Morgunblaðið - 13.07.2017, Síða 29

Morgunblaðið - 13.07.2017, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017 UMHVERFISMÆLAR SÚREFNISMÆLAR, HITAMÆLAR, PH MÆLAR O.M.FL. Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn fastus.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það fer afskaplega í taugarnar á þér að horfa upp á vinnufélagana troða skóinn hver af öðrum. Vertu skorinortur og réttsýnn. Það er undir þér komið að leysa þesa deilu 20. apríl - 20. maí  Naut Þú bregst kröftuglega við umhverfinu um þessar mundir. Hvort heldur það er á þínu áhugasviði eða annars staðar. Þessi kraftur mun auka þér víðsýni og sértæka þekkingu á málum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hlauptu ekki eftir hverjum hlut sem hugurinn girnist. Vinir þínir eiga erfitt með að skilja þig þessa dagana. Hvernig fer hann eig- inlega að því að finna tíma, hugsa þeir með sér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að tala við yfirmann þinn eða annan yfirboðara í dag. Brettu upp ermarnar og sinntu verkefnum sem krefjast mikillar fyrirhafnar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Sama hvað þú reynir að falla í fjöldann. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt þér finnist aðrir afskiptalausir um þína hagi. Meðalhófið er best, því breytingar breyting- anna vegna geta farið illa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur djarfar og ákveðnar hugmyndir um að græða pening í dag, og ert mjög kraft- mikill í vinnu. Vertu sanngjarn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þið þurfið að huga að því hvern- ig þið getið deilt einhverju með öðrum. Gefðu þér samt tíma til þess að hvílast inn á milli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það getur tekið tímann sinn að vinna aðra á sitt band. Vertu svo djarfur að standa með félaganum í kvöld. Bregstu vel við samkeppni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu að leita uppi þá, sem þú veist að eru sama sinnis og þú. Reyndu að hafa gaman af að endurskapa með þeim minningar úr fortíðinni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert að velta fyrir þér spurn- ingum um lífið og tilveruna. Vertu þolinmóð/ ur og leystu hvern hnút fyrir sig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Haltu bara þínu striki eins og ekkert hafi í skorist. Ég hitti karlinn á Laugaveginumfyrir framan Fríkirkjuna, þar sem við Stefán Valgeirsson stóðum einu sinni og ég gekk fram af honum með því að segja að mér þætti ráð- húsið fallegt. Ég sagði karlinum að ég hefði gaman af japönsku þrí- hendunni, hæku, og fór með eina: Hinn Mikli Búdda léði nef sitt til flugtaks lítilli svölu. Karlinn hristi höfuðið og tautaði fyrir munni sér: Svarti hundurinn eltir bíl borgarstjórans og geltir á hann. Jón Gissurarson skrifaði á Boðn- armjöð í síðustu viku: „Þennan morguninn er hér norðanátt og þoka, hitastigið samt í kringum átta gráður. Ekkert hefur rignt í nótt en blautt á grasi. Vera má þó að rétt sé að fara með morgunbænina og biðja um þurrk á nýslegið heyið, en hvort það skilar nokkru veit ég ekki. Von- andi glaðnar þó til um hádegið. Heldur blaut er blessuð jörðin, best er þó að standa vörðinn. Þjónar litlu þakkargjörðin, þoka hylur Skagafjörðinn. Ungir höfðum við Ari Jósefsson gaman af því að keppa við sjálfa okkur um það hvor væri fljótari að yrkja vísu og „var um gæðin ekki spurt“. Pétur Stefánsson yrkir á Leir: Sneiði ég allri hörmung hjá, hress með glaða lundu. Þessi vísa ort var á einni klukkustundu. Sigurlín Hermannsdóttir svaraði: Vísnasmiður vann sitt fag, að vísunni er gaman. Það tók mig nú drjúgan dag að dengja einni saman. Arnar Sigbjörnsson hefur aðra sögu að segja: Seytlað hafa sviti og tár í svefni jafnt sem vöku. Tók mig svona tvö, þrjú ár að tjasla saman stöku. Páll Imsland hefur áhyggjur af því að það yrði ekki mjög hátt tíma- kaupið hjá leirverjum, þó yrkingar væru greiddar fullu verði: – „Að menn skuli vera að fást við þetta ! Að vísu fer ekki mikið í skattinn.“ Lengur mun limrur ei yrkja en langtíma minnið nú virkja til að rifja upp tíma sem tók mig að ríma, þá sjaldan mig lagði í líma. Og að síðustu eftir Valdimar Gunnarsson: Þessa vísu eg hef ort efnið þó sé lítils vert, orti ég hana upp á sport. Ekki var það lengi gert. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af svörtum hundi og lítilli svölu Í klípu „SÝKN SAKA ER EKKI ÞAÐ SAMA OG AÐ VERA SAKLAUS. EN JÚ, JÚ, ÉG BÝST SVO SEM VIÐ ÞVÍ AÐ ÞETTA SÉU SAKLEYSINGJAR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG BÝST VIÐ AÐ ÞÚ HAFIR VERIÐ Í GARÐINUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... Herra áreiðanlegur. HVER VILL AÐRA GRÆNKÁLS- OG RÚSÍNUSMÁKÖKU? LEMJ EKKI HVETJA HANA! KANNSKI SMÁ SMAKK ER MIG AÐ DREYMA? KASTALA- HVERFIÐ HÉR BÚA RÍKIR FÆÐINGARDEILD Víkverji hefur í gegnum tíðina þóstvera mikill grillkarl. Að vísu hef- ur hann ekki farið alla leið í dellunni eins og sumir. Víkverji hefur til að mynda látið það alveg eiga sig að kaupa sér eitthvert risavaxið „Su- per-Grill 3000“, sem tekur nokkur mánaðarlaun að borga upp. Nei, Víkverji hefur látið sér nægja lítið ferðagrill sem vinur hans vann í happdrætti, og var síðan svo góður að selja honum á slikk. x x x Víkverji vildi óska þess að hannværi ögn færari á grillið en hann er, en eldamennska Víkverja hefur hingað til falist í því að kveikja á grillinu, fá opinn eld í gang, og síðan henda á það kjöti og grænmeti eftir þörfum. Kjörbúðirnar hafa séð um maríneringuna, og Víkverji hefur í mesta lagi skellt einhverju ham- borgarakryddi á hakkið þegar því hefur verið að heilsa. Þetta hefur samt flestallt verið ætt, sem komið hefur af grillinu, og engan sakað við grillmennskuna, hingað til. x x x Svo er nefnilega mál með vexti aðVíkverji þreif grillið um daginn, og fékk þá um leið einhverja ónota- tilfinningu, eins og eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Vík- verji fór því að skoða sig um á mark- aðnum, hvort að kannski væri kom- inn tími á annað grill. Þær hugleiðingar náðu þó ekki mikið lengra, og í blíðviðrinu um daginn skellti Víkverji nokkrum lamba- sneiðum á grillið góða. x x x Nú bar svo við, sem aldrei hafðiáður gerst, að grillið lak. Og það sem meira var, það lak brennandi fitu, beint niður á svalirnar, svo að stórsá á þeim. Frú Víkverji brást snarlega við og slökkti eldinn, ásamt því sem hún bjargaði kjötinu, en öll aðkoman minnti helst á stórslysa- mynd með Steve McQueen í aðal- hlutverki. Eflaust er Víkverji eitt- hvað að ýkja hér, en ljóst er að nokkur tími mun líða áður en grill- meistarinn lætur aftur til sín taka. Og ferðagrillið fer beinustu leið á haugana, jafnvel þó að sök þess sé ekki endilega sú mesta. vikverji@mbl.is Víkverji Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda (Sálm. 51:12)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.