Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017
✝ Jón TorfasonÁgústsson
fæddist í Reykja-
vík 25. apríl 1936.
Hann lést á gjör-
gæslu Landspít-
alans 5. júlí 2017.
Faðir hans var
Ágúst Jónsson,
fæddur í Há-
konarbæ 1896, dá-
inn 1969. Móðir
hans var Magda
María Balzeit Jónsson, fædd í
Þýskalandi 1910, dáin 1966.
Systkini Jóns eru: Theodór
Helgi, Hans, látinn, Guðríður,
Ágústa, Torfi Halldór og Geir.
Jón giftist Huldu Jósefsdóttur,
þau skildu. Saman eiga þau
fimm börn: 1) Ágúst Jósef, f.
1959, maki Laufey K. Bernd-
sen. Börn þeirra eru: Mikael
Karl, f. 1982, dóttir Izabella.
Jón Ernst, f. 1986, börn: Ágúst
Breki og Elma Karitas. Fríða
Mónika, f. 1993, barn: óskírð
stúlka. Fyrir átti Ágúst Heru,
f. 1980, börn: Stefán Svanberg,
Jökull Þór, Þórunn Sif og
Svanborg Ósk. 2) Bára, f. 1961,
maki Gunnar Hafsteinsson.
Börn: Alfreð Hrafn, f. 1980,
Hulda María, f. 1988, Guðrún
Anna, f. 1991, Berglind Rún, f.
1995. 3) María, f. 1964. Börn:
Bjarni f. 1985, og Magda
kvæmdastjórn Sumargleðinnar
í um áratug. Sá um keyrslu
hljómsveita sem spiluðu í
Klúbbnum og keyrði börn úr
sendiráðum í skóla á Keflavík-
urflugvelli. Hann var einn af
stofnendum Hópferðamið-
stöðvarinnar og hóf keyrslu
ferðamanna. Hann var víðför-
ull og hafði yfirgripsmikla
þekkingu á landinu og auð-
æfum þess. Hann hætti með
rútur og stofnaði Guesthouse
Duna ásamt Dúnu eiginkonu
sinni og þau ráku það í nokkur
ár. Síðar tók við leigubílaakst-
ur hjá Hreyfli og þar lauk
hann starfsferli sínum. Hann
var mikill frumkvöðull og
dugnaðarforkur, fékk við-
urnefnið Gusturinn snemma
þar sem gustaði af honum þar
sem hann fór. Hann byggði hús
fyrir fjölskylduna á Stað-
arbakka 30 í Breiðholti 1969
og var síðar frumbyggi í Graf-
arvogi 1984. Hann heillaðist af
Heilsuhælinu í Hveragerði og
keypti sér þar raðhús og bjó til
æviloka. Hann var mikill nátt-
úruunnandi og ferðaðist víða
hér heima og erlendis. Hann
var mikið snyrtimenni og báru
bílarnir og umhverfi hans þess
merki og seinni ár fékk hann
mikinn áhuga á garðrækt. Eft-
ir starfslok fór hann að grúska
í ættfræði og útbjó möppu með
upplýsingum og sögum
Hákonarbæjarættarinnar og
gaf fjölskyldunni.
Jón verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 13. júlí 2017, klukkan 13.
María, f. 1999. 4)
Marta, f. 1966,
maki Ragnar
Magnússon. Börn:
Hjalti Freyr, f.
1991, Hafþór Ingi,
f. 1995, Eva María,
f. 2000. 5) Dórót-
hea, f. 1973, maki
Helgi Schiöth.
Börn: Ólafur Már,
f. 2000, Hákon
Arnar, f. 2002, og
Lilja Björt, f. 2012. Fyrir átti
Helgi: Brynjar, Hafstein og
Þorvald. Jón giftist Dúnu
Bjarnadóttur 1989, þau skildu.
Góð vinkona hans síðustu ár
var Guðlaug Bjarnadóttir. Jón
var fæddur og uppalinn í
Grjótaþorpinu. Hann bjó í Mjó-
stræti 10 „Hákonarbæ“ þar
sem forfeður hans höfðu byggt
upp ættaróðal. Hann var
snemma kraftmikill og fór ung-
ur í sveit á Bala í Þykkvabæ.
Síðan fór hann að sendast á
sendlahjóli í Kiddabúð í Garða-
stræti og 17 ára eignaðist hann
sinn fyrsta bíl og þá varð ekki
aftur snúið, bílstjóri varð ævi-
starfið, fyrst á Nýju sendibíla-
stöðinni. Síðar keypti hann
rútu og keyrði m.a. hljóm-
sveitir Svavars Gests á héraðs-
mótum um land allt. Síðan sá
hann um keyrslu og fram-
Elsku pabbi.
Hefst þá fyrsta samtal af
mörgum sem við munum eiga á
þessari rás. Þetta er pínu skrýtið.
Nú þegar þú ert kominn á nýjan
stað þá er æfing að nýta þennan
samskiptamáta og stilla sending-
ar frá Gustinum en ég er þess
fullviss að við reddum okkur.
Amma og afi og Hansi tóku vel á
móti þér og nú líður þér vel. Jarð-
nesk einkenni fara að hverfa og
brátt geturðu risið úr rúmi og lit-
ið augum þessa ólýsanlegu lita-
dýrð sem fylgir heiminum þarna
hinum megin. Þú átt líka eftir að
leita uppi gömlu félagana. Ég er
hins vegar ekki viss um að þú
finnir þér rútu eða leigubíl til að
burra á en það verður pottþétt
fullt af fólki og mikið fjör í kring-
um þig og eitthvað verður nú
djókað! Verkefni þín á þessari
jarðarkúlu voru ærin og við vor-
um sammála um það að Bakkus
var þér óþarflega oft fjötur um
fót. Ég verð einhvern tíma að
jafna mig á þessum breytingum,
sakna þín þó við hefðum ekki tal-
að saman á hverjum degi en
minnist allra símtalanna þar sem
orðaflaumurinn var slíkur að þú
varst í miðri setningu í upphafi
símtals, rétt eins og þú værir að
halda áfram símtali síðasta mán-
aðar. Þér lá oft mikið á þínu stóra
hjarta og ansi skrautleg umræða
oft á tíðum kryddaði líf mitt og
markaði spor í mína verund. Ég
er afar þakklát fyrir það.
Bless í bili, pabbi minn, við
hugsumst!
Þín
Dóróthea.
Að setjast niður og skrifa
minningargrein um föður sinn er
eitthvað svo óraunverulegt, kipp-
ir manni inn í aðstæður sem mað-
ur vill ekki vera í, en þetta er
samt það eina sem víst er í lífinu,
við deyjum öll. Pabbi veiktist
hastarlega á mánudegi og hélt í
sitt síðasta ferðalag á miðviku-
deginum. Hann hefur frá unga
aldri haft viðurnefnið Gusturinn,
þar sem engin lognmolla var í
kringum hann, og því í hans stíl
að enda langt ævistarf á svo
snöggan hátt.
Við pabbi vorum góðir vinir þó
við værum ekki í miklu sambandi.
Ég á eftir að sakna símtalanna
hans sem byrjuðu alltaf eins „Sæl
elskan“… Við vorum stundum
upp á kant hvort við annað, en
alltaf jafnaði það sig. Hann hafði
gaman af því að segja sögur,
komst stundum á mikið flug og
þótti mér gaman að hlusta á sög-
ur um gömlu góðu dagana. Hann
lifði hálf ævintýralegu lífi og
heimilið okkar var stundum eins
og félagsmiðstöð tónlistarfólks
þess tíma, mikið líf og fjör. En
hann hafði ekki mikið um uppeldi
okkar barnanna að segja eins og
vant var um hans kynslóð. Hann
vann mikið og var sjaldan heima
og mamma sá um heimilið og
börnin fimm að mestu leyti. En
nokkrum sinnum fórum við með í
ferðalögin sem hann elskaði, inn-
an lands og utan. Honum þótti
sopinn góður og það var stundum
að þvælast fyrir honum en hann
var mjög góður maður og lán-
samur í lífinu. Eignaðist fimm
börn, 16 barnabörn og átta
barnabarnabörn. Eftir að hann
og mamma skildu giftist hann
yndislegri konu, henni Dúnu, og
þau bjuggu sér fallegt heimili í
Grafarvoginum. Hjónabandið
entist ekki en pabbi var heppinn
og hitti hana Guðlaugu og þau
áttu góð ár saman, hann tengdist
börnum hennar og barnabörnum
sterkum böndum.
Drottinn gaf og drottinn tók
og eftir sitjum við með minninga-
banka sem enginn getur frá okk-
ur tekið. Pabbi er lagður af stað í
sitt síðasta ferðalag og viss er ég
um að Hansi bróðir hans sem lést
ungur í flugslysi, leiði stóra bróð-
ur inn á nýjar slóðir. Ég kveð
hann pabba minn með söknuði og
sting í hjarta. Og finn sterkt fyrir
því að blóð er þykkara en vatn.
Við ástvinir hans sem fylgdum
honum síðasta spölinn á gjör-
gæslu Landspítalans viljum
þakka þeim yndislegu starfs-
mönnum sem þar eru, fyrir
dásamlegt utanumhald og um-
hyggju fyrir okkur á þeim erfiða
tíma. Góða ferð, elsku pabbi
minn.
Bára Jóns.
Elsku Nonni, eða afi Nonni
eins og þú varst kallaður á okkar
heimili. Það er skrítið að setjast
niður og skrifa kveðju til þín. Mig
langar til að þakka þér fyrir þær
stundir sem við áttum saman og
þó sérstaklega hversu góður þú
varst við Hlyn Snæ, það eru ófá
prakkarastrikin sem þið brölluð-
uð saman í Hveragerði, en ég
ætla ekki að fara nánar út í þau
hér heldur munum við rifja þau
upp saman og minnast þín þann-
ig, með gleði í hjarta.
Hvíl í friði, elsku Nonni.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi
(23. Davíðssálmur.)
Guðlaug Rún Gísladóttir.
Kæri Nonni,
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Takk fyrir góðar samveru-
stundir og vináttu.
Þín vinkona,
Guðlaug (LauLau).
Á fyrstu áratugum bílaaldar-
innar hér á landi var mikill æv-
intýraljómi yfir þekktustu bíl-
stjórunum, einkum
rútubílstjórum og fjallabílstjór-
um á borð við Guðmund Jónas-
son, Pál Arason og fleiri. Vinsæl-
Jón Torfason
Ágústsson✝ Magnús Jón-asson,
skrúðgarðyrkju-
fræðingur, fæddist
15. júlí 1944 í
Reykjavík. Hann
lést í faðmi fjöl-
skyldunnar á
heimili sínu,
Engjavöllum 5,
laugardaginn 8.
júlí 2017.
Foreldrar
Magnúsar: Jónas Sigurður
Jónsson, garðyrkjufræðingur,
f. 9. júlí 1917, d. 30. maí 1987,
og Kristín Halldóra Kristjáns-
dóttir, verslunarkona, f. 8. jan-
úar 1922. Bræður Magnúsar;
Kristján, f. 4. maí 1947, prent-
ari, Ásmundur, f. 21. desember
1948, blómaskreytingameistari,
Jón Ingvar, f. 25. júlí 1958,
framt gaf hann út tvær bækur
um sín helstu áhugamál, garð-
yrkju og matreiðslu. Magnús
var virkur í félagsmálum. Á
sínum yngri árum sýndi hann
glímu víða um land. Hann
starfaði lengi fyrir JC, Kiwanis
og Knattspyrnufélagið Hauka.
Hann var formaður JC Hafnar-
fjarðar, formaður og stofn-
félagi Kiwanis-félagsins
Hraunborgar og formaður
Knattspyrnudeildar Hauka.
Hann var duglegur að halda
námskeið í ræðumennsku og
framsögu, jafnframt því sem
hann kenndi skák og frí-
merkjasöfnun í grunnskólum.
Magnús hafði yndi af ættfræði
og eyddi löngum stundum í
ættfræðigrúsk og skráningar á
ættartölum. Eftir hann liggur
ómetanlegt safn ættfræðiupp-
lýsinga.
Jarðarför Magnúsar fer
fram frá Fossvogskirkju í dag,
13. júlí 2017, klukkan 15.
skrúðgarð-
yrkjumeistari.
Börn Magnúsar;
Jónas Trausti, f.
1964, Anton, f.
1966, Jónas, f.
1968, Kristján, f.
1971, Rut, f. 1972,
Styrmir, f. 1975,
Ingvar, f. 1980.
Barnabörnin eru
14 talsins.
Magnús ólst upp
við garðyrkju og gróðurstörf,
en lærði framreiðslu og var
þjónn og yfirþjónn til nokkurra
ára. Um 35 ára aldur kallaði
garðyrkjan á hann aftur og fór
hann í Garðyrkjuskóla ríkisins
að Reykjum í Ölfusi. Hann
vann við garðyrkju, rak gróðr-
arstöð, ritaði greinar og rit-
stýrði garðyrkjutímariti; jafn-
Góður félagi minn og vinur,
Magnús Jónasson, er fallinn frá
eftir erfiða sjúkdómslegu.
Maggi Jónasar, eins og hann var
ætíð kallaður, var einn af stofn-
endum Kiwanisklúbbsins
Hraunborgar árið 1985 og var
hann forseti klúbbsins fyrstu tvö
árin. Maggi markaði vissulega
sín spor í starf klúbbsins, t.d.
var hann upphafsmaður að villi-
bráðardegi sem alla tíð hefur
verið aðalfjáröflunarverkefni
Hraunborgar og þannig styrkt
bæði félagasamtök og einstak-
linga. Maggi var svæðisstjóri
Ægissvæðis árið 1991-1992 og
einnig lét hann vel til sín taka
innan Kiwanisumdæmisins Ís-
land – Færeyjar.
Maggi var fastur á sínum
skoðunum og óhræddur við að
kynna þær bæði í ræðu og riti,
því að þótt Maggi hafi ekki verið
hár í loftinu var hann stórhuga.
Undanfarin ár hefur Maggi ver-
ið skjalavörður klúbbsins og
vann að því að skrásetja sögu
hans. Ég varð þeirrar gæfu að-
njótandi að kynnast Magga á
fyrstu árum Hraunborgar og
hans elskulegu konu, henni Sig-
urbjörgu. Áttum við margar
góðar stundir saman bæði í leik
og starfi. Maggi átti við heilsu-
leysi að stríða mörg undanfarin
ár en alltaf var hann þó jákvæð-
ur og kappsfullur í þeim verk-
efnum sem unnið var að. Nú
undir lokin, þegar Maggi var
orðinn fársjúkur, var hann enn
að skipuleggja starf Hraunborg-
ar til framtíðar. Þvílíkur hugur.
Þótt Maggi hafi verið ötull kiw-
anisfélagi lét hann til sín taka á
öðrum vettvangi í öðrum fé-
lögum, því að umfram allt var
Maggi góður félagi og mikill
leiðtogi sem við lærðum mikið
af. Ég vil fyrir hönd Kiwanis-
klúbbsins Hraunborgar votta
fjölskyldu Magnúsar okkar
dýpstu samúð. Blessuð sé minn-
ing Magnúsar Jónassonar.
Fyrir hönd Kiwanisklúbbsins
Hraunborgar,
Egill Jónsson.
Um hásumar þegar ilmur
blómanna berst að vitum okkar,
garðar landsmanna skarta sínu
fegursta og allur gróður nýtir
dagana til hins ýtrasta og minnir
á hvað lífið getur verið litskrúð-
ugt og yndislegt. Það var því
þversögn við þetta þegar okkur
bárust fregnir af andláti Magn-
úsar Jónassonar garðyrkjufræð-
ings og okkar góða JC félaga.
Leiðir okkar Magnúsar lágu
saman þegar við ungir menn
gengum til liðs við JC Hafnar-
fjörð. Magnús var einn af þeim
sem unnu hvert verkefni af
áhuga og fylgdu eftir ákvörðun-
um af fullum krafti.
Magnús vildi sjá árangur af
þeim verkefnum sem hann tók
sér fyrir hendur, ekki bara inn-
an JC hreyfingarinnar heldur
líka hjá Kiwanis og Haukunum,
en með þessum félögum starfaði
Magnús vel og lengi eftir að JC
aldurinn var liðinn. Magnús var
mikill vinur vina sinna, því var
það alveg í hans anda þegar við
boðuðum saman gamla JC fé-
laga fyrir nokkrum árum sem
margir höfðu þá ekki átt saman
kvöldstund í 30 ár; eins og
Magnús orðaði það við þetta
tækifæri „að ófært væri að við
hittumst bara í jarðarförum“.
Þetta varð til þess að við þessir
gömlu félagar höfum komið
saman tvisvar á ári síðan og end-
urnýjað samverustundir og
minnst þess samstarfs sem að-
ilar áttu á árunum 1978-1995.
Magnús gegndi ýmsum ábyrgð-
arstörfum innan JC hreyfingar-
innar, var m.a. forseti JC Hafn-
arfjarðar og svæðisstjóri
Reykjanesfélaganna. Fyrir störf
sín með og fyrir JC hreyfinguna
var Magnús útnefndur „Sena-
tor“ sem er viðurkenning sem
þeir einir hljóta sem unnið hafa
af metnaði og heilindum fyrir
hreyfinguna.
Einhverra hluta vegna varð
það þannig að við Magnús unn-
um saman að hinum ýmsu verk-
efnum og áttum góðar stundir
saman þó JC árin væru liðin.
Það var gaman að fylgjast með
Magnúsi sem nýtti kunnáttu
sína til að gefa út tvær bækur
um gróður, önnur þeirra er um
blóm og garða og hin um rækt-
um jurta sem nýta má til mat-
seldar, bæði þessi rit fróðleg og
einstaklega vel unnin.
Magnús hafði í nokkuð mörg
ár barist við illvígan sjúkdóm og
var aðdáunarvert að verða vitni
að því aftur og aftur að sjá hann
og heyra hvernig hann tók lífinu
alltaf af jákvæðni sama hvað á
bjátaði.
Það var mér dýrmætt að fá að
heimsækja Magnús þremur dög-
um áður en hann kvaddi, eiga
með honum stund sem ég mun
geyma um þennan góða félaga
minn, en þar kom greinilega
fram mikil kunnátta hans og
áhugi á sumarblómum og sýndi
hann mér litla garðinn sinn og
fræddi mig um blómin og jurt-
irnar þar. Þegar við kvöddumst
gaf hann mér seinni bókina sína
og áritaði hana fyrir mig.
Ég verð ævinlega þakklátur
fyrir þær stundir sem við áttum
saman, hvort heldur það var í
góðu spjalli eða þeim verkefnum
sem við tókum okkur fyrir hend-
ur innan JC og utan.
Ég veit að ég tala fyrir hönd
okkar gömlu samstarfsfélaga JC
þegar við þökkum Magnúsi hans
hvatningu og elju í gegnum leik
og starf sem við öll nutum á
þeim tíma. Um leið og ég færi
Sigurbjörgu, börnum og barna-
börnum innilegar samúðar-
kveðjur þakka ég þeim þá ást og
umhyggju sem þau sýndu Magn-
úsi á síðustu árum í veikindum
hans.
Hafsteinn Þórðarson.
Kveðja frá Knattspyrnu-
félaginu Haukum
Fyrir um 30 árum kom til
starfa í félaginu hress og kraft-
mikill maður, Magnús Jónasson,
og fór mikinn. Knattspyrnudeild
félagsins hafði um nokkurt skeið
verið í djúpum öldudal og meist-
araflokkur karla í 4. deild og ein-
ungis þrír yngri flokkar starf-
andi. Það var eins og
stormsveipur færi um félagið við
komu Magnúsar. Ný deildar-
stjórn kosin og Magnús þar for-
maður. Og ekki var setið við orð-
in tóm, nú skyldu verkin tala.
Starfsnefndir voru skipaðar, allt
starf knattspyrnudeildar endur-
skipulagt og árangurinn lét ekki
á sér standa. Strax haustið 1989
vinnur meistaraflokkur karla Ís-
landsmeistaratitilinn í 4. deild
með fullu húsi stiga og yngri-
flokkastarfið efldist að mun. Ár-
ið eftir vannst 3. deildin og yngri
flokkarnir orðnir 14. Algjör um-
skipti höfðu orðið í starfsemi
deildarinnar bæði hvað varðar
fjölda iðkenda og árangur. Segja
má um Magnús eins og sagt var
um ágætan leiðtoga, „hann kom,
hann sá og sigraði“.
Nú að leiðarlokum vill félagið
þakka Magnúsi góð störf í þess
þágu og sendir eiginkonu og
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Megi minning Magnúsar Jón-
assonar lifa.
Fyrir hönd aðalstjórnar
Hauka,
Bjarni Hafsteinn Geirsson.
Magnús Jónasson
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 5. júlí á líknardeild
Landspítalans.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 18. júlí klukkan 11.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild
Landspítalans.
Ólafur J. Kolbeins Ósk Laufdal
Sjöfn S. Kolbeins Sigurður Jensson
Guðborg H. Kolbeins Tómas Sveinbjörnsson
Júlíus Kolbeins
tengdabörn, barnabörn og langömmubörn