Morgunblaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017
✝ Ágústa Lár-usdóttir fædd-
ist í Vest-
mannaeyjum 10.
júní 1941. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 5. júlí 2017.
Foreldrar henn-
ar voru þau Ágústa
Gísladóttir, f. 25.
ágúst 1914, d. 15.
ágúst 1941, og Lár-
us Ársælsson, f. 9. maí 1914, d.
13. ágúst 1990. Seinni kona
Lárusar var Bergþóra Þórð-
ardóttir, f. 16. mars 1924, d. 16.
júlí 2004. Eftir að móðir Ágústu
lést ólst hún að mestu upp hjá
móðurforeldrum sínum, þeim
Sigríði Einarsdóttur, f. 1891, d.
1964, og Gísla Magnússyni, f.
1886, d. 1962. Samband við föð-
ur og systkini var alla tíð mikið
Sóley, f. 29. mars 2007. 3) Auð-
ur, f. 13. febrúar 1971. Maður
Auðar var Pétur Jakob Pet-
ersen, f. 24. júlí 1966, en þau
slitu samvistum. Dætur þeirra
eru Sæunn Anna, f. 15. sept-
ember 1992, og Brynja Sif, f.
31. júlí 2000. Fyrir átti Héðinn,
Gunnar Pétur, f. 28. mars 1961.
Kona hans er Ingibjörg Val-
geirsdóttir, f. 3. júní 1958. Börn
þeirra eru Svavar Már, f. 10.
júní 1980, Kristín Brynja, f. 27.
júní 1985, og Guðmundur Ingi,
f. 25. mars 1992.
Ágústa lauk skyldunámi og
fór síðan að vinna á Símstöð-
inni í Vestmannaeyjum. Hún
flutti til Reykjavíkur 1964 þeg-
ar síminn varð sjálfvirkur og
starfaði þar til 1971. Eftir að
börnin fæddust var hún heima-
vinnandi húsmóðir. Í kringum
1978 fór hún að vinna skrif-
stofustörf hjá Landflutningum
og síðan hjá Samskipum, þar til
hún lét af störfum fyrir aldurs
sakir.
Útför Ágústu fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 13. júlí
2017, klukkan 13.
enda bjuggu þau
steinsnar hvert frá
öðru. Systkini
Ágústu eru Sigríð-
ur, f. 23. janúar
1936, og Ársæll, f.
6. nóvember 1939.
Ágústa giftist
Héðni Baldvinssyni
rafvirkja, fæddur á
Akureyri 29. apríl
1940. Börn Ágústu
og Héðins eru: 1)
Sigríður, f. 23. maí 1968, og
hún á tvíburana Huldu Hrund
og Óðin, f. 6. júní 1997. Faðir
þeirra er Arnar Reynisson, f.
26. mars 1965. 2) Gísli, f. 19.
desember 1969, kona hans var
María Sigrún Gunnarsdóttir, f.
26. ágúst 1968, d. 1. október
2014. Börn þeirra eru tvíbur-
arnir Ágústa Mjöll og Hjörtur
Snær, f. 19. maí 1997, og Una
Fyrstu minningarnar eru úr
Hraunbænum, mamma með eld-
rautt naglalakk, ávallt til staðar
og raulandi eyjalög. Þegar farið
var til Akureyrar þá var sungið
hástöfum alla leið, en þá tók
ferðin um níu klukkustundir.
Hin ótrúlega þjónustulund henn-
ar, eins og skáti, ávallt til þjón-
ustu reiðubúin. Ég held hún hafi
aldrei sest fyrr en í lok máltíðar
enda kröfuharður húsbóndi á
heimilinu.
Minning um að gera mömmu
hamingjusama hefur ávallt verið
mjög sterk hjá mér. Ég hef verið
um sex ára þegar ég sit inni í
litla herbergi í Hraunbænum og
úr útvarpinu hljómaði lagið „Ég
skal mála allan heiminn, elsku
mamma“. En laglínurnar endur-
spegluðu mínar tilfinningar til
mömmu. Mála allar erfiðar
stundir í burtu og mála fallegar í
stað þeirra. Ég gat nú alveg
klikkað á smáatriðunum, en
svona í heildina reyndi ég mitt
besta.
Mamma hefur alltaf verið
hornsteinn í mínu lífi, alltaf stað-
ið með mér nema þegar ég hag-
aði mér eins og fífl. En þá var
mjög hógværum skilaboðum
komið á framfæri. Þegar ég
greindist með gigt var ófáum
steinum velt við í þeirri viðleitni
að bæta líðan mína.
En mamma pantaði, að mér
forspurðri, tíma m.a. í nudd, hjá
læknamiðli, heilara, og öðrum
óhefðbundnum. Allt í þeirri trú
að hjálpa mér yfir þennan þrösk-
uld. Án efa hefur þetta allt hjálp-
að til að ég náði að jafna mig, en
ávallt er það þó stuðningurinn
sem skiptir mestu. Þegar ég
varð ólétt, algerlega óvænt, þá
var svarið „við gerum þetta sam-
an“. Og já, við sannarlega gerð-
um þetta saman. Tuttugu árum
síðar var komið að tímamótum
hjá mér, þar sem ég gat stokkið
út í óvissuna með hennar stuðn-
ingi. Þá var svarið: „Komdu bara
Auður, þetta reddast.“
Mamma var alltaf heilsu-
hraust þar til hún greindist með
krabbameinið fyrir 13 mánuðum.
Án efa hefur það verið mjög erf-
itt, en hún hélt því fyrir sjálfa
sig. Hún aðlagaðist nýju hlut-
verki með æðruleysi og von. Hún
var jákvæð, fór eftir öllu því sem
fyrir hana var lagt. Nema hún
var hikandi að þiggja aðstoð.
Hún varð pirruð þegar henni var
bent á þá þjónustu sem stóð
henni til boða og orðrétt sagði
hún: „Hvað á ég þá að gera, á að
gera mig að algerum aumingja?“
Hún gekk í gegnum hverja raun
með brosi og ljúfleika.
Þegar raunveruleikinn varð sá
að ekkert var hægt að gera
meira vildi mamma taka spjallið.
Hún vildi strax tala um hvernig
henni leið, hvaða óskir hún hefði,
og nokkrar pælingar eftir það.
Hún sagðist ekki vera hrædd en
ég mun líklegast aldrei vita
hvort henni raunverulega leið
þannig eða hvort hún var að hlífa
mér. En henni fannst óttalegt
vesen á sér.
Já, þetta krabbamein getur
sannarlega verið vesen. Loka-
dagarnir voru grimmir og vægð-
arlausir en hvíldin kom og eftir
stendur innilegt þakklæti.
Eftir þessa vegferð ber að
þakka fyrir það sem var vel gert.
Heimahlynning Karítas, Örvar
krabbameinslæknir. Líknadeild-
in sem hélt utan um okkur fjöl-
skylduna.
Vinir og ættingjar. Gústa
frænka, þú hélst mér á lífi og
takk fyrir það.
Mamma er, var og verður
best.
Þín
Auður.
Þá hefur hún Búdda mín feng-
ið hvíldina. Það hefur verið gef-
andi og þroskandi að fylgjast
með veikindaferli hennar síðustu
18 mánuði. Við vissum ekki í
fyrrasumar hvort hún lifði sum-
arið af. Læknarnir sögðu nú í
byrjun sumars að hún væri búin
að sprengja allar viðmiðanir um
hversu lengi væri hægt að lifa
með þennan sjúkdóm. Hún sýndi
ótrúlega baráttu fyrir lífinu, já-
kvæðni og síðan æðruleysi. Hún
hélt andlegri reisn sinni fram að
því síðasta þrátt fyrir að líkams-
kraftar væru þrotnir og erfitt að
skilja hvernig hún hafði mátt til
að halda sér uppi.
Í gegnum tíðina var Búdda
sameiningartákn fjölskyldunnar.
Börnin og barnabörnin skiptu
öllu máli og hún var ætíð boðin
og búin að gera allt fyrir sitt
fólk. Umhyggja afkomendanna
kom síðan í ljós í veikindabarátt-
unni þegar þau voru boðin og
búin að aðstoða hana með Auði
dóttur sína í fararbroddi. Stund-
um þótti Búddu nóg um og
fannst að þau væru að umgang-
ast hana sem sjúkling! Allir löð-
uðust að henni. Það sást best á
því að hún var enn boðin í reglu-
lega samveru með gömlum sam-
starfskonum frá Samskipum, þó
hún hafi hætt fyrir níu árum
sökum aldurs. Vinátta systranna
Búddu og Sirrýjar móður minn-
ar var mikil, dagleg símtöl, sund-
ferðir og ferðalög, þar sem þær
dvöldust í Eyjum og síðan á ann-
arri eyju í suðurhöfum.
Ég þakka þér fyrir samfylgd-
ina í gegnum árin og veit að þú
vakir áfram yfir þínum. Ég votta
Héðni, börnum og barnabörnum
innilega samúð. Þeirra missir er
mikill.
Þín systurdóttir og nafna,
Ágústa Guðmarsdóttir
Gústa, mín kæra vinkona, hef-
ur kvatt þetta líf. Ég vissi að
hverju stefndi en tíminn varð þó
styttri en ég bjóst við.
Við höfum þekkst í yfir 50 ár.
Fluttum á svipuðum tíma í
Hraunbæinn og tengdumst strax
sterkum vináttuböndum. Við átt-
um margar góðar stundir saman,
ótal minningar sem eru svo dýr-
mætar í dag. Dýrmætastar eru
þó líklega hversdagslegu stund-
irnar yfir kaffibolla. Það var
ómetanlegt að eiga góða vinkonu
í sama stigagangi til margra ára
og síðan fluttum við, hún í Brúa-
rás og ég í Næfurás í Seláshverfi
og að lokum enduðum við svo í
Kópavogstúni.
Okkar vinskapur var mjög ná-
inn, við vorum alltaf til staðar
fyrir hvor aðra. Ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þér.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að vera með þér síðustu
dagana og geta kvatt þig. Við
áttum á þessum síðustu dögum
djúpt og innilegt spjall sem ég
mun geyma með mér.
Vináttan er dýrmæt og vinir
eru eitt það dýrmætasta sem
maður á í lífinu.
Kæra vinkona, með þessum
fáu orðum þakka ég þér einstaka
vináttu og sendi Héðni, Sirrý,
Gísla, Auði, barnabörnum og
öðrum ástvinum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Hvíl í friði.
Þín vinkona,
Halldóra F. Arnórsdóttir.
Á lífsleiðinni mætir maður
mörgum. Sumir gleymast fljótt,
aðrir aldrei. Sumir skilja eftir
sig grunn spor meðan aðrir
glæða líf manns og gera það
betra. Hún Ágústa okkar Lár-
usdóttir, Gústa, var ein þeirra
sem gleymast aldrei og sannar-
lega glæddi líf okkar og tilveru.
Hún var svo skemmtileg, hún
Gústa. Viðhorf hennar og sýn á
lífið var sannarlega til eftir-
breytni. Það var alltaf tilhlökkun
að koma í vinnuna og hitta hana.
Hún hafði einstakt lag á því að
sjá spaugilegu hliðar mannlífsins
og komast þannig að orði að
hlátrasköllin glumdu um sali.
Það var líka svo gaman að gera
sér dagamun með henni. Hún
hafði svo gaman af því og naut
þess í botn að eiga kvöldstund
með góðum vinum, á góðu veit-
ingahúsi með eitthvað gott í glasi
og fallega fram borinn mat. Við
minnumst sérstaklega samveru
með henni um síðustu jól þegar
við áttum saman árlegan „jóla-
fund“. Þá var hlegið sem oft áð-
ur, þó af henni væri dregið. Nú
sitjum við eftir með minningarn-
ar og fullt af þakklæti fyrir að
hafa verið svo lánsamar að mæta
henni Gústu á lífsleiðinni. Takk
fyrir samfylgdina, elskuleg.
Vottum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Sigþrúður, Margrét Alma,
Dagný, Anna og Anna
Guðný, Samskipum.
Ágústa
Lárusdóttir
✝ Ármann Heið-ar Halldórsson
fæddist í Bæ 1 á
Selströnd í
Strandasýslu 23.
okt. 1937. Hann lést
á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
3. júlí 2017.
Foreldrar hans
voru hjónin Halldór
Guðmundsson
bóndi í Bæ á Sel-
strönd, f. 1. okt. 1897, d. 13. feb.
1975, og Guðrún Petrína Árna-
dóttir húsfreyja, f. 27. jan. 1894,
d. 29. júní. 1974.
Systkini Ármanns voru sex :
Tómas Kristófer, Guðmundur,
Anna Guðrún, Unnur, Jóhann
Gunnar og Guðlaug, fóst-
ursystir.
Ármann Heiðar hóf sambúð
með Evu Jónsdóttur, f. 10. feb.
1936, d. 5. apr. 2003. Foreldrar
hennar voru Jón Guðmundsson,
sjómaður á Drangsnesi, f. 17.
sept. 1908, d. 5. sept. 1971, og
Ingibjörg Kristmundsdóttir ljós-
móðir í Kaldrananeshreppi, f.
22. mars 1903, d. 9. maí 2002.
Ármann Heiðar og Eva eign-
nesi vorið 1963. Ármann stund-
aði sjómennsku og starfaði einn-
ig í frystihúsinu á Drangsnesi
og fór síðan á vertíðir suður
með sjó í beitningarvinnu. Í nóv-
ember 1971 fluttust þau til
Sandgerðis í Gunnarshólma og
árið 1975 fluttu þau á Klapp-
arstíg 5. Í Sandgerði vann hann
við fiskvinnslu og beitning-
arvinnu og var oft land-
formaður. Þá stundaði hann
grásleppuveiðar á vorin frá
Drangsnesi á eigin bátum eftir
að flutt var suður. Árið 1996
stofnaði Ármann eigin útgerð
með Halldóri syni sínum og
starfaði hann óslitið við hana
fram á síðustu ævidaga.
Árið 2004 hóf Ármann sam-
búð með Kristínu Kristjáns-
dóttur frá Hnífsdal, f. 11. jan.
1942, d. 26. mars 2006, og fluttu
þau til Keflavíkur. Kristín átti
þrjár uppkomnar dætur og í dag
eru barnabörnin orðin níu og
langömmubörnin tvö.
Ármann hóf sambúð með
Guðríði Pálsdóttur, f. 23. okt.
1946, árið 2007. Guðríður á
þrjár dætur, fjórtán barnabörn
og tíu langömmubörn.
Fluttu þau Ármann og Guð-
ríður til Njarðvíkur og bjuggu
þau saman að Svölutjörn 50 til
hans hinsta dags.
Útför Ármanns Heiðars fer
fram frá Keflavíkurkirkju í dag,
13. júlí 2017, klukkan 13.
uðust þrjú börn.
Þau eru 1) Anna
Jonna, f. 6. ág.
1961. Maki Krista
Hannesdóttir, f. 7.
apríl 1980, Anna
Jonna á eina dóttur
og eitt barnabarn.
2) Halldór, f. 19. ág.
1963, kvæntur Ás-
dísi Erlu Jóns-
dóttur, f. 10. mars
1967, og eiga þau
þrjú börn og tvö barnabörn. 3)
Ingibjörg Sigríður, f. 30. jún.
1969, og á hún tvær dætur. Fyr-
ir átti Eva soninn Róbert Berg-
mann Harðarson, f. 18. jún.
1956, d. 2. maí 1984. Róbert
eignaðist tvö börn sem búsett
eru í Alaska og eru barnabörnin
orðin sex.
Ármann ólst upp í Bæ 1.
Skólaganga hans var í barna- og
unglingaskóla Drangsness. Á
uppvaxtarárum hjálpaði hann
við sveitastörf og sjómennsku
og naut þar leiðsagnar foreldra
og eldri systkina sinna.
Ármann og Eva giftu sig
þann 11. des. 1961 og fluttu frá
Bæ 1 í Bræðraborg á Drangs-
Elsku afi okkar og pabbi minn.
Eðli þitt og andi áframhaldi í mér,
þinn arfur gen og mengi meitlað til
hálfs í mér
þú færir mér til framtíðar þitt hugarfar
og vilja,
sjálfan þig í mér ég sé, er sporin þín ég
tel.
Nú slokknar ljósið sem að skinið hefur
svo skært
og lýst upp líf svo margra
en minninguna munum ávallt ég og þú
geyma í hjarta okkar
við kveðjum þig
með sárum söknuði
því þú gafst okkur svo margt
Nú leggur þú af stað
í þitt hinsta ferðalag
nú ég kveð þig
Góða ferð
til almættis
ég bið að heilsa
góða ferð
í paradís
Við höldum áfram en sporin eru þung
það er svo tómlegt án þín
en er ég hugsa um allt það góða sem
þú gafst mér
þá fyllist ég af gleði
gangi lífsins fær enginn breytt
né flúið örlög sín
nú leggur þú af stað
í þitt hinsta ferðalag
nú ég kveð þig
Góða ferð
til almættis
ég bið að heilsa
góða ferð
í paradís
Ég horfi í himininn
og ég sé og ég sé
ný stjarna hefur fæðst
sem skín svo skært
Góða ferð
til almættis
ég bið að heilsa
góða ferð
í paradís
góða ferð
til almættis
Ég bið að heilsa
(Ellert H. Johannsson)
Við huggum okkur við það að
þú ert hjá ástvinum þínum sem
hafa beðið eftir þér svo lengi, og
fögnum því að hafa fengið að hafa
þig hjá okkur og varðveitum góð-
ar minningar með þér í hjarta
okkar.
Skilaðu kveðjunni minni,
pabbi.
Þínar
Ingibjörg Sigríður,
Petrína Bergmann og
Sunneva Bergmann.
Elsku tengdapabbi, ég fékk að
kynnast þér, þessum hjartahlýja
manni, aðeins 16 ára gömul, þeg-
ar ég kom inn á heimili ykkar að
Klapparstíg 5 í Sandgerði. Ég á
svo margar góðar minningar, því
það er víst óhætt að segja að það
hafi aldrei verið nein lognmolla á
Klapparstígnum.
Góðmennsku þína sýndir þú
aðallega í verki.
Ég man þegar þú breiddir yfir
mig teppi þegar ég lagði mig í
sófann ykkar þegar ég gekk með
Guðríði Evu og við hjúin ekki enn
flutt í nýja húsnæðið sem verið
var að standsetja.
Ég man þegar við fórum að
tína ber eða í réttirnar, þegar ég
fór í sumarbústaðarferð með
ykkur hjónum og tveimur af
yngstu börnum mínum, útileg-
urnar með ykkur hjónum með
nýja fellihýsið, jólin, áramótin og
svo mætti lengi telja.
Ekki má gleyma hvað þér þótti
gott að borða góðan mat, ég tala
nú ekki um sætabrauð en mér
varð einu sinni á orði við eitt
barna minna þegar torgað var
heilum kexpakka að kveldi að það
ætti nú ekki langt að sækja það.
Hvað það var mikil gleði þegar
þú keyptir húsið á Drangsnesi
því það var alltaf yndislegt að
koma á Drangsnes í afahús eins
og barnabörnin kölluðu það. Ég
veit hvað þú varst stoltur af
barnabörnunum þínum.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
flutt í nágrenni við ykkur Gurrý
og vera þeeirrar gæfu aðnjótandi
að hitta ykkur næstum daglega
síðasta árið hans.
Einnig naut Vaskur, ferfæt-
lingur, góðs af göngutúrum sem
þú varst óspar á.
Vertu nú kært kvaddur, elsku
tengdapabbi og hvíl í friði.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þín tengdadóttir
Ásdís.
Elsku afi, nú ert þú fallinn frá
og minningarnar um þig streyma
til okkar. Við minnumst þess hve
góðhjartaður og umhyggjusamur
þú varst.
Þér var alltaf svo umhugað um
okkur þegar eitthvað bjátaði á og
ferskast í minningunni er að þeg-
ar Íris átti erfitt með að kyngja
mat eftir hálskirtlatöku þá varst
þú ekki langt frá og vildir gefa
henni próteinsjeikana þína sem
læknirinn hafði skrifað þér. Á
Drangsnesi var líka alltaf vel tek-
ið á móti okkur og hugsað um
okkur.
Við minnumst vinnusemi þinn-
ar og tökum til fyrirmyndar
hversu annt þér var um að skila
vinnunni vel frá þér.
Við minnumst einnig gaman-
semi þinnar frá beitningaskúrn-
um þar sem oft var stutt í sögur
og vísur, og líka dans þegar það
komu lög sem þú hafðir gaman af.
Svo má ekki gleyma gamlárs-
kvöldunum þar sem þú smitaðir
alla í kringum þig af tilhlökkun
við að fara út og sprengja upp
alla flugeldana og fagna nýju ári.
Við munum sakna þín.
Hvíldu í friði.
Þín barnabörn,
Guðríður, Ármann og Íris.
Gránar himinn, dropar
detta
dröfnin vaggar til og frá.
Steingrímsfjarðar föl er
hetta
feiminn kveður, dögg á
brá.
Málar fjörðinn milljón liti
mögnuð sól og
kvöldroðinn.
Ávallt varst að okkar viti
allra besti vorboðinn.
Undan vindi bærist bára
blíðlega og nærgætin.
Líður tímans lygna gára
ljúfan núna kveður vin.
(HBJ.)
Í dag kveðjum við Ármann
frænda með söknuði en með
þakklæti fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum með honum.
Sendum Gurrý, Önnu Jonnu,
Halldóri, Ingu Siggu og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur.
Auður í Bæ 1 og fjölskylda.
Ármann Heiðar
Halldórsson