Morgunblaðið - 13.07.2017, Side 27

Morgunblaðið - 13.07.2017, Side 27
skiptu með sér eldhússtörfunum en sem ljósmóðir vann mamma vakta- vinnu og var því oft í vinnunni á kvöldin.“ Inga Dóra var í Æfingadeild Kennaraháskólans, var í Hlíða- skóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1987, lauk BA-prófi í stjórn- málafræði við HÍ 1991, stundaði nám í sálfræði í eitt ár, stundaði síðan nám í félagsfræði, lauk MA- prófi í félagsfræði við HÍ 1999, stundaði framhaldsnám í fé- lagsfræði við Pennsylvania State University og lauk þaðan dokt- orsprófi 2004. Inga Dóra byrjaði átta ára að selja DV á Hlemmi, sló grasbletti og þvoði bíla. Hún var blaðamaður við Morgunblaðið á háskólaárunum og skúraði hjá fyrirtækjum og stofnunum á kvöldin. Hún starfaði um skeið í forsætisráðuneytinu, var aðstoðarmaður Ólafs G. Ein- arssonar er hann var mennta- málaráðherra og tók að sér ýmis verkefni fyrir stjórnmálamenn. Hún starfaði síðan með Þórólfi Þórlindssyni prófessor á Rann- sóknarstofnun uppeldis- og menntamála frá 1993. Inga Dóra stofnaði rannsókn- armiðstöðina Rannsóknir og grein- ingu, 1999, sem hefur sinnt rann- sóknum á högum, hegðun og líðan ungs fólks og sem byggist á rann- sóknum og aðferðahefðum Þórólfs. Eftir að Inga Dóra kom frá dokt- orsnámi hefur hún lengst af starf- aði við HR, er þar prófessor frá 2009, en hefur auk þess gegnt pró- fessorsstöðu við Columbia Uni- versity í New York þár sem hún dvaldi 2009-2013. Auk þess gegnir hún prófessorstöðu við Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi frá 2016. Inga Dóra naut Fullbright- styrkjar í doktorsnáminu og síðan vegna rannsókna við Colombia University í New York. Hún hlaut veglegan rannsóknarstyrk frá Evr- ópska rannsóknarráðinu árið 2015 vegna rannsóknarinnar Lifecourse sem enn er í fullum gangi. Hún var kjörin kona ársins á vegum Banda- lags kvenna í Reykjavík 2016 og hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknir og for- varnarstörf í þágu barna og ung- linga 2013. Þó að Inga Dóra sé upptekin af kennslu og rannsóknum hefur hún ýmis önnur áhugamál. Hún hefur sinnt hjálparstarfi fyrir ungt flóttafólk og tók að sér ungan dreng frá Kúrdistan sem hingað kom munaðarlaus. Inga Dóra stundar jóga og segir slíka iðkun einstaklega góða fyrir sinnið: „Auk þess hef ég eins og annað fólk ánægju af ýmsu öðru sem lífið býður upp á, eins og góðri tónlist og góðum bókum og kvik- myndum, að því ógleymdu að eiga góðar stundir með fjölskyldunni og góðum vinum.“ Fjölskylda Eiginmaður Ingu Dóru er Símon Sigvaldason, f. 31.5. 1962, héraðs- dómari. Hann er sonur Sigvalda Guðlaugs Guðmundssonar, f. 22.4. 1936, bónda á Kvisthaga í Miðdal í Dölum, og k.h., Sonju Sím- onardóttur, f. 24.6. 1936, húsfreyju og ljósmóður á Kvisthaga. Börn Ingu Dóru og Símonar eru Erla og Sonja Símonardætur, f. 6.9. 1995, nemar; Alanta Sím- onardóttir, f. 8.6. 2009, og fóst- ursonurinn Danyal Rashid, f. 1.7. 1999. Bróðir Ingu Dóru er Jón Sigfús- son, f. 2.5. 1961, framkvæmdastjóri sem starfar með Ingu Dóru hjá Rannsóknum og greiningu, en kona hans er Unnur Jónsdóttir hjúkr- unarfræðingur hjá Orkuveitunni og eiga þau samtals sjö börn. Foreldrar Ingu Dóru eru Sigfús Jónsson, f. 2.2. 1930, d. 14.1. 1999, sölustjóri, og Erla Sigurðardóttir, f. 12.3. 1934, d. 19.9. 2013, ljós- móðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Úr frændgarði Ingu Dóru Sigfúsdóttur Inga Dóra Sigfúsdóttir Jakobína Rakel Sigurjónsdóttir húsfr. á Hafursstöðum Gunnlaugur Þorsteinn Flóventsson b. á Hafursstöðum Halldóra Gunnlaugsdóttir húsfr. áÆrlæk Jón Sigfússon b. áÆrlæk í Öxarfirði Sigfús Jónsson sölustj. í Rvík Oddný Jóhannesdóttir húsfr. áÆrlæk Sigfús Einarsson b. áÆrlæk í ÖxarfirðiJón Sigfússon, framkvæmdastjóri Guðmundur Sigurjón Jónsson b. aðÆrlæk í Öxarfirði María Arnar snyrtifræðingur í Rvík Oddný Rakel Jónsdóttir skrifstofum. Árni Ágúst Sigurðsson, vaktmaður hjá Strætisvögnum Reykjavíkur Theódóra Aldís Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Svava Jónsdóttir tækniteiknari Sigríður Kolbrún Sigurðardóttir læknaritari Marín Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfr. Sigurður Ólafsson verkam. Ingibjörg Guðrún Lovísa Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Sigurður Ágúst Þorláksson verkam. í Rvík G. Erla Sigurðardóttir ljósmóðir í Rvík Sigurlína Ragnhildur Bjarnadóttir húsfr.á Bakka Þorlákur Þorláksson b. á Bakka á Mýrum ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017 Kristín Sigfúsdóttir fæddist áHelgastöðum í Eyjafjarð-arsýslu 13.7. 1876. For- eldrar hennar voru Sigfús Hansson og Guðrún Jónsdóttir, bændur á Helgastöðum. Móðurbróðir Kristínar var Páll J. Árdal, skáld og kennari á Akureyri. Hugur Kristínar stóð alla tíð til mennta og vildi hún komast í Möðru- vallaskóla, en sú varð ekki raunin. Formleg menntun hennar var hefð- bundinn fermingarundirbúningur og farskóli í einn mánuð. Strax á barns- aldri heillaðist hún af heimi skáld- skaparins. Þegar hún var fjögurra til fimm ára hnoðaði hún saman vísu. Kristín bjó við ágætisbókakost og las allt sem hún kom höndum yfir. Við fermingaraldur hafði hún lært að lesa og skilja Norðurlandamálin. Á unglingsaldri stofnaði hún leik- flokk, leikstýrði, skrifaði og lék fyrir sveitunga sína. Engin æskuverk hennar hafa varðveist en þetta hefur reynst henni góður skóli. Kristín bjó í Skriðu og Kálfagerði nánast alla ævi en síðustu árin á Ak- ureyri. Mikil veikindi settu mark sitt á fjölskyldulífið. Verk hennar birtust ekki á prenti fyrr en kringum 1920, það var smá- sagan Digra Gudda, í sveitablaðinu Þorkeli þunna. Í kjölfarið fylgdu fleiri sögur. Frændi hennar Páll Ár- dal var hvatamaðurinn að því að hún fékk ritstyrk um 1930 og hélt honum til æviloka. Upp frá því leit leikritið Tengdamamma dagsins ljós og var sett upp víða um Eyjafjörð og Akur- eyri við mikla aðsókn. Kristín vakti strax athygli með verkum sínum, Sigurður Nordal rit- aði í dómi um verk hennar. „Ég sat sem steini lostinn undir þessari frá- sögn eftir norðlenzka sveitakonu sem gerði hversdagslegustu atburði nýja og heillandi og fataðist hvergi tök á list og stíl.“ Kristín sendi frá sér smásagna- safnið Sögur úr sveitinni 1924 og skáldsögurnar, Gestir, 1925 og Göm- ul saga 1927-28, auk fjölda ljóða og sagna sem birtust í tímaritum. Kristín lést 6.10. 1953. Merkir Íslendingar Kristín Sigfúsdóttir 95 ára Jóhanna Bjarnadóttir 90 ára Friðrika Gestsdóttir Sigríður Kolbeins 85 ára Elísabet Gunnlaugsdóttir 80 ára Agnar Angantýsson Ágúst Hreggviðsson Einar Jónsson Jenný Þóra Óladóttir Magnús Marteinsson Njáll Skarphéðinsson Pétur Jósefsson Sigurður Hallgrímsson Þorbjörg Maggý Jónasdóttir 75 ára Ásdís Hoffritz Hrefna Kristmundsdóttir Sigrún Ragnarsdóttir 70 ára Baldur Jónsson Bryndís Tryggvadóttir Finnbogi Þórir Jónsson Jóhann Marion Magnússon Snæland Jón Björgólfsson Magnús Arnar Jónsson Rósa Hilmarsdóttir 60 ára Guðbjörg Skjaldardóttir Guðlaug Jónsdóttir Hjörtína Guðmundsdóttir Kjartan V. Valgarðsson Kolbrún Líndal Hauksdóttir Kristín Arnardóttir Margrét Hólmfríður Pálmadóttir María Jörgensdóttir Þórunn Jónsdóttir 50 ára Annamaria Cusenza Ágústa Margrét Hafberg Bergþóra Hlín Arnórsdóttir Björk Elfa Jónasdóttir Bryndís Eva Jónsdóttir Friðþjófur R. Friðþjófsson Hafdís Svavarsdóttir Hildur Elín Vignir Inga Dóra Sigfúsdóttir Inga Sigurrós Þráinsdóttir Jóhann Þórlindsson Karitas Una Daníelsdóttir Kristján Þ. Ástvaldsson Pawel Roman Przybylski Sóley Elíasdóttir Stefán Sigurðsson 40 ára Eero Karis Kjartan Birgisson Kristján B. Sigurbjörnsson Krzysztof Lutaj Miriam Kerstin Hilzinger Sigurður Arnfinnur Baldursson Vincent Robert Ribo 30 ára Albert Ingi Haraldsson Andrea Þorkelsdóttir Esther Sif Sigurðardóttir Hannes Arnar Viðarsson Hildigunnur Finnbogadóttir Hildur Baldursdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kristbjörg Ólöf Jónsdóttir Laufey Gunnþórsdóttir Lena Dúa Grétarsdóttir Lísa Björk Þorsteinsdóttir Olga Swiderska Ólafur Freyr Ólafsson Pálmi Harðarson Stefanía Reynisdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Stefanía lauk stúdentsprófi af hönn- unarbraut Tækniskólans og er að hefja nám. Maki: Benedikt Birgisson, f. 1986, starfsmaður á framkvæmdasviði Reykja- víkurborgar. Sonur: Ívar Hrafn, f. 2016. Foreldrar: Sigurbjörg Lilja Michelsen, f. 1963, matráðskona við leikskóla og til sjós, og Reynir San- tos, búsettur í Afríku. Stefanía Reynisdóttir 30 ára Pálmi býr í Eyjum, lauk prófi í viðskiptafræði við HR, MACC-prófi frá HÍ og starfar hjá Deloitte. Maki: Rannveig Ísfjörð, f. 1987, afgreiðslustjóri hjá Herjólfi. Stjúpdóttir: Íris Emma Ísfjörð, f. 2014. Foreldrar: Hörður Ósk- arsson, f. 1957, d. 2015, fjármálastjóri hjá Ísfélags Vestmannaeyja, og María Guðbjörg Pálmadóttir, f. 1959, grunnskólakennari. Pálmi Harðarson 30 ára Hjalti Jón ólst upp í Fellabæ, býr í Reykjavík, er að ljúka embættisprófi í guðfræði og starfar við Laugarneskirkju. Systur: Eyrún Arn- ardóttir, f. 1981; Ragna Sverrisdóttir, f. 1990; Marta Kristín Sverr- isdóttir, f. 1993, og Laufey Sverrisdóttir, f. 1997. Foreldrar: Ásta María Hjaltadóttir, f. 1958, og Sverrir Gestsson, f. 1957. Þau búa í Fellabæ. Hjalti Jón Sverrisson www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.