Morgunblaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017 Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Þrífa þarf blýgráar götur borgarinnar og stræti þrátt fyrir fáar sólskinsstundir og rigningu. Sól- in gægist þó sums staðar í gegnum suddann á næstu dögum hér og þar um landið en eitthvað minna á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við suðaustan 5-15 m/s, hvassast verð- ur við suðvesturströndina næstu daga og rigning einkum sunnan og vestan til, en þurrt að mestu á Norðausturlandi. Hiti verður 10 til 18 stig. Morgunblaðið/Golli Þrífa þarf það sem rigningin skolar ekki í burtu Talið er víst að franska konan Louise Soreda, sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær, hafi farið með áætlunarbíl á höf- uðborgarsvæðið frá Keflavíkur- flugvelli 5. júlí. Þetta sagði Guðjón Garðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í gærkvöldi. „Við erum búin að grandskoða allt myndavélakerfið á flugvellinum og við teljum það nokk- uð víst að hún hafi farið með áætl- unarbíl á höfuðborgarsvæðið,“ sagði Guðjón. Engar frekari upplýsingar eru um ferðir Louise sem er 22 ára og kom hingað til lands ein síns liðs 5. júlí síðastliðinn. Tveimur dögum síðar barst íslensku lögreglunni fyrir- spurn frá Interpol um hana. Að sögn Guðjóns hafa lögreglunni borist fjölmargar ábendingar frá al- menningi sem tengjast konunni, þær hefðu allar verið skoðaðar án árang- urs. Seint í gærkvöldi hafði Lands- björg ekki borist beiðni frá lögreglu um að hefja leit að Louise. Frönsku konunnar enn saknað  Engin beiðni borist um leit Louise Soreda Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is 68% þeirra sem bíða eftir skurð- aðgerð á augasteini hafa beðið lengur en í þrjá mánuði, 70% þeirra sem bíða eftir liðskiptum á mjöðm hafa beðið lengur en í þrjá mánuði og 100% þeirra sem bíða eftir æðahnútaaðgerðum hafa beðið lengur en í þrjá mánuði. Þetta kemur fram í töluyfirliti Embættis landlæknis um biðlista eftir völdum skurðaðgerðum fyrir júní 2017. Viðmiðunarmörk embættisins um ásættanlegan biðtíma eftir aðgerð eru þrír mánuðir og í fyrravor var ákveðið að verja um 1,7 milljörðum króna fram til ársins 2018 til að stytta bið sjúklinga eftir aðgerðum, þar af 840 milljónum af fjárlögum þessa árs. „Ég vona og treysti að átakið skili góðum árangri og fagna orð- um landlæknis sem segir að líklegt sé að biðtími þeirra sem lengst bíða haldi áfram að styttast. Þann- ig munu fleiri þeirra sem bíða fá lausn sinna mála innan tilsettra tímamarka,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra um þessa stöðu mála. Í greinargerðinni kemur fram að tekist hafi að stytta þá biðlista sem hafi verið lengstir en biðtími eftir valaðgerðum á Íslandi sé enn of langur. „Meginmarkmið átaksins sem nú stendur yfir er að stytta bið eftir aðgerðum þannig að biðtími sé inn- an þeirra viðmiða sem Embætti landlæknis hefur sett. Heilbrigðis- stofnunum sem taka þátt í átakinu gengur vel að fylgja áætlun og þær hafa brugðist við átakinu með við- bótarmönnun, uppbyggingu á að- stöðu og kaupum á tækjabúnaði. Það er mikilvægt að fylgjast vel með árangrinum og halda áfram að meta þörf fyrir aðgerðir,“ segir Óttarr. Saxast hægt á biðlistana  100% biðu leng- ur en 3 mánuði eft- ir æðahnútaaðgerð Morgunblaðið/Eggert Biðlistar Tekist hefur að stytta þá biðlista sem hafa verið lengstir. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Aðalatriðið er að virða vilja sjóð- félaga og að fólk hafi val,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins, um þann ágreining sem verið hefur um hvort flytja megi tilgreinda séreign eftir hækkun lífeyrisiðgjaldsins á milli sjóða. Ólafur er ósammála þeim sjónar- miðum sem forsvarsmenn á vinnu- markaði og í lífeyrissjóðum stéttar- félaga hafa haldið fram að eftir að Fjármálaeftirlitið kvað upp úr um að sérhver sjóðfélagi ráði því hvert hann greiðir séreignina, verði öll innheimta flóknari og sjóðirnir settir í ankanna- lega stöðu að þurfa að annast greiðslu- miðlun. „Það er bara fyrirsláttur. Það er ekkert flókið að skipta iðgjaldinu og greiða skylduiðgjaldið á einn stað og séreignina á annan,“ segir hann. Hann bendir á að nú sé rætt um að til standi að breyta lögum um lífeyris- sjóði og frumvarp sé í smíðum sem samstaða sé um „en það er langt frá því að það sé samstaða um þetta atriði. Þarna er ákveðin meginregla brotin ef menn ætla að skylda fólk án nokkurs rökstuðnings til þess að greiða sér- eignina til tiltekins sjóðs,“ segir hann og telur að eftir að FME tók af skarið yrði erfitt að ætla að reyna að vinda ofan af ákvörðun þess með lagasetn- ingu. Peningaleg eign hvers og eins Ólafur segir að breytingarnar í líf- eyrismálum sem ASÍ og SA sömdu um á sínum tíma í kjölfar Salek-sam- komulagsins, að bjóða launþegum upp á að hluti lífeyrisiðgjalds renni til sér- eignar, séu jákvætt skref en byggja hefði mátt meira á því fyrirkomulagi sem er í dag og á sér stoð í lögum. Fyrirkomulagið sem séreignarsjóð- irnir hafa nýtt síðastliðin 20 ár, þ.e.a.s Íslenski lífeyrissjóðurinn, Almenni líf- eyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóð- urinn, með samþættingu sameignar og séreignar hafi reynst mjög vel. „Ákvörðun FME kemur alls ekki á óvart af því að munurinn á samtrygg- ingarréttindum og séreign er tals- verður. Samtryggingarréttindi eru tryggingarréttindi og þau er t.a.m. ekki hægt að flytja á milli lífeyris- sjóða,“ segir hann. „Séreignarréttind- in eru allt annars eðlis. Þau eru í raun og veru peningaleg eign hvers og eins sjóðfélaga. Meginreglan í lögunum eins og þau eru í dag er að slíka eign er hægt að flytja á milli sjóða þannig að sjóðfélaginn hefur val. Það sem mér hefur alltaf fundist gleymast í um- ræðunni síðastliðið ár er hver er rétt- ur sjóðfélagans og hvað hann vill. Það skortir algerlega rök af hálfu ASÍ og SA fyrir því að sjóðfélaginn ætti ekki að fá að velja sinn sjóð eða sína ávöxt- unarleið fyrir þennan sparnað. Það er vísað til einhverra raka um innheimtu og að þetta sé svo flókið og fleira í þeim dúr en það stenst enga skoðun. Sumir sjóðir eins og t.d. Lífeyrissjóð- ur bankamanna tekur bara við 10% ið- gjaldi og sjóðfélaginn ákveður síðan hvert hann greiðir það sem eftir stendur,“ segir hann og bendir á að í séreigninni felist samkeppni því þar geti fólk flutt eign sína milli vörslu- aðila að vild, m.a. eftir því hvernig ávöxtunin er á hverjum tíma. „Ekkert flókið að skipta iðgjaldinu“  Framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins segir engin rök fyrir því að banna fólki að flytja til- greinda séreign milli sjóða  Telur að erfitt yrði að vinda ofan af ákvörðun FME í væntanlegri löggjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.