Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017 Spider-Man: Homecoming erhvorki meira né minna ensextánda kvikmyndin semgerist í bíóheimi Marvel frá því að Járnmaður Robert Downey Jr. stökk fram á hvíta tjaldið fyrir heilum níu árum. Á þeim tíma hefur ofurhetjuheimur Marvel umbylt stórmyndaiðnaði Hollywood með því binda saman fjölda kvikmyndahetja í einn sameiginlegan sagnaheim þar sem hver ný mynd kallast á við (og auglýsir!) þá næstu. Áður hafði hafði komið út fjöldinn allur af ofurhetju- myndum en þær höfðu verið að- skildar svo maður sá t.d. ekki Bat- man í sömu mynd og Superman. Köngulóarmaðurinn, ein vinsæl- asta ofurhetja Marvel, hefur ekki verið hluti af þessum sagnaheimi fyrr en nú þótt hann hafi verið vel sýnilegur á hvíta tjaldinu. Kvik- myndarétturinn á persónunni hefur legið hjá Sony í mörg ár og hafa þeir framleitt fimm myndir um hann frá árinu 2002. Sú síðasta, The Amazing Spider-Man 2, sem kom úr árið 2014, stóðst ekki væntingar Sony og hefur fyrirtækið því ákveðið að ganga í lið með Marvel til að fram- leiða mynd um ofurhetjuna ástsælu í sama sagnaheimi og Járnmaðurinn, Hulk, Þór og kapteinn Ameríka. Af- raksturinn er Spider-Man: Home- coming. Myndin fjallar um gagnfræða- nemann unga Peter Parker, sem býr yfir ofurkröftum frá því að geisla- virk könguló beit hann og lifir því tvöföldu lífi sem ofurhetja að nafni Köngulóarmaðurinn. Peter er enn að læra hvernig hann getur hjálpað fólki í hlutverki ofurhetju og er áfjáður í að fá mikilvæg verkefni út- hlutuð frá fyrirmynd sinni og læri- föður, Járnmanninum. Í óþolinmæði sinni ákveður Peter að fara sjálfur á stúfana og rannsaka dularfulla vopnaverslun í undirheimum New York undir stjórn glæpamanns að nafni Hrægammurinn. Inn í þessa atburðarás tvinnast atburðir og skóladrama úr einkalífi Peters. Það að vera orðinn hluti af sagna- heim Marvel-myndanna er Könguló- armanninum bæði blessun og fjötur um fót. Á annan bóginn er handrit myndarinnar miklu betra en í fyrri myndum um Köngulóarmanninn og viðheldur sömu hnyttni og einkennir Marvel-bíóheiminn. Á hinn bóginn leggur myndin e.t.v. helst til of mikla áherslu á persónur úr öðrum myndum líkt og Járnmanninn. Þetta verður stundum til þess að áherslan er of mikil á heiminn í kringum Köngulóarmanninn og ekki nógu mikil á Köngulóarmanninn sjálfan. Þetta gerir myndina ekki endilega verri en e.t.v. gerir það hana örlítið óaðgengilegri. Það er auk þess ögn of mikil áhersla á græjur sem Köngulóarmaðurinn fær frá Járn- manninum og ekki nógu mikil áhersla á hans eigin krafta og upp- finningar. Tom Holland er frábær í hlutverki aðalpersónunnar. Hann slær bæði Toby Maguire og Andrew Garfield, sem léku persónuna á undan honum, við: Hann er líflegri og skemmtilegri en sá fyrri en ekki of. Það kom mér á óvart að hann og flestir aðrir leikarar sem léku tán- ingspersónur í myndinni voru komn- ir yfir tvítugt þegar myndin var tek- in upp. Slíkt er auðvitað mjög algengt í kvikmyndum en hér þóttu mér leikararnir sérstaklega trúverð- ugir í hlutverki táninga. Ég veit þó ekki hvort þeir eru í raun og veru mikið unglegri en gengur og gerist eða hvort ég er einfaldlega orðinn svona vanur því að táningar í kvik- myndum líti út eins og fólk á þrí- tugsaldri. Það gæti verið hvort held- ur sem er. Ofurhetja Holland er frábær í hlutverki aðalpersónunnar, að mati rýnis. Áttfætlan í góðum félagsskap Borgarbíó, Egilshöll, Háskóla- bíó, Laugarásbíó og Smárabíó Spider-Man: Homecoming bbbmn Leikstjóri: Jon Watts. Handrit: Jonathan Goldstein og John Francis Daley. Aðal- leikarar: Tom Holland, Michael Keaton og Robert Downey Jr. Bandaríkin 2017. 133 mín. ÞORGRÍMUR KÁRI SNÆVARR KVIKMYNDIR Dansk/íslenska kvikmyndin Vetr- arbræður, eftir Hlyn Pálmason, hefur verið valin í aðalkeppni kvik- myndahátíðarinnar í Locarno og mun keppa um Golden Leopard- verðlaunin í byrjun ágúst. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar og fer fram í 70. skipti nú í ágúst. Vetrarbræður er ein af 18 mynd- um sem hljóta þann heiður að vera valdar í keppnina og sú eina þetta árið frá Norðurlöndunum. Sýningin í Locarno verður jafn- framt heimsfrumsýning kvikmynd- arinnar sem er sú fyrsta sem leik- stjórinn Hlynur gerir í fullri lengd. Á hátíðinni er sérstakur flokkur frumrauna leikstjóra en í tilkynn- ingu frá framleiðendum vetrar- bræðra segir að það sé mikill heið- ur að vera valinn beint í aðalkeppnina. 17 ár eru síðan íslenskur leik- stjóri hefur keppt um Golden Leop- ard-verðlaunin en árið 2000 var fyrsta kvikmynd Baltasars Kor- máks, 101 Reykjavík, sýnd í Locarno. Þar áð- ur hafði aðeins Friðrik Þór Frið- riksson tekið þátt í aðalkeppn- inni, fyrst 1987 með Skytturnar og 1994 með Bíó- daga. Vetrarbræður gerist í einangr- aðri verkamannabyggð á köldum vetri. Myndin segir frá bræðrum og hvernig þeirra daglega rútína er einn dag brotin upp með ofbeldis- fullum deilum milli þeirra og ann- arrar fjölskyldu á vinnustaðnum. Hlynur bæði leikstýrir og skrifar handritið en hann útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum 2013. Kvikmyndin var tekin í Dan- mörku í fyrra og með helstu hlut- verk fara Elliott Crossett Hove, Simon Sears, Victoria Carmen Sonne og Lars Mikkelsen. Vetrarbræður valin í aðalkeppi Locarno Hlynur Pálmason Steve Whitmire, stjórnandi og rödd frosksins Kermit úr Prúðuleik- unum sl. 27 ár, hefur sagt starfi sínu lausu. Whitmire hefur hreyft Kermit og talað fyrir hann frá árinu 1990 í sjónvarpsþáttum um Prúðuleikarana og einnig kvik- myndum. Í hans stað kemur nú brúðustjórnandinn Matt Vogel. Ekki er vitað hvers vegna Whit- mire sagði starfi sínu lausu en á aðdáendavef Prúðuleikaranna, Tough Pigs, segir að Vogel muni þreyta frumraun sína í myndbandi sem birt verður í næstu viku. Whit- mire tók við froskinum eftir að Jim Henson, skapari Prúðuleikanna, lést en hann hafði áður talað fyrir Ernie í Sesame Street. Hann hafði þó unnið að þáttunum um Prúðu- leikarana frá árinu 1978 og einnig Búrabyggð, eða Fraggle Rock eins og þeir heita á frummálinu. Þá vann hann með Henson við gerð kvikmyndanna The Dark Crystal og Labyrinth. Vogel á svo að baki langan feril sem brúðustjórnandi í Prúðuleikurunum, allt frá tíunda áratugnum. Slítur 27 ára sam- bandi við Kermit Breyting Kermit skiptir um rödd og stjórnanda í annað sinn á ferlinum. SÝND KL. 8, 10.20 SÝND KL. 6, 9 SÝND KL. 10.40 SÝND KL. 5, 8 Miðasala og nánari upplýsingar 5% ÍSL. 2D KL. 4, 6 ENSK. 2D KL. 4 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japansktmeistaraverk Landsins mestaúrval af píanóumí öllum verð�lokkum.Hjá okkur færðufaglega þjónustu,byggða á þekkinguog áratuga reynslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.