Morgunblaðið - 13.07.2017, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Káinn var skemmtilegt skáld og
vinsælt í Vesturheimi. Hann var Ak-
ureyringur í húð og hár, flutti ungur
vestur um haf og kallaði sig K.N.
Júlíus. Bjó fyrst í Kanada en síðan í
Bandaríkjunum. Nú má segja að
skáldið sé loksins komið heim aftur
og þykir eflaust mörgum tímabært.
Káinn fæddist árið 1860 en dó 1936.
Akureyringum barst á dög-
unum gjöf vestan frá Norður-
Dakóta, þar sem Káinn - Kristján
Níels Jónsson - bjó í áratugi. Um er
að ræða afsteypu af minnisvarða um
hið akureyrska skáld í Eyford í
Norður-Dakóta en gefandi er Ís-
lendingafélagið í Grand Forks og
Mountain auk fjölda einstaklinga.
Gjöfinni verður komið fyrir í
Innbænum á Akureyri, steinsnar frá
staðnum þar sem Kristján Níels bjó
til 18 ára aldurs, áður en hann flutti
vestur þar sem hann bar beinin.
Forsaga málsins er sú að dag
einn leitaði Káinn mjög sterkt á
Kristin Má Torfason, forstöðumann
hjá Akureyrarbæ; það var eins og
Káinn vildi koma því á framfæri að
halda þyrfti minningu sinni á lofti!
Kristni leist vel á hugdettuna, ræddi
við Hólmkel Hreinsson amtsbóka-
vörð og þegar þeir fóru að kanna
málið kom í ljós að ekkert væri í
bænum sem minnti á skáldið. Í kjöl-
farið stökk Jón Hjaltason sagnfræð-
ingur á vagninn.
Kristín Jóhannsdóttir, aðjunkt
við Háskólann á Akureyri, bættist
síðan í hópinn og kom á sambandi
við Þjóðræknisfélag Íslendinga í
Vesturheimi. Nýkjörinn formaður
þess, Sunna Pam Olafson-Furstenau
frá Fargo í Norður-Dakóta, kom í
heimsókn til Íslands í fyrrasumar og
þá kannaði Kristinn Már hvort ef til
vill væri til afsteypa af minnisvarð-
anum, sem hugsanlega yrði hægt að
fá hingað norður eftir. Svo reyndist
ekki vera, en Sunna Pam gekk fljót-
lega í málið og safnaði á skömmum
tíma nægu fé til að gera afsteypuna
og vildi endilega gefa Akureyr-
ingum, ef bærinn vildi þiggja.
Í kjölfar alls þessa var ákveðið að
halda málþing um Káin. Það verður í
Háskólanum á Akureyri 26. ágúst á
vegum Káinsnefndar – Akureyring-
anna sem nefndir voru að framan –
og Þjóðræknisfélags Íslendinga í
saminnu við skólann og fleiri. Um
það bil tíu fyrirlesarar koma fram,
m.a. Viðar Hreinsson, sem skrifaði
ævisögu skáldsins Stephans G.
Stephanssonar, Jónas Þór sagn-
fræðingur, Egill Helgason sjón-
varpsmaður, sem fjallaði um Káin í
þáttum sínum, og Baggalúturinn
Bragi Valdimar Skúlason sem gert
hefur lög við nokkur ljóða Káins.
Síðast en ekki síst má nefna að
einn gesta á málþinginu verður Ele-
nor Biliske (fædd Hall). Káinn var
ráðinn vinnumaður á bæ ömmu
hennar – ekkju með fjögur börn –
1894 og starfaði þar í fjóra áratugi.
Elenor er liðlega níræð og sú eina
sem enn er á lífi sem umgekkst og
þekkti Káin náið. Hún var tíu ára
þegar hann lést.
Í vor fór Kristinn Már Torfason
ásamt eiginkonu sinni, Sunnu Vil-
borgu Jónsdóttur, á árlegt Þjóð-
rækniþing í Norður-Dakóta, sem Ís-
lendingafélög í Kanada og
Bandaríkjunum hafa haldið í sam-
einingu í áratugi.
Þess má geta til gamans að eftir
að hafa skráð sig á þingið gaf ókunn-
ur maður sig á tal við hjónin, spyr
hvaðan þau séu og hvert erindið sé á
ráðstefnuna. „Akureyri? Það er fal-
legasti bær á Íslandi,“ sagði mað-
urinn og þegar Kristinn tjáði honum
að sjálfur væri hann kominn til þess
að tala um Káin á málþinginu varð
maðurinn undrandi. Þannig var
nefnilega mál með vexti þessi maður
var nú bóndi á bænum þar sem Ká-
inn var vinnumaður í fjörutíu ár.
„Tilviljun? Það er ég ekki svo viss
um!“ sagði Kristinn Már.
Þrjár nýjar vatnsrennibrautir
verða teknar í notkun við Sundlaug
Akureyrar í dag og verður blásið til
hátíðar af því tilefni. Opið verður til
miðnættis í kvöld og annað kvöld og
í dag verður frítt í sund.
Áður en öllum sem áhuga hafa
verður hleypt í nýju vatnsrenni-
brautirnar, fer fram stutt athöfn
sem hefst kl. 14 en þar verður m.a.
tilkynnt um sigurvegara í sam-
keppni um nöfn á brautirnar þrjár.
Þeir fá að renna sér fyrstir í viðkom-
andi braut.
Framkvæmdir vegna breytinga
á sundlaugarsvæðinu og uppsetn-
ingar nýju lauganna hófust í október
á síðasta ári og hafa ekki farið
framhjá bæjarbúum eða gestum
þeirra. Litríkar brautirnar hafa vak-
ið mikla athygli og án efa eru margir
orðnir spenntir að renna sér.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Káinn Afsteypa af minnisvarðanum frá Norður-Dakóta komin í hús. Frá vinstri: Þórgnýr Dýrfjörð, deildarstjóri
Akureyrarstofu, Jón Hjaltason sagnfræðingur, Kristinn Már Torfason og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri.
Skáldið Káinn
kemur heim
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Litadýrð Framkvæmdir voru enn á fullu við Sundlaug Akureyrar í gær.
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
o
o
Karlmaður um áttrætt var dæmdur í
fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi
Norðurlands eystra fyrir að hafa
brotið ítrekað kynferðislega á þrem-
ur stúlkum yfir tíu ára tímabil en
stúlkurnar eru barnabörn mannsins.
Brotin áttu sér stað á árunum 1997
til 2007 en á þeim tíma voru stúlk-
urnar 6 til 14 ára gamlar. Meðal þess
sem hinn sakfelldi lét stúlkurnar
gera var að fróa sér, hann sleikti
kynfæri þeirra og lét þær horfa á
klámfengið efni.
Í vitnisburði fyrrverandi bekkjar-
systur einnar stúlkunnar lýsir hún
samtali þar sem stúlkan segist hafa
misst meydóminn af völdum afa síns.
Systir sömu stúlku kvaðst einnig
hafa orðið fyrir kynferðislegu broti
af hálfu afa síns en ekki haft kjark til
að kæra þar sem henni hafi verið
ógnað með því að það myndi eyði-
leggja líf ömmu hennar. Þá kom
fram í vitnisburði hennar að afi
hennar hefði brotið á fleiri stúlkum í
fjölskyldunni en þeim sem ákært var
fyrir í málinu.
Tekið tillit til aldurs
Dómurinn segir ekkert liggja fyrir
sem bent geti til þess að brotaþolar
beri rangt, annað
en neitun ákærða.
Framburður
brotaþola þótti
svo trúverðugur
að hann var lagð-
ur til grundvallar
dómi og talið
sannað með hon-
um að ákærði hafi
framið þá verkn-
aði sem honum
voru gefnir að sök í ákæru. Þá segir
enn fremur í dómi Héraðsdóms
Norðurlands eystra að ekki verði
með nokkru móti ráðið að brotaþolar
hafi haft einhvers konar sammæli
um málsatvik. Er frásögn hverrar og
einnar sjálfstæð og tengd við tímabil
og staði í öllum aðalatriðum.
Hinn sakfelldi er nær áttræður og
samkvæmt læknisvottorðum er hann
fjölveikur og notar fjölda lyfja. Var
því litið til aldurs hans við ákvörðun
refsingar í málinu.
Auk fjögurra ára fangelsisdóms
var maðurinn dæmdur til greiðslu
miskabóta til þeirra tveggja stúlkna
sem kröfðust bóta. Nema þær 1,8
milljónum krónum til hvorrar fyrir
sig.
Braut á barna-
börnum í tíu ár
Var dæmdur í fjögurra ára fangelsi
Maðurinn braut á
barnabörnum.