur og prúður, íþrótta- mannsleg hreystin uppmáluð, ein- staklega vel máli farinn, vel gefinn og vel gerður einstaklingur. Þrátt fyrir að Þórir væri mjög reyndur úr viðskiptalífinu og þrátt fyrir að hann væri tæplega 50 ár- um eldri en ég þá kom hann alltaf fram við mig sem jafningja. Með okkur tókst með árunum góður vinskapur, sem ég verð ávallt þakklátur fyrir. Þórir kom gjarnan við hjá mér á skrifstof- unni þegar hann átti leið um og áttum við þá mjög skemmtileg samtöl þar sem ég naut þeirrar gæfu að bergja af viskubrunni hans. Gjarnan snérust samræð- urnar um bókmenntir og ljóðlist þegar öllu tali um viðskipti lauk. Þar var Þórir á heimavelli enda víðlesinn í íslenskri ljóðlist og bók- menntum og gat farið með heilu kaflana og ljóðin utanbókar. Þess- ar heimsóknir Þóris þótti mér allt- af jafn vænt um og mun geyma þær í hugskoti mínu alla tíð. Árið 2013 færði Þórir mér ljóð, sem hann hafði dregið upp og bætt þar inn fallegri kveðju frá sér. Þetta ljóð geymi ég vel og vil nú um leið og ég þakka Þóri fyrir hans einstöku og gefandi vináttu í gegnum tíðina minnast hans með þessu sama erindi, sem er loka- erindið úr Íslensku vögguljóði eft- ir Halldór Laxness. Einsog hún gaf þér íslenskt blóð, úngi draumsnillíngur, megi loks hin litla þjóð leggja á hvarm þér fíngur, á meðan Harpa hörpuljóð á hörpulaufið sýngur. (Halldór Kiljan Laxness) Eftirlifandi eiginkonu Þóris, börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Ég kveð góðan vin og þakka honum fyrir samfylgdina. Minn- ing um mætan mann lifir. Guðmundur Th. Jónsson. Fyrir hartnær fjórum áratug- um var mér mikið niðri fyrir síðla kvölds. Þar sem eðlilegt aðhald var ekki fyrir hendi vegna sam- ferðar með Bakkusi hellti ég mér í símanum yfir mann sem ég var rétt svo málkunnugur. Þessi mað- ur var Þórir Jónsson, sem ég hafði þó haft mætur á, ekki síst vegna samskipta við dætur hans tvær, sem báðar voru afar vænar ungar konur. Þórir lét sér ekki bregða við ofsann í mér en stakk upp á því að við hittumst næsta kvöld á Hótel Holti til að ræða málið sem kom mér í uppnám. Ekki var liðið langt á samtal okkar á Holti þegar mér var alveg horfin reiðin. Við skild- um sem vinir svo að aldrei síðan bar nokkurn skugga á og áttum margvísleg samskipti sem öll báru mannkostum hans fagurt vitni. Mikil yfirvegun, jákvæðni, kjark- ur, siðfágun, dugnaður, smekkvísi og vit einkenndi þennan mæta vin, sem ég syrgi nú þegar hann er fallinn frá fyrir aldur fram. Það hljómar kannski ankann- anlega í eyrum flestra, sem ekki þekktu Þóri, að maður sem var kominn á tíræðisaldur væri talinn deyja fyrir aldur fram. Þeir sem þekktu hann hljóta allir að vera því sammála. Hann hafði brennandi áhuga á því fram á síðasta dag að þoka áfram framfaramálum og byggja upp fyrir heill alls almennings – sérstaklega hvað varðar bætta að- stöðu til skíðaiðkunar í Skálafelli. Þar ýtti hann á flot stórum áformum, sem vonandi eiga eftir að sjá dagsins ljós þó að hans njóti nú ekki lengur við. Eins og oft áður kallaði hann mig til verka, sem ég brást fúslega við, en atvikin höguðu því svo til að ég átti ekki lengur samleið með hópnum, sem myndaðist um þetta þarfa verkefni. Fáum dögum fyrir andlátið hringdi Þórir í mig, til þess að ræða möguleika þess að ég kæmi aftur að verkefninu, þá fár- veikur í krabbameinslyfjameð- ferð. Ég sagði honum að ég liti við hjá honum og Láru, minni fyrrum kæru mágkonu, þegar hann væri búinn að ná sér eftir lyfjameðferð- ina. Hann sagði mér þá stillilega að hann væri ekki viss um að hann myndi hafa það af, sem ég neitaði að taka mark á. Slíkur var lífs- kraftur þessa síunga manns, sem fram í andlátið var með hugann við að byggja upp til framtíðar. Valdimar H. Jóhannesson. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Kjarrmóa 22, Njarðvík, lést á Landspítala Hringbraut laugardaginn 8. júlí. Útför fer fram frá Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 20. júlí klukkan 13. Jón Bjarnason Erla Jónsdóttir Valtýr Gylfason Guðmundur Rúnar Jónsson Sæunn G. Guðjónsdóttir Elvar Örn Valtýsson Unnar Ernir Valtýsson Kristrún Erla Guðmundsdóttir Arndís Ólöf Guðmundsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Dídí, Kirkjuteigi 25, lést föstudaginn 16. júní á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 14. júlí klukkan 13. Kristín Júlíusdóttir Hilmar Andrésson Júlíus Þór Júlíusson Viktoría Dagbjartsdóttir barnabörn og langömmubörn Okkar ástkæra GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Lögmannshlíð, lést miðvikudaginn 5. júlí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. júlí klukkan 13.30. Angantýr Einarsson Auður Ásgrímsdóttir Bergþóra Einarsdóttir Eyjólfur Friðgeirsson barnabörn og fjölskyldur Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR OLGEIRSDÓTTIR, Hátúni17, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 9. júlí á hjúkrunarheimilinu Hömrum, 96 ára að aldri. Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 19. júlí klukkan 11. Ástríður Hauksdóttir Georg Tryggvason Trausti Hauksson Alda Björk Marinósdóttir Kjartan Hauksson Ásgerður Jónsdóttir Ísak Sverrir Hauksson Guðrún Bryndís Karlsdóttir Olga Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.