Morgunblaðið - 13.07.2017, Síða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017
Ágúst Ingi Ágústsson organisti
leikur verk eftir M. Duruflé og J.
Alain á stórfenglegt Klais-orgel
Hallgrímskirkju í dag kl. 12 og eru
tónleikarnir á dagskrá Alþjóðlegs
orgelsumars í kirkjunni. Í sumar
munu koma fram afburða kons-
ertorganistar frá ýmsum löndum.
Ágúst Ingi Ágústsson er fæddur
og uppalinn í Reykjavík, lauk kant-
orsprófi og 8. stigi í orgelleik frá
Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 1998.
Veturinn 2000-2001 sótti hann tíma
í orgelleik hjá prófessor Hans-Ola
Ericsson í Piteå í Svíþjóð. Vorið
2008 lauk Ágúst einleiksáfanga frá
Tónskóla þjóðkirkjunnar með
hæstu einkunn undir handleiðslu
Harðar Áskelssonar en að auki
naut Ágúst leiðsagnar Eyþórs Inga
Jónssonar og Björns Steinars Sól-
bergssonar. Ágúst hefur enn frem-
ur sótt meistaranámskeið í org-
elleik hjá þekktum organistum á
borð við Mattias Wager og Christ-
opher Herrick.
Ágúst starfaði sem organisti við
St. Jósefskirkju í Hafnarfirði 1993–
2000 og veturinn 1999-2000 starf-
aði hann sem aðstoðarorganisti við
Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hann
hefur haldið einleikstónleika á Ís-
landi og í Danmörku. Haustið 1998
hóf Ágúst nám við Læknadeild Há-
skóla Íslands og útskrifaðist þaðan
2004. Hann hefur stundað lækn-
isstörf síðan og starfar nú sem yf-
irlæknir við sjúkrahúsið í Horsens í
Danmörku.
Flytur verk eftir
Duruflé og Alain
Organisti Ágúst Ingi Ágústsson.
Clint gamli Eastwood hefur greint
frá því hver verður næsta kvik-
mynd sem hann mun leikstýra og
mun sú fjalla um hryðjuverkaárás
sem þremur Bandaríkjamönnum
tókst að koma í veg fyrir í lest á leið
til Parísar árið 2015 með því að yf-
irbuga mann sem hóf skothríð í
lestinni. Mennirnir þrír, þeir Ant-
hony Sadler, Alek Skarlatos og
Spencer Stone, munu auk þess leika
í myndinni og þá sjálfa sig, eins og
gefur að skilja en leikarar munu
leika þá unga að aldri. Auk þeirra
þriggja voru Breti og Frakki í hópi
bjargvættanna í lestinni.
Kvikmyndin nefnist The 15:17 to
Paris og er handrit hennar unnið
upp úr bók sem þeir Sadler, Skarla-
tos og Stone skrifuðu í samstarfi
við Jeffrey E. Stern. Mennirnir
fimm sem stöðvuðu hryðjuverka-
manninn hlutu heiðursorðu úr
hendi Frakklandsforseta fyrir
hetjudáðina í ágúst árið 2015 og
Eastwood afhenti þeim að auki sér-
stök verðlaun fyrir hetjudáð við há-
tíðlega athöfn í fyrra.
Hetjudáðir virðast vera East-
wood hugleiknar því síðasta kvik-
mynd hans, Sully, fjallaði um eina
slíka, þegar flugstjóranum Chesley
Sullenberger tókst að lenda A-320
Airbus-þotu með 150 farþegum og
fimm í áhöfn á Hudson-fljóti í New
York án þess að nokkur léti lífið.
AFP
Hetjusögur Eastwood fjallaði um hetjudáð í Sully og gerir það aftur í næstu
kvikmynd, The 15:17 to Paris, en í henni leika þrjár hetjur.
Bjargvættir í kvikmynd Eastwoods
Sýning þýsku listakonunnar Heide
Schubert, Veruleikar - Wirklich-
keiten, var opnuð í Ráðhúsi Reykja-
víkur 10. júlí sl. Um sýninguna seg-
ir í sýningarskrá að Schubert nái
sterkum hughrifum í verkum sínum
sem séu unnin úr ljósmyndum. Það
geri hún með því að nýta mismun-
andi sjónarhorn með því að raða
saman ólíkum hlutum myndanna og
í óvenjulegri blöndu af ýmsum
minnum. Myndirnar voru allar
teknar í fjölmörgum heimsóknum
listakonunnar til Íslands en hún
hefur dvalið hér á landi langtímum
saman.
Um verkin segir að í þeim sé
hægt að upplifa dýrðlegar og æv-
intýralegar en jafnframt skelfileg-
ar staðreyndir. Um sé að ræða
raunveruleikann í sinni áhrifa-
mestu mynd, myndir sem geymdar
séu í huga þess sem skoðar en komi
samt aftur og aftur upp á yfirborð-
ið. Sýningin stendur yfir til 23. júlí.
Veruleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur
Hughrif Hluti verks eftir Schubert.
Sing Street
Metacritic 79/100
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 18.00, 20.00
Everybody Wants
Some!!
Metacritic 83/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 20.00
Knight of Cups
Kvikmynd um mann sem er
fangi frægðarinnar í Holly-
wood.
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 53/100
IMDb 5,7/10
Bíó Paradís 22.30
Moonlight
Metacritic 99/100
IMDb 7,5/10
Bíó Paradís 22.15
Heima
Bíó Paradís 22.15
Transformers:
The Last Knight 12
Metacritic 28/100
IMDb 5,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.00,
20.00, 23.00
Sambíóin Egilshöll 17.00,
19.45
Sambíóin Kringlunni 22.30
Sambíóin Akureyri 17.00,
22.00
Wonder Woman 12
Herkonan Diana, prinsessa
Amazonanna, yfirgefur
heimili sitt í leit að örlög-
unum.
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 76/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.50
Sambíóin Kringlunni 22.10
The House 16
Faðir sannfærir vin sinn um
að stofna ólöglegt spilavíti í
kjallaranum eftir að hann og
eiginkona hans eyða há-
skólasjóði dóttur sinnar.
IMDb 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.00
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.35
Sambíóin Akureyri 20.00
Baywatch 12
Morgunblaðið bbnnn
Metacritic 37/100
IMDb 5,7/10
Sambíóin Álfabakka 17.30
Sambíóin Egilshöll 22.20
Sambíóin Kringlunni 20.00
Ég man þig 16
Ungt fólk sem er að gera
upp hús á Hesteyri um miðj-
an vetur fer að gruna að þau
séu ekki einu gestirnir í
þessu eyðiþorpi.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,0/10
Laugarásbíó 17.00, 20.00
Háskólabíó 18.10
Bíó Paradís 20.00
Rough Night 12
Metacritic 52/100
IMDb 5,5/10
Smárabíó 22.20
Háskólabíó 21.00
Pirates of the
Caribbean: Salazar’s
Revenge 12
Jack Sparrow skipstjóri á á
brattann að sækja enn á ný
þegar illvígir draugar.
Metacritic 39/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Kringlunni 16.50,
19.30
All Eyez on Me 12
Metacritic 38/100
IMDb 6,1/10
Sambíóin Álfabakka 14.00,
17.00, 20.00, 21.00, 22.00,
22.50
Sambíóin Kringlunni 17.00,
20.00, 22.50
Sambíóin Akureyri 20.00,
22.50
Aulinn ég 3 Gru hittir löngu týndan tví-
burabróður sinn, hinn
heillandi, farsæla og glað-
lynda Dru, sem vill vinna
með honum að nýju illvirki.
Metacritic 55/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 16.00, 16.00,
18.00
Sambíóin Álfabakka 14.00,
15.00, 16.00, 17.00, 18.00,
19.00, 20.00
Sambíóin Keflavík 17.30
Smárabíó 15.00, 15.20,
17.30, 17.50, 20.10
Háskólabíó 17.50
Borgarbíó Akureyri 18.00,
18.00
Bílar 3 Leiftur McQueen þarf að
víkja fyrir nýrri kynslóð hrað-
skreiðra kappakstursbíla.
Metacritic 59/100
IMDb 7,4/10
Sambíóin Álfabakka 14.00,
14.50, 15.20, 17.40
Sambíóin Egilshöll 17.00
Sambíóin Kringlunni 17.40
Sambíóin Akureyri 17.40
Sambíóin Keflavík 17.30
Hjartasteinn
Örlagarík þroskasaga sem
fjallar um sterka vináttu
tveggja drengja.
Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,8/10
Bíó Paradís 17.30
Hinn ungi Peter Parker (sem við þekkjum öll sem
Spider-Man) birtist okkur fyrst í Captain America:
Civil War. Nú þarf hann að fóta sig í nýja ofurhetju-
hlutverki sínu í Spider-Man.
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 73/100
IMDb 7,9/10
Laugarásbíó 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.00, 19.45, 22.30
Sambíóin Keflavík 19.40, 22.20
Smárabíó 15.00, 16.20, 17.10, 19.50, 22.40
Háskólabíó 18.00, 20.50
Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.40
Spider-Man: Homecoming 12
War for the Planet of the Apes 12
Í þriðja kaflanum í hinni vinsælu seríu neyðast Caesar og ap-
arnir til að fara í blóðugt stríð við her manna, undir stjórn
Colonel.
Metacritic 78/100
IMDb 9,1/10
Laugarásbíó 18.00, 21.00
Sambíóin Egilshöll 17.00, 19.45, 22.35
Sambíóin Keflavík 19.30, 22.20
Smárabíó 16.50, 19.20, 19.40, 22.20,
22.40
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.40
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Baby Driver 16
Baby er ungur og strákur sem
hefur það hættulega starf að
keyra glæpamenn burt frá
vettvangi og er bestur í brans-
anum.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 85/100
IMDb 8,6/10
Laugarásbíó 22.40
Smárabíó 20.00, 22.30
Háskólabíó 21.10