Morgunblaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 13
kunni enn að vinna brennistein með þeim hætti er gert var til forna upp- lýsir Haraldur Þór að einn slíkur sé í Handraða-hópnum. „Hann verður við iðju sína á miðaldadögum, enda tilgangur hátíðarinnar öðrum þræði að miðla sérhæfðri þekkingu áfram.“ Um eitt hundrað Gásverjar Haraldur Þór segir að Gásverj- arnir, um 100 talsins, séu sjálf- boðaliðar á öllum aldri. Allir séu uppábúnir í miðaldaklæði, sem þeir hafa komið sér upp í áranna rás, jafn- vel saumað sjálfir. Meira að segja hafi sumir handsaumað leðurskóna sína, sem sé gríðarleg vinna. „Við leggjum mikla áherslu á að búning- arnir, tjöldin, umgjörðin og stemn- ingin sé í miðaldastíl; að búa til upp- lifun þannig að gestir geti ímyndað sér að árið sé 1317.“ En af hverju endilega 1317? „Af því í fyrra var árið 1316,“ svarar héraðshöfðinginn einfaldlega. Hann býst við allt að 2.000 gest- um hvaðanæva af landinu og hefur ekki nokkrar áhyggjur af veð- urfarinu. Vonar þó að hitastigið verði ekki of hátt því miðaldaklæðin séu ekki beinlínis heppilegur sumarfatn- aður. Hvernig sem viðri kveðst hann alltaf hlakka jafn mikið til mið- aldadaganna á Gásum. „Í fyrra var harmagrátur hjá dætrum mínum þegar uppgötvaðist að fjölskylduferð til Frakklands skaraðist við miðaldadagana og við yrðum fjarri góðu gamni. Þá þekki ég þrettán ára dreng hér á Akureyri sem hlakkar miklu meira til Gása- daganna en jólanna, en hann hefur tekið þátt í þeim á hverju ári með ömmu sinni, hjálpað henni að selja miðaldasúpu og gengið í tilfallandi verk.“ Ein spurning í lokin – má fólk vera með snjallsíma á miðaldadögum? „Gestir, já, en ekki Gásverjar. Snjallsímar og myndavélar verða trúlega helstu ummerki nútímans á tilgátusvæðinu í litlu víkinni á Gás- um, enda ekki hægt að banna fólki að taka myndir til að eiga minningar um tilveru sína á miðöldum,“ svarar Haraldur Þór brosandi. Miðaldadagar í áranna rás Þjóðlegur fróðleikur og skemmtun í bland fyrir fólk á öllum aldri á tilgátusvæðinu. „Við leggjum mikla áherslu á að búning- arnir, tjöldin, umgjörðin og stemningin sé í mið- aldastíl; að búa til upp- lifun þannig að gestir geti ímyndað sér að árið sé 1317.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017 Þar sem úrvalið er af umgjörðum og sólgleraugum Módel: Andrea Stefánsdóttir Sólgleraugu: Ray Ban 3025 LO205 G15 lens Verð: 12..800.- Gásir eru við Hörgárósa í Eyja- firði, 11 km norðan við Akureyri. Hvergi á Íslandi eru varð- veittar jafnmiklar mannvist- arleifar frá verslunarstað frá miðöldum. Gásir voru helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum og er staðarins víða getið í fornritum frá 13. og 14. öld. Náttúran Gásasvæðið er á náttúru- minjaskrá og þar finnast m.a. plöntur á válista. Mikið gras- lendi er á svæðinu, flæðimýrar, strandgróður og grunnsævi við ósa Hörgár. Mikið fuglalíf er á svæðinu en um 30 tegundir vatnafugla verpa þar. Fugla eins og grágæs, brandönd og storm- máf má sjá á Gásum. Sagan Sögulegar heimildar benda til þess að Gásakaup- staður hafi byggst upp vegna að- gerða höfðingj- ans og goðans Guðmundar dýra sem lagði niður Vaðlaþing, vorþingstað héraðsins, en það mun hafa verið seint á 11. öld. Nánari upplýsingar um Gás- ir og Miðaldadaga 1317: www.gasir.is Hvað eru Gásir? NÁTTÚRAN OG SAGAN Forngripur Brot af könnu sem fannst við uppgröft á Gásum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.